Þjóðólfur - 16.04.1875, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 16.04.1875, Blaðsíða 2
56 — FISKIFJELAG. Þeir Fischer og Knudtzon kaupmenn hafa í vetur stofnað til stórkostlegs fiskihlutafjelags, er saman skal koma í Hafnarfirði; sbr. auglýsingu þeirra. Hafa þeir sent oss frumvarp prentað, og skulum vjer hið fyrsta birta það og annað málinu viðkomandi, því oss þykir það miklu máli skipta. — HÆZTARJETTARDÓMUR fjell ( febr.mán. í Elliðaármáli þeirra assessors B. Sveinssonar og Thomsens kpm., og hefur Thomsen unnið þetta mál, þannig að yfirdómurinn var slaðfestur. Málskostnaður við hæstarjett látinn niður falla, en 10 kr. skal stefnandi greiða í dómsmálasjóð. Boðsbrjef. t*að er þjóðkunnugt á íslandi, að Norðlendingar og Vest- firðingar fá opt mikinn afla áþilskip sín, og eigi síður er það kunnugt, að frakkneskir fiskimenn draga á hverju ári ærinn grúa á skip sín í kringum allar íslands strendur. Af þvi að menn hafa nú þessi dæmi ávallt fyrir augutn sjer, þá er það eðlilegt, enda er það oss alls eígi ókunbugt að svo er, að ýmsir dugandis bændur og efnamenn í kringum Faxaflóa hafa fundið löngun hjá sjer til að reyna fiskiveiðar með þessu móti á þilskipum. Þar er og einnig tilraun gjör í þessu efni, þvf nokkrir af bændum þeim, sem búa i kringum Faxaflóa, hafa á seinni ár- um útvegað sjcr fiskiskútur. f>ó kveður eigi svo mikið að þessum útveg, sem þeir hefði sjálfir óskað að væri, og kemur það til af ýmsum hlutnm, en þó helzt, að voru áliti, af því, að meðan ekki er kostur að ná sjáfar-ábyrgð fyrir smáskip á íslandsferðum, þá er allt of mikil vogun fyrir hvern einstakan mann eða nokkra fáeina, að leggja mikia peninga ( eitt ein- stakt skip, og verða að eiga það á hættu, ef óhapp vill tii, að missa í einum svip mest af því, sem þeir hafa í mörg ár af öllu kappi verið að draga saman með sparnaði og atorku. Sú er önnur ástæða, að á íslandi er fátt um þesskonar sjómenn innlenda, sem eru vanir við að vera fyrir þilskipum, svo að útgjörðarmenn skipanna eru fyrir þá skuld neyddir til að ráða sjer danska skipstjóra, þó þetta verði þeim bæði örð- ngra og dýrara, sökum þess, að kaupa verður banda þeim far til fslands og frá, og er það eigi alllitill au&akostnaður fyrir skipaeigendur. það er uggiaust, að Faxaflóinn liggur eins hentuglega til fiskiveiða með þilskipum eins og margir aðrir firðir á íslandi, þar sem mörg skip ganga til fiskiveiða; þess vegna eru og líkindi til, að skipaútgjörð til fiskiveiða geti aukizt þar töluvert. Þetta gæti orðið Suðurlandi að miklum notum á margan hátt, og einkum til að koma upp sjómönnum af börnum landsins sjálfs, sem er fyrsta undirstaða til að koma upp fiskiveiðnm á þilskipum. Til þess að koma nokkru til vegar i þessu efni, og efla framfarir fisfciveiða við Faxaflóa, höfum vjer undirskrifaðir komið oss saman um að reyna að stofna innlent fiskífjelag i Hafnar- firði, byggt á hlutabrjefum; höfum vjer i þessu skyni keypt verzfunarstaðinn Flensborg, með lóðinni, sem þar fylgir, fyrir 7000 krónur (3500 rd.), því vjer álítum, að þar sje mjög hent- ugt til uppsáturs og upplags; en þenna stað eptirlátum vjer hlutafjelaginu fyrir sama verð og vjer höfuð gefið, auk kostn- aðar þess, sem á fellur, þangað til fjelagið er stofnað. Vjer höfum ætlazt svo til að fjárstofn fjelagsins í hluta- brjefum skuli vera ákveðinn fyrst um sinn til 64,000 króna; þar af skjólum vjer sjálfir saman 20,000 krónur, en hitt, sem á vantar, 44,000 krónur, verður boðið einungia á íslandi, þeim sem hluti vilja eignast og panta fyrirfram, því það er tilgangur