Þjóðólfur - 04.05.1877, Blaðsíða 3
59
fram ( boga norðaustur f vatnið (Winnipegvatn). Milli sand-
•'ifsins og meginlands myndast vfk eða vogur sem fljótið fellur
i- Innsiglingin við sandrifsoddann er mjó, en breitt þegar inn
erkomið, og myndast þar bezta höfn, en nokkuð grunn. Borgin
skal heita Sandvik. Annað bæarslæði er afmæit ofar við Is-
isndingafljót, og skal sá bær heita Lundur. Pegar tók að hlýna
f lopti, var vegagjörðinni haldið áfram gegnum nýlenduna.
Hinn 8. þ. m. voru eptir nokkrar mílur milli Arness og sand-
■'ifsins. |>á var snjórinn um eitt fet á dýpt í skógunum. I9uxa
hafa þeir í nýlendunni til að ganga fyrir ækjum og tvo hesta.
Auk þess hafa menn töluvert notað hunda til að ganga fyrir
sleðum. Hundarnir eru mesta þing til þeirra hluta, þeir eru
svo liðugir f snúningum þar sem um skóg eða ógreiðan veg
er að fara. Á hunda-sleða hafa menn farið almennt 60 og allt
að því 90 enskar mílur á dag, en það er vitaskuld að þeir eru
stærri og sterkari cn íslenskir hundar. Nýlendan iiggur á 51
mælistigi norðlægrar breiddar eða viðlíka sunnarlega og suður-
hluti Englands, Belgia, Norður-f>ýskaland o. s. frv. Hún er
42 enskar mílur á lengd og 9—10 á breidd á meginlandi.
Eyjan Mikley nær nokkru lengra norður en nýlendu svæðið á
meginlandi, hún er 15 mílur á leagd og um 5 mílur á breidd
að meðaltali. Hún er ómæld enn þá, en mestallt meginlandið
var mælt í haust. Ein ferhyrningsmíla kallast sektion og skipt-
ist hún í 4 lóðir (lots) hver lóð er 160 ekrur; 36 sektionir eru
1 towuship. Eptir þvf sem lengra dregur frá vatninu virðist
landið betra, einkum upp með íslendingafljóti, jarðvegurinn, hin
svarla mold, er þar dýpri en niður við vatn. Em uppsprettu
íslendingafljóts vita menn ógjörla, það hefir verið kannað að
eins 20 mllur nppeptir, en haft er eptir Indiönum að það komi
úr stöðu-vatni langt vestur I landi. Eptir þvl sem er að sjá af
bréfum úr nýlendunni una menn þar allvel hag sínum. Eins
og venjulegt er með nýbýlinga eiga þeir erfltt að mörgu leyti,
en þeir taka öllu slíku með ró og góðri von um að gela sigr-
ast á þeim erflðleikum sem að höndum bera og búið sér far-
sællega framtíð; að þvi vinna þeir af alefli; nú eru þeir í óða-
önnum að höggva skóg til húsaviðar og ryðja lönd sín til yrk-
ingar. Ýmsir íslendingar hér f Bandaríkjunum t. d. f Milwankee
hyggja að flytja búferlum til Nýja íslands í vor.
Minneapolis 29. marz 1877.
Halldór Briem.
Auk þessa bréfs fengum vér nú bréf frá sama, dagsett 7.
febr. ; skýrir hann þar einkum frá bóluveikinni, nefnir hann þar
nokkra menn erlátizt hafi — Flóvent Halldórsson, Björn Sig-
urðsson, Marlein Jónsson, kvænta menn, og þorstein lllugason
einhleypann, alla af austurlandi, en af norðurlandi Grím Jóns-
son frá Geiteyjarströnd, konur þeirra Jóns frá Brennuborg,
Gunnars frá Egg og Pálma frá' þverárdal. — þeir, sem bólu-
settir höfðu verið, sýktust fáir.
(Aðsent).
FBEMVARP
til laga um laun presta og eptirlaun uppgjafapresta og presta-
ekkna.
1. grein.
Öllum prestaköllum á íslandi skal skipt eptir tekjuhæð
f 3 flokka. Skulu vera í fyrsta ílokki öll þau brauð, sem tal-
in eru til 1. flokks f brauðamatinu frá 1870, þannig, að þau
af þeim, sem hafa yflr 2000 kr. í árlegar tekjur, skuli halda
launum sfnum óskertum, en hin önnur bætast upp svo, að
þau haö 2000 kr. í árlegar tekjur. Til 2. flokks skulu þau
brauð heyra, sem eptir sama brauðamati hafa í árlegar tekjur
1400—700 kr., og lekjur þeirra bælast upp svo, að þær verði
1500 kr. Til 3. flokks skulu þau brauð heyra, sem eptir á-
minnstu brauðamati eru undir 700 kr., og skulu þau bætt svo
upp, að tekjur þeirra verði 1000 kr.
Ef brauð seinna verða sameinuð, skal farið eptir sömu
reglum með að ákveða lil hvers tlokks þau heyra.
2. grein.
Sérhvert brauð skal halda þeim tekjum, sem það hingað
lil beflr haft, og segir brauðamatið frá 1870 til, hve miklar þær
Seu, hitt sem á vantar, greiðist úr landssjóði, og skal þetta
Sjald fastákveðið fyrir hvert brauð einusinni fyrir 611.
3. grein.
Konungur veitir öll brauð f 1. flokki, en laudshöfðingi öll
mu í umboði hans, og skal biskup eins og verið hefir, gefa
ál't sitt f því tilliti.
