Þjóðólfur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1878næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Þjóðólfur - 10.04.1878, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 10.04.1878, Blaðsíða 2
50 skulurn drepa á sömu spursmál í sömu röð, miðuð við vora hagi. Hvað þá fyrst viðvíkur þeirri röksemd hins norska blaðamanns, að hið mikla mokfiski við norðurstrendur Noregs í fyrra, hafi fremur orðið verzlun þeirra skaði en ábati, þá getur engin önnur sök verið til þess en vafningur og álag á veraldarmarkaðinum yfir höfuð, svo vér ekki segjum óforsjálni og ofurkapp hinna norsku kaupmanna sjálfra; engin önnur orsök en sú sama er oss skiljanleg að því geti valdið, að lítið nflaár borgi sig bezt. En hitt er auðvitað, að þetta ólag þegar það er, er fjarskalega ísjárvert atriði, sem veldur ókleyf- um vandræðum og misreikningum í allri kaupskapar-hugsun. petta sama ólag nær og því heldur hingað til lands, sem héð- an eru samgöngur og markaðarfregnir óvissari en t. a. m. í Noregi. Yér ætlum og að sviplíkt megi segja um sum veltí- fiskiárin hér og sagt ’er í Noregi, að ábatinn stendur ekki ætíð í réttu, eðlilegu hlutfalli við aflann, ekki einungis þegar um kaupmenn ræðir, sem hér eiga optast nær við allmikla verzl- unarkeppni að keppa þennan stutta viðskiptatíma ársins, og neyðast opt til að renna blint í sjó hvað verðið snertir, hold- ur á sama heima hjá fjölda bænda, að þeir safna opt aldrei meiri sltuldum en í góðu afln-ári. Hið góða ár er í almenn- ings augum líkt brosandi stúlku, sem snýr tombolu-hjóli; menn draga og draga til kapps og hver æsir og eggjar annan uns — vasinn neitar að borga. Lánsverzlun kaupmanna hefur og gjört gott skurk í þessu; þá eru allir pallar og skápar opnaðir fyrir öllum, eins og hin auðsæla tíð liafi lofað að skamta öllum ómælt. petta er orðin venja, hugsunar- og landsháttur, og fyrir því er lánsverzlunar-spursmálið eitt- hvert hið mesta nauðsynjamál, jafnt fyrir almenning sem sjálfa kaupmennina. Hið mesta verzlunarland, England, þekkir ekki lánsverzlun, og ekki heldur hin hagsýna franska þjóð. Hér hcf- ur hún verið óumflýjanleg í peningalausu landi, og er og verð- ur það að vísu enn um langan tíma. En af öllu má of mikið gjöra, og samtök þau sem haíin eru í Noregi (á þýzkalandi er málið orðið þingmál), og vér gátum um, ættu að vekja sterka og almenna eptirtekt hjá alþýðu hér. Bæði kaupmenn og al- þýða græða jafnt, ef hér yrði bót á ráðin, en — smásaman verður það að gjörast, allt eptir árferði, atvikum og ásigkomu- lagi bæði einstakra sveita og einstakra manna. Sízt af öllu ættu kaupmenn að lána kram, enda verður sýnt, að þeim er ekkert áhugamál, að koma af lánunum, meðan þeir ekki hafa samtök um að stöðva slík útlán, sem bæði eru þeirra stétt til maklegrar óvirðingar, og almenningi til mesta hnekkis. En svo vér nefnum aptur sjávarútveginn, þá átti sér hið gagnstæða stað við Norg við aflann hér á Faxaflóa, og mundi vor norski embættibróðir varla vilja segja að ágóðinn í fyrra af afla vorum hafi verið mikill af pví lítið fiskaðist. Árið varð volæðisár, vér ætlum nærfelt eins fyrir kaupmenn sem bændur; þó skulum vér ekki metast um það, heldur vildum vér fegnir kunna að gefa bæði alþýðu og kaupmönnum góð ráð, til þess sem jafnast og eðlilegast hlutfall mætti verða milli afla og arðs; vér vildum geta bent á ráð til þess, að því meiri afli, sem pessi vertíð ber að landi, eptir svo langan skort, því meiri ábati og blessan mætti koma í aðra hönd, eins og hver skynsamur maður má heimta af hlut, sem hann veit hvers virði cr, ef allt fer rneð feldi; því miður skiljum vér ekki verzlunarólag tímans, en það, sem oss er auðið að vita og kunna að hagnýta oss eða varast, það er á vorri á- birgð. ]?að sem allir ættu að kunna í þessu efni og allir ættu að vilja, er þá fyrst og fremst að vanda vöru sína svo hún komist í gott verð og gott álit. 0g það sem allir kaup- menn ættu eins að kunna og vilja, er að gjöra grein á (sortera) góðri vöru og illri, gjöra grein á því, svo að bændur fcngju aðhald og upphvatning, til að taka sér fram í þessu. J>ar næst ætti almenningur að vara sig mjög á verzlun í sumar, að kaupa því forsjálegar kram, sem innlenda varan er dýr- mætari eptir hin undargengnu neyðar-ár, og gildir þetta ráð nálega því heldur, sem betur aflast, því með aflanum vex freistingin til að taka