Þjóðólfur - 12.08.1874, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 12.08.1874, Blaðsíða 2
íns, þakkaði ástrlkar víðtökur, og lýsti gleði sinni yfir laudi og þjóð, föðurlegum kærleika og von sinni og ósk eptir lukku og blessan 1000 ára staðar og 1000 ára þjóðar. Gjörðu þessi mildu og látlausu orð hin beztu og béppilegustu áhrif á alla, er heyrðu, og þökkuðu menn með nýum húrra-ópum fyrir. Áðr hafði Halldór Kr. Frið- riksson yfirkennari, stigið í ræðustólinn, og haldið all-mikla og all-snjalla tölu fyrir íslands minni, talað um tilefni hátíðar vorrar, og aðal-lákn og stórmerki vorrar sögu. I’á var og mælt fyrir minni Danmerkr. En eptir komn Konúngs fylgdi hvert minnið öðru. Norðmanna minninu svaraði á norsku, skáldið Rolfsen, með skörulegn sæmdar- ávarpi til íslands. Þá mælti Jón rektor I’orlielsson fyrir minni Svía, og svaraði því hinn sænski yfir- foringi Lagerkrantz. I’á mælti Eiríkr Magnússon fyrir minni heiðrs-gesta vorra úr Vestrheimi, á enska tungu, og talaði lengi og snjalt, og svar- aði skáldið B. Taylor því með fám orðum, á dönsku máli. Hafði hann ort kvæði, og látið þýða og prenta, til sæmdar oss, og mun það innan skamms verða þjóðkunnugt; það er þess vert. fíelgi yfirkennari Uelgesen hafði mælt fyrir minni Ðanmerkr, en nú mælti hann I forföllum Dr. Hjaltalíns fyrir minni stjórnarherra íslands, herra Kleins, og svaraði hann ræðunni með fögrum og snjöllum orðum og árnaði blessunar því Alþingi, sem hann kvaðst framvegis álíta skyldu sína að vinna í bróðurlcgri samvinnu með að einu marki og miði, framförum vors þjóðlífs og frelsis. I’ótti honum fara bæði skörulega og góðmannlega. Gísli kennari Magnússon mælti fyrir minni kvenna, en að lokum var sungið minni allra íslands gesta. Að þvf búnu var dansað og skemt sér, eins og menn bezt gátu. I’egar búið var að setja hátíð þessn, dundi skothríð mikil frá herskipurtum, en síðan var skotið og spilað — eins og siðr er til — við komu Konungsins. — Við skothríð þessa f landi, varðsá sorglegi atbnrðrað hernrenn tveir af skipinu «Fylla» skutu af sér vinstri hendrnar. Er græðsla þeirra talin bæði vandasöm og tvíræð. Lofi Guð þessum bágstöddu gestum vorum að lifa, er skylda vor Reykvfkinga að minnast þeirra, áðr en þeir hverfa handarvana heim frá hátíðargleði vorri, með einhverjum volti hjartanlegrar hlut- tekningar. Ræður manna urðu ekki allar rilaðar upp á staðnum, en f sérstakri ritgjörð fylgir hér aðal-efni þeirra, og mega hlutaðeigendr taka vilj- ann fyrir verkið, þó eitthvað mishermist. — Inntak þess er talað var og fram fór a Öskjuhlíð : Halldór Friðriksson setti hátíðarfundinn með langri og snjallri ræðu, og var efni hennar yfirlit yfir sögu lands vors. Sagði hann að endingu, að véf værum nú staddir á vegamótum, ekki einungis tímans, heldr og landstjórnarsögunnar. Framtíðin væri hulin vorum augum. Oss riði lífið á að leggjast allir á eilt, og ef vér gjörðum það, mætt- um vér fulltreysta blessan Drottins. fíelgi Ilelgasen mælti þv( næst fyrir miuni Danmerkr. Hann minnti á vor löngu viðskipli við Dani gegnum blítt og strítt; liðinna tíða gæti ís- lendingrinn ekki minnst án þess að minnast hins misjafna, þó væri bezt að rifja sem minnst upp hið illa, heldr gefa dauðum ró, og minnast þess sem er. «Menn hafa heimsólt oss, góðir menn, scm unna oss alls hins bezla. Vort frelsistré fær nú leyfi til að lifna á ný. Stjórnarskráin er sú gjöf, sem vér megum vona, að slofni eindrægni milli Dana og íslendinga». — Seinna um kvöldið kom konungr sjállr fólgángandi Lil fundarins með fögru og skrautiegu fylgdarliði; hafði bann haft miðdegisboð mikið á meðan. Dundu nú við skot og fagnaðaróp, og stóð þá vegsemdin og gleðin sem hæzt mátti verða. En þá varð sá sorgar- atburðr, að tveir konungsmennirnirjfrá Fyllu) skutu af sér sína höndina hvor. Var það hörmuleg sjón, en þó urðu þeir drengilega við áverkunum, og voru þegar hafðir heim á spítalann, og læknar sóttir. Minti þelta oss suma á fallveltu gleðinnar á þessu landi, en ekki stöðvaðist hátíðin, enda var vor elskaði konungr nú kominn. Gekk hann fram meðal mannfjöldans mildr á svip og heilsaði á tvær hendr; kváðuþá hátt og lengivið fagnaðar- ópin. Landfógeti Árni Thorsteinson steig þá í ræðnstólinn og fagnaði konungi (á dönsku), sem kominn væri með frelsisgjöf lil fagnandí þjóðar; sæi hann nú fjallbygð vora blasa við, meðan vort fræga þjóðmál ómaði fyrir honum. Konungr sjálfr tók þá hér uin þannig til rnáls: «Eg em hrærðr að heyra þá hollustu, sem mér er veilt; mér er sönn hjarlans gleði að vera hér kominn mitt á meðal yðar, og eg tek me® fögnuði þátt í þjóðarinnar þúsundárahátíð. Mér * sárnar að kunna ekki að tala yðar tungumál, e° treysti því að þér skiljið, að eg ber hinn sama ástarhug til íslendinga eins og til hinna dönsku bræðra. Eg óska og vona, að hin nýa stjórna''' skrá megi hér verða landi og lýð til lukku og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.