Þjóðólfur - 09.07.1874, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 09.07.1874, Blaðsíða 1
20. ár. ReykjavíTc, fimtudag 9. Júlí 1874. 36. SKIPAFREGN: Komandi! 27. Júní, Helene Frederikke frá Straumíirði (Fischer). 27. — Lykkens Haab, frá Akranesi (Thomsen). 29. — Jason 60,74 t., kapt. Nielsen (Knudtzon). 30. — Auchencairn 287,081., kom fráBlyth, kapt. Jarraw með kol. 30. — Maren 76,77 t., kom frá Bergen, kapt. Christensen (Snæbjöm porvaldsson). 30. — Valdimar 109,091., kom frá Manda), kapt. Rolfsen, (timbr-spekulant). 40. — Ida 107,82 t., kom frá Hamborg, kapt. Petersen (Edv. Siemsen). 1. Júlí Emanuel 40,62 t., kom frá Khöfn, kapt. Larscn (Edv. Siemsen og Strandafélagib). Farandi: 25. Júní Anna Chatrine (frá Havst. Ziemsen) á Brákarpoll. 25. — Tre Söstre (frá Fischer) á Akranes. 22. — Nancy (frá Fischer) frá Liverpool. 19. — Joh. Margrethe (N. verzl.) til Borgárfjarbar. 19. — Helene Frederikke (Fischer) Mýrasýslu. 25. — Jeune Delphine. 27. — Helene Frederikbe á Brákarpoll. 30. — Maren (Snæbjöm) ---------- 2. Júlí Familien, kolaskip frá Archangel. 2. — Jason, á Brákarpoll. 2. — Ida til Keflavíkr. I’ÚSUND-ÁRA SÓLHVÖRF. Sólin ei hverfr né sígr i haf, sitr á norðrheims straumi, vakir í geislum hver vættr, er svaf, vaggast í ljósálfa glaumi. Sveimar himin og sólgylt haf sem í draumi. 2. Miðnættið glóir með gullskýabönd, glymr af himneskum söngum: Tveir kveða svanir við rósfagra rönd raddhljóðum blíðum og löngum; hljómar við æginn og ymr við strönd út með dröngum. 3. Svanirnir liðu frá Ijósanna geim, Ijóðandi morgunsins bíða, annar um minningu, hetjulifs heim, hinn um vonina blíða; hlustum i leiðslu, ljúfan ber hreim upp til hlýða. , 4. Prjóta með sólhvörfum þúsund ár, þagna nú svanir, er góln. Ljósguð! sem faðmar Baldursbrár, og brosir við titrandi fjólu: lvpt vorri þjóðsál um þúsund ár. upp mót sólu! Steingr. Thorsteimon. ÍSLENZKA OG LATÍNA. Svo er mælt að skynsemin sé mannsins á- gætasta gáfa, en henni næst sé málfærið. Gegn- um málið túlkar maðrinn allar sýnar hugmyndir og tilfmnanir, túlkar náttúruna í sér og fyrir utan sig, aðgreinir, einkennir og eptirmyndar alla lífs- ins margbreytni, flokkar saman hið skylda eðr líka, og leitar þannig við að gjöra hugmynd sína æ Ijósari, og yfirgipsmeiri, þekkinguna þvf sann- ari eðr áreiðanlegri, og dóma og ályktanir réttari. Af málinu má ekki einungis manninn þekkja, heldr þjóðirnar; málið svarar til mentunarinnar og mentunin til málsins. Þau mál, sem ein eðr fleiri þjóðir mæla, heita Ufandi mál, en dauð mál hin, sem hætt er að mæia, og í bókum eða gleymsku liggja. En mál sem töluð eru, mega og heita lif- andi sakir þess, að þau standa aldrei í stað, heldr gjöra ýmist, að þau breytast til batnaðar eða rýrn- unar, eins og mentun þeirra, sem tala þau. Málið er eitt aðal-meðal til að ná framförum með; gegnum það vex þekkingin, eins og kóral-dýrið í hafinu, sem að lokum myndar þar eyjar, sem enginn vissi botn áðr. Með þessu andans verk- færi myndar maðrinn í huga sínum ekki einungis hið sýnilega, heldr og hið andlega, hið óendanlega, hugsjónir sálarinnar, sem kallast fyrirmyndir (ídeur, primip; ídeöl). Þessar fyrirmyndir eru að vísu eins og fyrir ofan visindi og venjulegan skilning, en öllum hinum vitrustu mönnum heílr komið saman um, að öll andleg framför sprytli frá þeim og stefndi til þeirra, að þær væru lífsins mark og mið, eða orsök og ákvörðun, grunntónninn, sam- hijóðanin í lífinu, eða guðsviljinn: hið alfrjáha, heilaga, góða, fagra. Nú, að þvf leiti, sem málið er andlegt í eðli sínu, (ídeelt), þá er það ekki ein- asta meðal, heldr og að nokkru leyti augnamið: menn eiga að leita við að fullkomna málin sem mest, því fullkomið mál er andans mesta og á-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.