Þjóðólfur - 21.12.1877, Síða 1

Þjóðólfur - 21.12.1877, Síða 1
30. ár. Reykjavik 21. des. 1877. Dufferin lávarður og landsmenn vorir á Nýja íslandi. Var það hendingin eða fingur Forsjónarinnar (sá er trú- toaðurinn sér í smáu sem stóru), sem benti hinum ágæta eQska lávarði D u f f e r i n, til að heimsækja land vort fyrir fámum 20 árum síðan? J>essi hinn sami maður er nú land- stjóri eða undirkonungur Bretadrottningar yfir Kanada, og er einmæli að hann sé einn í tölu hinna vitrustu og beztu höfð- 'Dgja, sem nú stjórna löndum og lýðum. Hin snildarlega samda bók, er lávarður D. gaf út um ferð sína til íslands, lýsir hvorutveggja jafnt: skarpleika hans og mannúð, og nú síðan það óvænta hlutfall hitti hann, að sjá nokkurn hluta ijinnar íslenzku þjóðar kominn*undír hans mildu landstjórn, hefur hann berlega sýnt í orði og verki, að vort hið stórfelda iignarland og þess söguríka þjóð hefur svo hrifið hug og hjarta áins unga öðlings, að landar vorir hafa nú í honum fundið ekki einungis nýjan ágætan yfirmann, heldur og æsku- vin, sem bróðurlega lítur á hagi þeirra og hlutfall m e ð hnnugum augum, og hugsur um þá með hjarta, sem ?efið hefur rúm sögu þeirra fósturlands og forfeðra. Nú í haust lókst hann á hendur ferð mikla um hinar vestlægu landsálfur Hkisins, og lettir eigi fyr ferð sinni en hánn hitti íslendinga á Gimli, 14. sept. Má nærri geta að það var gleðidagur lönd- uui vorum. pegar hann kom í þorpið, fögnuðu honum þar úokkur hundruð íslendinga. par var sigurbogi reistur, og ann- arsvogar orðin: v e 1 k o m i n n, en hins vegar: G o d b 1 e s s f h e Q v e e n (Guð blessi drottninguna). J>egar landstjórinn áafði kynnt sér staðinn, og skoðað ýms hús og heimili nýlendu- úianna, llutti einn af íslendingum honum ávarp, og buðu þeir Velkominn höfðingja sinn, þann sem þeir undireins leyfðu sér að hefna: vin hins gamla íslands. Síðan gat ræðumað- Ur þeirra þrauta, er þeim hefðu mætt hin fyrstu 2 ár, sem liöin væru af þjóðlífi þeirra þar í landi; en nú hefði þegar •úikið rætzt úr þeim vandræðum, einkurn fyrir duglega aðstoð styrk stjórnarinnar. J>eir lýstu ánægju sinni yfir hinu nýja ^ndi, beiti- og súðlöndunum, fiskivatninu hinu mikla (Winno- Peg) 0g hinum ómælandi skógum. Landstjóriun svaraði þeg- af ávarpí þessu með ræðu þeirri, sem þetta er ágrip af: «Fyrir 20 árum síðan féll mér sú hamingja til handa, heimsækja yðar föðurleifð, og kom mér þá síður en ekki í l'ug, að það hlutfall ætti fyrir mér að liggja, að veita yður '■ðtökur í þessu landi í nafni hinnar brezku stjórnar. En þetta sem mer auðnaðist þá til að kynnast yðar stórfeldu sögu °g yðar fögru bókvísi, og sú velvild, sem eg mætti hjá lands- ^önnum yðar, gjörir mér unt að bjóða yður því hjartanlegar 'elkomna. Með hinni mestu sorg hefi eg frétt af hinu þunga ^ótlæti, hinni ógurlegu bólusótt, er mætti yður, hingað ný- ^ttnum. Slík mannraun hefði vel mátt veikja yðar hugrekki °S larna vðar manndóm. J>ær varúðarreglur, sem héraðsstjórn- lrér nauðug-viljug varð að gjöra, til þess að stöðva sýkina, áfióta og að hafa orðið vður afar-tiltinnanlegar, en nú gleðst « í þeirri von, að öllu því mikla andstreymi, sem þér hafið °'áið að þola þegar í upphafi komu vðar og veru liér meðal |°r’ því sé nú að fullu og öllu lokið, og að þér nú þegar haf- , “yrjað farsæla og blossunarríka tilveru. Að því sem mér e Ur skilizt, er ekki einn einasti maður meðal yðar sá, sem j er fullkomlega ánægður með sín nýju kjör, og fullkom- sannfærður um, að sú breyting, sem orðið hefur á um 0rlög hans áöicri; sé góö orðin. Að því er eg fæ séð, fer allt á- að ;g]ulega og vel fram hjá yður. Hús þau, sem eg hef skoð- virðast vora vel smíöuð og þægileg, og eflaust miklu en bæir þeir, sem mér eru í minni frá íslandi; gras- úetri