Þjóðólfur - 09.03.1872, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 09.03.1872, Blaðsíða 5
— 69 erfingjar Ragnhildar heitinnar Hinriksdóttur frá Lundum í Mýrasýslu áfrýjað skiptaúrskurði sýslu- mannsins f Borgarfjarðarsýslu 2. Nóv. f. á. í dán- arbúi Árna heitins Jónssonar á Iíalastöðum og skiptum þeim er á téðu búi síðan fram fóru 5. s. m., og á greindum úrskurði bygð voru, og krafiít: «1. að úrskurðrinn og skiptin verði dæmd mark- laus og sem ógjörð, en hreppstjóri þorvarðr Ólafsson á Kalastöðum og dánarbú sýslu- manns Jóns Thóroddsens verði gjört skyldugt in solidum að við reisa búið til nýrrar og lög- legri skiptameðferðar einnig á þeirra kostnað í það ástand, sem það var í við dauða Árna Jónssonar 21. Marz f. á.; 2. að hjónabandsskilmálar í millum Árna Jóns- sonar og Ragnhildar Ilinriksdóttur 13. Sep- tember 1840 verði dæmdir fullgildir, þannig, að áfrýendrnir geti samkvæmt þeim gjört lög- fullar kröfur við hin nýu skipti á búinu til þeirra fasteigna allra eða þeirra sannaða sölu- verðs, sem Árni heitinn Jónsson sló á eign sinni eptir dauða fyrri konú hans Ragnhild- ar Hinriksdóttur; 3. að svo framt þorvarðr hreppstjóri Ólafsson sannar ekki löglega heimild frá Árna heitn- um Jónssyni til makaskiptanna 10. Maí 1865, verði hann skyldaðr til að færa inn ( búið I 400rd. af sínu með 4% rentu frá sama degi; og 4. að hinir stefndu, hinn síðarnefndi og dánar- bú Thoroddsens sýslumanns verði skyldað til in solidum að greiða allan málskostnað til á- frýendanna skaðlaust og þar á meðal hælileg málssóknarlaun til svaramanns síns». «Undirrótin til máls þessa er sú, að ár 1840 *3. September var að Lundum í Stafholtstungum samið um fjárlag mill hjónaefnanna, yngismanns Árna Jónssonar og ekkjunnar Ragnhildar Hinriks- ^óttur, og kom þeim báðum saman um, að helm- lnga fjárlag að lögum skyldi vera millum þeirra Þannig; að hvort þeirra sem lengr lifði, skyldi nJóta fyrir sína lífstíð þess hálfa sterfbús-efna b®ði í föstu og lausu. Skyldi brúðgumaefnið deyja a nndan brúðarefninu án þess þau eignaðist lifs- erfingja saman, skyldi fasteignin öll, hvort heldr yrði meiri eða minni, falla til ekkjunnar óðalbornu erfingja, en lausaféð skiptast að lögum milli beggja erfingja. Skyldi þar á móti ekkjan deya á undan ^rúðgumaefninu, skyldi hann veita börnum henn- ar föðurlega tilsjón, og svo framvegis, fyrir lifstíð Slna, eins og hann við þetta tækifæri testamenter- aði Þeim ePtir sinn dag fasteign þá, er hann kynni að eptirláta, svo framt honum fyrir dánardægr sitt eigi yrði Iífserflngja auðið; en skyldi hann eign- ast lífserfingja, skyldi hann eða þeir ganga til arfs eptir hann með stjúpbörnum hennar eptir jafnri tiltölu að lögum. Hjónum þessum varð nú engra sameiginlegra barna auðið, og eptir dauða Ragn- hildar kvæntist Árni aptr, og átti þá móður greinds jþorvarðar hreppstjóra Ólafssonar, sem þá var ekkja, og er hann dó, átti hann ekkert eptir af fasteign þeirri er hann hafði fengið með fyrri konu sinni Ragnhildi. Seinasta jörðin, er hann átti af þessum jörðum, var J>verholt á Mýrum, er hann, eptir að hann með konu sinni var kominn í horn- ið til þorvarðar, hafði makaskipti á fyrir jörðina Veiðilæk í J>verárhlíð, og fékk 400 rd. í milligjöf millum jarða þessara. Nokkru fyrir dauða sinn eða 20. Desember 1866 testamenteraði Árni heit- inn bréflega og í votta viðrvist stjúpsyni sínum greindum þorvarði Óiafssyni allar þær eigur, sem hann eptir sig léti á dánardægri, hverju nafni sem héti, fasteign og lausafé; og þetta testamenti sitt staðfesti hann síðarmeir í nærveru sýslumanns og tveggja votta (notarii publici)». i'Ilvað nú hinn 3. póst í kröfu áfrýendanna snertir og að framan er getið, þá virðist það iiggja í augum uppi, að landsyfirréttrinn eigi fær fellt I neinn dóm um efni hans, þar sem það málefni eigi hefir fyr verið fyrir undirréttinum og enginn undirréttardómr í því gengið, og hlýtr því málið, að því fyrtéðan póst snertir, að frávísast réttinum. Að öðru leyti virðist úrslit þessa máls hljóta að vera með öllu komin undir því, hvort Árni heit- inn Jónsson varð við gjörning þann, er fram fór 13. September 1840 og að framan er getið, svo bundinn, að hann síðan eigí gat lögum samkvæmt gjört testamenti sitt; en yfirdómrinn getr engan veginn fallizt á þessa skoðun ; því þó menn vildi álíta, að brúðhjónaefnin hefði getað, samkvæmt þeim lögum er þá giltu hér á landi, lagt með sér það fjárfélag er þau vildu, án konunglegrar staðfest- ingar, þá virðist þetta óviðkomandi þessu máli, því i sjálfum gjörningnum 13. Septemb. 1840 að eins testamenteraði Árni heitinn þeim þá tilvonandi stjúpbörnum sinum eptir sinn dag þá fasteign, er hann kynni eptir sig að láta, ef hann enga Kfs- erfingja eptirskildi sér. Svona hljóða sjálf orðin í gjörningnum, að hann kallar þetta testamenti, og þetta testamenti gat því eigi haft neina meiri helgi en hvert annað testamenti hefir, svo hann mátti geta breytt því síðar eins og hann gjörði; og með því testamenti hans 20. Desember 1866 er í alla

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.