vor, að fjelag þetta skuli vera innlent, og hluttakendur engir aðrir en innfæddir íslendingar og íslenzkir kaupmenn. Svo framarlega sem þessi fyrirætlun nær þeirri hylli manna á íslandi, sem vjer væntum oss, það er að segja, að menn panti hlutabrjef upp á hinar fyrnefndu 44,000 króntir, þá verð- ur í haust er kemur hugsað fyrir að útvega fimm fiskiskip, gkonnortur til hjer um bil 15 lesta; þessi skip ætti að fara hjeðan í aprílmánuði 1876, til að veiða hákarl og þorsk við ísland, og um sama leyti mun tilraun verða gjörð til að slofn- setja sameiginlegt ábyrgðarfjelag á Suðurlandi og að koma á fót sjómannakennslu? Til þess að styrkja þetta fyrirtæki, erum vjer fúsir til að sjá nm allt, sem þörf er á, og nauðsynlegt er til að koma því á fót, og skal það vera fvrsla árið án alls endtirgjalds, nema fyrir koslnað þann, sem ferðir í fjelagsins þágu og ýmislegtann- að kynni að olla oss. Hvert hlntabrjef er ætlazt til að verði upp á 50 krónur, og megi hver panta svo mörg hlulabrjef, sem aðalinnstæðinn hrökkur til, en allir verða að hafa pantað fyrir 26. júlí og borgað innskotsfje sitt að hálfu 20. ágúst eða fyr, en síðara helminginn af innskotsfjenu þarf ekki að greiða fyr en til 20■ nóvember í haust er kemur. þeir sem vilja panta hlutabrjef verða að skrifa nöfn sín, Og greiða innskotsfje hjá forgangsmönnum sem eru: Jón Stefánsson, verzlunarstjóri í Reykjarík. N. Zimsen, sömuleiðis. Kristján Zimsen, verzlunarstjóri í Hafnarfirði. Ólafur Norðfjörð, verzlunarstjóri í Keflavík. Hjá þessum mönnum má fá áætlanir og frumvarp til laga fjelagsins, og sömuleiðis ítarlegar skýrslur um sjerhvað það, sem fyrirtæki þetta snertir. Kaupmannahöfn í febrúar 1875. W. Fiseher. Nic. 11. Knudtzon. Auglýsingar — Hjer með innkallast með 6 mánaða fresti erfingjar Mar- grjetar Björgólfsdóttur frá Miðfelli í Hrunamannahrepp hjer < sýslu, sem andaðist 2. ágúst f. á., til þess að iýsa erfðarrjetti sínum og sanna hann fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu. Skrifstofu Árness-sýslu, 17. marls 1875. P. Jónsson. — í sumar þegar lestamenn konungs, voru á ferð við Geys- is, tapaði eg tveiniur reiðbeizlum með járnstöngum vænum og ólarhöfuðleðrum, með Ijelegum kaðaltaumum, sem að líkind- um hafa farið með lestamönnum þessum. Vil eg því biðja þessa menn, ef nokkur þeirra skyldi hafa orðið var við þau> að koma þeim til Geirs Zöega í Reykjavík, eða raín að Hauka- d^L Sigurður Pálsson. — Næstliðið haust var mjer dregin hvíthníflótt ær 2 vetur, með mínu marki: geirstýft hægra, sneitt aptan vinstra, lögg fr-5 þessa á átti eg ekki, nema hún hafi verið fóðruð fyrir mig undanfarin ár. Ef nokkur brúkar markið, vona eg hann goö sig fram. Torfastaðakoti, 31. des. 1874. Hajliði Marlcússon. FJÁRMARK Sœmundar Steindórssonar í Sandvik. Sílt hægra og standfjöðnr aptan og slýfður helmingur aptad vinstra. NÝÖPPTEKIÐ FJÁRMARIÍ. Tvístýpt apt. slandfjöður fr. hægra; geirstýft vinstra. Eigi nokkur þetta mark bið eg hann að auglýsa það 1 blöðunum sem allra fyrst. Bjarnastöðum i Selvegi. Porsteinn Ásbjarnarson. leiðrjettingar. í síðasta blaði Þjóðólfs bls. 54. I. 27. «53» á vera 55. sama blaði bls. 54. 1. 30. «Jóni» á að vera Janusi. Og á bls< 54. 1. 31. »Jónssynio á að vera Jenssyni. í sama bl. misprentað í auglýsingu norðanpóstsins staf' irnir: Th. !*. !>., sem á að J. H. þ. [>. í 11. bl. Þjóðólfs stendur á bls. 44 10.1. að neðan: vinn«' manni, á að vera einum manni, og á næstu bls. 20. b að ofan, er sama misprentun. Kláðameðul lcomin með póstslcipinu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.