Þjóðólfur - 23.04.1878, Side 2

Þjóðólfur - 23.04.1878, Side 2
54 Jönd þcss ríkis með aga og uppþotum óðara en þeim og Eúss- um ber eitthvað á milli. Hinn rússneski her sat enn í herbúðum sínum í San Stefano (nálægt Miklagarði). Abdul Hamid soldán og Nihulás stórfursti veittu hvor öðrum heimsókn í f. mán., og fögnuðu hvor öðrum með stakri kurteisi. Skömmu síðar hélt soldán dýrðlega veizlu í höllinni Dolma Bagtsche og bauð stórfurst- anum og helztu hershöfðingjum Eússa (keisarinn hefur verið heima í Péturshorg síðan snemma í vetur). Að lokum veizl- unnar gaf soldán þeim Nikulási stórf., Gúrko og Skóbeleíf hverjum stórkross Ósmansorðunnar. J>ar hittust þeir kapp- arnir Skóheleff og Ósman pasja og þakkaði hvor öðrum fyrir síðast. J>að voru þeir, sem mest hömuðust hvor gegn öðrum í Plevna-orustunum miklu. Gúrkó er frægastur íýrir hernað sinn í Balkanfjöllunum. — Kringum allt Svartahafið er kapp- samlega unnið að allskonar landvörnum og vígvélum. Eúm- eníuríki er mjög óánægt við Eússa, er þeir ekki heimtu nein- ar bætur fyrir þá af hendi Tyrkja. Uppreist gegn Tyrkjum í Sýríu, og víðar í Asíu eru þegnar þeirra fullir óróa. llaninörk. Bíkisþinginu var sagt slitið 30. f. mán. á venjulegan hátt. Hafði það þá staðið 181 dag, og þar af átt 141 vinnudag. Hin nýju fjárlög gengu róstulaust lögleið gegnum báðar deildir og fengu undirskript konungs 29. f. m. — Atvinnuskortur og ólag í verzlunarviðskiptum þykir fara æ vaxandi í flestum löndum Evrópu og Ameríku. — í «B e r g e n s p o s t e n» 22. marz 1878 segir svo: «ís- lendingar í Kanada. í blaði einu, sem kemur út í Kanada, er skorað á menn, að hjálpa hinum íslenzku nýlendumönnum á Gimli, Keewatin, Kanada, þar eð yfir þeim vofi hungurs- neyð, eða jafnvel hungursdauði, af því að þeim hafi brugðizt bæði uppskera og fiskiafli. J>á skortir hvorttveggja bæði föt og fæði. I blöðum þeim, er út koma í Chikago, eru þeir Skandinavar, sem þar eiga heima, beðnir að hjálpa íslending- um». Fróðlegt væri að vita hvað satt er í þessari fregn. Kapt- (oghill kemur með næsta póstskipi, og ætlar á venjulegan hátt að halda hrossamarkaði; þó lætur hann í veðri vaka, að hann ekki ætli sér að kaupa jafnmörg hross og í fyrra. j^r* f» I 1 j n s k i p. (Aðsent). Vilji einhver á- reiðanlegur maður við Faxaflóa kaupa þiljuskip til fiskiveiða og skuldbinda sig til að halda því út næstkomanda sumar, getur hann fengið allt- aðtvö þúsund króna peninga- lán gegn fullkomnu jarðarveði og 4°/o árlegum vöxtum. Sá sem vill sæta þessu, umbiðst að senda innsiglaðan seðil á skrifstofu fíóðólfs fyrir lok yfirstandandi vetrarvertíðar með nafni lántakanda og öðrum löglegum skilríkjum, en seðillinn sé merktur: p i Ij u slt i p. Ehlgosið. Eptirfylgjandi skýrsla hefur oss nýlega verið scnd: „A8 morgni hins 21, p. m. ld. 4 lögSum við Stefán söðlasmiður á Yarmadal, og Hannes bóndi á Haukadal, upp frá Næfurholti og komum kl. 9'/2 fram á eldstöðvarnar. Aðalðpprásin er norðan undir svo kölluð- um Krakatindi, sem er einstakur klettahnúkur her um bil 1 mílu í austur frá Heklu í dalverpi eigi all-litlu, er liggur til norðausturs, og takmarkast af Heklu að vestan, grasleysufjöllum og Kauðafossafjalli að sunnan, en aö norðan af öldum eigi all-litlum, er nefnast einu nafni Krakatindsöldur; aðalupprásin er í öskjumyndaðri öldu, elcki mikilli, en víðar hefur komið upp eldur í öldum þeim er liggja til suðvesturs frá aðalgígnum, sem allar eru aubsjáaniega gömul eldvörp. Ekki var nú eldur uppi nema í aðalgígnum, og virtist hann þó vera í rénun. Hraun hefur runnið afarmikið úr gígum þessum, og hefur meginhluti þess runnið til norðausturs eptir áðurnefndu dalverpi æði-langt, en ekki er það mjög breitt. En síðan hefur það skipst um ölduskarð tíl norðurs nibur á láglendi, og er þar orðið afarmikill fláki, er með öllu hefur af- tekið hina skemmri leið á Landmannaafrétt, en allt voru það áður hraun og sandar, en hvergi graslendi som teljandi sé; lítíð var að sjá af vikri eða ösku, nema rétt í kringum eldstöðvarnar, þar var þaö æði mikið. pó að jarðskjálftarnir að kveldi hins 27 f. m. yrðu víða all harðir, hafa þeir þó að líkindum hvergi orðið eins voðalegir og í Næfurholti, sem er næsti bær við Heklu og er það þakkað því, að þök og veggir voru freðnir, að ekki varð stórskaði á húsum, þó hrundi baðstofugaflinn, en mjólk og annar lögur spilltist, blöð og bækur og allt som lauslegt var, flaug sem drífa, en allir brothættir munir höfðu verið bornir út á