Þjóðólfur - 05.11.1872, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 05.11.1872, Blaðsíða 5
5 "Ráðgjafinn, sera skrifar undir, ábyrgist ákvörð- «unina». Samkynja ákvarðanir munu finnast í flestöllum stjórnarskrám, þarsem er lögbundin konungstjórn, og hefir engum manni komið til hugar, svo menn viti til, að skilja þetta svo, að ráðherrann, sem undirskrifað hefir með konungi «úrskurðinn« eðr aðra stjórnargjörð og liefir alla ábyrgðina af þeírri gjörð eör úrskurði, skuli vera jafn friðheigr eins og hinn ábyrgðarlausi konungr, og stjórnargjörð- in sjálf, er hann skal ábyrgjast að öllu, umvafin jafnri helgi sem persóuulegar-eða privat-athafnir konungsins. þar í er þetta hið alþjóðlega málfrelsi, funda- frelsi og prentfrelsi fólgið, að mega með frjálsu rita og ræða um hverja þá stjórnarathöfn, sem ráð- herrastjórnin ein á að ábyrgjast fyrir þingi og þjóð. Svo er að sjá af leiðréttingu herra stiftamt- mannsins, að þessar nndirtektir lögstjórnarinnar undir uppástungu hans um sakamálshöfðun sé honum eigi nærri að skapi. St.m. segir, að «hefði lögst. ályktað að setja skyldi ritstjórann undir saka- máls ákæru, þá hefði dómstólunum borið að skera ár því, hvort hann (ritst.) hefði eigi gjörzt sak- fallinn eptir 91. grein hegn.laganna fyrir það, hvernig hann hefir «táknað konungsúrsk. 29. Júní þ. árs, og erindisbréfið landshöfðingja» o. s. frv. Eins og herra stiftamtm. hafi hér ekki þegar fyrir sér óyggjandi skoðun og fullnaðarúrslit dómstól- anna, þarsem er yfirréttardómrinn 19. Sept. 1870 í málinu gegn Jóni Ólafssyni út af íslendingabrag. Og svo frarnt stiftamtiuu fundust þau úrslit fráleit, svo gagnstætt sem þau nú fóru sakarhöfðunar- skipun háyfirvaldsins, þeirri, er eingöngu var bygð á 5. og (i. gr. préntfrelsis-laganna 9. Maí 1855, hví fékk þá stiftamtið þá eigi framgengt hjá stjórn- inni, að yfirréttardórni þessum væri skotið til hæsta- réttar, svo að honum yrði hrundið þar og breytt samkvæmt skipun þeirri, er herra II. F. út gaf til að höfða sakamál ? En hvað um það, og þóað þetta nýa lands- höfðingjadæmi, er nú skal ríða hér í garð, hafi fátt til fagnaðar að færa í skauti sínu, en niðrlæg- ingu nóga fyrir oss á flestan veg, þá má sannarlega lagna því, — það sér maðr bezt af þessari vitru Og réttvísu(l) tillögu herra Hilmars,— að vald það, sem Landshöfðingjanum yfir ístandi er í hendr lagt, er þó eigi meira en þetta: að hann stendr undir æðra valdi, æðri stjórn nálega i öllum mál- um; vald hans mun reynast, eigi að síðr, ærið uóg og ærið þungbært svona fyrstu árin, bæði þingi voru og þjóð. Og mega blaðamennirnir hér á landi fagna því eigi hvað minnst, að erindis- bréf landshöfðingja breytir að engu ákvörðuninni í 98. gr. hegn. laganna um það, að lögstjórnar-ráð- herrann einn má og á að meta það, hvort brotið sé hér í móti 89.—91. gr. sömu laga, og hvort sakamál skuli þar út af höfða ; svo að þó að vórum fyrsta landshöfðingja yrði eins laus hendin með þetta, eins og vorum siðasta stiftamtmanni hefir viljað verða, þá verðr vart úr því annað en — vindhögg eða hvalablástr. (Niðurlag í næsta bl.) — Skurðarfe hefir verið hér í haust bæði tor- fengið og fjarska-dýrt, í samanburði við það sem verið hefir. Hér hefir eigi verið umtalsmál að fá neina kind keypta, að kalla má, öðruvísi en að senda og gera út menn til fjárkaupanna eðr að fala og panta fyrifram; því engir fjárrekstrar hafa hingað komið að heita megi, öðruvísi en að nálega hver kind hafi pöntuð verið eðr lofuð ; hefir svo eigi verið að hugsa til að nein kind fengist <>eftir því sem hún legði sig», heldr hver kind á velli seld, og það því verði, að eigi munu fá dæmi til að kjöt- pundið af rýrðarfé vetrgömlu og ám, með nál. 3 ljórð. falli, hefir komizt í 10—11 sk. verð. (Aðsent.) UM LATÍNUIvENSLU í LÆRÐA SKÓLANUM í REYKJA\ ÍK. í hverju landi, er skólar eru, varðar miklu, að þeir sé góðir, það er að segja, hafi gott fyrir- komulag og haganlegt, samsvarandi einkennilegu þjóðlífi hvers lands. f>að er mikils vert sökum þess, að í skólanum mentast þeir menn, er siðan verða leiðtogar þjóðanna i einu og öllu, eða að minnsta kosti ættu að verða það. Látuin oss nú athuga, hvort hinn lærði skóli í Rvík samsvari kröfum þeim, sem menugeta gjört til slíkra stofnana, því þelta er alvarlegt. Engum þeim manni, er nokkuð þekkir til fyr- irkomulags þess, sem á að vera i skóla, til þess að hann geti fullnægt ætlunarverki sínu, getr dul- izt, að sá skóli svarar eigi til þarl'a þjóðarinnar, sem í stað þess að snúa huga lærisveinanna að ætt- jörðu þeirca, fer með þá suðr um ulla geirna; þetta á sannarlega heima hjá lærða skólanum í Rvík, og hann gerir það með því að láta læri- sveina sína lifa, vera og hrærast í latínunni. f>að erannars undarlegltöframagn, sem Róm- verjar dauðir og lifandi hafa haft yfir heiminum.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.