Þjóðólfur - 27.04.1871, Side 6

Þjóðólfur - 27.04.1871, Side 6
110 er eigi höfðu bundizt u m állra orða, at sitja á svikráðum við hann«, Fms. II, 34w; og jafnvel skjóta þeir atviksorði inn fyrir framan nafnorð, er lagar sig eptir undanfarandi orði í líkum setning- um og : nhann hom fjarri niðr heslinum«, Frum- part. ísl. tung. bls. XLVI12. Hverjum er nú eigi auðsætt, að fyrirsetningarnar í dæmum þeim, sem jeg nú heftalið, stjórna eigi nafnoröum þeim, sem á eptir fara? en ef þessum fyrirsetningum, á, af, fyrir, í, til, um, við, verður skotið inn á milli sagnarinnar, og nafnorðs þess, sem sögnin stjórn- ar, hvort heldur nafnorðið er í þolanda, þiggjanda, eða eiganda, hvi skyldi þá eigi mega velja fyrir- setningunni ypr hið sama sæti í setningunni, þá er hún er höfð sem atviksorð? Jeg get enga á- stæðu til þess sjeð, og vjer gætum enn svo að orði kveðið, svo að vel færi ú, og vona jeg, að hverjum einum sje nú Ijóst orðið af þvi, sem jeg þegar hef sagt, að ypr gelur verið haft sem at- viksorð í hinu forna orðatiltæki: «að hjsa ypr e-u«. En hjer við bætist það, að jeg kannast alls eigi við, að fyrirsetningar, er þær eru hafðar sem fyr- irsetningar í fornmálinu, sjeu hafðar sem atviks- orð í hinni nýrri tungunni í sömu orðtækjnm ó- breyttum. Nú getum vjer enn haft og liöfum fyr- irsetninguna yfir sem atviksorð á milli sagnarinn- ar Jýsa og eptirfarandi nafnorðs. Vjer segjum t. a. m. almennt, að lýsa einhverju ypr, og lítum þá svo á, sem ypr sje atviksorð, og það er rjett, því að sögnin lýsa stjórnar þiggjanda, svo sem áður er sýnt. Vjer segjum og: «yrcsturinn lýsir blessuninni ypr Söfnuðinum«, og þá er auðsjeð, að blessuninni er stjórnað af sögninni iýsa\ en vjer getum og sagt: «presturinn lýsli ypr blessuninni«, og: «presturinn var að lýsa ypr blessuninni«, og getur engum til hugar kornið, að ypr stjórni þiggj- andanum btessuninni að heldur, þótt þessu orði sje skotið fram fyrir. Vjer getum og sagt t. a. m.: sllann fann dauðan mann, og breiddi (lagði) ypr icápu sína«, eða: «lcast.aði ypr kápu sinni«, 0. s. frv. Vjer segjum og: «að tjúka af verki sínu«, og þykir það miklu viðfelldnara, en : »að Ijúka verki sínu af«, 0g stjórnast þó þiggj. verki sínu eigi af af, heldur af sögninni tjúka. Eins getur staðið á ypr í hinu forna orðtæki: »að lýsa ypr pvi«, að fyrirsetningin ypr sje höfð sem at- viksorð, og hefur fornmönnum þótt það eðlileg- ast og fegurst, að setja hana rjett á eptir sögn- ina, eins og önnur atviksorð, en í þessu efni hef- ur breyting á orðið nokkur tungu vorri, að minnsta kosti eptir því sem ráðið verður af hinu forna j ritmáli, því að nú setjum vjer öllu optar þesskon- ar atkviksorð á eptir nafnorðinu, sem undanfar- andi sögn stjórnar; en bæði er það, að einatt fer j vel á því, að setja atviksorð, og fyrirsetningar, er þær eru hafðar sem atviksorð, á milli sagnarinn- ar og nafnorðsins, enda mundi hægt að telja nóg dæmi þess, að oss mundi þykja það óviðfelldið, að velja atviksorði sæti annarstaðar í setningunni en næst fyrir aptan sögnina, á milli hennar og nafnorðsins, sem hún stjórnar. Vjer mundum t. a. m. telja óviðkunnanlega að orði kveðið, ef sagt væri: »hann lauk vel verki sinu af«, eða: »hann hefur lokið verki sínu af«, í stað þess að segja: »hann l.auk vel af verki sínu«, og: »hann hefur lokið af verki sínu«. Jeg hef ávallt litið svo á, sem ypr í orðtækinu : »týsa ypr pví«, væri atviks- orð, og vonast til, að jeg hafi nú nægilega sýnt, að þessi ætlun mín sje eigi ástæðulaus, og eng- j inn sá, er eigi lítur á með of miklum einstreng- j ingsskap, geti með vissu fullyrt, að öðruvísi sje. I 3- í Norðanfara 1870, nr. 43—44, bls. 87, segir yfirkennari Jón þorkelsson, að mat og jarðamat sjeu rangar orðmyndir og finnist eigi í fornmál- inu; það eigi að vera met, því að meta (mat, j mátum, rnetið) hafi hina sömu beygingu sem geta | (gat, gátum, getið), og sitja (sat, sátum, setið), og j samstofna nafnorð við geta og sitja sjeu get og í set, og því eigi nafnorðið af meta að vera met, j enda finnist orð þetta í metfd, metorð, fjármet, j og sje því einsætt að leggja niður hið rangmynd- aða orð mat, 0g taka upp hið rjettmyndaða met. Hin forna orðmynd met er nú úrelt orðin í tungu vorri í þeirri merkingunni, sem nú er í orðmyndinni mat; það er nú haft 1, sem fyrri hluti nokkurra samskeyltra orða, og táknar þá eitt- hvað framúrskarandi, svo sem í metfje; 2. í þiggj. fieirt. í ýmsum orðtækjum (hafa e-n í miklum metum ; vera í miklum metum); 3= vog, meta- skálar; en nú hefir mat fengið ful'la festu í tungu vorri. í fornum ritum íslenzkum getur vel verið að það standi eigi; en það er hal't þráfaldlega í norskum skjölum, og það fyrst á 14. öldinni. þannig: «eftir skflríkra manna mate (árið 1310; Diplomat. Norveg. IV, bls. 82); ceftir fyrsogðo mate (1324; Dipl. Norv. I, bls. 150); skutu iard- ernar fara titl matz, og: skal Porgeir eptir mate aura tillœggia (1329; Dipl. Norv. II, bls. 146); matz menn, maatz manna, maatz monnum (1337; Dipl. Norv. II, bls. 188—189), 0. s. frv.; at taka eftir loghum eftir auerka mate (1323; Cod. Dipl.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.