Þjóðólfur - 13.03.1878, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 13.03.1878, Blaðsíða 1
30. ár. Reykjavik 13. marrz. 1878 9. blað Eldsnj) ]* hoina n. Að kvöldi 27. dags febrúarmán. fundust jarðskjálftar all- tniklir hér í bænum, svo að hús bifðust og lausir hlutir hrist- nst, en engir urðu skaðar af. Sama kvöld sást og eldur á lopti norðanvert við Hengilinn eða í sömu stefnu og Hekla liggur. Næstu daga eptir fréttist að austan, að eldur mikill hefði komið upp nálægt Heklu hið sama kvöld og hér varð vart við jarðskjálftann; urðu og enn meiri brögð að hræringunum austanfjalls en hér, þó er ekki getið skaða af þeim völdum neinstaðar, nema á Urriðafossi í Flóa; þar hrundi fjós. Við öskufall hefur nokkuð orðið vart hér og þar, en þó lítið. Vér höfum sent áreiðanlegum mönnum eystra orð, og beðið um svo greinilega skýrslu um stað og atburð, sem unnt er. Síðan gosið hófst, hafa gengið illviðri og umhleypingar miklir, optast útsynningar, og fyrir því hefur sjaldan verið heiður himinn,en þegar bjart hefur verið í austri hefur kvöld og morgna héðan sézt til mökks eða elds, þó ekki á daginn. Væntum vér í næsta blaði að geta gefið ná- kvæmari skýrslu, en bætum hér við kafla úr bréfi frá séra Gufimundi Jónssyni á Stóruvöllum dags. 28. f. m. (Stóru- Vellir liggja fáar bæjarleiðir frá Heklu). — „Um kl. 4'/j í gærdag e. m. fóru að koma smá liræringar, og héld- ust pær, þó vægar, þar til kl. átti hér um bil 5 mínútur eptirtil 5, þá kvað svo mikið að poirri hræriugu, sem þá varð, að öll hús léku á reiðiskjálfi, svo vatn gekk í smáöldum á íláti, sem var uppi á lopti, og síðan 5 mínútum eptir 5 kom önnur enn verri, hélzt þá enginn hér við inni í bæ, og líkast var, sem kirkjan ætlaði að hrynja með braki, og iðaði til og frá hjálmur í henni; þó hlaust hér ekki af skaði. pegar rökkva tók (allt af héldust við smá hræringar) fórum við að hyggja að tii austurs, hvort við sæjum ekki eldsuppkomu, og urðum við þess eigi varir fyr en kl. um 8, en þá stóð eldsmökkur hátt á lopti, rétt yfir norðuröxl Heklu, rétt í miðsmorguns-stað héðan. Og það þykir mér furða ef hann er uppi í fjarska, því á þeirri hlið Krókatinda, sem hing- að veit, var albjart héðan að sjá, og sem vita-samloði væri á fjallabrún- um fyrir austan Næfurholtsfjöll. Eg vil nú Bamt ekkert geta til um upptökin, en engin jöklafjla hefur fundist, og við öskufall höfum við ekki vör orðið“. í dag, 10. marz, segja oss nýkomnir menn austan af Skeiðum að gosið haldi áfram; séu gígirnir tveir og standi eldurinn í hálopt upp úr báðura, en langt bil sé á milli. Eld- ur þessi — segja þeir — er á Landmanna-afrétt í austnorður frá Heklu, líklega upp úr miðju hraunflæmi því, er þar liggur — ftve langt frá Heklu er enn óvíst. Öskufalls urðu menn að eins varir daginn eptir er gosið hófst, enda hefur vindur bor- ið reyk og ösku optast norður og austur. Hans Stephensen á Hlemmiskeiði á Skeiðum hefur sagt oss, að hann hafi verið á ferð, og horft á er gosið hófst; hafi það verið likast feyki- stórum flugeldum (ráketlum) er skyndilega þutu upp undan fiorðausturbrún Heklu, en sem á lítilli stundu var orðið afar- Hátt bál, tilsýndar tvöfölt hærra en Hekla; nóttina eptir var vel lesbjart víða um efri hluta héraðsins milli fjalla, og var þó lopt þykkt; síðan er eldurinn nokkru minni. EinbættiS" Off fjárveitingar. 