Þjóðólfur - 04.04.1870, Side 2

Þjóðólfur - 04.04.1870, Side 2
má sjá af blöðum þeim, semvérhöfum fengið, að ráðherrann hefir svarað, að stjórnin ætlaði að leggja málið á hylluna eðr fresta því fyrst um sinn, og bar fyrir sem ástæðu, 1, skoðun alþingis á stöðu íslands í ríkinu», eða mcð öðrum orðum, «að það væri svo skamt á veg komið í stjórnarmálum (»po- iitisk Umodenhed»), og 2, «að íslendingum yrði eigi trúað fyrir meiri fjártillögum úr ríkissjóði Dana, meðan þeir væri eigi betri búhöldar en svo, að þeir væri að hugsa um að stofna háskóla hjá sér». Lehmann vildi fá málið afgjört nú þegar, og svar- aði hinni fyrri mótbárunni á þá leið, að þólt bera mætti Alþinginu á brýn skakka skoðun á sönnum hag Islands, og fastheldni við skoðanir sjálfs sín, þá yrði því alls eigi brugðið um fákænsku í stjórn- armálum, því að það hefði sýnt í sumar rnælsku, næman skilning og þinglegan þroska (Vella- lenhed, fin Forstand og parlamentarisk Dyg- tighed1). En þegar nú Lehmann fékk vissu fyrir, að lögstjórnarráðherrann ætlaði ekkert við málið að gjöra að sinni, samdi hann nýtt frumvarp, og lagði það fyrir Landsþingið, um stjórnarstöðu íslands í ríkinu, og kom það lil fyrstu umræðu þar í þing- inu, að því er vér getum ráðið af blöðunum, 3. dag Februarm. Frumvarp þetta er í 8 greinum, og er að mestu leyti að efninu til samliljóða frumvarpi því, sem lagt var fyrir Alþingi í sumar, nema að 2 hinum síðaei köflum 2. greinar er slept úr, og að hann stingr upp á, að hið fasta árgjald skuli vera 20,000 rd., en hið lausa árgjald 30,000 rd. Umræðurnar um mál þetta tók yfir 2 fundi. Lelimann skýrði frá ástæðum sínnm fyrir því, að það ætti við góð rök að styðjast, að mál- ið væri nú þegar á enda kljáð af hálfuRíkisdags- ins. Lögstjórnarráðherrann svaraði, að stjórnin hvorki vildi gangaað uppástungum Alþíngis, né heldr neyða (octroyera) lögunum upp á íslendinga. Bar hann fyrir hið sama sem áðr, viðtökur þær, sem frumvarpið bafði fengið á Alþingi, og viðleitni þess, að bora sér út úr, og enn fremr, ^rð Alþingi sjálft óskaði eigi að fá málið á enda kljáð, með því að það örvænti um, að það kæmist af með árgjald það, sem því hefði verið boðið; hann kvaðst því eigi að eins telja það óþarft, heldr rangt, að gjöra að lögum lögin um hina stjórrarlegu stöðu íslands í ríkinu, og tók það enn fremr fram, að það væri alls eigi auðið, að ákveða nú þegar upphæð ár- 1) Skjöl málsins frá Alþingi í soma/ vorn prentu?) og lögí) fjrir Iííklsþingií), at) þingmenn gæti kynt sér alla mála- vóxtn. gjaldsins. Eptir talsverðar umræður kom einn þing- maðr(hinn gamli N.Davíð) confr. með þá uppástungu: »Með því að landsþingið telr sjálfsagt, að stjórn- in haldi í hefð þeim grundvelli um hina stjórn- arlegu stöðu íslands í ríkinu, sem frumvarp það átti við að styðjast, er lagt var fyrir Alþingi, og í þeirri von, að ísland fari eigi lengr, en brýnustu nauðsyn ber til, á mis við sjálfstjórn þá og frelsi í stjórnarmálum, sem þeim er fyrir- hugað, tekr Landsþingið til umræðu hið næsta mál á dagskránni». Lehmann sjálfr félst á uppástungu þessa, og var hún samþykkt í einu iiljóði með 54 atkvæðum, og var þannig lokið öllum umræðum um stjórnar- málefni íslands á Ríkisþingi Dana í vetr. Konungr hefir nú úrskurðað, að fyrst um sinn skyldi stjórnarmál vort standa við svo búið óútkljáð, en jafnframt gefið ráðherranum lieimild til,að fá sliptamtmanni Ililmari Finsen meira vald í hendr, þannig, að hann verði æðsti erindsreki (Repræsentant) konungs á íslandi; enn þá er það eigi kunnugt orðið, í hverju þelta aukna vald eigi fólgið að vera, ncma hvað getið er til í bréfum frá Ilöfn, að hann eigi að fá vald til, að skera úr sveitamálum, hafa alla rcikningastjórn á höndum, og veitingar- og úrskurðarvald í ýmsum málum af liinu smærra tæginu. Stjórnin hefir nú í vetr beiðzt þess af ríkis- þinginu, að stiptamtmaðr fengi launaviðbót, þann- ig að Iaun hans verði 4000 rd. og borðpeningar 800 rd., oghonum gefin upp, það sem eptir stendr af kostnaðinum fyrir aðgjörðina á stiptamtshúsinu. Enn fremr beiddi lögstjórnarráðherrann þingið um 2020 rd. í eilt skipti fyrir öll og 3200rd. árlega, til að koma betra skipulagi á póstgöngurnar á ís- landi; cn Ríkisþingið hafði enn eigi gjört neitt út um fjárveitingabænir þessar, þegar gufuskipið fór. Ýmsar greinir hafa staðið í dönskum blöðum um stjórnarmál vor; er þar eins og við var að búast vor taumr eigi fast dreginn af hálfu blaða- manna. Forseti Alþingis, herra Jón Sigurðsson, hefir enn sem fyrri verið ótrauðr, að verja rétt- indi vor, og sýna Dönum fram á skekkjuna hjá þeim. í norsku blaði einu »Norsk Folkeblad« hafa og slaðið greinir um stjórnarmál vor, og Dönum eigi hælt fyrir meðferð sína á oss, er þar stung- ið upp á, að Noregr skuli reyna til að ná Is- landi í samband við sig. Prófessor Iíonráð Maurer í Múnchen hefir og ritað grein eina i • Allgemeine Zeitung« um stjórnarmál íslendinga,

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.