Þjóðólfur - 05.04.1878, Side 2

Þjóðólfur - 05.04.1878, Side 2
46 sept. og kemur á heimleiðinni við á Seyðisfirði og heim til Khafnar 9. október. — í greininni í 10. tbl. fjóðólfs um Oldnordisle lœsebog efter Dr. L. F. A. Wimmer, undirskrifaðri: Þorleifur Jónsson kand. phil., standa ýms frekyrði um þá Dr. Konráð Gúlason og einkum um H. Kr. Friðriksson yfirkennara. Gleymdum vér að taka það fram, að sú grein, eins og allar greinir, sem , fullt nafn stendur undir, eru alls ekki á vorri ábyrgð, heldur | höfundarins. Vér skulum hreinskilnislega játa, að oss stend- ur mjög svo á sama, hvort við skóla vorn er kennt að rita j- ritbátt eða é-rithátt, af þeirri einföldu ástæðu, að vér vit- um ekki hvor réttari er, og skoðum það sem smekks-atriði. Orðin til H. Kr. Fr.: «auk margrar annarar fávizku», hefðum vér og aldrei látið standa í blaði voru, ef vér hefðum veitt þeirn eptirtekt í tíma. Vér höfum þá sannfæringu,^ að allir þeir, sem eru að brjótast í að bæta og skýra þekkingu á máli voru og meðferð þess, gjöri eins og þeir bezt geti, og ef svo er, ber þeim sem betur þykjast kupna, að finna að með ástæðum og með hógværð, en ekki með meiðyrðum né gersökum. Blað vort, svo ófullkomið sem það kann að vera, hefur jafnan forð- azt að meiða nafn eða orðstír einstakra manna, og munum vér enn þeirri reglu fylgja, enda er óvíst, hvort vér séum því óvaskari en aðrir menn, sem oss þykir meira fyrir en öðrum að vega menn — með orðum. Kitstj. Sálmabókin. 25. f. mán. hefur biskupinn yfir ís- landi dr. Pétur Pétursson kvatt 7 menn í nefnd, til að endurbæta messusöngsbók landsins, og eru þeir menn: Björn prófastur Halldórsson á Laufási, séra Helgi Hálfdánar- son prestaskólakennari, séra Matthías Jochumsson, séra Páll JónSson frá Völlum (nú Viðvík), séra Stefán Thórarensen á Kálfatjörn, Steingrímur Thorsteinson Og séra Valdimar Briem á Hrepphólum. Nefnd þessi á fyrst að mæta í Keykjavík 5. júlí næstkomanda. Segir í bréfinu að ætlunarverk nefndarinn- ar eigi einkum að vera, að «bæta sálmabókina nýjum og góð- um sálmum, kveða upp aptur suma af hinum eidri sálmum, sem eru útlagðir, og menn vildu halda, og ef til vill, breyta ilokkaskipaninni'). Frá Kómabor^. Eg lofaði að senda þjóðólfi ofurlítinn fréttapistil frá Kómaborg, en ekki grunaði mig þó, að eins mikið bréfsefni mundi verða fyrir höndum og nú er hér í Ítalíu, þar sem bæði Viktor konungur Emanúel og Píus páfi 9. eru dauðir. Páfinn var reyndar orðinn gamall og ellihrumur, og jeg man eptir að sagt var til Hafnar litlu fyrir jólin, að hann lægi fyrir dauðanum, og átti eg von á, að fyrsta fregnin, sem eg heyrði, þegar eg kæmi til Ítalíu, væri um lát hans. En karl skreið saman, og hið fyrsta, sem eg heyrði í Ítalíu, var lát konungs, sem enginn átti von á, því að hann var hraustur og heilsugóður, og lá að eins skamma stund. |>að var í Genúa 10. janúar, að eg frétti lát konungs daginn eptir að hann dó; eg hafði lengi ekki lesið nein blöð, og vissi því ekki af, að konungur hafði verið veikur; mér varð gengið fram hjá klefa einum, þar sem blöð voru seld, og þusti þar að múgur og margmenni; heyrði eg þá, að sá sem blöðin seldi, kallaði upp: «Vittorio Emanuele é morto» (Viktor Emanúel er dauður), og varð mér hverft við. Á öllu sá eg, að hann var ítölum mjög harmdauði; öll þau blöð, sem eg sá í Genúa, hörmuðu hann mjög, og sama sá eg á rómversku blöðunum þegar eg kom hingað. Er það og von, því að hann er einn af þeim, som mest hefur unnið að sameiningu Ítalíu, og var alla æfi þjóð- hollur konungur. Sagt var jafnvel að páfinn hefði viknað, þegar hann heyrði sorgarfregnina og beðið fyrir sálu konungs, og voru þeir þó engir vinir, því að aldrei gat Píus 9. gleymt því, að Viktor konungur hafði svipt hann löndum sínum, og tekið frá honum Kómaborg. Öðruvísi fórust líka klerkhollu blöðunum Voce della Veritá og Osservatore Romano orð. Sögðu þau að Viktori hofði hefnzt fyrir guðleysi sitt; hann hefðifyrir skömmu haft góða von um, að páfinn