4. grein.
Fppgjafaprcstar og prestaekkjur fá, í stað þeirra eptirlauna,
er þau hingað til hafa haft, laun sín úr landssjóði, eptir sömu
reglum og aðrir landsins embætlismenn, er laun fá, og em-
bættismannaekkjur, og skulu prestar í því tilliti sömu kjörum
háðir og aðrir landsins embættismenn, með að sjá ekkjum sín-
um borgið eptir sínn dag. Rétt til ábúðar á prestssetrum, —
en með fullu eptirgjaldi, — og jarðnæðis, hafa ekkjur presta
eptir sömu reglum og hingað til, og eins uppgjafaprestar.
5. grein.
Árgjald af brauðum til uppgjafnpresla og prestaekkna fell-
ur burt, sem og uppbót úr landssjóði til hinna sömu og til
fátækustu brauða.
6. grein.
Ef prestur er settur til að þjóna öðru brauði eitt ár eða
lengur, þá skal hann missa svo mikils í af laununum saman-
lögðum, sem svari helmingnum af minni laununum, eða, ef
brauðin eru jafnhá, fjórða part af báðum laununum saman-
lögðum (sjá 3. gr. tilsk. 1875, 15. okt. um laun embæltismanna
m. fl.), og skal það fé sem þannig sparast, sem innstæða gjört
arðberandi fyrir það prestakall, sem minni laun heflr, sé það
bætt upp af landssjóði; annars sé því varið til uppbótar ein-
hverju brauði í prófastsdæminu, er prófastur stingur upp á,
og skal tillagið úr landssjóði til þessa brauðs vera að því skapi
minna, sem vöxtunum nemur.
7. grein.
Ef tíund affasteign og lausafé eða öðru hvoru þeirra skyldi
falla burt eða breytast við breytingu á skattalöggjöf landsins,
á sá tekjumissir prestakalla, sem þar af leiðir eptir brauða-
matinu frá 1870, að falla á gjaldskylda menn í prestakallinu
eptir sömu grundvallarreglum, sem skattur sá til landssjóðs
verður greiddur, er kemur i stað konungstíundar.
8. grein.
Lög þessi öðlast gildi ......
FRUMVARP
til laga um kirkjur og tekjur þeirra.
1. grein.
Allar kirkjur á opinberu gózi, ásamt tekjum og áhöldum
þeirra, skulu fengnar viðkomandi söfnuðum í hendur til á-
byrgðar og umönnunar og þeir skyldir að taka við þeim. teiin
kirkjum, sem einstakir menn eiga, skulu viðkomandi söfnuðir
skyldir að taka við til ábyrgðar og umönnunar ásamt tekjum
þeirra og áhöldum, ef kirkjueigandi óskar þess. En skyldur
er sá, sem kirkju sleppir, að láta af hendi það sem kirkjan þá
á f sjóði, eins og honurn lika ber að fá smámsaman endur-
goldið af tekjum hennar það, sem hún þá skuldar honum.
ítökum þeirra kirkna, sem einstakir menn eiga, heldur
kírkjueigandi í notum þess, að hann stendur i ábyrgð fyrir
prestsmötu.
2. grein.
Tekjur hverrar kirkju skulu vera hinar sömu, sem verið
heflr, og skulu, þar sem söfnuður heflr tekið við kirkju, allar
hinar sömu gjald- og vlnnuskyldur, sem hvfla á öðrum búsett-
um mönnum í sókninni, einnig hvíla á prestunum, en fylgja
skai sama tíundarfrelsi til kirkna beneficier-prestsetrum sem
öðrum kirkjujörðum.
3. grein.
Sérhverri kirkju skal færð til inntektar leiga af fé því, sem
hún á í sjóði, og sem, þar sem söfnuðir liafa tekið við kirkju,
jafnóðum skal borgast f Reykjavíkur sparísjóð fyrir milligöngu
biskups, ásamt hvers árs algangs tekjum og sjóði hennar, eins
og henni lika skal færð lil útgjalda leiga af fé því, sem hún
skuldar.
4. grein.
Reikningur hverrar kirkja, er skal ná frá fardögum tii far-
daga, ásamt tilheyrandi fylgiskjölum, skal sendur prófasti til
yfirálits ekki seinna en 1. júlf ár hvert, yflrlitinn af viðkomandi
presti, sem skal gjöra við hann athugasemdir sínar. Biskup
sker úr, ef á greínir.
5. grein.
í hverri sókn, þar sem söfnuður hefir tekið við kirkju,
skulu af öllum þar búsettum mönnum kosnir 3 menn innan-
sóknar til að sjá um byggingu og viðhald kirkjunnar og áhalda
hennar, annast þarfir hennar og hirðingu, iunheimta tekjur
hennar og semja árlega reikning yfir tekjur og gjöld hennar,
og standa skil á. Skal kosið til 5 ára, og skal enginn skyld-
ur að taka aptur við kosningu fyr en að 5 árnm liðnum. Sá
sem er yfir sextugt, getur skorast undan kosningu.
6 grein.
Ef sóknarnefnd krefst þess, skal hver sá sem býrákirkju-
stað, hverrar stéttar sem er, skyidur að sjáþeim, er að kirkju-
smíði standa fyrir fæði, húsavist og þjónastu, eptir samningi
við sóknarnefndina um borgun, sem liggur undir samþykki
prófasls, og ef agreinir, úrskurð biskups, einnig að annast um
lýsingu kirkjunnar, hirðingu á henni og áhöldum henuar fyrir
hina vanalegu borgun af fé kirkjunnar.