Þjóðólfur - 16.04.1875, Side 4
58
L a g a b o ð.
— Samkvæmt Stjórnartíðindunum 1875, 1., hefur ráðgjafi
vor, herra Klein 22. dag febrm. þ. á. útgefið samkvæmt úr-
skurði konungs: Auglýsingu um verksvið Landshöfðingjans
yfir íslandi. Og er sú a ð a I breyting á því orðin frá erindis-
brjefinu 29. júní 1872, að prestaköll þau, er til þessa hafa
verið veitt af stiptsyfirvöldunum (öll nema 24), skulu bjeðan af
verða veitt af landshöfðingja eptir uppástungu biskups. Hann
skal og hafa forræði fyrir allt að helmingi þess fjár, sem á-
kveðið er til óvissra gjalda á landi hjer.
— 21. desember f. á., gefur konungur út auglýsingu um,
að slesvíh-holsteinshar spesíur og spesíu-partar missi gildi frá
1. jan. þ. á. . Vndir konungs innsiglinu fylgir athugasemd frá
fjármála-ráðherra Fonnesbech, að nefnd auglýsing nái gildi á
íslandi 1. ágúst þ. á. Þetta lögbirtingar form, skiljum vjer
ekki, eða þvi stóð þessi athugasemd ekki fyrir ofan undir-
skript konungs?
Fjárkláðinn. Skyldi það vera satt, að Borgfirðingar
hugsi sjer að útrýma kláðanum án lœkninga og eíngöngu
með því að skera niður, þar sem kláða verður vart til fardaga?
Vjer vonum að þelta sje e li k i satt. Sú aðferð er bæði
móti lögum, og það vogunarspil, sem hver heilvitamaður hlýtur
að hræðast. llvað lengi leynist fjárkláðinn?
— Ekki er furða þó herra Bayard Taylor geti sagt margt
af ferð sinni hjer á íslandi I fyrra, hafi hann á ferðum sínuin
1 Egyptalandi fundið elskubrjef, er farið hafi milli Jóseps og
konu Pótífars, eins og haft er eptir amerikönskum blöðum(l)
Sbr. Illustr. Tidning nr. 37, 12. sept. 1874, bls. 307.
Forngripasafnið- (Askorun).
Eins og flestum íslendingum er kunnugt, var fyrir 12 árum
stofnað islenzkt forngripasafn hjer í Reykjavík fyrir gjafir ein-
stakra manna. Enda þótt efni safns þessa hafi að kalla engin
verið og það lítinn styrk fengið, uns stjórnin nú hin síðustu
árin hefir veitt því nokkurn styrk1, þá hefir það þó allt urn það
aukizt vonum fremur, svo að það á nú alls 1028 hluti.
Safn þetta hefir hingað til verið geymt á dómkirkjulopt-
inu, en nú er það orðið svo mikið, að þar er eigi rúm lengur
handa því, auk þess sem geymslustaður þar hvorki er góður
nje hentugur, þar sem ryð sækir þar mjög á hluti, sem af
járni eru, svo að ef safninu bætist eitthvað hjer eptir, er eigi
auðið að koma þv( öðruvísi fyrir, en raða því niður í kassa.
Nú er það auðsætt, að ef safnið á að geta orðið að tilætluðum
notum og geymast vel, þá verður að hafa rúmgóðan og hent-
ugan stað handa þvf, en hann er enginn til, sem slendur.
fetta er mönnum þegar ljóst orðið, og þvf hafa 5 heiðursmenn
á Norðurlandi ritað áskorun til íslendinga, sein prentuð er f
13. ári Norðanfara, 45.—46. blaði að skjóta fje saman til þess
að reist verði hæfilegt hús handa safninu, og eptir áskorun til
eins af oss, sem hjer ritum nöfn vor undir, höfum vjer gengið
f nefnd, til að taka á móti gjöfum þeim, sem gefnar kunna að
verða til þessa fyrirtækis, og ávaxta þær eptir ástæðum, uns
svo mikið er safnað, að hæfilegt hús verði reist handa safninu.
Vjer flrekum því hjer með áskorun hinna áðurnefndu 5 manna
f Norðanfara, að skjóta fje saman í þessu skyni, og senda ein-
hverjum af oss undirskrifuðum, og munum vjer gjöra grein
fyrir því fje, sem til vor kemur, og ávaxta það, uns á því þarf
að halda. Reykjavík, 6. dag marzmánaðar 1875.
H. Kr. Friðriksson. Magnús Stephensen. Jón Árnason.
1) 1870 veitti stjórnin safninu 500 rd. styrk, 1873 200 rd. og 1874
100 rd., sjá StjórnartíSindi 6. blað, 37. bls. neðanmáls.
AUGLÝSINGAR.
— Af því að verzlun þeirri, sem jeg undirskrifaður hefi veitt
forstöðu hjer í Hafnarfirði, og sem hefur verið eign Johnsen & Co,
sem nú er látinn, verður hætt í sumar, og húsin seld, bið jeg alla
þá, sem skuldir eiga að gjalda tjeðri verzlun, að vera búni'’
að borga mjer þær fyrir 1 ágúst þetta ár, því annars verða
skuldirnar heimtaðar með lögsókn.