5. f. m. setti Hndshöfðingi Anton Tegnér til að gegna læknisstörfum í ^esturhluta Barðastrandarsýslu frá 1. marz næstk. |>essum prestlausu brauðum hefur landshöfðingi • veitt fé þeim 4000 kr., sem í 13. gr. A b 1. fjárlaganna eru veitt- ar fátækustu brauðum landsins; Ásum í Skaptártungu 400 kr. ^ándfelli í Öræfum 400 kr., llvanneyri 200 kr., Kvíabekk 200 ^r,> Presthólum 200 kr. og Mývatnsþingum 200 kr.; þó veitist ^essi styrkur með því skilyrði, að viðkomandi brauð verði veitt 31. ágúst næstkomanda, og að þeir, sem þau fá, fari samsumars að þjóna þeim. En 2400 kr. er skipt upp milli 22 brauða, sem ýmist hafa presta fyrir sig, eða eru sett í samband við önnur brauð, sem prestar þjóna. — Eptir tillögum amtmanns hefur landshöfðingi veitt 200 kr. styrk amtsbókasafninu í Stykkishólmi. Sömuleiðis hefur landsh. veitt landlækninum 87 kr. 50 a. styrk til prentunar ritlingi hans um notkun manneldis í harðœrum. — Sýslunefnd Rangvellinga er veitt beiðni þeirra að hafa verðlagsskrá fyrir sig. Verða þá úr þessu 3 verðlagsskrár í suðuramtinu. Veðrátta, aflabrögjð. Síðan Góe byrjaði hefur gengið ótíð og gæftaleysi, optast útsynningsumhleypingur með stormum, frosthríðum og blotum til skiptis. sjaldan róið hefur verið hefur aflast vel hvervetna af þorski og stórísu, allt á haldfæri. Engin slys til þessa, svo spurst hafi, en hrak- farir nokkrar, enda er nú sjór sóttur með miklum kappsmun- um. Undir Jökli er sagður bezti afli, allt um kring Bækur ný útkomnar úr prentsmiðju ísafoldar: 1. Hugvekjur til húslestra frá páskum til hvítasunnu eptir dr. Pjetur biskup Pjetursson. 2. útgáfa. 2. Ágrip af landafræði, samin að mestu eptir landafræði Ed. Erslevs prófessors. Bók þessi er einkar- hentug landafræði fyrir alþýðu, og er frágangurinn —• eins og á öllu, sem frá þessari prentsmiðju kemur — hinn bezti. Hún er samin með ráði og tilstyrk vors nafn- kunna fræðimanns, Páls Melsteðs, og hann hefur samið for- málann, en næst honum hefur ritstjóri ísafoldar sjálfur mest unnið að bókinni. Er vonandi að almenningur taki við henni báðum höndum. Kostar bundin 1 kr. 50 a. 3. Um notkun manneldis í harðærum, eptir dr. Jón Hjaltalín, landlækni (30 bls. í 8). Bæklingur þessi er framhald hinna mörgu rita þessa merk- ismanns um almennings heill og heilsu, og þó einkum bækl- ingsins um manneldi á íslandi, er hann gaf út fyrir 10 árum síðan, og sem vér ætlum, að alþýða hafi of lítinn gaum að gefið. petta rit er því nokkuð samkynja efnis, en fyllra um sumt og fullt svo létt og fjörlega samið, og auðskilið hverj- um, sem kann að lesa. (Á 16. bls. er prentvilla í 6. línu að ofan: óbeinlínis fyrir beinlínis). Höf. skiptir öllu ætu eða nærandi í beinlínis og óbeinlínis manneldi; telurhann til beinlínis manneldis allt það er menn leggja sér venjulega til munns, en til óbeinlínis manneldis telur hann fóðurjurtir alidýra, en meðal þeirra eru nokkrar sem líka gefa manneldi, svo sem söl, fjörugrös og marikjarni og ýmsar land-grasa tegundir. J>að eru og einkum þessar nú nefndu tegundir, sem höf. brýnir enn fyrir löndum sínum að læra að hagnýta sér betur en nú er gjört. (Meðal annars kennir liann hvernig menn geti alið kálfa á sölvum og pangi, sem eflaust gæti orðið mörgum fátæktæklingi að stór-hagnaði). Um sölin og marikjaman talar hann ítarlega. Skvldi það vera staklega eptirtektavert, ef almenningur ekki vildi sinna röksemdum hans um líttnotuð hlunnindi landsins. Að menn færi sér bet- ur í nyt en nú er gjört fjallagrösin, tekur höf. enn alvarlega fram, og sérstaklega lýsir hann, og það bæði fróðlega og skemti- lega, skelfiskunum her á landi, sem manneldi. Vér fjölyrð- um svo ekki um bækling þennan, því vér ætlumst til og vonum að allur almenningur lesi og læri hann, því hann er þess verður, enda er hann prentaður á opinber- an kostnað og 350 espl. útsend gefins. Annars kostar hann 30 a. 33

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.