víð- an völlj þegar fyrst varð vart við kippinn. Selalæk 24. marz 1878. Br. Stefánsson*. Eptirfylgjandi yfirlit yfir eldgos þetta, sem nú virðist held- ur í rénun, höfum vér samið eptir bréfum og skýrslum ýmsii1 sjónarvotta, og nefnum vér helzta þeirra þá herra: Tómos lækni Hallgrímsson og P. Niehen verzlunarmann á Eyrarbakka, er síðast (3. og 4. þ. m.) skoðaði eldstöðvarnar og komst alla leið í kringum þær. Út frá rótum Heklu ganga til austurs norðausturs hálsaf 2, hinn eystri (Eauðfossafjöll) hærri en binn vestari; þeirra er lægð eða grunnur dalur nál. '/2 míla á breidd, °S hallar þeirri dæld dálítið i' landnorður þar til hún í þá átt takmarkast af öldum nokkrum, sem ná að svo kölluðum Vala' hnúkum austanverðum, og aðskilja dældina frá farvegi Helhs' kvíslar; dældin er því ekki opin nema í vestur, það er að segja milli Valahnúka að norðan og norðurenda vestari háls' ins að sunnan. í dældinni sem er 2 mílur á lengd var áður gamalt hraun, en að sögn engvir gígir. Nú má sjá þar marga gíga af ýmsri stærð, og liggja þeir allir í beinni línu austan til í einni dældinni frá V.S.V. til A.N.A, og sker þessi b'na hér um bil miðbik Heklu; þeir standa þétt, en 2 þeirra eru mestir, annar þeirra stendur norðanundir Krakatindi, sem er hnúkur allhár, einstakur vestan undir Eauðfossafjöllum, tæpa mílu í austur landnorður frá Heklu; þessi gígur er stærstuv og í honum hefur lengst brunnið, þar til að um mánaðainót' in, að hinn stóri gígurinn, sem er nyrztur allra, tók við af hinum, en bæði áður og eptir það hafa þó fleiri gígir sézt brenna í einu. Úr gígurn þessum hefur nú runnið allmikið hraun, sem breiðir sig eptir endilöngum dalnum frá Valahnúk- um að norðan og á að gizka Vb úr mílu í útsuður frá Kraka' tíndi, og er þessi hraunhali að líkiudum sá elzti partur þessa hrauns. Breidd hraunsins er mjög misjöfn, því víða myndast í því víkur og nes; breiðastur er nyrzti þriðji partur þessi liæð þess er mjög misjöfn, frá 10 allt að 100 fetum. Hraunið er að lit líkt öðrum Hekluhraunum, mjög dökkt og næstuff svart. Sumt af hrauninu er nú að mestu kólnað, t. d. suð- urhalinn, en sumstaðar er það enn glóandi, og standa þar blá' hvítir gufustrókar langt í lopt upp. Yíða um hraunið má sja hvíta bletti sem nýfallinn snjór væri, og orsakast þeir mest' megnis af salmiaki, sem við hitann að neðan rýkur upp sem loptefni ou þéttist aptur við kuldann og festir sig á hraun- steinum eða vikuröldum; aðrir blettir eru gulleitari að $ (brennisteinn) eða grænleitir (t. a. m. chlor-kopar) 0. s. frV> Enga sérstaklega lykt er að finna, t. d. af brennisteinsefnuih 0. s. frv. Svört aska er allmikil í og kringum hraunið, sune staðar hefur hún myndað öldur, þannig eru t. d. gígöldurnar mest myndaðar af henni. Hvað snertir afleiðingar þær, sem fyrirsjáanlegar eru a‘ gosi þes3u, hafa menn von um, að þær muni að litlum skaÓa verða, þar öskufall hefur ekki orðið að mun á afröttiuum, seI)1 og mest megnis liggur austar en eldsvæðið. I’óslferðirnar milli íslands og Danmerkur. í ísafold 4.—6. tölublaði þ. á. stendur einkar vol sanlll__ grein merkt («7—13») um póstferðir milli íslands og Dalj' merkur. pessari grein erum vér að öllu leyti samdóma, en, höfðum vér hugsað oss aðra grein í líka stefnu. Kemur n'1 nú, og tökum vér fyrst um sinn einkum eitt atriði fram, se í áminnstri grein helzt vantaði áherzluna. « Svo mjög sem menn á öllum ársins tímum hljóta finna til þess, hversu land vort er afskekkt og einangrað »r hinum öðrum heimi framar en nokkurt annað land á ^inefflX inum, þegar undan skilið er Grænland, sem nær því einSeI)"r er byggt af Skrælingjum,þáerauðvitað,að einangrunar þessa t gætir mest um vetrartímann, þar sem hins vegar sumaria ^ eru talsverðar samgöngur milli íslands 0g annara landa ® seglskipum og fáeinum gufuskipum, er sækja hingað í veI y únarerindum, hverra samgangna vér eins mundum njota, engar póstferðir væru, og játa þó allir, að sumarpóstferöi ; sé alveg nauðsynlegar og ómissandi. Hvernig getum ve ^ lengur eirt þessu ástandi, sem nú er, að vera alveg samba lausir við önnur lönd og fréttalausir um það, sem Þar 9.. njr um fulla 3 eða 4 vetrarmánuði ? |>egar samgöngunum ^. í nóvembermánuði, er eins og lífsrásin slitni, fjönö ialb gt j þá er að vissu leyti eins og vérskríðum í hýði og }eS& ^ og dvala, ofurseldir dimmu og drunga skammdegisins, ajrjr «einsetumennirnir á Spitzbergen,» óvitandi um aðra 0

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.