Þjóðólfur - 08.01.1878, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 08.01.1878, Blaðsíða 1
30. ár Reykjavík 8. jan. 1878. 5. blað. Gleðilegt nýár, göfuga þjóð! gleðilegt nýár, menn og fljóð! sólbjart ár yfir fögur fjöll; frjóvsamt ár yfir blómsturvöll; yndis-ár yfir ey og sker; arð og gagn yfir fiskiver; frelsis-ár ytír fræ í jörð; farsælt ár yfir búmanns hjörð; lieilla-ár yfir liest og skeið; lieilaga vernd yfir hverja leið; sváslegt ár yfir svana-braut; söngblítt ár yfir skógar-laut; lausnar-ár yfir maðk í mold merkis-ár yfir lög og fold! Gleðilegt nýár, göfuga þjóð! gleðilegt nýár, menn og fljóð! náðarsól yíir silfur-hár; sigurmark yfir gullnar brár; læknis-ár yfir lýða mein; líknar-ár yfir tár og vein; heilsu-krapt yfir hvern einn arm; liamingju-rót í sérhvern barm; hreystisvip yfir horskan svein; hreinleiksbragð yfir silkirein; liýru-rós yfir hvarma smá; lieilagt Ijós yfir öldungs brá; loganda stríð yfir lygi’ og tál; lifandi trú yfir hverja sál! Gleðilegt nýár! — Guðlega sól! gæzkunnar bjarta veldis-hjól! mikið átt ]jú í vændum verk, að vefa úr dauðanum lífsins serk, að vinna pitt guðvefs-geislalín, og gleðja hin minnstu börnin pín, að leiða úr klakanum ljómanda auð, og láta hvern orm fá daglegt brauð! Gleðilegt ár! — ]jú andanna sól, sem árshring byrjar um lífsins stól! Heilaga ljós, sem háir stríð við heljar-vetur um ár og síð! Vor ytri neyð hún er nætur-ís, en nötri sálin, er dauðinn vís, og nísti helið vorn hjartans pól, ])á höfum vér vetur en aldrei sól. Kom pví ó skínandi ljósanna ljós, og leys vora fjötruðu pjóðlífs rós; markaðu á skjöld fyrir mannlifs byggð: „menntun jöfn með frelsi tryggð“; leiptri pau orð par logandi-rauð: „án lifandi vonar er pjóð hverdauð“; skíni pau orð við alfara-stig: „elski liver annan meir en sig“; skrifaðu á himinn, lög og láð: „lífið er sigur og guðleg náð“! Ár«l«k Hið umliðna ár var kalt ár og þráviðrasamt, eins og verið H'nir aðaleinkenni veðráttu nú í allmörg ár, og ekki síöur hitt, liaust eru hlýjari en vor, að tiltölu. Eptir nýár helzt harður Vctur til sumarmála, hey gáfust upp, en fénaður hélt lífi, encia voru fjárhöld með bezta móti. Mestur kuldi fyrir norðan var sagður 20° R., en nálægt 15° á suðurlandi. Bæði vor og sumar var kalt mjög, einkum þó fyrir norðan land og austan; þó festi hafís hvergi við land allt þetta ár. Grasvöxtur náði óvíða meðalári, og víða var hinn mesri grasbrestur, en nýt- ing varð hin bezta. Af aflabrögðum er það að segja, að víð- ast hvar fyrir öllu austur- og norðurlandinu var mikinn hluta ársins landburður af fiski, en á vesturlandi varð ekki yfir meðal-ár, og miklu miður undir Jökli. Við Eyrarbakkaflóann yarð vetrar-afli meiri en mörg ár undanfarin, en vorafli minni. Við Faxaflóa hélzt a. á. m. hið sama óminnis-fiski- leysi hins fyrra árs allt til þessara ársloka. Til þess að bæta úr hallæri þessu og atvinnuleysi hefur hvorki þing né stjórn gjört nokkrar tilraunir svo vér vitum til. Hefur þó «pjóð- ólfur» þóktst gjöra skyldu sína í því, að brýna bágindin fyrir mönnum, og í fyrra vor gjörði blaðið alvarlega óskorun til þiugs og þjóðar (og sérstaklega til sýslunefndarinnar í Gull- bringus. bréflega), og var þar meðal annars bent á, að brýn nauðsyn bæri til, að opinber fiárstyrkur yrði tafarlaust veitt- ur til eflingar þilskipa-útveg í þessum sveitum, svo og það annað, að almenningur yrði styrktur til, að leita sér og fjöl- skyldu sinni atvinnu í betri sýslum landsins. Eginlegt hall- æri eða hungursneyð hefur þó ekki enn komið upp í byggð- arlagi þessu, og mun það að þakka fyrst því, að almenningur fer ólíku betur að ráði sínu í hörðu ári en góðu, (aldrei safn- ast meiri kaupstaðarskuldir, þar sem lánsverzlun er, en einmitt í betri árunum). par næst má telja lán og hjálpsemi verzlun- armanna, sem vissuloga væri rangt að þegja yfir, þóttverzlun- araðferð þeirra sé mjög ábótavant. Hið þriðja,som varnað hefur hallærinu, eru hinar drjúgu gjafir úr ýmsum öðrum héruðum, svo og lántaka sumra hreppanna úr landssjóði. Með <Díönu», og gegnum hinn duglega útveg þeirra G. Zoega, náðu ýmsir einhleypir menn í góða sumaratvinnu á Austfjörðum. En, hvað margir hefðu náð í sömu atvinnu, hefðu þilskip verið til, eða þá strandskip, er flutt hefði fólk og báta austur á land eða vestur? Á 4 fleytur öfluðu rúm 20 menn héðan að sunnan um miðbik sumarsins á Seyðisfirði milli 70 og 80 þúsundir fiska! Eins og nú stendur á högum almennings við Faxaflóa, er lífið til næsta máls svo að segja komið undir einni hendingu, þeirri, að fiskur skriði á innmið, og haldi þessari sultartíð áfram samfara þögn og sinnuleysi yfirvalda og alþýðu skulum ver í fyrsta sinni leyfa oss að skora hér hreintogbeint á almenning hvern sem getur, að leita af landi burt. En í þeirri von, að hið nýbyrjaða ár reynist happasælla en það sem liðið er, sleppum vér því að sinni, enda þó oss þyki það einkar-merkilegt, að úr því eina héraði landsins, sem ofskip- að er fólki eptir ástæðum, þaðan gjörast engar vesturfarir. Á áðra viðburði ársins getum vér rúmleysis vegna lítið minnst: hoilsufar manna og skepna var einkar-gott allt árið út, að undantekinni hettusótt þeirri er gekk yfir mikinn hluta lands, og gjörði töluverðan atvinnubaga, en líf og heilsa flestra hélzt óskert eptir sem áður. Vor pólitiska saga hefur aukist mjög hið liðna ár, nefni- lega um heil ný alþingistíðindi og öllu því sem þar af leiðir. pingið vann með miklu kappi og aflauk miklum störfum, og skal að eins nefna: fjárlögin, skattalögin, skiptalögin, tíund- arlögin og skólamál Norðlendinga. Til næsta þings bíða eink- um 3 aðalmál, er ekki varð lokið við eða ekki voru undir- búin: landbúnaðarmálið, prestamálið og lagaskólinn. Við skólamálinu bjóst þingið, en, sem kunnugt er, gekk ráðgjaíinn fram hjá þinginu með það, og skipaði reglugjörð, sem menn

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.