Þjóðólfur - 20.03.1878, Síða 4
44
ofan að». Hvergi þurfa söfnuðir að bíða eptir þessu. J>eir
geta sjálfir myndað sóknarráð af bestu mönnum safnaðarins og
sett kirkjuleg mál í hreifingu og fengið þeim framgengt, ann-
að hvort gegnum alþingi eða hina umboðslegu stjórn. Bréf-
ritarinn segir enn fremur «að þeir verði að þegja, hver þrem-
illinn sem þeim sé sendur í prestlíki». Hann er of ókunnug-
ur, ef hann ekki veit, að hér hefur lengi verið hörgull á
prestaefnum með lögboðnum hæfilegleikum og að ekki hefur
verið hægt að velja um menn til hinna rírari brauða. En hafi
einhver söfnuður eitthvað verulegt út á prest sinn að setja,
er honum þá ekki innan handar, að kæra fyrir prófasti og
biskupi ? Brefritarinn heldur þó líklega ekki, að prófastar og
biskup vilji traðka rétti safnaðanna. |>ó kastar nú tólfunum
þegar bréfritarinn fer að tala um brauðamatið.
Hver á að meta hlunnindin á prestssetrum, megi ekki,
hrepp'stjórar eða hreppsnefndir gjöra það? Ætlast hann til,
að prestarnir gjöri það sjálfir? Hann er hræddur um, að
hlunnindin verði metin of hátt, en þykir þó vænt um, að þau
nú eru metin sér í lagi, eg veit ekki, að þau nú eiga að met-
ast sér í lagi af því þau þóttu of lágt metin áður. |>essi
hlunnindi eru svo margskonar og bundin svo ólíkum kostnaði
á hverjum stað, að ekki verða gefnar almennar eða nákvæm-
ar reglur fyrir mati þeirra. En þeim, sem þekkja til á hverj-
um stað, er ætlandi sú ráðdeild og réttsýni, að þeir í matinu
hafi tilhlýðilegt tillit til kostnaðar og ágóða. |>ar að auki er
prestum leyft, að gjöra athugasemdir við matið, sem síðar
verði teknar til greina. Hið sama eiga prófastar að gjöra,
svo hér getur ekkert gjörræði átt sér stað. Bréfritarinn hef-
ur ekki lesið vel reglurnar fyrir brauðamatinu. J>ar stendur,
i<að prestar eigi að telja aukaverk eins og goldist hafi», en
liann bætir þessu við: «en þó aldrei minna en lög ákveða»
og segir, að það standi þar til þess að tekjurnar skuli sýnast
sem mestar. |>etta er ljótt. Hann álitur það vitleysu að tala
um hreinar tekjur presta meðan á þeim hvílir hestahald. En
hvílir þetta ekki líka á læknum og sýslumönnum, sem hann
þó er að bera saman við prestana?
Eg fæ ekki betur séð, en að þessi bréfkafli sé lítt hugs-
aður og sprottinn af ástæðulausri hræðslu fyrir því, að hið
nýja brauðamat verði of hátt. 15.
Innl. fréttir.
Beztu aflabrögð, hve nær sem á sjó gefur við allan Faxa-
flóa. Á Inn-nesjum hafa net ekki verið lögð enn; í syðri
veiðistöðunum er nú hinn mesti neta-afii.
EldífOSlð. Vér höfum fengið bréf frá ýmsum helztu
mönnum eystra um gos þetta. |>að er eins og vér sögð-
um í síðasta blaði — skammt frá Heklu í norðaustur, í svo
nefndum Heklu-hraunum. Gosið hélzt, er síðast fréttist.
Enn sem komið er, hefur lítið orðið vart við öskufall í byggð,
enda er það vindstöðu þeirri, sem optast hefur verið síðan,
að þakka.
Austanpóstur kom 16. þ. m., en norðanpóstur þann 18.
Veðráttufar sviplíkt um allt, því sem hér hefur gengið, þó
meiri snjókoma, eins og vant er, á norðurlandi: Færð og
veðráttu á þessari slæmu góu hrepptu póstar hið versta.
Fiskiafii nál. hvervetna góður, en gæftir slæmar.
Iteyk janesvltinn. Ríkisþingið hefurveitt hið um-
beðna fé til hans.
Ifrísnvík. Með næstu póstskipsferð er von á Pater-
son, til að byrja þar námustarf af alefli.
— Múhametstrúar eru taldir 160 mill. Páfatrúarmenn teljast jafn-
margir, en í grísku (austrómversku) kirkjunni eru 70 mill., en prótestantar
(og reformertir) 90 mill.
