Þjóðólfur - 20.09.1873, Blaðsíða 2
— 182 —
— í hinu sænska blaði: «Göteborgs Handels-
«och Sjöfarts-tidning«1 (19. Júlí) stendr vel samin
grein með fyrirsögn: «Politisk rörelse pá Island»,
og er í henni einkum skýrt frá hreifingnm þeim,
er voru undanfari pingvallafundarins í sumar, og
ráðagjörðum landsmanna um hann, jafnframt og
drepið er á hin helztu sögulegu atriði í stjórnar-
máli voru. Oss hefir þótt tilhlýðilegt, að bjóða
lesendum vorum dálítið sýnishorn af þessari grein,
svo menn sjái, hverja skoðun hinir frjálslyndari
menn á meðal Svía hafa á þjóðmáthm vorum.
Vér höfum heyrt, aðJiinn frægi sænski rithöfundr,
Victor liydberg, sé höfundr greinarinnar, en ekki
vitum vér fullar sönnur á því.
«í hinum síðustu blöðum frá íslandi eru þau
tíðindi, sem miklu skifta fyrir framtíð eylandsins.
Hefir þess áðr verið getið í blaði voru, að á meðal
íslendinga ríki almenn og djúpt rótfest óánægja
með hina dönsku stjórn. þessi óánægja hefir nú
lýst sér á þann hátt að vel má vera að það hafi
alvarlegar afleiðingar.
Eins og eftir þegjandi samkomulagi hafa
sumsé verið haldnir fundir á sama tima yfir landið
allt, svo víðáttumikið sem það er, og hafa oddvitar
þjóðarinnar gengið þar fram og tekið saman höndum
um það að hnekkja hinum dönsku einveldisráðum
yfir Iandinu. J»essi einveldisráð eru eins óbundin
og vald Rússakeisara eða Tyrkjasoldáns, en það
er þeim mun illbærara fyrir Islendinga, sem ein-
valdsherrann sitr í öðru fjarlægu landi, og em-
bættismenn hans eru alloft útlendingar og annar-
legir fyrir landsbúum, enda berast þær sögur frá
íslandi, að þeir eigi sjaldan beiti valdi sínu á þann
lj petta er eitt og hit sama sænska blatit og eins þessi
grein blabsius, om stjóniarniála-vibskiftin milli Islendinga og
Dana, ein og hin satna, sexn drepib er á í „Víkverja" 4. þ. m.
22,-23. túlubl. á 88. bls.; en þessi vor viríulegi samtif'ar-fh-
lagi (blabit) „Víkverji"), — er í þessn niáli sem niórgum
Slbrnm þeim, er hann gjórir at umtalsefrii, hættir svo mjóg
vib at) sverja sig í ætt vií) kríuna „þegar hún sezt á 6tein-
inn“, — drepr al) eins rnjóg lauslega á grein þessa og gjórir
þat) ekki eftir sænska blatinu sjálfu, heldr eftir einhverju
petri þvi, er Hafnarblat) eitt þab er nefnist „Dags-Telegrafen“
hedr hramsab þar upp úr srenska blatinu og lapit) svo eftir
því. Jiat) er votiandi, at) óllum leseodum pjóbólfs flnnist
greinin samska maklegri allrar anuarar metfertar beldren
þeirrar sem hún heflr ortit svona fyrir hjá þeim „Dags-
Telegr." og „Víkvtra". — par hjá er vel maklegt at minnast
þess her, at en heitrata ritstjórn „Göteb. Handels o'ch Sjó-
farts-Tid.“, heflr eigi ateins sjknt ritstjóra pjótólfs þetta blaf) sitt
19. Júlí þ, árs, (met nægum frímerkjum á', heldr einnig fjr í
vor annat númer sama blatsins, er hafti metfertis atra grein
mjög velviljaba til íslendinga og blatsins pjótólfs; og muu
eiuuig ágrip af þeirri grein koma í IJós irin»/i skams htr í blatinu.
hátt, sem styggir og særir sjálfstilfinningu hinna
þolinmóðu Iandsbúa. ísland hefir nú að vísu ein-
hverskonar fulltrúaþing, Alþingi, en það er ekki
nema ráðgjafarþing, og þar til kemr að hin danska
stjórn skipar suma fulltrúa til þessa þings, óg
hefir þingið ekki diið minsta atkvæðisvald til lög-
gjafar, skattaálögu og landstjórnar. Gjöldum þeim,
sem lögð eru á landið, ver hin danska stjórn og
skiftir þeim út eftir sjálfsþótta sínum, án þess ís-
lendingar hafi nokkurt atkvæði við þær ráðstafanir
sem féð er látið ganga til».
«J>að er vonandi að þessi hreiíing, er nú á
sér stað á íslandi, haldi sér innan stillingarinnar
og aðgætninnar takmarka, þá mun víst hin þolin-
móða þjóð, sem öldum saman hefir átt við svo
þungan kost að búa, ná rétti sínum. Vera kann
það og, að hin danska stjórn sé komin tll þeirrar
viðrkenningar, að hún muni ekki ávinna sér neinn
sigrkrans með því að fara með litla, en mentaða
og veglynda þjóð, 70,000 samtals, eins og menn,
sem í stjórnlegum efnum sé réttlausir. jþetta
mun nú sjást af frumvörpum þeim, er hún leggr
fyrir Alþingi það er nú fer í hönd.
J>ó svo sé í öðruin löndum, að hinar póli-
tisku hreifingar hafa vanalega upptök sín í höfuð-
borgunum, þá hefir þetta verið annan veg á ís-
landi í þetta skifti. |>að er svo að sjá, sem hinu
litli Reykjavíkrbær hafi lengi verið ófróðr um
hreifingar þær, er gengu á undan J>ingvallafund-
inum, og ekki vitað hvar þær mundu koma niðr
að síðustu. Hin íslenzku blöð vörðust allra frétta
um fund þenna, er til stóð, þangað til hann allt
( einu kom í Ijósmál og blasti við allra augum-
1 J>ingboðið mun hafa tekið sig upp einhverstaðar
í norðrlandi kringum Eyafjörð, í þeim sveitum,
þar sem margar sænskar og sænsk-norskar höfð-
ingjaættir tóku sér bólfestu í fornöld, og þar sem
fólkið enn í dag þykir hvað mest skara fram úf
að þreki, frjálslyndi og harðfylgni. J>aðan segja
menn að orðtakið: «TiI þings!» hafi hljómað og
borizt til ýmsra héraða, lil vestri og eystri héf'
aðanna, unz það náði yfir allt landið.
J>ingvöllr hinn forni — þar sem íslenzkif
menn komu í fyrsta sinni saman á Alþingi, ári®
928, og þar sem þjóðin síðan í hér uin bil 9^0
ár hélt ársfundi sína undir berum himni til
segja lög og selja niðr þrætur — þessi alún1
sagnastaðr á þannig enn þá að sjá fulltrúa sam'
an komna frá öllu landinu. Enginn, sem íslunú®
sögu þekkir, getr látið þetta nafn eða þenna sta
A