garðar yðar og túnblettir, sem þér hafið rutt til, sýna, að þér þegar eruð teknir að toga hinn ótæmandi auð út úr þeim hinum ágæta jarðvegi, sem vér stöndum á. J>ar sem enginn yðar hefur nokkurn tíma séð á ættjörðu sinni eik, kornakur, eða hlaðinn veg, er þess engin von, að þér nú þegar getið sýnt kunnáttu í skóghöggi, plægingu og vegagjörð, en við æfing- una munuð þér brátt læra þessar aðal-iðnir hvers landnáms- manns í Kanada, því þér hafið, miklu fremur en menn lík- lega almennt ætla, til að bera það sem er kjarni og grundvöllur allra æðri framfara: mannvit (intelligens), mennt- un og andans dugnað og táp. Jeg hef ekki komið inn i einn einasta kofa í nýlendunni, þar sem eg fann ekki að minnsta kosti 20 til 30 bækur, og er mér svo frá sagt, að varla finnist það barn hér, sem ekki kunni að lesa og skrifa. Öldum saman hafið þér verið útilokaðir frá menntun Evrópu, og standið fyrir því ef til vill, í ýmsum efnum á baki annara þjóða. Lífskjör yðar heima hafa, ef til vill, ekki vanið yður við fasta og stöðuga verkiðni, sem þér munuð sjá að hér er nauðsynleg. En í hinu bjartara, þurara og ferskara himin- lopti yðar nýja lands, munuð þér skjótt finna meira lífsfjör í yður, og yðar ævaxandi velmegun mun uppörfa yður ár frá ári til meiri og meiri kappsmuna og manudómslegrar áreynslu. Lífsöfi hins nýja heims munu óðum endurlífga til fornrar heilsu í yður þær gáfur, sem eru einkenni yðvars þjóðernis, en sem sökum lopts og landshátta hafa að nokkru leyti legið í dvala. Nauðsyn verður yður að neyta sem allra bezt samfé- lagsskapar við þá nágranna yðar, sem bezt eru að sér, enda get cg sjálfur vottað, að mörg þeirra húsa, sem eg hefi heim- sótt í dag, sanna með loptheilnæmi þeirra, nettleika og röð og reglu á öllu, að þar áttu húsfreyjur heima, sem þegar hafa drjúgum grætt við að komast í kynni við heiminn út í frá. Jeg þarf ekki að segja yður, að á slíku landi, sem þessu, sé sjálfstraust, táp og einbeittur áhugi að ná sjálfbjarga stöðu með eigin atorku, framar öllu lífsskilyrði. J>etta er óþarfi að kenna annari eins þjóð og íslendingum. Arbækur yðar lands eru fullar glæsilegra frásagna um þol og þrautgæði forfeðra yðra. Synir og dætur þeirra manna, sem fóru norður um haf á hálfopnum skipum, og kjöru heldur að búa milli jökla og eldhrauna en við næði og nægtir undir harðstjórans járnsprota, — mættu brosa að hverjum þeim, sem kvartar viðþá um erfið- leika og harðindi í yndisforsælu þessa skógarlunds við hin- ar brosandi bárur þessa skínanda stöðuhafs. Sú breyling,sem nú gjörist á yðar örlögum, er gjörsamlega gagnstæð þei ri, er varð á kjörum yðra forfeðra. J>eir flýðu frá fögrum heim- kynnum og gullnum ökrum tilgrimmra óbygða, jökla og hrauna, en þér heilsiö hér landi með heilnæmasta loptslagi í Ameriku, og þeim jarðvegi, sein að frjóvsemi á ekki sinn líka, og sem fyrir litla lýrirhöfn frá yðar hálfu getur orðið óþrjótanda nægta- horn. Vér gleymuin og ekki heldur því, að engin þjúð á fyllri rétt til að koma til vor en einmitt þér, því að öllum líkind- um á heimurinn að þakka hreysti hinna fornu íslenzku sæfara fund þessarar heimsállu. Hefði Kolumbus ekki heimsótt yður og fundið í sögum yðar reynda og óyggjandi sönnun þess, er hann sjálfur haföi með miklum skarpleika ráðið í, að megin- land hlyti að vera til vestur í hafi, þá hefði vel mátt fara svo, að hann hefði aldrei árætt að leggja út á Atlantshafið. Aptur býð eg yður velkomna til þessa lands, þess lamls, þar sem þér finnið yður frjálsa rnenn og óháða nokkrum yfir- herra. Eins og óðalsmenn og bændur fornaldarinnar verður hver yðar sinn eiginn höldur og húsbóndi á sinni lóö. |>ótt þér gjörizt þegnar Victoríu drottningar þurfið þer ekki að gleyma 13

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.