Þjóðólfur - 22.04.1873, Síða 4

Þjóðólfur - 22.04.1873, Síða 4
96 lands í Febrúar; en brátt varð bann að hverfa þaðan aftr. í Júní var hann kjörinn af mörgum fylkjum og var honum þá leyft að taka sæti sitt. Ekki leið á löngu áðr hann var kosinn forseti lýð- veldisins, og sór hann þá að halda rétt og iands- lög þau er þá stóðu. En brátt reyndist, að þing- inu og honum kom ekki saman, en ekki skar þó úr fyren 1851. Sá þá Napóleon, að ekki dugði í tveim að hafa, og að annaðhvort yrði hann eða þingið að víkja. Gekk hann þá á alia hina fyrri eiða sína og hleypti þinginu npp með herafli, og mörgum þingmönnum var varpað í fangelsi. Nú var hann orðinn einvaldr, og leitaði hann þá at- kvæðis um aðgjörðir sínar 2. Desember, og sam- þykti allr þorri Frakka það er hann hafði gjört, og gaf honum vald til að stjórna í tíu ár. Árið eptir 2. Des. gaf annað almennings atkvæði hon- um keisaranafn, og var hann kallaðr Napóleon S. Skömmu síðar gekk hann að eiga Eugeniu de Montjio, greifainnu af Teba, er nú liíir hann. þau áttu einn son, sem nú er 17 vetra. Nú stóð hagr Napóleons með öllum þeim blóma, er hann hafði dreymt um. Ekki þótti ráð ráðið i Norðrálfunni, nema hans væri leitað, og velmegun manna á Frakklandi óx daglega. Árið 1854 gjörðist hann bandamaðr Englendinga til að berja á Rússum, og 1859 leysti hann Ítalíu undan yfirráðum Austrríkis. Eptir þetta sýndist ráð hans að vera fremr á reiki. Afskifti hans í Mexico urðu honum til lítils sóma. llann sat hjá er Danir börðust við jþjóðverja, og vildi ekki ganga í samband við Englendinga Dön- um til liðsinnis. Einnig sat hann hjá deilum Austr- ríkismanna og Prússa 1866. Loks kom ófriðrinn 1870, er ílestum er enn minnisstæðr. Er Prússar sleftu honum 1870, kom hann til Englands og settistað í Chislehurst. Er hann var þangað kom- inn fór að bera meir á krankleika þeim, sem hann hafði áðr kent á, en það var steinsótt, og dró sú sýki hann til dauða. Margir hafa verið dómar um hann, síðan hann féll úr tigninni, og hafa margir þeirra farið þung- um orðum um hann. En eg læt mér nægja að gefa þetta stutta yflrlit yfir helztu æfiatriði hans, því að mjög hefir hann verið riðinn við sögu álfu vorrar hin síðustu 20 ár. ÁVARP TIL SIJNNLENDINGA UM FISKI- YERKUN. (Frá hr. Jóui Sigurtissyni alþm. og K. af Dbr. í Khöfn)’ (Niðrlag). það vita menn, að sá fiskr sem veiðist á suðrlandi, er sama kyns einsog sá. sem veiðist fyrir vestan, Hvortveggja fiskrinn er einíf af guði gefinn. |>að er því í augum uppi, að það sem sunnlenzki fiskrinn reynist verr, og kemr ó- orð á sig, það hlýtr að koma af handvömmum eða göllum á verkuninni. Og þetta munar ekki litlu og gjörir Sunnlendingum ekki lítið tjón, því þar sem fengizt hefir fyrir mikið af vestan-öski hér- umbil 80 dalir fyrir skippundið, þá hefir sunnan- fiskrinn, hinn lakari, alls ekki orðið seldr, eða hann hefir mjatlast út á löngum tíma og fyrir hrakverð, svo sem fyrir 15—16 dali skippundið, og fyrir það verð hafa Suðrlandskaupmenn orðið að selja tölu- vert af fiski sínum, sökum skemdarma, sem ann- ars hefði getað verið nær því helmingi meira virði, ef hann hefði getað verið vel verkaðr. Eg gat þess vegna ekki efazt um, að öllum megi vera ljóst, hversu miklu það sé varðanda bæði fyrir fiskibændr og kaupmenn, að hafa sem mestar gætr á að vanda verkun á fiskinum, og einkum að gefa gaum að því, sem nú er sýnt, að þegar fiskrinn er illa pressaðr, eða rignir í stökkunum, og verðr ekki gagnþur, þá slær hann sig eptir skamman | tíma, því saltið vatnast þá úr honum, og þá koma ; á hann hinir fyrnefndu myglusveppar, af raka eða vætu sem fiskrinn hefir í sér, af því bæði hefir í verið dregið af honum farg og þurkr, hvort sem [ það nú hefir verið af fljótræði og hirðuleysi, eða af löngun til að drýgja hann á skálunum. þegar j fiskrinn er þannig verkaðr, og honum er hlaðið í búnka, svo hann verði að liggja þar óhreyfðr um nokkurn tíma, þá slær rakanum út, sem innra var í fiskinum, og þar af koma fram myglusvepparnir. þessi galli er annars ekki einfara á sunnan- fiskinum, heldr er sá fiskr þar að auki mikln Ijót- ari útlits en fiskrinn að vestan, sem er bæði hvít- ari á litinn, betrílattr, betr plokkaðr og betr þveg- inn, heldren sá fiskr, sem kemr frá Sunnlending- um. þessum göllum geta menn gjört við ef þeir vilja, og skal eg taka fram í stuttu máli það, sem svo oftlega hefir verið brýnt fyrir mönnum á ís- landi, að til þess að fá góðan fisk og vel verkað- an, þá ríðr á þessu: að fiskrinn sé skorinn á háls jafnskjótt og hann er dreginn úr sjó, en varast að særa hann að öðru leyti eða kasta honum óvarlega. að hann sé snyrtilega flattr og ekki allt of djúft, tekinn vandlega úr honum blóðdálkrinn og plokkaðr vel um leið; að hann sé þveginn vel og vandlega þegar hann er saltaðr, og farið varlega með hann blautan,

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.