Þjóðólfur - 15.11.1877, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 15.11.1877, Blaðsíða 3
3 má kalla vini og lærisveina hins látna spekings, sendu <*kju hans hluttekningarorð. í hirzlum Tiers fundu menn á- Varp, nýsamið með hendi hans, stílað til kjósenda hans, en í ^uninni til allra Frakka. Er ávarpið hið merkilegasta. Lýsir haon í því skorinort yíir þeirri vissu sinni, að viðkvæðið : frelsi Frakklands, — viðkvæðið, sem alla þessa öld hefur "Ijómað af vörum allra þeirra, sem barizt hafa til valda þar í 'andi — það sé í engu öðru fólgið en skymamri lýðstjórn. Öann lýsir með miklum hita og krapti yfirgangi Macmahons- 8tjórnar, og skorar á hinn franska lýð að neyta nú sem einn ^aður hins almenna kosningarréttar, og láta hvorki lygar né hótanir stjórnarinnar blekkja sig. «Frakkland fyrirferst ekki, 8®gir Tiers, stjórnirnar steypast, það stendur, og þótt það rasi, rU það óðar við. Menn skulu ekki æðrast nér hræðast storm- 'nn, né hrópa, að nú falli Frakkland. Þessi stormur er hin !9. öld, hin mikla stormöld, sem feykir með sér mannkyninu. Vér höfum ekki skapað hana, frernur en hina 16. öldina með Þá Bacon og Descartes, (nýju heimspekina); 17. öldina, Pas- °als, Bossuets, Newlons og Leibniz öld, og svo hina 18. öld, 8em ól þá Montesquieu, Voltaire, Roussau, Friðrik mikla, og þessa hina miklu frönsku speki, sem konni að neyta mannlegs enda til þess að rannsaka lög mannfjelagsins, sem eyðilagði einveldi konunganna, og sem með því að nota vísindin mann- hyninu til heilla, hefur gefið Evrópu og tveimur heimsálfum •fnannréttindi", þaðer: ekki jafnrétti í lifskjörum, heldur jafn- rétti fyrir lögum, sem aptur er meðalið lil að ná jöfnuði í lifskjörum, eins og framast má verða. í’að er þetta nýja straumflóð, sem frelsað hefur Rússlands þrælbundnu bændur, svertingja Ameríku, sern gefið hefur mannkyninu gufuaflið, hugsunarfrelsið, samvizkufrelsið; sem opnað hefur augu mann- kynsins fyrir himinhnöttunum og opinberað Laplace lögmál jarðkerfisins. Og má þá ekki kalla hleypidóm (anakronisme) Þessa hina heimskulegu mótstöðu gegn þeim framförum, sem ffjörvalt mannkynið nýtur af svo margfaldrar blessunar, en sem Prakkland á heiðurinn fyrir að hafa leitt í Ijós. f>vi það er Frakkland, sem gengur í fylkingarbroddi mannkynsins með aúdans loganda blys». Að endingu skorar Tiers á þjóðina að ®krifa á merki sitt við hverja þingkosningu þessi orð : «þjóðin á sjálf hið æzta vald, — hún er lýðstjórnarríki (republik); frelsi; — samvizkusamleg lagahlýðni; — friður.. — Konstantin Iíanaris, hin háaldraða þjóðhetja Grikkja, andaðist I Aþenuborg 15. sept. 87 ára gamall. Hal'ði hann verið einhver iiinn mesti manndómsmaðnr alla æfi, og Qú, er hann lézt, var hann forseti ( ráðaneyti Georgs konungs, 'öeð því honum einum var trúað fyrir að standa svo yfir öllum Ookkum, að skirra mætti vandræðum. Kanaris var einn þeirra, 8em gjörðir voru á fund Friðriks konungs VII., er Grikkir buðu Georg konuugstign, og var hann fyrir ráðaneyti hans fyrstu árin. Ilann var gamall flotaforingi Grikkja, hafði