Þjóðólfur - 22.06.1871, Side 4
— 132 —
sem með stöðulögunum er nú veitt, sé margfallt
minna heldr en íslendingar hafa kraflzt, minna
heldr en þeir hafa fært álitleg rök fyrir að þeir
hafl enda lagarétt til, hafa fært sönnur, þær er
fullgildar og órækar verða metnar eptir náttúru-
réttinum og fyrir dómi ráðvendninnar og réttsýn-
innar, fyrir því að þetta land eigi og þurfi hærra
árgjalds, ersé hreinogbein samvizkuskuld (Æres-
gjeld») er á Dönum hvíli og þeim beri að út-
leysa, — þó að þetta árgjald, sem hðr er
veitt, sé einnig bæði rýrara og með þrengri kjör-
um af hendi látið, heldr en hver deildin ennar
konunglegu fjárskilnaðarnefndarinnar 1862 lagði
til, — eigi að síðr er að voru áliti stórmikið á-
unnið fyrir íslendinga, frá því sem verið hefir,
með þessari fjárveitingu stöðulaganna 2. Jan. þ.
árs. f>ví þar með er nú um síðir áunnin form-
legog lögfull viðrkening af hendi Ríkis-
dagsins í Danmörku og ennar dönsku þjóðar fyrir
því, að á ríkissjóði Dana hvíli sú lagaskylda og
lögleg skuld að láta af hendi og útleysa til ís-
lands fast árgjald. Bér með er áunnin «prin-
cip»-undirstaða eðr sú óyggjandi fótfesta fyrir
fjárkröfum vorum sem aldrei þarf út af að skeika
ef vér viljum sjálfir vaka yfir að halda henni, —
ef vér flönum ekki þaðan til að *elta þann fimta<>
skarfinn.
f>etta má nú telja óraskanlega fullgjört, að
Island eigi fast árgjald úr Ríkissjóði Dana. Aptr
upphæð þessa árgjalds, hún er ekki fullgjörð né
óraskanlega fast ákveðin, ekki öðruvísi en svona
um stundarsakir, þó að upphæðin sé aldrei nema
tiltekin svona þarna í stöðulögunum 2. Jan. þ. á.
Undirstöðu- eða princip-ákvarðanir þessara laga,
að því leyti að þar með eru viðrkend og ákveðin
«sérstök» landsréttindi íslands, og það annað er
að þeim lýtr, gagnvart meginríkinu og samþegn-
um vorum, þær eru föst vg órjúfanleg gjörð, jafnt
hins æðsta stjórnarvalds sem löggjafarvaldsins í
Danmörku, þ. e. konungsins og Ilíkisþingsins í sam-
einíngu. En upphæð árgjaldsins, hvort heldrsú
sem þar er tiltekin eða önnur, hún er engi slík
undirstöðu ákvörðun landsréttar vors eða politiskra
réttinda gagnvart meginríkinu,- hún er þarna ekki
annað en slétt og rétt lagaákvörðun, sem eigi þarf
annað en vanalega lagasetningarleið til að fá breytt.
Hér í fjárhagsþætti stjórnarmála vorra er því
að oss skilst, eigi orðið eptir annað ágreinings-
efnið milli Islendinga og Dana en um upphœð ár-
gjaldsins. Vér fáum varla af oss að nefna hér
með undanþágu skilyrðið í síðari málsgr. 6. grein-
ar i stöðulögunum, því þetta, að Ríkissjóðrinn
skuli að vísu standast öll útgjöld er leiða af nauð-
synlegum póstsgöngum milli Danmerkr og íslands,
en samtskuli ísland missaí enda hve mikils lesta-
gjalds sem verða má af þeim kaupmannavörum o.
fl. sem póstjórnin findi sér hag við að fiytja hingað
og héðan á póstgufuskipunum nær engri átt. Væri
nokkur ráðdeild og hagsýni póststjórnarinnarmegin,
þá hefði húnásínu valdi með þessari ákvörðun, að
draga undan landsjóði íslendinga og undir ríkissjóð
Danaallan helming, eðrmeiraeftil vildi,af lestagjalds-
tekjunum, eðr 6—8000 rd. árlega. f>essi ákvörð-
un stöðulaganna er því eigi síðr smásmugleg og
mangaraleg, og þar til á ranglæti einu bygð en
engri réttsýni, heldr en hvað hún á ekki með neinu
móti heima í stjórnarstöðulögum og er þar hreint
axarskapt. f>vi ef nokkurt atriði á heima eingöngu
í vorum serstökum landsmálum og undir vort inn-
lenda skattálöguvald, þá er þetta verulega tekju-
og skattgjaldsatriði eins óslítanlegt þar frá yfir
höfuð eins og það, eptir öllu réttu og sjálfsögðu
hugsunarsambandi, er óaðgreinanlegt annarsvegar
frá nxierzlun og sjóferðum», hins vegar frá «bein-
línis og óbeinlínis skattamálunm, er hvorttveggja
er lagt með berum orðum til íslands sérstöku
mála í 7. og 8. tölulið 3. greinar í þessum sömu
stöðulögum. Aptr árgjaldsupphæðin er og á að
vísu að vera «opið spursrnálo milli ens danska og
íslenzka löggjafarvalds þegar Alþingi er búið að ná
skattgjafar- og löggjafaratkvæði í öllum vorum sér-
stökum málum. Ekki svo að skilja, að vér álitum
að Alþingi geti nokkuru sinni fengið atkvæðisrétt
um þær eðr aðrar fjárveitingar úr ríkissjóði, það
kemr víst engum til hugar nú orðið. En þegar
Alþingi vort er búið að fá löggjafar- og skattalofs-
vald, þá hefir það ólíku meiri og ríkari þýðingu
til að viðtaka þær fjárkröfur sem faranda þætti fram
á, og meira og ríkara siðgæðisafl til þess að fram-
fylgja þeim samningsveginn við skattálöguvaldið og
stjórnina í Danmörku, heidr en Alþingi hefir eða
getr haft eins og nú stendr, að eins ráðgefandi (
öllum vorum sérstöknm borgaralegum málum og fá-
ment, og þar til grunað af Dönnm eða gjörðar
getsakir um, að einstakir þingmenn ráði öllum fjár-
kröfunura og tillögum um þær nú sem stendr.
Og af því vér álítum það ótímabæran burð
fyrir Alþingi að halda til streytu nú um sinn um
þær fjánkröfur sem um hefir verið að tefla vor
megin síðan 1866,. heldr verði hyggilegra að láta
þá «sök í salti liggja* um sinn, taka við því ár-
gjaldinu í bráð sem bér er boðið í stöðulögunum