Þjóðólfur - 27.04.1871, Side 4

Þjóðólfur - 27.04.1871, Side 4
108 íslenzkunnar með fitum stnum; vjer vöknuðum þá svo sem af draumi, og um hin síðustu 50 árin hafa bæði hjerlendir menn og útlendir gjört tals- vert henni til viðreisnar og skýringar, bæði með prentun fornrita vorra, þótt margt sje óprentað enn, orðabókum, og ýmsum rilgjörðum um ís- lenzku, og tel jeg víst að enginn geti móti því borið nje vilji, að þeir Dr. Sveinbjörn heitinn Eg- ilsson og háskólakennari Iíonráð Gíslason eigi hvað mestan og beztan þátt í viðreisn ritmálsins hjer á landi, og getur sannlega enginn með rjettu talið það neitt oflof, þótt sagt sje, að enn hafl enginn staðið þeim mönnum jafnfætis í því, sem íslenzkuna tekur, Sveinbirni heitnum f þekk- ingu á skáldamálinu og í lipurleik ritmálsins, og Konráði í glöggsæi og nákvæmri þekkingu á ís- lenzku og öllu eðli hennar bæði að fornu og nýju, og úr því rekspölurinn var á kominn, vaknaði við- leitnin hjá fleirum, og er vonandi, að íslendingar haldi fram hinni sömu stefnu, og gjöri sjer alll far um, að vanda æ betur og betur orðfærið, og þá getur tungan mikilli fullkomnun náð. 2. Ilerra yfirkennari Jón |>orkelsson hefuráhin- um síðari árum bæði samið skýringar yflr vísur í ýmsum fornsögum vorum, sem að mestu leyti eiga að styðjast við skýringar þjóðsnillings vors Svein- bjarnar heitins ‘Egilssonar, og einnig tínt saman ýms dæmi úr fornritum um nokkur atriði í tungu vorri, og látið það prenta, sumt aptan við skóia- skýrslurnar, sumt í þjóðólfi, sumt í Norðanfara. þessar greinir herra Jóns þorkelssonar lýsa reynd- ar iðjusemi hans, en eigi eins vel því, að hann hafi gjört sjer fyllilega Ijóst eðli fslenzkunnar í heild sinni; hann virðist allt of mjög hafa fest huga sinn við einstakleg dæmi, sem hann hefur fundið í fornritum vorum, og gleyma ýmsu, sem til greina verður að taka við slíkar skýringar, og því líta heldur einstrengingslega á þau, ogafþeim sökum virðist hann leiða út úr dæmum sínum þá reglu, að livað eina, sem eigi sje samkvæmt þess- um dæmum, sje rangt. llann bindur sig auðsjá- anlega of mjög við hina fornu tunguna, og sum dæmin, sem hann telur til, fæ jeg eigi sjeð að hann hafi rjett skilið; að minnsta kosti fullyrðir hann nógu mikið, að ætlanir sínar í þessu efni sjeu einar rjettar, þar sem það þó að minnsla kosti er næsta miklum vafa bundið, hvort ætlun hans sje rjett í sumu hverju, ef eigi röng með öllu. Jeg ætla að þessu sinni eigi að rekja allt það, sem jeg get eigi fallizt á í greinum yfirkenti- ara Jóns þorkelssonar, en að eins tala um eitt eða tvö dæmi hans. í Norðanfara 1870, nr. 43—44, bls. 87, kveð- ur hann svo að orði: »Menn segja nú alment ogrita: lýsa e-uyfír, »og hugsa þeir sér líklega, að þágufallið stjórnist »af sagnorðinu lýsa, og að yfír sé eigi forsetning, »heldr atviksorð. þessu er nú eigi þannig farið, »enda er þessi orðaskipun eigi höfð í fornum »bókum. Fornmenn sögðu lýsa yfir e-u, og létu »sagnorðið lýsa (þ. e. gjöra Ijóst, gjöra bjart) vera »áhrifslaust, en þágufallið stjórnast af forsetning- »unni yfiir. Lýsa yfir e-u er því sama sem að »gjöra Ijóst (eða bjart) yfir e-u, þ. e. gjöra e-ð »kunnugt«, og því næst telur hann til 7 dæmi úr ýmsum fornritum, þar sem á eptir sögninni lýsa fer yfir pví, og hið 8. dæmið: lýsa yfir mínu shapi. 1 fyrsta lagi er skýring hans á merkingu sagnarinnar lýsa, sú, að gjura bjart yfir e-u, heldur fátækleg. í öðru iagi er hjer mjög óná- kvæml orðað, því að eptir orðunum einum mætti ætla, að sögnin lýsa alls eigi stjórnaði þiggjanda, heldur skyldi þá ávallt hafa yfir með nafnorðinu; en sú getur þó með engu móli verið tilætlun hans. Að segja með fullri vissu, hversu eitlhvert orð hafl fengið þá eða þá merkingu, eða hversu hún hafi verið hugsuð upphaflega, er einatt mjög örðugt, og jafnvel alls eigi auðið. það má telja víst, að hinar afleiddu eða óeiginlegu merkingar margra orða sjeu svo til komnar, að menn að upphafi hafi eigi gjört sjer það ljóst, hvort sú merking væri hin sama og áður lá f orðinu, eða hvorl hún væri samkvæm hinn eldri merkingunni; orðin, eins og iíka merkingar þeirra sumar, hafa víst að upphafi opt og einatt myndazt ósjálfrátt á vörum manna, svo að þeir hafa eigi hugsað um áður, og svo hafa aðrir tekið upp þessi orð og þessar hinar nýju merkingar, uns festu hafa náð í tungunni. Sögnin Jýsa er ein af hin- um rnörgu sögnum í íslenzku, sem sljórna bæði þiggjanda og þolanda. Vjer segjum enn, að lýsa húsið, þótt sjaldhaft sje, samasem: að gjöra bjart í húsinu, en: að lýsa einhverju 1, = skýra frá, hvernig eitthvað sje, og 2, = gjöra hunnugt. Sögn þessi mun að upphafi hafa stjórnað þolanda einum, eins og að líkindum ýmsar aðrar sagnir, sem nú stjórna bæði þolanda og þiggjanda, eða jafnvel þiggjanda einum; en í forntungunni má finna þess mörg dæmi, að þær stjórna þolanda, þar sem vjer nú höfum þiggjanda. Sögnin lúha t. a. m. hefur að upphafi líklegast sljórnað að eins

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.