Þjóðólfur - 27.04.1871, Side 3

Þjóðólfur - 27.04.1871, Side 3
107 að eins í hinni nýrri tungunni, en hafna hinu, hvar sem það svo finnst; vjer eigum að taka það aptur upp úr fornmálinu, sem samkvæmt er vor- um hugsunarhætti, og sem enn þykir viðfelldið, en hafna því í fornmálinu, sem nú er gleymt og orðið óviðfelldið, og eins því, sem útlent er og óþarft. Hvers vegna skyldtim vjer til að mynda eiga að taka upp önnur eins orð og orðmyndir og: bjanak, yfírkwsari, trapiza, formcran; fordyktr; forniera, komponera, emendera, o. s. frv., þótt Nú megi finna hjá fornum rithöfundum, og það Snorra sjálfum? eða eigum vjer nú að fara rita dalar (gjör. fleirt. af dalur), mceðr, dœtr (fyrir móður, dóttur), auliaði, knefallaði, o. s. frv., þótt þær myndir hafi áður verið hafðar? því að, eins og það er víst, að á síðari öldum hafa mörg útlend orð slæðzt inn í íslenzkuna að óþörfu, þar sem vjer höfum íslenzk orð til að tákna með hinar sömu hugmyndir, sem hin útlendu orðin tákna, eða oss veitir hægt að smíða ný orð, eins cr það °§ víst, að fornmenn tóku upp ýrns útlend orð að óþörfu, smlðuðu ný orð óíslenzkuleg, og jafnvel afbökuðu útlendu orðin, svo að vjer mundum nefna slík orð sannarleg orðskrípi, ef mynduð væru nú ^ dögum, og sem enginn gat heldur skilið; þeir voru menn eins og vjer. En eins verðum vjer og að visa á bug hinum útlendu orðum, sem á sið- ari tímum hafa læðzt inn í titngu vora, ef vjer þurfurn þeirra eigi, en höfum eða getum smiðað íslpnzk orð í þeirra sfað) en halda hinu, sem sam- kværnt sje eðli tungunnar í heild sinni. það væri líka alven skakkt, að ímynda sjer, að allt það væri srníð.u m.inna á síðari tímum, og gæti eigi verið rjett eða samrt'mzt rjettri íslenzku, sem eigi yrði fnndið í fornum ritum; því að enginn getur þó ætlað, að öll orð 0g orðtæki íslendinga f fornöld me0i finna í ritum þeirra; því að eins og það get- ur engum efa vetið bundið, að mörg alrnenn orð og orðatiltæki hafa þá við höfð verið af a,Mðu manna sern aldrei hafa i rit komizt, svo sem nú, ems hafa og siáifsaot ka o J agt þa verið ems og nu, yms °i o3 m atitæki, sín í hverjum landshlutanum, sern þcir einir þekktu, sem í þeim landshluta bjuggu, eða sem aðnr eigi hafa notað i ritmátinu, þótt þekkt hafi, enda leggur það sig sjá|ft, að öll orð og orðtæki, sem í tali eru við höfð, kornast eigi að í neinu ritmáli; og auk þess var það einkum sagnafræðin, sem íslendingar lögðu mesta stund á að rita. f>að væri og barnaleikur einn, að ætla sjer nú að fara að orða hvað eina, eins og Snorri eða höfundur Njálu mundi hafa orðað það, eða aðrir beztn rithöfundar vorir í fornöld; oss mundi eigi takast það, þótt vjer reyndum; enda er þess engin þörf; því að eins og Snorri og höfundur Njálu hafa eigi sama stýlslag, og hjá báðum er þó málið afbragðsfagurt, eius má enu rita málið fagurt og hreint, þótt eigi sje verið að stæla þessa rithöfunda. f>að er satt, sem Jónas heitinn kvað um íslenzkuna: «orð áttu enn eins og forðum mjer yndið að veita». Sveinbjörn heitinn Egilsson stældi eigi hina fornu rithöfunda í útleggingum sínum, og hver játar eigi, að málið sje afbragðs-lipurt og fagurt hjá honum. En á hinn bóginn, til þess að halda tungu vorri óspilltri og hreinni, verðum vjer að hafa stöðugt augun á forntungunni; vjer megum aldrei missa sjónar á henni til samanburðar, og vjer verðum að reyna til að skýra hana, orð hennar og orðaskipun, sem bezt að auðið er, og þávirð- ist svo, sem helzt ætti að koma til kasta þeirra, sem hafa Ingt stund á málið fremur öðrum, og þeim ætti helzt að vera trúandi til að skera úr, hvað væri rjett íslenzka, og í því efni getur það orðið til mikillar leiðbeiningar, að skýra frá, hversu fornmenn hafi að orði komizt, og hversu stendur á, að þeir komast svo eða svo að orði. En í slík- um skýringum má eigi einblína á eitt eðatvödæmi, og binda sig við þau ein, og þannig telja allt annað rangt; því að úr því verður einstrengingsskapur, og þeir, sem færu svo að, gætu enga Ijósa grein gjört, hvorki sjálfum sjer nje öðrum fyrir því, hvað íslenzka væri, og þeir gætn jafnvel villt sjónir fyrir öðrum, er eigi legðu sjerstaklega stund á málið, svo að þeir gætu af þeirn sökum hæg- lega breytt rjettu í rangt. |>eir eru fáir, er enn hafi til orðið, að rita miklar skýringar á tungu vorri; því að bæði var það, að fornritin voru flestum svo sem hulinn fjár- sjóður, er þau voru að eins í handritum, og þau ílest kornin út úr landinu, og líka var það, að fáir lögðu sjerstaka stund á þekkingu málsins, og því siður, að þeir semdu nokkuð og ljetu prenta um þuð efni; enda voru þeir fáir á hinum siðustu öldunum, er kostuðu kapps um, að halda tung- unni ómeingaðri og óspilltri; og þótt sumir væru þeir, er tæki sárt til hennar, og vönduðu sjálfir orðfæri sitt, þá rituðu þeir þó harðla lítið, er kæmi fyrir almennings-augu, til að gjöra öðrum Ijóst, hvað rjett íslenzka væri eða ekki; enda má svo að orði kveða, að ritmálinn og þekk- ingu á tungunni færi æ hnignandi, uns Rask heit- inn fór að vekja athygli vort á fegurð og ágæti

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.