Þjóðólfur - 24.07.1873, Qupperneq 2
— 150
aðist að Reynivöllum í Kjós húsfrúin Ingibjörg
Þorvaldsdóttir1 eftir rúms sólarhrings banalegu,
tæpra 66 ára að aldri, borin þar að Reynivöllum
1. Okt. 1807, og var hún þar fyrir búi sonar síns
|>orvalds prests og hafði verið síðan hann fékk
það brauð; en ekkja hafði hún verið um 17 ár,
því mann sinn, Björn bónda Sigurðsson í Belgs-
holti, — en þau hjón voru systrabörn, — misti hún
árið 1856. Ilún var gerðar- og gáfukona, og vel
metin; þó að hún ætti fremr að búa við óhæg-
an efnahag alla æfi, vanst henni þó eigi að eins
að manna vel og heiðarlega sín 3 börn, heldr
einnig að uppala að meira eðr minna leiti 3 af
systurbörnum sínum.
— Fyrnefndr fjöl-lista kandíd. og »Ingenieur»
Vindfeld-Ilansen er útgerðr og sendr hingað af
stjórninni á opinberan kostnað, að vér ætlum, til
þess eftir beiðni Árnesinga og Rangæinga, há-
yíirvaldsleiðina, að hann rannsaki og út sjái, hvar
hentust sé og traustust brúarstæði yfir þjórsá og
Ölfusá, og leggi síðan niðr og gjöri áætlun um
það hverskonar brúargjörð þar eigi bezt við yfir
hverja ána fyrir sig, og hvað mikið að slík brú
muni kosta, o. s. frv. Jón hreppst. Skeiðamanna
Jónsson á Skeiðháholti var hér kominn fyrir, þeg-
ar er póstskip kom, til þess að flytja hann og
fylgja honum austr yfir báðar árnar, svo að hann
mætti kanna og útsjá með eigin augum allt er
lýtr að téðu ætlunarverki hans.
ÚTLENDAR FRÉTTIR, frá fréttaritara vorum í
Khöfn, herra kand. B. Olsen. 1. [Niðrlag frétta-
kaílans 27. Maí þ. árs, frá 132. bls.]
J>að er eigi gott að átta sig á fréttunum um
ófriðinn á Spán\ er það einkum vegna þess, að
hvortveggji berjast mest í smáhópum, svo að
aldrei skríðr að fullu til skarar; þó lítr svo út,
sem stjórnarhernum hafi veitt betr, síðan eg reit
seinast; hafa þeir unnið ýmsar smáorustur. Ný-
lega heyrðist þó, að Karlungahópr hefði sveymað
suðr á við Og komizt rétt að Barcelona; lögðu
þeir þar fjárreiður talsverðar á landsbúa, og
náðu fé nokkru, er þjóðveldismenn áttu þar í
sjóði, og fóru á braut með. Nú hefir aftr fréttst
1) Húii var elzt þeirra 7 dætra þorvaldar prúfasts og
sálmaskálds Höíivarssonar, er hann átti meb sinni 8. korin
Iíristínn BJörnsdóttnr frá Búlstabarhlíb, og sem uábn fnll-
tíba aldri; en þeir albræbr bennar og sammæbra, þorvalds-
synir voru aldrei nema 3, er á legg komnst: sira Björn í
Holti, sira Ólafr i Vibvík og sira Slefán prúfastr í Stafholti.
að stjórnarherinn hafi sigrað Karlunga, og hafa
þannig ýmsir betr. f>eir Figueras og Castelar
sitja enn að völdum, en stjórnin kvað fara mis-
jafnt úr hendi; geta þeir ekki, heldren aðrir,
haft hemil á Spánverjum. þingið, sem tók móti
yfirlýsingu Amadeós konungs um að leggja niðr
völdin og fékk þeim félögum völdin í hendr, féllst
á það, að kjósa skyldi til þjóðfundar, er skyldi á-
kveða stjórnarskipun Spánar; var því síðan slitið,
en áðr setti það til þess nefnd, að hafa gætr á
aðgjörðum stjórnarinnar, unz þjóðfundrinn kæmi
saman; var nefnd sú móthverf stjórninni og gjörði
henni ervitt fyrir; kom svo loks, að stjórnin sleit
nefndinni; voru það reyndar lagabrot, en stjórn-
inni var nauðugr einn kostr til þess að allt skyldi
eigi lenda í stjórnleysi. Skríllinn í Madrid var
lika svo uppvægr móti nefndinni, að nefndarmenn
mundu varla hafa komizt undan meiðslum eða
jafnvel dauða, ef stjórnin hefði eigi forðað þeim.
Nú er búið að kjósa til þjóðfundarins, og eru
langflestir fundarmenn af flokki þeim, er «föder-
alistar» nefnast, eða 350 alls; eru þeir ofsalegir
lýðveldismenn, og vilja, að hvert fylki um sig á
Spán hafi forræði fylkismála en hafi öll eitt aðal-
þing, líkt og Svissaraland eða Bandafylkin. Ef
landið tvístrastþannig, meðan Iíarlungar vofa yfir,
þá er varla líklegt, að stjórninni takist svo fljótt,
að eyða þeim óaldarflokki. Fremr litr út fyrir,
að stjórnleysið sé einlægt að færast í vöxt á Spán,
og er eigi hægt að sjá hvar lendir. Sumir spá
að stórveldin muni bráðum skerast í leikinn og
koma reglu á; aðrir hyggja, að allt muni á end-
anum lenda í klónum á jafnaðarmönnum, og að
Spán muni ætluð til, að verða gróðrarstía fyrir
þá kenning. Vér hyggjum reyndar, að spár þess-
ar sé hrakspár, og óskum þjóðveldinu unga allra
þrifa, en það ætlum vér þó, að varla muni þjóð-
veldið langlíft verða, ef «föderalistar» eru jafn-
miklir ofsamenn og hallast jafamikið að kenning-
um jafnaðarmanna, eins og sagt er. ^En vér hyggj'
um, að sögur þær sé orðum auknar, er fara af
óstjórninni á Spán. Eg get eigi bundizt þess, að
segja af flótta Serranós hershöfðingja, því að bæði
er sagan allmerkileg og svo sýnir hún, að stjórn-
in á Spán er þó eigi eins ónýt og veikluleg, eins
og menn skyldi ráða af tröllasögum þeim, et
þaðan fara. Serrano þessi er hinn sami, sem áðr
vann einna mest að því að reka ísabellu drottn-
ingu úr landi, og vann sigrinn á liði hennar við
Alcolea; var hann ráðgjafi áðr en Amadeó kon-
ungr tók ríki; er hann maðr stórlátr og drembinbi