Þjóðólfur - 12.08.1874, Blaðsíða 7
- 181 —
*nanns er líka reglulega merkUeg; hann hefir án efa ekki
»stúdenta politik" heldr höfundarins „fslcnzku hænda-
pólitík'-. Helzt mundi eg f>ó ætla, að hann heföi ina
hasrri embættismanna-pólitík, og fylgdi dæmi gamla skól-
ans. Ma8r pessi á nefnilega að hafa skrifað, a8 sér líki
I>að yel, að fjárráb alþingis er takmarkaS fiannig, að „af
inu fasta tillagi til íslands skuli fyrir fram greiða útgjöld-
in til innar æðstu innlendu stjórnar", fiví að „með því sé
komið í veginn fyrir það, að tillag þetta nokkru sinni geti
fallið burtu, því þá hlyti in æðsta stjórn um leið að
hverfe“. Röksemdaleiðsla þessi er sannarlega skörp, en
hún verðr nærri því of nærgöngul, því að hún sýnist að
henda til þess, að „in æðsta landsstjórn" sé beinlínis
keypt til einhvers, sem telja má víst, að alþingið veiti
eigi peninga til.
þessi inn sami bréfritari virðizt þó undarlegt sé, eigi
alskostar ánægðr með skiptingu alþingis, og stöðu inna
konungkjörnu á þinginu; hann kennir þinginu um þetta.
Til þess hefir hann þó engan rétt, því að ið síðastafrum-
varp alþingis minnist ekki á neina konungkjörna þing-
vnenn, og in sjálfdæmandi, breytandi og valdbjóðandi
stjórn gat eins tekib þessa grein [upp í lögin sem aðrar
cldri, eða nýtilbúnar greinir.
Kaupmannahöfn 16. Maí 1874. Jón Sigurðsson.
(Aðsent). ÆFI PÁLS SÁL. VÍDALÍNS.
l’áll FriSrilc Vidalín er fœddr ( Víðidalstungu
3. dag marzmánaðar 1827. Faðir hans var merk-
ismaðrinn, Jón stúdent Friðriksson, prests á Dreiða-
hólstað í Vestrhópi, l’órarinssonar sýslumanns
á Grund í Eyjafirði; móðir hans var ágætis-
konan, húsfrú Iírisín Jónsdóttir, prests á Gils-
hakka, Jónssonar Móðurfaðir Jóns stúdents
Priðrikssonar var Jón Ólafsson varalögmaðr; hans
kona var í’orhjörg Bjarnadóttir, llalldórssonar sýslu-
manns á íh'ngeyrum; kona Bjarna Halldórsson-
ar var Hólmfriðr dóllir hins mikla frœðimanns
°8 lögvitrings Páls Jónssonar Vídalíns. Páll Frið-
r>k Vídalín var þannig kominn af hinum göfugustu
®ttum á /slandi.
l’egar eftir fermingu tók Páll Vídalín að nema
skólalærdóm, og vetrinn 1841—42 kendi Páll stú-
^fint Jónsson, sem nú er preslr á Völlum í Svarf-
aðardal, honum í heimahúsum ; enn næstu Ivo velr
*hí2—43 og 1843 — 44 var hann að námi í Stein-
hjá Jóni prófasti Jónssyni, og gaf hann Páli
^að vottorð, að hann hefði afbragðsnæmi og skiln-
'n8- Fór þá Páll í Bessastaðaskóla haustið 1844
°8 var þá svo langt á veg kominn í skólanámi,
hann settist i efra bekk. Næstu tvo vetr var
'la«n í Bessastaðaskóla. og hinn þriðja vetr (1846
1 Beykjavíkrskóla (því að árið 1846 varskól-
'nn ^u‘tr frá Bessastöðum til Beykjavíkr) og út-
skrifaðist þaðan tvítugr vorið 1847 með góðum
v*taisburði eftir tveggja ára skólaveru.
f>að mun hafa verið fyrirætlun Páls Vídalíns
að halda áfram böknámi sínu við Kaupmannahafn-
arháskóla, enn það fórstfyrir; þó eigi sökum efna-
skorts, því að faðir hans var vel efnaðr, heidr mun
sú hafa verið orsökin, að foreldrar hans munu eigi
hafa treyst sér lil að sjá af þessum syni, er þau
áttu einn á lífi og unnu Imgástum.
Ilin næstu sex ár var hann ókvæntr í Víði-
dalstungu hjá foreldrum sínum,en árið 1853, hinn
8. dag októbermánaðar, gekk hann að eiga jung-
frú Elinborgu Friðriksdóltur, prests Eggertssonar
i Akreyjum. Peim hjónum varð 6 barna auðið,
og eru 4 þeirra á líö, tveir synir og tvær dœtr,
og eru nöfn þeirra þessi:
1. JónFriðrik, fœddr 6. d. septemberm. 1857.
2. Páll, fœddr 15. d. júlím. 1860.
3. Arndís, fœdd 22. d. janúarm. 1862.
4. Iírisín, fœdd 10. d. febrúarm. 1864.
Enn tvær dœtr dóu í barnœskn, er hétu:
5. llagnheiðr Sigþrúðr, fœdd 14. d. desem-
berm. 1866, dáin 17. d. maím. 1868.
6. Sigriðr, fœdd 24. d. janúarm 1872, dáin
21. d. janúarm. 1873.
t*au hjón, Páll Vídaiín og Elinborg, voru hjá
foreldrum hans í Víðidalstungu til vordaga 1858,
því næst eilt ár á Breiðabólslað í Vestrhópi hjá
mági hans, Jóni presti Sigurðssyni. Vorið 1859
reistu þau bú að I'orkelshóli, enn fluttu sig að
Víðidalstungu vorið 1860. Móðir Páls hafði and-
azt 28. d. októberm. 1857, enti faðir hans 15. d.
nóvemberm. 1859.
13. d. aprílm. 1856 var Páll Vídalín kosinn
félagi bins íslenzka bókmenntafélags, og eftir það
stofnaði hann lestrafélag í þorkelshólshrepp til að
vekja lestrarfýsn hjá bœndum og ungum mönnum
þar. Hann var settr af amtmanni til að gegna
fyrsta sáttamannsstörfum 16. desember 1859, enn
kjörinn og nefndr annar sáttamaðr 5. júli 1862,
og gegndi hann þessu embælti iðulega, eftir að
hann hafði afbeðið það sökum heilsulasleika síns;
var hann og manna lagnastr á að koma sáttum
á mál.
Eflir að hinn núverandi amtmaðr Norðlend-
inga Kristján Kristjánsson varð sýslumaðr Hún-
vetningaárið 1860, voru þar iðulega haldnir sýslu-
fundir bæðiútaf kláðamálinu og öðrum áhugamál-
um sýslubúa. Á þessum fundum báru rœður Páls
og tillögur langt af annara, og vakti liann þvt
skjótt athygli manna á sér. Hann var stöðugt
skrifari i búnaðarfélagi sýslunnar, er stofnað var
á sýslufundi í Miðhúsum 10. d. júním. 1864, og