Þjóðólfur - 09.04.1873, Side 4

Þjóðólfur - 09.04.1873, Side 4
mig, að eg beini nokkrum orðum til þeirra eink- anlega um þetta mikilvæga efni. Menn mun reka minni til, að stundum hafa komið fram kvartanir yfir saltfiski Sunnlendinga, einkum þeim, sem fluttr hefir verið til Spánar. Optar en einusinni hafa verið prentaðar og send- ar útmeðal alþýðu reglur um meðferð á fiskinum, og einkanlega um verkun á saltfiski, til þess hann verði góð og viss verzlunarvara. j>að er því ekki að efa, að þessar reglur eru mönnum kunnugar, hverjum sem vill gefa þeim gaum eða fylgja þeim, og þess eru einnig Ijós merki, að menn kunna almennt aðferðina og vita hvernig hún er, ef þeir þar eptir v i 1 d u vanda sig og sjá sitt eigið sanna gagn. En það mega þeir vita, að þegar vara þeirra versnar, þá lækkar hún í verði, og það bytnar á þeim sjálfum fyr eða síðar, því þó svo mætti tak- ast, að þeir gæti »prakkað« slæmri vöru upp á kaupmann I eitthvert sinn, þá mega þeir ganga að því vísu, að kaupmaðrinn tapar á vörunni, og þann skaða jafnar hann á þeim aftr sem fljótast hann getr, eða hefir það í fyrirvara, svo þeim er ómögulegt við því að sporna; en auk þess líða bæði þeir sjálfir og allir aðrir tjón af því að var- an fær óorð á sig, gengr ekki út eða selzt ekki nema með afföllum. Gái menn að þvf, að þegar sunnlenzkr fiskr gengr 4 eða 5 dölum minna skip- pundið, en annar fiskr, þá munar það beinlínis um 60 til 80 þúsundir dala, og sá skaði lendir jafnharðan, eða að minnsta kosti fyr eða síðar, á Sunnlendingum sjálfum. Eftir því sem sunnlenzkir kaupmenn skýra frá, og eg ætla satt vera, þá hefir saltfiskrinn frá Faxaflóa nú um tvö árin hin seinustu verið heldr lakari en áðr, og einkum að því leyti, að hann hefir ekki getað haldið sér nema stuttan tíma ó- skemmdr. |>ó hefir helzt borið á þessu venju framar í haust er var (1872). Hvort heldr sem sunnanfiskrinn hefir verið sendr til Spánar eða Kaupmannahafnar, þá hefir fnrið svo, að hálfum mánuði eða þrem vikum eftir að fiskrinn er kom- inn f land og f hús, þá fara að koma á hann smá- blettir, brúnir á lit, koma þeir fyrst í hnakkann, eða þar sem fiskrinn er þykkastr, en færast sfðan smámsaman út og komast seinast um allan fiskinn beggja megin, bæði á fisk og roð, fiskrinn verðr þá allr dökkbrúnn eða rauðbrúnn á litinn, slepj- aðr og með stækjulykt. |>egar þetta fer að koma fram í fiskinum, vill enginn kaupa hann framar, og þeir, sem hafa keypt hann áðren á honum fór að sjá, varast hann eftirleiðis. Mest hefir borið á þessum galla á sunnlenzkum úrkastsfiski, en það hefir þó einnig komið fram á þeiin fiski að sunnan, sem hefir átt að vera beztr og ætlaðr til sölu á Spáni, eða verkaðr svo, að hann gæti orðið sendr þangað. Ef einhverjum kynni að detta í hug, að þetta væri skipunum að kenna, sem fiskr- inn er fluttr með, þá getr það ekki verið, því þá yrði armaðhvort sama að ganga yfir allan íslenzk- an fisk, eða það yrði að koma fram f öllum þeim fiski, sem væri fluttr með einu og sama skipi; en þetta á sér ekki stað. Eins er það, ef menn vildi kenna um húsrúmi því, sem fiskrinn væri látinn í þegar hingað er komið, þá skal eg geta þess, að eg hefi séð, geymdan í sama húsrúmi sunn- lenzkan, vestfirzkan og færeyskan fisk, og var hlað- ið hverjum í lilaða sér við hliðina á hinum, þá voru blettirnir að koma fram og aukast daglega á sunnlenzka fiskinum, en ekki sá neitt á hvorugum hinum fiskinum, og hafði hann þó legið þar lengr. Eftir undirlagi mínu hefirþessi skemmdi fiskr verið tekinn til skoðunar og efnafræðislegrar rann- sóknar hjá herra Y. Stein, sem hefir þesskonar rannsóknir um hönd fyrir þá menn sem æskja þess. Hann hefir sent mér þá skrifiega skýrslu, að hann hafi fundið, að blettir þessir sé smáar örður, eða deplar af myglusveppum. þessir myglu- sveppar eru blautir átektar, flestir dökkir að lit, en þar finnast og f fiskinum aðrir myglusveppar, sem eru ljóslitaðir, og ber minna á þeim en hin- um. j>að virðist þess vegna augljóst, að þessi galli kemr fram í fiskinum, afþví hann er óvand- lega verkaðr og illa þurkaðr, eða vanhirtr, svo að vatn hefir annaðhvort setið eftir í honum fráfyrstu, eða síðan komizt að honum, og setið þar fast, svo að þegar hann á að geymast, slær hann sig með raka, og myglar og slepjast. Gagnvart þessari lýsing á sunnlenzka fiskin- um skal eg skýra frá vestan-fiskinum, eftir því sem kaupmenn hafa sagt mér, og eg hefi að nokkru leyti sjálfr séð. Sá fiskr, einkum fiskrinn frá ísa- firði, er vanr að halda sér óskemmdum hér í Kaup- mannahöfn allan vetrinn yfir, og það fram undir haust, þangaðtil í Ágúst eða September árið eftir. Á Spáni hefir vestan-fiskrinn sömuleiðis haldið sér betr en hinn sunnlenzki, og bæði vegna þess, og svo af því hann er í alla staði verkaðr með meiri vandvirkni og lítr betr út, þá hefir fengizt fyrir hann á Spáni nú í sumar er leið (1872) 4 eða 5 dalir fyrir hvert skippund meira en fyrir sunn- lenzkuu fisk. Niðrlag í næsta blaði.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.