Þjóðólfur - 24.07.1873, Blaðsíða 3
— 151 —
e*ns og fleiri Spánverjar, er það til marks, að
honum þótti það eitt sinn, meðan Amadeó sat að
völdum, of lítilfjörlegt fyrir konu sína, að halda
barni konungs undir skírn. En nú varð hann að
brjóta odd af oflæti sínu; stjórnin grunaði hann
um, að hann sæti á svikráðum við sig og vildi
handsama hann, en hann skauzt undan til Lay-
ards, sendiboða Englendinga í Madrid. Lagðist
þá lítið fyrir kappann, því að hann varð að strjúka
undan í dularbúningi- Kom Layard honum á
járnbraut til Santanders og þar á skipsfjöl; fór
Layard sjálfr og kona hans með honum þangað.
Serrano varð að raka yfirskegg sitt og liafði fals-
skegg á vöngum. Átti þá á leiðinni að rannsaka
vagn þann er þau þrjú voru í, en þá neytti Lay-
ard þess, að hann var sendiboði, og bannaði
rannsóknina. A þessu er þó eigi að sjá, að stjórn-
in sé jafnónýt og sagt er, eða að löggæzlan á
Spán sé eins vond og margir láta í veðri vaka.
Hér á norðrlöndum hefir verið í ráði að
breyta til um mynt, og hverfa frá silfrmynt til
gullmyntar, í stórkaupum, átti og um leið að gjöra
breytingar á silfrpeningum; gjörðu stjórnirnar í
Noregi, Sviþjóð og Danmörku samning um þetta
með sér, og féllust þingin í Danmörku og Svíþjóð
á samninginn, en stórþingið norska neitti honum.
Nú verðr líklega það úr, að Svíþjóð og Danmörk
slá sér saman um myntina, eins og áðr var ætlað,
en hirða eigi um Noreg. Myntarsamningr þessi
er að því leyti góðr, að hann tekr upp tugaskift-
'ngu og gjörir þannig reikninginn léttari; en holl-
nra væri víst Dönum og Svíum, að taka uppmynt
einhverra hinna stærri þjóða, er flestar hafa tekið
upp tugaskiptingu, en að rembast við að búa til
uýa mynt handa sér einum, því að þar mun þó
að koma á endanum, að ein verði mynt um allan
beini. þetta var aðalástæða Norðmanna móti
SaHiningnum.
Óskar Svíakonungr hinn annar var kórónaðr
'2. dag jýlaímánaðar með mikilli dýrð og viðhöfn,
bl mikillar gleðl og augnagamans fyrir skrílinn í
^lokkhólmi.
2. Utdráttr úr brefi, Kh. 6. Júlí 1873.
— — Ekki sendi eg yðr fréttir núna; það skeðr
s'o lítið sem vert er um að tala, nm þessar mundir.
% vil að eins geta þess við yðr, svo að þér þurfið
e'S* að tína það saman úr blöðunum, að Rússar
er*> búnir að taka Khiva, Tartaralandið, er eg hefi
^etið um áðr, og var vörn lítil. — Á Spáni eru
s'° að segja daglega ráðgjafaskifti, nú síðast lítr
þó út sem stjórnin hafi náð meiri festu; annars
stendr þar allt við sama, nema sagt er að Karl-
ungum miði heldr áfram. — Á Ítalíu eru orðin
ráðgjafaskifti. — Á Frakklandi stendr allt við
sama, nema hvað stjórnin æ betr og betr lætr í
ljósi sinn innra mann eínsog sira...........sagði
um ugluna; harðstjórn og kúgun gægist æ lengra
og lengra undan stakki hennar. — Á gripasýn-
ingunni í Yín rigndi svo, fyrir nokkrum dögum,
að allt fór á flot, og skemdist margt af sýnings-
gripum, en þó minna en menn skyldu hyggja.
þar er keisaradrotningin frá Prússlandi og er vel
fagnað. — Persakonungr hefir ferðazt hér um
álfuna í sumar og er nú í Englandi eða nýkom-
inn til Frakklands; ætla menn þar eins og annar-
staðar að drepa hann í hátíðahaldi og ávörpum
sem menn flytja honum; þykir hann nýr og fásén
gestr; er búningr hans allr gimsteinum settr og
berst hann mikið á».
5 DÓMSMÁL fyrir hcraðsdómum her í Kjal-
arnespingi.
í Maí og Júní-blöðum þjóðólfs var þess getið,
að á einu leytinu hefði þeir tveir yfirdómendrnir
herra dómsforsetinn etazráð Th. Jónasson og herra
assessor Magnús Stephensen höfðað privatmál
með veittri gjafsókn á móti assessor Benedikt
Sveinssyni, eftir að Hæstiréttr hafði dæmt hann
sýknan,— út af meiðyrðum þeim er þeir álíta sig
borna vera í hinu alkunna prentaða riti B. Sv.
«Fullnaðardómr o. s. frv.», — fyrir ákærum rettvís-
innar, með dómi sínum 27. Jan. þ. árs. Sókti
procurator Melsteð bæði þau mál, af hendi vel-
nefndra kærenda fyrir héraðsrétti Gullbringu- og
Kjósarsýslu. Á hinu leytinu var einnig getið þeirra
2. málanna er herra JMndshöfðinginn lét höfða á
hendr Jóni Ólafssyni ritstjóra blaðsins «Göngu-
Hrólfs" útaf 2 greinum þeim er komu í sama bl.
nr. 10. 26. Apríl, önnur, er hafði þá yfirskrift
„Landshöfðingjahneykslið“ hin „Hœstare'ttardóm-
aru («að Landshöfð. geti, ef hann vill, ábyrgðar-
laust rægt menn, o. s. frv., sbr. 109. bls. a. fram.).
Bæði þessi mál voru höfðuð privatmála-leið af
Landshöfðingja, og kærði hann sjálfr fyrra málið
til sættaumleitunar, eins og þegar var minzt, en
suðramtið veitti gjafsókn í báðum málunum, og
skikkaði, 2. Maí þ. árs, “Landshöfðingja-secretera
J. Johnsen»' til að sækja bæði málin fyrir
l) í „d(tmasafni“ þvi sem nú er ab koma út prentab og
blaiitiu „V ík ve rj a“ fylgir, er bœarþingeréttaríímr Olau-