mundi deyja» og verið að búa sig undir að hafa sem mest gagn af því, efsvo bæri að; en þá hefði guð ekki þolað honum lengur rangsleitn- ina, og kallað hann burt *<mitt í hans syndum»! Aptur a móti væri hinn heilagi faðir hraustari en nokkru sinni áður- En blöð þessi þurftu ekki lengi um að hælast, því að Píus átti holdur ekki langt eptir ólifað. Annars var það auðséð á öllu, að Rómverjum hafði þótt vænt um konung sinn; varð ekki gengið þverfótar húsa á milli, dagana sem hann stóð uppi, án þess að maður heyrði einhvern bjóða mynd af hon- um tilsölu, eða þá eitthvað annað sem minnti á hann, og mikih aðsúgur var gjör að honum, þar sem hann lág á líkbörunuff til sýnis. Ekki fór eg þangað, en aptur á móti keypti eg ein» mynd af honum, sem mér þótti bera þess vott, að Rómverjai' væri enn þá líkir því sem þeir voru í fornöld. f>essi myn^ sýnir uppstigningu Viktors Emanúels til himna, og taka þaf ýmsir dauðir menn á móti honum, þar á meðal Cavour; hverj' um dettur ekki í hug uppstigning Rómulusar til himna °o keisaradýrkunin í fornöld ? Jarðarför konungs fór fram mcð mikilli dýrð í Panþeon, hinu gamla musteri, sem Agrippa> hershöfðingi Ágústs keisara lét gjöra 27 árum fyrir Krists burð, en nú er haft fyrir kirkju; fengu ekki aðrir en «hinir út' völdu» leyfi til að koma þar inn; en annars gekk líkfylgdiu gegn um stræti bæjarins og var bæði stór og glæsileg, og voru þó eklci aðrir í henni en nokkuð af hernum, helztu stórhöfð' ingjar, embættismenn og sendimenn frá öllu landinu af ýmS' um stéttum; en allur þorri manna stóð í götum þeim, scff átti að fara í gegnum, og var þröng mikil, og allir gluggar og gluggsvalir fullar af fólki. Umberto, sonur Viktors, hefur nú tekið við völdum, sem lög stóðu til, en eigi er hann an»' ar eins hugljúfi hvers manns og faðir hans var. Hann hefuí svarið við kistu föður síns að feta í fótspor hans, og er eng' inn efi á, að hann muni fara í líka stefnu. £>að var um morgunin 7. þ. mán. að mér og nokkruö öðrum Skandinöfum varð gengið vestur yfir Tíber, og genguu1 við upp á Péturskirkjuna miklu; ég hafði áður verið inni í kirkjunni, og orðið hissa á því, hversu fjarskalega stór húu var; en þegar ég kom upp á þakið á henni, gat ég þó enU betur gjört mér grein fyrir og dáðst að því. J>akið er flath og gnæfa stöplar upp úr því hér og hvar eins og hús, og ei'U götur á milli, og sumstaðar gosbrunnar líkt og í bæjarþorp1, Upp undir þakið er svo hátt, að þar gæti staðið undir turUi sem væri nálega helmingi hærri en sívali turn í Kaupmanna' höfn. Upp úr miðju þakinu og þó nær öðrum endanutf gnæfir hæsti stöpullinn, og er það hvelfing, eins og himr stöplarnir og jafnhá frá þaki, sem Panþeon í Róm er frájörðu- Við gengum upp á stöpul þenna; er þar innangengt inn 1 hvelfinguna á 2 stöðum, bæði niður við þak og nokkru ofur’ og eru þar svalir allt í kring, að innanverðu og má þaða° horfa niður í kirkjuna, ef mann ekki svimar. Efst uppi 5 stöplinum að utanverðu er víðsýni mikið, bæði yfir Róm til fjalla, sáum við Soracte glöggt og hafði snjóað lítið eitt 1 það fjall, svo við gátum sungið með Hóratíusi: Vides ut alta stet nive candidum-Soracte. Líka blöstu við sabínsku fjöllin mcð Monte Gennaro, seö5 margir halda að sé sama fjallið og Hóratíus kallar Lucretih®’ auk þess volsisku fjöllin og albönsku fjöllin lengra tr. hægri handar. Hins vegar sáum við niður eptir sléttum1’ rómversku (Campagna di Roma) allt niður til miðjarðarha^’ pað var fögur sjón, og eg gleymi henni aldrei meðan eg Fyrir neðan okkur sáum við Vatíkanið, höll páfans, soin tíl stærra en nokkur önnur liöll í heimi; eru í henni 20 hús® garðar og 11000 herbergi, þar á meðal margir stórsalir 0 kapellur. En stærðin er ckki það eina, sem Vatíkanið h° fram yfir aðrar hallir; þar er stærsta safn af grískum íþrótt^ verkum, sem til er í heimi, og þarf eg ekki að nefna önnur þeim on þau, sem kennd eru við Belvedere (svo hcitir hú=*

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.