Þjóðólfur - 12.04.1872, Page 1

Þjóðólfur - 12.04.1872, Page 1
Viðankablað við Þjóðólf 24. ár, nr. 21—22. — ÞeyTtjavik, Föstudag 12. Ápríl 1872. SAMþYKTIR fyrir sparisjóð í Reykjavík. 1. Stofnun og stjórn sjóðsins. 1. Stofnendr sjóðsins eru fyrst um sinn 12. Tala þeirra verðr aukin með 4 stofnendum, einum úr hverri þessara 4 sýslna, Gullbringu- og Iíjósar- sýslu, Borgarfjarðarsýslu, Árnessýslu og Rangár- vallasýslu, ef menn í þessum héruðum vinnast til þess. 2. Sérhver af stofnendum sjóðsins skuldbindr sig skriflega til að ábyrgjast, að sjóðrinn standi í skilum, og að svara allt að lOOrd. hver, fyrir halla eða tjón er sjóðrinn kann að verða fyrir, og hann sjálfr ekki getr staðið straum af. 3. J>á er stofnendum fækkar við andlát eða af öðrum gildum ástæðum, eiga þeir sem eptir eru, eptir uppástungum forstjórnarinnar, að kjósa menn í hans stað, er ábyrgist sjóðinn með sama hluta og stofnendrnir hver um sig. 4. Stofnendrnir kjósa 3 forstjóra sparisjóðsins fyrir ár hvert á fyrsta fundi á árinu, og skal einn þeirra gegna formannsstörfum og einn gjaldkera- störfum. Þegar efni sjóðsins leyfa, má tilsetja gjald- kera, sem fær laun þau og setr ábyrgð þá, er stofnendr sjóðsins álíta nægilega. 5. Hinn 5. dag Janúarmán. og 5. dag Júlímán. ár hvert, eða næsta virkan dag á eptir, ef á helgan dag ber, i fyrsta sinni árið 1873, hafa stofnendr fund með sér; skal þá lagðr fram reikningr fyrir hið liðna missiri, vottaðr af forstjórninni, og þær ákvarðanir gjörðar, sem ástand sjóðsins útheimtir. Aukafundi boðar formaðr eptir eigin vild, og einn- ig þegar helmingr stofnenda æskir þess. Á fund- um ræðr meiri hluli alkvæða. 6. Bæarstjórn Reykjavíkr kýs tvo menn ár hvert, sem athuga liinn framlagða reikning, og votta, hvort sjóðnum sé stjórnað samkvæmt settum skil- málum. 7. Reikning sjóðsins skal leggja fram á skrif- stofu sparisjóösins eptir að hann er saminn; skal hann liggja þar i mánuð, til þess að þeir, semeiga fé í sjóðnum, geti skoðað reikninginn. Sá sem sýnir viðskiptabók við sjóðinn á rétt á, sjálfr að bera bók sína saman við aðalbókina. lítdrátt af reikningi sparisjóðsins skal auglýsa á prenti. 8. Störfum sparisjóðsins verðr gegnt fyrst um sinn einusinni í viku á þeim stað, stundu og degi, sem auglýst verðr í blaði, sem kemr út í Reykjavík. Á þessum tíma skal gjaldkeri og einn af stofnendum sjóðsins, í ákveðinni röð, vera til staðar, til að sjá um inn og útgjöld, gæta bók- færslu, rita undir viðskiptabækr, taka á móti uppsögn m. fl. 9. Bækr sjóðsins skal færa þannig, að ætíð megi sjá ástand hans, hvernig hann sé trygðr og innstæðu hans varið. II. Um samlag í sjóðinn. 10. a. Innlag er tekið f gjaldgengum peningum, og eigi minna en 32 sk. í hvert skipti. b. það, sem lagt er í sjóðinn, er fært inn í aðal- bók, og fær þar hver samlagsmaðr dálk sér með rituðu nafni, stöðu og heimili. c. Sem sönnun fyrir fé þessu fær sá, er í sjóð- inn leggr, viðskiptabók með sömu yfirskript og í aðalbók stendr, og skal fyrir hana, með við- festri samþykt sparisjóðsins, greiða 16 sk., en hún gildir f öllu sem samningr við sjóðinn. d. Ef að sérlegar ástæður eru fyrir hendi, má neita viðtöku á fé í sparisjóðinn, eða gjöra að skilyrði, að féð skuli standa óhreift f sjóðnum allt að einu ári, en þó skal meiri hluti for- stjóra vera á því máli. e. Um eigur manns í sparisjóði verðr eigi sagt óviðriðnum mönnum. 11. a. Af þvf fé, sem lagt er í sparisjóðinn, 6varast fyrst um sinn f vöxtu 3 af hundraði á ári. Vext- ir byrja þegar 3 rd. eru lagðir ( sjóð, og teljast frá 11. degi mánaðar, ef féð er lagt inn á þeim degi eða þar á undan, en frá 11. degi mánað- ar næst á eptir, ef greitt er síðar. b. Vextir reiknast eplir mánuðum þritugnættum,og ekki f minni pörtum en heilum skilding. c. Vextir greiðast fyrir missiri 11. Júní og 11. Desbr. ár hvert, svo og af innstæðu, þegar hún er öll útjmrguð.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.