Þjóðólfur - 27.02.1878, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 27.02.1878, Blaðsíða 1
8. blað. 30. ár. Reykjavik 27. febr. 1878. o r r i n n, sá er nú leið til enda, mátti lieita einn sífelldur blíðu- og blessunardagur fyrir allt suðurlandið. Samfara auðri jörð allt til fjalla, jókst þegar með þorra- komunni fiskiganga her um útsuðurhluta flóans, svo að allur almenningur hefur náð í töluverðan afla; hafa toenn að vísu sótt mestan þann fisk út undir Garð- skaga, en þar sem flestir öfluðu vel í hverri ferð, og veðurátt var hagstæð, munu margir þykjast ekki hafa keypt þennan afla dýrara, en afii kostar af miðum hér, er misjafnar ganga gseftir; því hér er útræði langt og háskasamlegt á vetrum, en þar syðra veiða menn með landi fram. En það, sem einkum gjörði þenna þorra-afla svo jafnan og drjúgan almenningi a:tla fiestir sé að þakka hinum sltörulegu samtukurn (fyrir forgöngu helztu bænda í Strandar og Rosmlivalaneshrepp- Um), að leggja nibur lóðir, en taka upp haldfceri. Er Þessa minnst betur síðar í blaði þessu, og skulum vér að svo stöddu láta oss nægja að lofa dœmi pessu sjálfu oð tala; því vér efumst ekki um, að reynslan sjálf sannfæri ttienn betur en nokkur orð um, að lóðabrúkun í Garðsjó — ef ekki hvar helzt sem er — á vetrardegi, sé almenningi bemur til tjóns en gagns. Yér játum að öðru leyti fúslega, aö fátt sé meiri yandi, en að setja lög og reglu veiði-aðferð ttQanna, en einmitt þess vegna er svo áríðandi, að sjómenn sjálfir temji ser pann felagsskap og pau samtöle, sem gjöri auðið að lœra af reymlunni, hver veiðiaðferð hentug se, og ttuer óhentug se, á peim eða peim stöðum og tímum. Pað er dlrnenningshagurinn (sannleikurinn), sem öllum ríður á að l'afa fyrir markmið í þessu sem öðru; eigin hagurinn nœr *k'ammt og er par á ofan aldrei vis til lcngdar, en hið al- rr>enna er áriðandi og varanlegt. Og þessi almenna skoðun, er nú vissulega að ryðja sér til rúms, enda mun ómögulegt roynast, að greiða úr neta-spursmálinu fyr en menn með sttmtökum láta reynsluna skera úr því máli miklu glöggvara ett tekizt hefur til þessa dags. jýessi nefndu samtök með lóð- lröar eru þá byrjun — ogbyrjun,sem gafst vel—íþessa stefnu, °g skorum ver á alla góða og hyggna formonn, að skoða veiði- sPursmál vor sem vandlegast, og með sem minnstri hlut- éraegni, sem unnt er, og síðan segja opinberlega frá skoðun- ttttt sínum, reynslu og sannfæringu. Um þorskafla á kom- attda vertíð hafa menn nú beztu vonir, og hafa ýmsir orðið ^ttns vel varir innan bugtar, og tvö eðafleiri skip hlaðið. Austan- ^ulls hefur nær aldrei á sjó gefið, en á suðurnesjum aflast vel. —- Að norðan fréttist, að vor blíði þorri hafi þar víðast ^Var verið hvítur og kæft niður snjóum miklum. Maður hafði nýlega orðið úti milli Hrútafjarðar og Dala. Bátur hafði og farizt úr Eyrarsveit með 2 mönnum, eigi langt frá Stykkishólmi. . -— Barnaveikin gjörir nú alvarlega vart við sig hér syðra. ^einum bæ í Kjós eru ný dáin þrjú börnúrþví voðalega meini. 2 síðustu daga hefur almenningur fiskað hér á svið- lntt allvel af þorski og ísu. (£§=• Nú er búið að prenta 9 hepti af Alþingistíðindunum. í’racgastir l'erðaineim árið sem leið voru þeir ffenry Stanley(úr Ameriku) og prófessor No rde n skj öl d ' 'Wíufari. Um ferðir þeirra beggja hefur að vísu staðið, og j^tttt standa í «Skírni■> vorum, en þeirra væri vert að geta í 1 ttðum. Stanley komst í sumar alla leið yfir þvera Afriku miðja, ’ar som miöbaugur jarðar liggur yfir. Var það eitt hið mesta ekvirki, sem einn maður hefur gjört, enda er sögn