og opt áður tekið ágætan þátt ( landstjórn þeirra, en annað veifið og opt- ar bjó hann valdalaus að sínu. Hans mesta og merkilegasta frægð er meir en 50 ára gömul. Kanaris var einn af fremstu ffelsishetjum Grikkja í ófriði þeirra hinum mikla eptir 1820. Stýrði hann þá skipi einu, og vann með þvl mörg fáheyrð afreksverk. Einhverjn sinni lagði herfioti Tyrkja að eynni Kíos °g vildi hegna þar íandráð, drápu þar alla karla, en flnttu kon- úr og börn með sér ( þrældóm. jþetta fréttir hinn ungi Kana- Hs, og bregöur þegar við og eltir flotann einskipa, nær hon- um, og sprengir skip flotaforingjans ( lopt upp. Sama áf sprengdi hann annan flotaforingja Tyrkja í )opt með skipi °g öllu er á var, við eyna Tenedos, og enn brendi hann upp e®a hrauð flotadeild fyrir Tyrkjum, er sendur var til að eyða eyna Samos. Hann fór eitt sinn einskipa til Alexandríu, og ®tlaði að leggja eld í flota Egiptajarls, og brenna allan, en 8ökum veðurs varð hann að snúa aptur við hafnarmynnið. *ar svo frá honum sagt, að enginn væri hans jafningi að snar- j'sði og ofurhug. Byron skáld, er þá heimsólti Grikki og dó Par ( hernaði með þeim, orti lofkvæði til Kanaris, og svo hafa ®Riri skáld gjört. þegar hann var jarðaður, gekk Georg konungur u®stur eptir kistu hans, og var líkið borið með beru andliti, að s‘ð Grikkja, og störðu ungir og gamlir á hinn merkilega hetju- Svip hios þjóðkunna öldungs. . Jón Eiriksson. t’essi frægi völundur Svía (búsettur ^andaríkjunnm) hefur nú ( full fimmlíu ár varið óþreylandi , jo að vísindalegum uppfinningum, og sturfar enn með óbif- anda þreki. í minningu þjóðhálíðarinnar í Filadelííu í fyrra út hann afar mikla bók, er öll hljóðar um sólina. Upplag °karinnar — 600 bls. i 4 bb. — var aðeins 500 expl., en )..°stnaðurinn þó 12000 dollarar, olli þeirri miklu verðhæð fjöldi 2?na °g merkilega vel gjörðra mynda. Þar af eru myndir af u verkfærum, sem höfundurinn hefur öll frumsmíðað til rann- hk ar 8<^‘nn* °8 h®onar eðlisfari. Allur kostnaður Jóns Ei- ^ Ssonar viðvlkjandi sólsarransóknum , vélum og áhöldum, er e lQ nálægt 400,000 króna. Hans aðal uppgötvun er og og verður eflaust talin hans mikla sólhitavél, er höíundur segir skilyrðislaust að taka muni við verkum af gufuvélinni, að minnsta kosti um allt miðbik hnattarins, eða 45 stig frá mið- baugi jarðar eins suður sem norður. Á öllu því svæði — segir Eirfksson — framleiðir sólin varma, er samsvarar einu hestafli fyrir ferhyrningsfetið , sé sólskin 9 stundir f sólar- hringnum. Höfundurinn neitar þvi , að sólhitinn hafi «kem- iskan» uppruna, hann segir, að árleg upphæð varmans, sem sólin sendir frá sér, samsvari þeim þrýsting á þvermálslínu hennar, er stytti þá l(nu um 248 fet. Aðrir fræðimenn hafa ætlað, að í sólinni væri ekki meiri hiti en með eðlilegri málmbræðslu má sýna, t. a. m. 3000 stig, en með sínum merkilegu nýju tólum og tilfærum, hefur Eríksson þóttst geta sannað , að sólhitinn væri yfir 4 milljónir stig. — Duilio og Dandalo heita hinir mestu bryndrekar heims- ins; þá hefur Viktor konungur Emanúel látið