Þjóðólfur - 18.02.1874, Síða 4

Þjóðólfur - 18.02.1874, Síða 4
64 — f>á er ræða skal um sameiningu brauða, þá er auðsætt, að söfnuðinum í hinu niðriagða brauði er engu borgnara fyrir sameininguna, beldr en þótt næsti prestr þjónaði því um stundarsakir, nns ein- bver yrði til að sækja um það. Ef nábúaprestrinn getr eigi fyllilega fullnægt skyldum þeirn, sem bann á að gegna sem samvizkusamr maðr, í hrauð- inu ósameinuðu, þá getr bann það lieldr eigi, þólt brauðið sé sameinað; og sé prestrinn hirðulitill um embæltisskyldur sínar í þessu aukabranði, mun liann eigi verða alt í einu birðusamr, þótt brauðið verði sameinað fyrir fult og fast; og þá er auð- séð, að enga þörf ber til, að sameina þau þessa vegna. Nú er spurningin: hver eru þau brauð, sem umbótar þurfa? f>að er auðséð, að klerkarnir telja, að eigi að eins öll bin fátæku brauðin, þar sem tekjurnar síðast voru taldar undir 3í>0 rd., | þurfi tekju-auka, heldr jafnvel flest hin lakari ; meðalbrauðin, þar sem tekjurnar eru taldar 350 j — 500 rd. En þetta er alls eigi rélt, þvi að mörg j jafnvel af binum fátæku brauðum hafa alla-jafna j verið talin og eru vel lífvænleg, einkum fyrir unga presta. lleynivallabrauðið t. a. m., sem eigi er j metið nema 31 4 rd., og er því eitt af fátæku brauðunum, hefir allajafna verið talið vel lífvænlegt, j enda hafa bæði kandídatar frá Kmh. og gamlir prestar sótt um það brauð, og þannig eru mý-mörg j hinna fátæku brauðanna. Rípr t. a. m. f Skagafirði, sem eigi er metinn meir en 193 rd., hefir aidrei ! staðið laus. En ef fara á eftir því, þótt einhver ; búklaufinn geti eigi lifað á einhverju brauði, á þá að fara að leggja niðr öll slík brauð ? Á að fara að leggja niðr Garða á Álftanesi ogsameina það t. a. m. við Kálfatjörn, sökum þess, að einn klerkr hafi eigi getað lifað þar? það er og með ölln j skakt, að «sameining hinna rýrari brauða geti \ rorðið meðal til að gjöra önnur rýr brauð aðgengi- j legri», eftaka á nokkuð annað til greina en tekju- j auka prestanna; því að hin sannarlegu rýru brauðin verða eigi sameinuð við önnur brauð, svo sem vér sögðum i fyrri grein vorri; en því stærri hin sameinuðu brauð verða yfirferðar, því meira fær prestrinn að gjöra, og þvi örðugra verðr honurn að reka embætti sitt, svo í lagi sé, og því síðr getr hann stundað bú silt og heimili, enda vilja margir þeir prestar, sem verða að þjóna tveimr brauðum, sem fyrst losast við þessi aukabrauð, þrátt fyrir tekjuaukann; en vér erum illa sviknir, ef prestum þeim, sem fá annað brauð sameinað við það, sem hann áðr hafði, þykja tekjurnar svo miklar af þessum sameinuðu brauðum, að þeir geti greitt árgjald til muna af þeim. En fyrst þessi blessuð synodus-nefnd og sira J>orvaldr ætla að bæta hin rýrustu brauðin með árgjaldi af hin- um sameinuðu brauðum, því héldn þeir því þá eigi fram, að þeir sira þorkell á Mosfelli og síra þorvaldr á Reynivöllum skyldi greiða svo sem 50 rd. á ári af brauðum sínum, er Kjalarnesþingin væri lögð til þeirra, og skyldi það gjald leggja til einhvers þess brauðs, sem að vonum enginn sækir um, svo sem Staðar í Aðalvík, þönglabakka, eða Staðar í Súgandafirði, o. s. frv.? Nei, það taka þeir sig í vara fyrir þessir sameiningarmenn, og með því sýna þeir, hvar fiskr liggr undir steini- En þótt nú Staðr r Aðalvik og þönglabakki fengi sína 50 rd. hvort, þá erum vér næsta hræddir unr, að það þætti eigi næg bót, og fáir yrði til að sækja um þau brauð fyrir það, meðan hugsunar- háttr presta og preslaefna er eins og hann er- Viti rnenn, síðan Helgi heitinn Thordersen varð biskup 1846, er þó búið að leggja niðr eigi svO fábrauð, en eru umkvartanirnar minni frá klerkanna hálfu nú en þá? Ónei, þær hafa aldrei verið meiri en nú. Mikið vill meira. f>að æltu þó þessir «velæruverðugu» herrar að geta séð, að því meira sem brauðunum er fækkað, sem lífvænleg eru 1 raun og veru, því lengr verða þeir að sitja við hin fátæku útkjálkabrauðin, sem um þau sækja, og ef til vill meiri liluta æfinnar, og við það verðr niðrstaðan auðsjáanlega gagnstæð þrí, sem þeir þykjast vera að berjast fyrir. Og þótt prestargeti stundað þessi sameinuðu brauðin, svo sem þeir ætti að gjöra, meðan þeir eru í fullu fjöri, ætla þeir verði og færir til þess, er þeir eldast og hrörna? Öll þessi skekkja er auðsæ. Um þau brauðin, sem á hinum siðari árum hafa verið veitt með fyrirheiti, er hérals eigi að ræða; því að þaú eru mörg betri en sum hinna, sem ekkert fyrir- heit hefir fylgt. Mosfellsprestinum er likas innaú handar að sækja um annað brauð, ef hann vill> en hvað vill hann meira en ganga upp á tá og fingri? í hverju hefði sira þorvaldr á Reynivöilúm verið sælli nú, þótt hann hefði beðið 2 daga, og fengið Reynivallabrauðið með fyrirheiti? |>á kenir enn ein ástæðan, að alt sé niðr nítt, bæði hús og jörð, á hinurn rýrari brauðum, rétt eins og bæ®1 jörð og liúsum sé haldið svo vel við á öllum hiú' um betri brauðunum. þetta segir hann á rúóú betri vitund; því að hin betri brauðin eru englt betur farin í þessu efni. Og þótt sumir klerka1 þykist hafa reist við öll staðarhúsin, og sé 3 stæra sig af því, hvernig er þessi viðgjörð? þanmíb að alt er hrunið í grunn að 6—7 árum liðnum. raU eru mörg hin lakari brauðin betr setin en sum 'ltI' betri, og gætum vér nefnt honum ýms sh'k braiy bæði rýr brauð, sem eru vel setin, og góð br®11 ’ sem eru niðr nidd. Slikt er með öllu kom1^ undir því, hve hirðusamr prestrinn er. Ef prestl

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.