Hafnarflrði, dag 9. apríl 1875.
Porf. Jónathansson.
— Hjer með inn kallast rneð 6 mánaða fresti erfingjar Mar-
grjelar Björgólfsdóttur frá Miðfelli í Hrunamannahrepp hjer í
sýslu, sem andaðist 2. ágúst f. á., til þess að lýsa erfðarjetti
sínum og sanna hann fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu.
Skrifstofu Árnessýslu, 17. marz 1875.
P. Jónsson.
— Á síðastiiðnu sumri fann vinntimaður Árni Júlfus Alex-
andersson á Sauðafelli hjer í sýslu töluverða peninga á Ilauka-
dalsskarði, og eru peningar þessir enn þá geymdir f vörzluin hanS'
IVjettur eigandi innkallast því hjer með innan árs og dags
frá birtingu þessarar auglýsingar, til þess að færa skýr eða
sennileg rök fyrir eignarrjetti sínum til þessara peninga, sem
þá verða greiddir af hendi, að frá dregnum fundarlauuum og
borgun fyrir prentun auglýsingar þessarar.
Skrifstofu Dalasýslu, 30. nóvemb. 1874.
Lárus P Blöndal.
— Hjer með auglýsist að tilhlutun póststjórnarinnar í Kaup'
mannahöfn, að kostpeningar með póstskipinu Díönu á 1.plássi
hækka um 66 aura á dag. 0. Finsen.
— í prjedikun, er jeg flulti á þúsund-ára-hátíð íslending*
í Milwaukee 2. ágúst 1874, og sem prentuð er í Kaupmanna-
höfn, eru eigi allfáar prentvillur; og þessar þrjár þurfa nauð-
synlega leiðrjettingar við: Á 5. bls., 10. línu að ofan stendur
«þá», en á að vera «þó»; á 8. bls., 12. línu að neðan stendur
«alls*>, en á að vera «almenns»; á 15. bls., 2. línu að neðao
vantar inn í á eplir «ættjarðar vorrar» þessi orð: «svo að
kristilegt þrek, bindindissemi, drenglyndi, hreinskilni». Prent'
villur þessar eru því að kenna, að sá, er fyrir mig annaðíst
prenlun á ræðunni, fékk eigi tímatilað lesa svo margar próf'
arkir sem hann þurfli, áður en póstskipið færi af staö til ís'
lands í seinustu ferðina árið sem leið. En með þeirri fe,ð
þurfti ræðan að komast heim.
Decorah, Jowa, 4. febr. 1875.
Jón Bjarnason.
— [>ar eð jeg hefi nú komizt að dálítið betri samningum uiu
smíðið á mínum nýju Ijáum, en jeg bjóst við f haust, þá sJe
jeg mjer fært að selja þá án brýnis fyrir 7inörk 8 sk., og góð
stálsvarfsbrýni fyrir 20 sk. l’annig ætlasl jeg til að Ijárinn með
brýninu verði á 8 mörk 12 sk. hjá öllum úlsölu- og umboðs'
mönnum mínum f sumar og hjá sjálfurn mjer. Leir seu1
vilja reyna þessa Ijái, verða að snúa sjer strax til mín eða eiu'
hvers af þeirn mönnum sem jeg nefndi í auglýsingu minni 1
1‘jóðólíi og Norðanf. í haust. Öll brjef til mín með annai*
póstferð áhrærandi Ijáina sendisl til Magnúsar f Bráðræöi. '
í auglýsingunni í Þjóðólfi í haust hafði misprentast: «og sineifc'1
upp á neðan á þjóbugnum», á að vera: og smeygt upp á eod'
ann á þjóbugnum. p. t. Manchesler 23. febr. 1875.
T. Bjurnason,
— Einn af hásctum minum, Guðmundur Gíslason að nafo1*
virinumaður frá Miðdal í Laugardal í Árnessýslu, gekk f burtl‘
af heimili mínu þann 24. f. m. án þess að gjöra mjer þarll1"
aðvart eða jeg vissi til hverra erindagjörða, og er enn ókod>'
inn. Sökum þess jeg veit enga orsök tii þessarar burtferðai
hans, verðjeg helzt að álíta,að hann sje eitthvað meir eður mit10*
hindraður, og má ske dauður, vil jeg þvf biðja góða nienn a
kannast við hann, komi hann fram undir sínu rjetta nafn1*
og sömuleiðis veita eplirtekt, ef hann kynni að liggja dauði1'
einhverstaðar úti á víðavángi, og lofa mjer að vita það við
fyrsta tækifæri. Nesi við Seltjörn, 9. aprfl 1875.
Olafur Pórðarson
Afgreiðslustofa pjóðólfs: Kirkjugarðsstígur Nr. 3. — Utgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías JochumssoH'
Prentaður í prentsmiðju íslands. Einar þórðaraon