byggja. þeir eru afar-stórir og klæddir utan tveggja feta þýkkum stálplönk- um. þessum járnbörðum fylgja átta Armstrongs-byssur, og vegur hver þeirra rúma 100 tonna (yfir 200 þúsund pund. Eru þær hin stærstu skotvopn, sem til eru, þvf Englendingar eiga ekki þyngri byssur en 80 tonna. Iíúlan, sem látin er í byssur þessar, vegur 1800 pd. og er 4 feta löng, og þarf 324 pd. af púðri til að hleypa því skoti af. Byssan er 33 fet á lengd. — Varkárni við steinoliu. í öllum löndum (nema hjá oss) eru reglur gefnar viðvíkjandi meðferð á stein- olíu, einkum þeirri, sem orðin er upphituð á lömpunum. Þeg- ar slökkt er á lampa, má ekki slökkva ofan frá, því þá getur kviknað ( brenniloptinu ofan á olíunni, og allt hlaupið ( bál; ekki má heldur draga kveykinn niður lengra en að pípurönd- innni, heldur á þá að slökkva það sem lifir eptir af Ijósinu með þvi að blása upp undir kúpuna. Röld steinolía er ekki mjög eldfim, en sé hún heit, er hún nær því jafnvoðaleg og púður. — Þakkarávörp. Herra gullsmiður Páll Þorkelsson hefur gefið til Bazars þess, er áformað er að halda til að auka vinnusjóð fátækra hér í bænum, prýðilega fallegt arm- band og brjóstkross, hvorttveggja úr silfri með víravirki. Fyrir þessa höfðinglegu gjöf vottum vér hér með velnefndum gullsmið vorar beztu þakkir. Forstöðunefndin. — Fyrir milligöngu frú Guðrúnar Hjaltalín í Edinborg, hafa veglyndar konur á Skotlandi sent okkur undirskrifuðum, handa vinnusjóð fátækra í Reykjavík, annari í peningum 3 pund ster- ling, og hinni hér um bil 50 nr. af ýmsum fögrum og þén- anlegum gripnm fyrir Bazar og Tombola, sem áformað er að haldin verði hér, jafnskjótt og siðasta póstskip er farið. Fyrir þessar gjafir þökkum við sjóðsins vegna hinum veglyndu gef- endum, og sömuleiðis hinni velviljuðu heiðursfrú, sem gengist hefur fyrir þessum samskotum, og sem nú í þriðja skipti hefur sent gjafir til Bazars á ættjörðu sinni. Reykjavík 26. okt. 1877. Ástríður JHelsteð. Sophia Thorsteinson. — Hreppsnefndin ( Lýtingsstaðahreppi í Skagafjarðarsýslu hefur á yfirslandandi sumri sent mjer samtals 283 kr. 50aura, sem hefur verið skotið saman í Lýtingsstaðahreppi haoda bágstöddum búendum í Álptaneshreppi. Jeg kann hinum heið- ruðu gefendum bezlu þökk fyrir þessa miklu hjálp, og er henni þegar að nokkru leyti úthlutað samkvæmt fyrirmælum gefand- anna fátækum barnamönnum og ekkjum í Álptaneshreppi. Göréum 13. október 1877. Pórarinn Böðvarsson. — Veturinn 1876. gaf óðalsbóndi Ketill Ketilsson ( Kotvogi Álptaneshreppi 10 tunnar af rúgi eða 200 kr. Eg þakka hin- um heiðraða gefanda fyrir hönd hreppsbúa þessa höfðinglegu gjöf, og er það af sérstöknm ástæðum, að það hefur eigi verið gjört fyr opinbert, en eigi af því, að hreppsbúar kynuu ekki að meta gjöf þessa. Görðum 15. október 1877. Pórarinn Böðvarsson. AUGLÝSINGAU. — Með innköllun þessari innkallast, samkvæmtopnu bréfi 4. jauúar 1861, með 6 mánaða fresti, allir þeir sem telja til skulda hjá dánarbúinu eptirbóndann Pál heitinn Guðmundsson,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.