Þjóðólfur - 20.09.1873, Page 3

Þjóðólfur - 20.09.1873, Page 3
— 183 vera sér litilsvarðandi. Varla er sá ferðamaðr, Sem fæti stígr á ísland, að ekki takizt hann veg- ferð á hendr til þessara fornhelgu stöðva, sem á- vallt laða til sín hugann með endrminningu og Irásögnum liðinna tíma. Enn sem fyrrum liggr þingvallaflötin fagrgróin og Ijósgræn fram með hinni skæru og viðu skuggssjá þingvaliavatnsins; enn stendr Lögberg, umkringt af hraungjám, á sléttlendinu, þar sem fimtardómr og lögrétta höfðu steinsæti sín. «En ná», segir rithöfundr nokkur, «er þögult og tómt á þeim stað, þar sein svo margt snjallt og slungið, svo margt vitrlegt og manndómlegt orð heflr hijómað, þar sem einatt ómaði af kátum kvennahlátri og mannsöngvum í tvær vikur um bjartasta sumartímann meðan þingið var haldið, — og þar sem lika stundum heyrðist glamra í sverðunum#. Síðan árið 1800, er hin danska stjórn af tók Alþingi, hefir þögn þessi sjaldan verið rofin. Detr að þögninni nú í þetta skifti hafi verið brugðið á hamingjusamlegri stund fyrir Island. |>óað ísland sé norrænt land og Islendingar blóðtengdir náfrændr Svía og Norðmanna, sem vér erum i óhorganlegri skuld við fyrir það, að þeir hafa varðveitt mál og minningu feðra vorra, þá hafa samt hinir þjóðlegu hagir hins sagnaríka eylands verið oss jafnókunnugir eins og það lægi einhverstaðar miðsvæðis i Afríku. Kaupmanna- hafnarblöðin, sem ætti að vera samtengjandi liðr milli þeirra og vor, færa oss mjög sjaldan nokkur tíðindi þaðan og þegja vandlega yfir öllu, sem vekja mætti grunsemdir um það, að þar mundi ekki allt fara í sem beztu lagi. Eitthvað ofrlítið af þeirri hluttekningu, sem helguð er Slésvík og Elsas- Dothringen og hverju því, sem einhverja tilfinn- inga-kröfu gerir til hjartna vorra, munu Svíar nllrasízt spara við ísland, sem stríðir fyrir frelsi sínu og réttindum. J>að er lítið þjóðfélag, varla meira en einn hópr manna, og það stendr ein- •nana í baráttunni fjærri hinum öðrum löndum INorðrálfunnar. |>ví heldr ættim vér Svíar og Norð- nmnn að veita því vinsamlega eftirtekt». ÁSKORUN um r i t g j ö r ð i r til hins íslenzka Þjóðvinafélags. ' í lögum hins íslenzka þjóðvinafélags er ákveðið, framkvæmdarstörf félagsins skuli einkum vera fólgin í því, meðal annars, að gefa út ritgjörðir og bmarit um alþjóðleg málefni, einknm um réttindi s'ands, hagi þess og framfarir, og svo um sérhvað ^að, sem efla má bæði bóklega og verklega ment- Utl í landiuu, verzlun og verzlunarsamtök, atvinnu og framför landsmanna í hverju efni sem er, bæði til sjós og lands. j>essar framkvæmdir félagsins eiga þó alla stoð sína hjá landsmönnum, ekki einungis í fjárstyrk þeirra, til þess félagið geti staðizt kostnað til rit- anna, heldr og í ritslyrk, það er að segja í góð- um og fróðlegum ritgjörðum, sem geti samsvarað tilgangi félagsins og gjört því og landi voru gagn og sóma. J>ess vegna leyfir stjórn félagsins sér hér með að skora á menn alment, hvern þann sem vill styrkja framkvæmdir félagsins og gagn lands- ins, að senda félaginu ritgjörðir um þau efni, sem áðr eru talin, og sem annaðhvort væri hentug til tímarits, eða til að verða gefin út sér í lagi. j>ær ritgjörðir, sem félagstjórnin tekr til prentunar, munu verða borgaðar með sæmilegum ritlaunum, þegar þær eru komnar á prent, en þess er óskað, að þær verði sendar einhverjum afþeim, sem eru í forstöðunefnd félagsins, og nú eru þessir: Jón Sigurðsson, alþingismaðr ísfirðinga í Kaup- mannahöfn, forseti félagsins. Halldór Iír, Friðriksson, skólakennari í Rvík og alþingism. Reykvikinga, varaforseti félagsins. Egill Sveinb. Egilsson, alþingismaðr Snæfellinga, Kaupmaðr í Reykjavík. Jón Guðmundsson, málaflutningsmaðr, fulltrúi fe- lagsins f Reykjavík. Stephan Thorarensen, prestr á Iíálfatjörn, fulltrúi félagsins í Gullbringusýslu. Reykjavík, 2. September 1873. DÁINN. Síðasta d?g Júlímánaðar síðastl., þóknaðist Guðs óransakanlegu speki að burtkalla úr þessu lífi, unnusta mínn, Ölaf Jónsson, efna- og lyfja- fræðing. j>essa mína sáru sorg gef eg þá hér með okkar vinum til kynna. Stykkishólmi, 14. Ágúst 1873. Jóhanna Schjöth. AUGLÝSINGAR. — Hér með innkallast samkvæmt opnu bréfi 4. Janúar 1861 með 6 mánaða fresti: 1. AUir þeir, sem telja til skulda í dánarbúinu eftir Jón Gunnarsson, sem dó að Odda á Rangár- völlum 5. Júní þ. á., til að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiftaráðandanum hér í sýslu; 2. ’Lögerfingjar nefnds Jóns Gunnarssonar til að lýsa erfðarétti sínum og sanna hann fyrir sama skiftaráðanda. Rangárþings skrifstofu, 14. Ágúst 1873. H. E. Johnsson.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.