manna, kann á því eina ári hafi breyzt í fullkominn öldung að út- liti, en hann er að eins 37 ára gamall. Með honum voru 1—2 hundr. svertingjar, og nokkrir valdir menn hvítir, en þeir létust eða féllu í bardögum nær allir. Stanley liefur nú til fulls kannað upptök Nílar og siglt umhverfis allt Tang- anjika vatn, svo hefur hann og sannað að hið mikla Lualaba-fljót sé sama fljótið og Congo (Niger og Congo og Zambese eru mestu stórfijót álfunnar). Með Stanley var og C a m e r o n hinn ágæti félagi Livingstone’s sáluga (hins mikla og góða manns), og var hann einn sem lét líf sitt í ferðinni. J>ar inni í Afriku býr hinn mesti sægur af mannætu- þjóðum, og urðu þeir Stanley að berjast daglega fyrir lífi sínu. Stundum urðu þeir að höggva sér langar brautir gegn- um merkur og skóga, og draga með sér báta sína og farang- ur. Lengzt fóru þeir þó eptir fljótum, enda var þá óhættast fyrir árásum. Opt rákust þeir fyrir fossa niður, og lá eitt sinn við sjálft að það yrði Stanley sjálfum að bana, og í foss missti hann sinn bezta félaga (næst Cameron), Englendinginn Pocock. Óþolandi sólbruni, hungur, drepsóttir, allskonar voði af villidýrum, illkvikindum, hættum og torfærum, — við allt þetta háði hann dagleg Hjaðningavíg. Afrika er víða sann- nefndur Helheimur hvítum mönnum, og meiri hluti þeirra manna, sem óvanir eru loptslagi þar og ferðast um löndin leggja ýmist líf eða heilsu í sölurnar. Davíð Livingstone stóð sig lengst og bezt allra; því liann liafðist við þar í landi yfir 30 ár. Er hann og langfrægastur orðinn allra ferðamanna í heimi. Hann var bæði hinn mesti spekingur að viti og liinn mesti hreystimaður og fullhugi; en aldrei úthellti hann manns- blóði, enda var hann meðfram kristniboði, og hinn mesti mannvinur. Bæði Samúel Baker og Stanley eru aptur á móti orustumenn hinir mestu og kunna miklu miður að gjöra sér liina viltu höfðingja vini en L. kunni, en þó hafa þeir að öðru leyti fetað í hans fótspor. Hvað vildi Livingstone og síðan allir aðrir miklir Afríku-ferðamenn? Erelsa þennan regin-heim úr fjötrum villudóms og dauða. J>að að þekkja landið er auðvitað hið allra fyrsta skilyrði, en þar næst er að opna þar vegi verzlun og samskiptum við hvíta menn, ogjafn- framt gefa þjóðum þeim, sem kostur er á að kenna gott, út- valda fræðimenn, sem kunna að fara með þá eins og foreldrar fara með börn, því ekkiertil neins að ætlast tilsömugreindar eða sömu lífsskoðana af slíkum þjóðum, sem Norðurálfu-mönn- um. Um allt þvílíkt hefur L. sannfært menn bezt allra manna. I>að er kærleikur og grandvarleiki í andlegu og veraldlegu, scm bezt sigrar og siðar þessa menn. Hið ógurlega mansal þar í landi — svo voðalegt og grimmt að enginn trúir, nema þeir sem sjá — er ein aðalhvötin, er hvetur höfðingja, hetjur og mannvini til að brjótast í að kanna og siða álfuna. Egyptajarl er nú sem óðazt að vinna sér frægð og þokka stór- veldanna mcð því að gjöra herfarir suður í hin efri Nílarlönd, í því skyni að koma af mansali. Og Belgíukonungur hefur stofnað afarstórt og auðugt félag í sama augnamiði. J>rátt fyrir alla galla nútíma-menntunarinnar, virðist þó hinn almenni mannkærleiki aldrei hafa dafnað og þróast síðan sögur hófust betur en einmitt nú. Hinir nýju Uvennaskólar. „þvt meiri kvennamenntun og kvennfrelsi, pví fullkomnari þjóðir“. Jobn Stuart Mill. Ekkert sýnir betur og sannar, að þjóð vor er þó á fram- faravegi, en tilraunir hennar að koma á skólum án þess stjórnin þurfi bæði «að vilja og framkvæma». Að vísu eru 29

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.