ríflegar út, og eins á hina síðuna fús- leiki kaupmanna að lána. fegar velti-ár koma, ættu monn jafnan að muna eptir því, að slík ár eru undantekningar á þessu landi: Líklega verður þetta gott meðal fiskiár, enda dugar það, með guðshjálp, ef vel er áhaldið. Yor skoðun er sú, að meðalaflaárin reynist bezt á þessu landi, og ætlum vér að sama raun verði ofan á í öllum löndum, livað sem vor norski blaðabróðir segir, enda tölum vér ekki um hag kaup' manna einna, heldur um almennings hag og heill yfir höfuð- Sagan um hrognin, bendir á mikla rýrnun á hagnaði mauna af þeirri vörutegund, enda ætlum vér, að sögnin sé nokkuð orðum aukin. Annars dettur oss í hug, að það mundi ef til vill borga sig vel, þótt menn köstuðu meiri hluta hrogna á sjó á grunnmiðum; mundi það efalaust hæna fisk til að leggjast þar, enda veit enginn fyr en reynt cr, en almæli að svo hafi löngum verið til búin fiskimið hér við land. Enn má benda á eitt, sem menn ættu að gjalda nokkuru meiri varhuga við framvegis en gjört hefur verið um hríð: það er að leggja ekki alln keppnina og nllan áhugan á það eina, að koma innlendu vörunni í sem allra hæst verð. Oss virðist kaupmenn sjálfir gjöri optast nóg að verkum í því, þeir neyða hver annan sjalfir til að bjóða fullhátt verð á innlendri vöru. Af hverju flytja kaupmenn svo litla peninga til landsins? Af því þeir borga innlendu vöruna svo hátt, að þeir geta ekki goldið í móti óframfœrða vöru, það er: peninga. J>etta er oitt aðalmein vorra verzlunarviðskipta; væri ekki liesta- og fjársala að færast í vöxt, ætti varla nokkur rnaður á landinu framar eina krónu, og peningaleysið er samt landsins aðal- vandræði, enda bætist það við, að vesturfararnir sópa öllu með sér sem þeir af peningum ná. Heppni og samtök bænda ætti þvert í móti að skipta sér lítið af verði á sinni vöru, þar sem þeir sjá að ekki er að óttast einokun eða brögð í tafli, heldur beita allri sinni keppni eg forsjá til þoss að f» bæði peninga út úr verzlun og góðar og ódýrar útlendai' vörur. |>að er lilægilegt að heyra mann vera að streitast við að kúga kaupmann til að borga sér krónu meira fyrir sína vöru, og svo sjá hann þegjandi taka við útlendu vörunni (ef til vill einhverju rusli) jafnmikið eða meira framfærðri, en krónunni svaraði. f>etta er hlægilegt, því hér vinnur hvorugur. eða réttara að segja: vinni annarhvor, þá er það kaupmað- urinn. J>að er á útlendu vöruna sem landsmenn ættu að fai'a að hafa langtum meiri áhrif en verið hefur; menn ættu ekki að taka þegjandi við neinu rusli, landið er of fjarlægt, og þessar vörur of dýru verði keyptar af hendi náttúrunnar, að hingað megi flytja hegóma og affall annara þjóða og borga með jafnágætri vöru, sem fiskur er eða ull. Meðal ónýtrar eð» skaðlegrar útlendra vöru má nefna: spritt og aðrar drykkju- dreggjar, sem landi og lýð er jafnt til skammar og skaðU’ því næst kemur exportkaffið, töjin o. fl., sem hvorki er gagn prýði að. Að kaupmenn selji helzt það sem alþýða vill kaupa og þeim færir mestan hagnað, er vorkun og vitaskuld, enda er það ekki kaupmenn einir heldur einkum alþýða, sem þosSu verður smásaman að kippa í lag. I>á er eptir síðasta en ekki minnsta atriði þessarar liugasemda, en það er efling sjávar útvegs vors. þ>»ð el sorglegt, að heyra alla heilvita menn í öðrum löndum kann»s*’ við hið ótæmanda forðabúr hafsins kringum strcndur voi'al’ og taka um leið fram, að vér höfum ekki menningu til nota það, að atvinnu vorri fari elckert fram. Eins að vísU er það storkunarefni fyrir mannlynda íslendinga að sjá heilíj flota utan úr heimi skipa sér við strendur vorar og jafnV° inn um innstu fiskimið vor; og nú heyrðum vér hvernig N°_r menn reikna og ráðgjöra — ráðgjöra að senda hingað si1111 flota, og reikna sér í hendi tvöfaldan ágóða. petta er arlega mál, sem miklu skiptir. Að vísu er það ekki satt, ■ ^ sjávarútvegi vorum hafi ekki farið neitt fram síðast liðJl1 mannsaldur; vérætlum að honum sem bátaútvegi hafi st(irU(j(). farið fram, en þó er það víst, að í útlendra manna auguffl » þegar allt er rétt athugað, þá eru framfarirnar þær cl”. ’ sem lítið, ef nokkuð, bæta hag landsins í heild sinni. A sann' að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað: 12. tölublað (10.04.1878)
https://timarit.is/issue/136248

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

12. tölublað (10.04.1878)

Aðgerðir: