Þjóðólfur - 31.10.1868, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 31.10.1868, Blaðsíða 2
— 190 — — Hin nýa SKÓLAVARÐA var opnuð 21. þ. mán. á hádegi, og var bæjarbúum boðað það með auglýsíngu herra kanselíráðs A. Thorsteinsons er var uppfest á ílestum gatnamótum að morgni hins sama dags. Bæarmenn sóktu samt fund þenna næsta dræmt og fjölmenntu þar ekki parið; verðr víst helzt að eigna það því, að póstskipið var þá j sem hörðustum burtbúníngi og allir í önnum kafnir að afgreiða það. Vér ætium samt, að hefði vili og áhugi verið almennr og lifandi á málefn- inu, þá myndi nokkuð fleiri hafa séð sér fært að sjá af þeirn hálfrar eyktar tíma frá öðrum störf- um, er gekk til að vera þar nærstaddr. Ver höfum fyrir skemstu (bls. 178—79 hér að framan) lýst skólavörðunni1 nokkuð eins og hún er nú orðin fullgjörð, og er því óþarft að fara um það fleiri orðum að sinni. — J>egar nú var útséð um, að allir væri komnir sem viðstaddir vildi vera, las formaðr bæarfulltrúanna herra Iians A. Sivert- sen upp bréf frá herra kanselíráðinu, (er hefir einn gengist fyrir því að skólavarðan er endrreist og bygð eins og hún er nú) til bæarfulltrúanna í Reykjavík, og biðr hann þar bæarfulltrúana »að »taka að ser skólavörðuna sern eign bæar- »ins, uppbygða honum til prýðis og bœarbú- »um til skemtunar«. En í öllu framanverðu bréfinu er greinilega skýrt frá tilefni og gángi þessarar endrbyggíngar. J>ar er skýrt frá, að hin fyrri samskotin til að byggja upp skólavörðuna, er var gengiztfyrir 1865—1866, hafi eigi orðið meiri alls og alls en 176 ríkisdalir 72 skildíngar; en er liún hrundi s. ár þá hafi verið búið að kosta til hennar 226 rd. er þess getið, að »alkunnar sé orsakir þær» er olli því að sú byggíng eðr hleðsla vörðunnar gafst svona, en aðalorsökin sé sú að samskot þessi hafi verið svo lítil og ónóg að ekki hafi verið leggjandi upp að byggja traustar eðr haga til öðruvísi en þá var byrjað. þegar nú svonavar komið, þessi hin nýa vörðubyggíng hrun- in, 50 rd. skuld áfallin, er sá byggíngarkostnaðr hafði yfirstígið samskotin, en sú skuld mundi að sjálfsögðu verða að lenda á honum (herra A. Th.) er gengizt hafði fyrir verkunum) en aptr því minni von um að takast myndi, að hafa upp ný sam- 1) þess ber ab geta, aíi lýsíngin á innanverbri vórlbunni (bls. 179) er ónákvæm aí> því leyti, ab þaraf mnndi helzt vera ah ráþa, at> oigi væri nema eitt loptih eþr pallrinn „efst viþ veggjabrún0; en þarabauki er annaí) lopt ofantil í miferi vörbunni; bera 2 glnggarnir sem á var minzt, birtnna á millilopt þetta, og er þaban gougib upp eptir samkynja hlibarstigum, sem a?> neban, upp á „yflrpallinu“ er nemr vi?) efstu veggjabrún og þar sam handrib er um kríng ölln megiu. skot til endrbyggíngar er fulltraust væri og varan- leg, sem næsta lítill áhugi hefði komið í Ijós hjá Reykjavíkrbúum á fyrirtæki þessu bæði fyr og síð- ar, eins og fyrri samskotin sýndi, þá hefði gefið sig fram útlendr rnaðr einn hér staddr, er kvaðst mundu leggja af hendi ríflegan styrk til að endr- byggja vörðuna, ef það gæti orðið til þess að hún mætti fullbygð verða á næsta ári 1867. Með viss- unni um að þessi féstyrkr fengist, i von um að enn mundi koma nokkrar sérstakar gjafir frá 1—2 mönnum öðrum, og að síðustu í trausti þess að allir hinir betri Reykjavíkrbúar mundi verða eigi ófúsari á að skjóta saman fé til að standast eptirstöðvar áfallins kostnaðar við traustbygða og fullgjörða skólavörðu, heldren að skjóta saman fé til þess fyrirfram, þó að þess hefði verið á leit farið, á meðan eigi gat verið nema undir von hvernig sú endrbyggíng tækist, þá kveðst herra A. Th. hafa ráðizt í að gángast fyrir endrbyggíng- unni og að leggja út til þess allt það fé er til þyrfti fram yfir þær gjafir er þegar væri komnar eðr hann gat átt vissa von í. j>á skýrir frá því í bréfinu, hvað kostnaðrinn sé nú orðinn alis og alls við endrbyggíngu skóla- vörðunnar, hver fjárstyrkr lierra A. Th. hafi kom- ið til þess frá öðrum, og hvað mikið til vanti er hann hafi út lagt. rd. sk. Kostnaðrinn er samtals . . . 1064 481 þar uppí hefir herra A. Th. þegar fengið eða telr vist að greiðist af hendi: 1. hin upprunalega gjöf hins áminsta út- lenda heiðrsmanns, er hér var staddr 1866, en það er stórkaupmaðr M. Melohior í Kaupmannahöfn 350r. » s. 2. Gjöf frá ónefndum manni 180- » - 3. Uppboðs-réttartekjur herra A. Thorsteinsons sjálfs úr bæar- sjóði fyrir erfðafestu-uppboð á nokkrum túnum kaupstaðarins 1866, er hann ánafnaði eðr gaf til endrbyggíngarinnar . 59 - 3 - 4. Gjöf frá bókhald. L. A. Knudsen 2- »- 591 3 Vantar þannig á, er herra A. TÍi.----------- hefir lagt út til bráðabyrgðar .... 473 45 og mælist hann nú til þess í bréfinu til bæarfull" trúanna, — jafnframt og hann afhendir skólavörð- una þeim 1 hendr, «sem eign bœarinsx, eins og 1) pess var geti?) í breflnu, a?> hvorutveggju reiknmgarDir, bæ?>i þeír yflr kostna?)iun vit> fyrri byggíngnna 1865—66 yflr þenna nýa endrbyggíngarkostnab, væri til sýnis hjá berra A. Xb. bverjum sem vildi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.