Þjóðólfur - 27.04.1871, Síða 2

Þjóðólfur - 27.04.1871, Síða 2
106 varkárir, að taka upp útlend orð, og gjðra þau {- lend í tungu vorri, og tóku upp sum þau orð að óþörfu, og það Snorri sjálfur, er vjer nú alls eigi mundum fella oss við, enda hafa gleymzt aptur. En hitt er eins víst, að ef vjer viljum halda tungu vorri hreinni og óspilltri, og það ætla jeg víst, að hver sannur íslendingur vilji, þá verðum vjer að forðast öll útlend orð og orðaskipanir, að svo miklu leyti auðið er, og smíða þar ný orð, er vjer engin höfum áður, en þó því að eins, að vjer getum smíðað þau skiljanleg og nokkurn veginn viðfeldin; því að annars kostar ætla jeg rjettara, að halda hinu útlenda orðinu óbreyttu. Jeg verð að telja tungu mfna of fagra til þess, að hafa hana að dulu til þess að reyna sig á, og fylla hana þannig alls konar orðskrípum. l'ornmenn voru alls eigi var- kárír, að taka upp útlend orð, svo sem jeg áður sagði, einkum þegar fram í sótti, og þeir fóru að skrásetja því nær hvað eina, sem kom í hendur þeim, svo sem riddarasögur, helgra manna sögur og annað því urn líkt, og fegurðartilfinningin var farin að spillast, og er það ljós vottur þess, hversu breytingin á tungunni verður samfara breytingunni á menntun og hugsunarhætti. Ritháttur fornmanna var á talsverðu reyki, enda voru þá svo sem engar reglur um það efni samdar, og þeir í því cfni skammt á veg komnir; en hitt er víst, að þegar vjer lítum á rit- hátt fornmanna, og tökum það eitt lil greina í honum, sem síðar hefur breytzt sökum framburð- arins, þá eru breytingar þær, sem á eru orðnar, eigi óverulegar, enda tungan við það orðin mýkri og þýðari í ýmsum greinum. Jeg hvorki ætla mjer, nje þykir við eiga, að telja hjer upp allar slíkar breytingar, en vil að eins minna menn á, svo sem dæmi þessara breytinga, að harðir dumbar hafa breytst í lina dumba í endingum orða: t. a. m. lifat, lifit, lifðut; flóliit; hit, þat, annat, o.s.frv., er orðið lifað, Upð, lifðuð', fLókið', hið, pnð, ann- að', ek, rnik, pik, sik, olt, er orðið: eg, mig, þig, sig, og. Ending karlkynsnafna og einkunna í karl- kyni í gjöranda eint., og sömuleiðis ending sagna í 2. og 3. persónu eintölu núlegs tíma var áður, bæði i tali og riti, að eins r, en þetta r hefur órðið ur, eða það er fallið burt, ef meginhluti orðsins endar á r; þannig eru hinar fornu myndir: hestr', ríkr; t.elr, brýlr', harnarr, jöfurr; stórr, berr', ferr, o. s. frv. nú orðið heslur; ríkur; tel- ur, brýtur ; hantar, jöfur; stór, ber; fer. Eins er ís8, óss; víss; kýss, o. s. frv. nú orðið ís, ós; vis; kj}8. f>að fór snemma að brydda á breyting- um þessum, og það þegar á 13. öldinni; hinn eldri framburður hefur þá þegar verið farinn að breytast; enda finnast þess mörg dæmi þá þegar í ritum. Að vilja nú taka upp aptur slíkan rithátt, væri reyndar eigi annað, en að vilja stafa allt öðru- vísi, heldur en að er kveðið; eða hverjum mundi geta dottið í hug, að fá íslendinga til að taka upp hinn eldri framburðinn í þessum greinum? og hvað væri við það unnið ? og þegar verið er að vitna til ritháttar fornmanna, þá verður og að gæta þess, að fornmenn breyttu öllu slíku, og voru alls eigi svo fastheldnir á hinum forna rithætti, sem sumir nú á dögum; þeir breyttu mörgu þegar í riti, er framburðurinn breyttist, og töldu það óhafandi. Enda þótt vjer eigum að gjöra oss allt far um, að halda tungu vorri óbreyttri að öllu eðli sínu og óspilltri, og það væri sannarleg óvirðing fyrir oss, að berjast eigi gegn spillingunni af al- efli, hvort heldur spillingin er fólgin í útlendum og óíslenzkulegum óþörfum orðum, eða óíslenzku- legri orðaskipun, þágetur það þó með engu móti rjett verið, að telja það eitt hafandi, sem fundið verður í fornum ritum, er samin sjeu fyrir fimm öldum, og hvað eina ágætt og (slenzkulegt, sem í þeim ritum finnst; en aptur alll ónýtt' og rangt, sem eigi finnst í þessum hinum fornu ritum. Slíkt væri eintrjáningsskapur, og mundi selja þröskuld fyrir allar framfarir, eigi að cins í tungu vorri, heldur og ( ýmsu öðru; því að af eintrján- ingsskap í einu atriði leiðir, og það mjög eðlilega, eintrjáningsskap í öðru; slíkt væri að vilja gaoga 6 aldir aptur á bak, í stað þess að fela áfram að endimarki því, sem mannlegri skynsemi er ætlað og unnt að ná; slíkt væri að leggja tungu vora og hugsanir í fjötra, ef ekkert mætti öðruvísi orða, en finna má f fornum bókum. það er afvegur gagnstæður því, að vilja ekkert hirða um, hversu um tungu vora fer, hvort tungan of hleðst útlend- um orðum og orðaskipun eða eigi, hvort svo fari innan skamms tíma, að nokkrar menjar sjáist tungu vorrar eða engar. þessi afvegur er eins skaðvænn og hinn. j>eir, sem vildu einstrengingslega feta þenn- an málstig, gætu orðið næsta hættulegir rjettum og eðlilegum framförum tungunnar, og ef til vill hættu- legri, en Sveinn lögmaður Sölvason, er taldi rjelt, að taka upp hvert útlent orð, er vera skyldi. í þessu efni er meðalhóf eins og í öðru, þótt það sje hjer og vandratað, sem í öðrum greinura. Yjer verðum að velja það úr málinu, sem reynist íslenzkulegt, sem er samkvæmt eðli málsins í heild sinni, hvort það heldur Onnst í fornum ritum, eða

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.