— í Norður-Kína — segja onsk blöð — oru 5000 þorp og borgir,sem
svo eru aðþrengd af hungri, að 500 manna deyja á dag.
— pað er fullyrt, að allt keisaradæmið Japan verði kristnað á þeBS
ari öld. _
— Kínakeisari hefur í vetur lótið boða grið og frelsi öllum kristnu
mönnum.
AllOLf SINOAR.
Skóli handa fátæknm
á kostnaíV Thorvaldsens-félagsins.
Fátæklingar hér í bænum geta komið stúlkubörnum sínum ó
aldrinum frá 7—14 ára, ókeypis til kennslu í að sauma og
prjóna 3 stundir á dag í 3 næstk. mánuði (apríl, maí, júni)-
þ>eir, sem vilja nota sér þetta, geta snúið sér til eiH'
hverrar okkar undirskrifaðrar fyrir lok þessa mánaðar.
Reykjavík 18. marz 1878.
María Finsen. Póra Petursdóltir. Pórunn Jónassen.
Jarprúður Jónsdóttir.
— Samkvæmt tilskipnn 5. janúar 1874 innkallast hér rneð
með 6 mánaða fresti, sérhver sá, er í höndum kynni að haf®
eptirfylgjandi viðskiptabækur við sparisjóð íReykjavík:
Nr. 569 aðalbók B að upphæð 132 kr. 84 aur.
— 72-----A —----------- 42— 64 —
— 70-----A —----------- 98 — 98 —
|>ar eð ef enginn hefur sagt til sín, þá er téður freslur er
liðinn, þeim bluteiganda, er viðskiptabókina hefur fengið, verð'
ur borguð upphæð hennar, án þess að nokkur annar geti haf>
kröfu á hendur téðum sjóði i því efni.
Sparisjóður f Reykjavik 2. marz 1878.
Árni Thorsteinson, formaður sjóðsins.
(ý/gp' í verzlunarbúð 0. P. Möliers sál. verða fyrst utft
sinn seldar ýmsar vörur móti peningum með niðursetW
verði. Reykjavík 12. marz 1878.
Fyrir hönd búsins.
Georg Thordal.
týgf* Skonnortan «Neptun», 19 tonna stór, sterkt og vel
smíðað skip úr Borgundarhólmi, negld galvaníseruðu járnii
að nokkru leyti koparklædd að ofan, siglir vel, og góð í sjó'
gangi, og f góðu standi, II ára gömul, mjög vel löguð til
fiskiveiða á íslandi, er til sölu hjá eigandanum fyrir 5,600 kr.
Virðingarfyllst
Ö. Ölsted f Rönne f Borgundarhólmi.
Sama auglýsing og í f. á. í pjóöólfi, tekin upp eptir beiðni ciganda<
Ritst.
Fortipiano fœst til kaups fyrir golt verð. Ritstjón
f>jóðólfs ávfsar.
— Á sfðast liðnu hausti voru mér dregin 2 hvft gimbraf'
lömb með marki móður minnar Bjargar Jónsdóttur, sem hjá mér
er, blaðstýft fr. h., blaðstýft aptan vinstra, en, enda þótt eg brúk'
þetta mark, á eg eigi þessi lömb ; fyrir þá sök skora eg á hverá
þann, er eiga kann þessi lömb að gefa sig fram og semja við
mig um borgun fyrir hirðingu á Iömbum þessum, svo og uá1
markið. Hamraendum í Stafholtstungum í Mýrasýslu.
8. marz 1878.
Gísli Tómásson.
— Óskilafé selt i Borgarhreppi austið 1877 i Mýrasýslu.
1. Veturgömul gimbur hvít, tvfrifað í stúf hægra, hálfur stúfuf
framan vinstra.
2. Larnb hvítt, tvfstýft hægra, hálfur stúfur fr. vinstra.
3. — — stýft, fjöður fr. biti a. hægra, hálftaf aptan vinstra-
4. — — sneiðrifað fr. hægra, sýlt í stúf vinstra.
5. — — hamrað, fj. fr. hægra, sýlt vinstra.
Réttir eigendur mega vitja andvirðisins fyrir þessar kinó'
ur til mín fyrir næstu fardaga að frá dregnum kostnaði.
Galtarholti, 30. október 1877.
Jón Jónsson, hreppstjóri.
Aigreiðslustofa pjóðólfs: í Gunnlögsens húsi. —- Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Jochumsson-
Prentaö í prentsmiöju Einars póröarsonar.