Þjóðólfur - 23.04.1878, Page 3

Þjóðólfur - 23.04.1878, Page 3
55 * ■’vitandi um oss, eöa það sem hjá oss kann upp á að koma. yss er þó nær að halda, að skammdegið væri í sjálfu sér nógu «aaft og dapurlegt, þó að tómleiki samgönguleysisins bættist ®kki þar ofan á til að svæfa oss og auka deyfð vora. Einmitt 1 skammdeginu og þá hvað mest, þurfum vér að vera í sam- ^andi við heiminn og hans h'fsstraum til að halda oss vak- atidi, Og í þessu efni ber ekki einungis að líta á hinn beina hagnað af samgöngunum, vöruaðflutning og útflutning á vet- úrna, þó minna sé auðvitað um það á þeim árstíma, innbyrð- >8 tilkynningar milli verzlunarmanna hér og erlendis, bctri og greiðari samvinnu milli stjórnarinnar her og í Danmörku, og «f'til vill meiri áhrif héðan á úrslit sumra mála, sem útkljáð «ru þar á veturna o. fl. heldur einnig og engu síður á hinn ttiargfalda óbeinlínis ávöxt af vetrar-samgöngunum, sem er fólginn, fyrst í meðvitundinni um það, að vera í óslitnu sam- bandi við heimslífið, sem hlýtur að örfa oss og fjörga að sínu leyti eins og meðvitundin um hið gagnstæða deyfir oss og sljófgar, í annan stað í hinum margvíslegu vekjandi áhrifum, sem að oss berast utan frá öðrum löndum og gjöra oss líflð bæði gagnlegra og gleðilegra. Svo ber oss einnig að gæta þess, á hvílíku framfarastigi önnur lönd eru, meðan vér verð- Um allt af lengra og lengra á eptir, og nærri því til athlægis, sem vér mundum síður verða, ef vér gerðum hvað í voru valdi stæði til að fylgja með, en til þess er eitt hið fyrsta aðalstig, að hafa greiðar og stöðugar samgöngur við hinn menntaða heim. Til Hjaltlands og Finnmerkur hafa upp í mörg ár stöðugt gengið gufuskip á öllum árstlmum, því skyldi þá ekld ísland, sem ekki er ólíkt varið téðum löndum, hafa eins mikla þörf og kröfu til sömu hagsmuna? Yæri land vort í stað 70,000 íslendinga byggt af jafnmörgum Englendingum, f»jóð- verjum eða íbúum af hverri helzt framfaraþjóð, þá mundi slíku fyrirkomulagi ekki unað stiindu lengur, og það þótt binir sömu hefðu engu betri efnahag en vér höfum nú; en vér höfum Unað vandkvæði þessu allt of lengi af dofinleik vorum og skilningsskorti á því, sem til vors friðar heyrir. Að nú þegar skuli hafa verið setin tvö löggjafarþing hér á landi, og vel- ferðarmál þetta legið óhreift, roeðan ógrynni orða hefur verið eytt til annara óþarfari mála, þykir oss undrum sæta, þar sem mál þotta er eitt hið mesta nauðsynjamál, og þó víst ætlandi, uð þing og landsstjórn hefði getað haft töluverð áhrif á það ef til reynt hefði verið. En svo búið má ekki standa; taki hin önnur blöð, þing- inenn vorir og hver sá, sem hugsar um velferðarmál vor, þetta málefni til íhugunar, svo það megi verða undirbúið til hæsta þings og fái þar framgang. Til þess að fá gufuskips- ferðirnar stöðugt allt árið verður því beinni ósk eða krafa, sem ekki mun á löngu líða, að viti verði reistur á Reykjanesi, og sigling fyrir þá sök greiðari um vetrartímann. En enda þó ekki væri það, þá getum vér borið æðri og lægri sjómenn á gufuskipum fyrir því, að þeir álíta ekki ferðir í janúar eða febrúar torveldari eða hættulegri en ferðirnar um hina þrjá fyrstu vetrarmánuði eða í marzmánuði, og þær férðir fara þeir nú umtalslaust á ári hverju. Hvað fyrirkomulag ferðanna snertir, þá er að vorri ætlun sjálfsagt, að skipið gangi milli Skotlands og íslands, og ætlum vér það samband heilladrjúg- ast, því yfir England og Skotland hyggjum vérað «Kultur-» eða menningar-leiðin muni liggja, ef hún nokkurntíma á að ná til vors fjarlæga lands. Fylgi þingið máli þessu ódeigt fram og sýni stjórnin góðan vilja, þá sjáum vér ekki hvað geti verið til hindrunar, að ferðunum vorði þannig fyrirkomið, að fyrst um sinn yrðu að minnsta kosti 12 —14 ferðir milli Skotlands og íslands á ári með ekki meiri tilkostnaði en nú er, og jafnvel þó hann, sem ekki ætti að koma til, yrði meiri, þá er líklegt, að stjórninni þætti ekki áhorfs mál, að kosta meiru til. í vorum augum er það stuttlega aðalatriðið, að fá Vetrarferðunum komið á með sem hentugustu móti, svo vér Verðum ekki lengur hornungar heimsins um þann árstíma, sneyddir frá viðburða- og framfara-rás mannkynsins,í myrkri, kulda, fáfræði og rænuleysi. Ilerra ritstjóri! Með pví eg veit, að þér, ekki síður en aðrir blaðastjórar hér, unn- sérhverju pví, sem miðar til gagns og frama lands þessa, pá leyfi mér að senda yður eptirfylgjandi grein með peirri ósk, að pér fynd- Vð efnið pess vert, að ljá greininni rúm í blaði yðar við fyrsta hentug- ^ika. Eg get ekki annað en undrað mig yfir pví, livað menn hér gjöra s«r lttið far um, að ráða bót á pckkingarskorti alpýðu hér í grasa- f r æ ð i; er, hún pá í sannleika svo lítils virði, að henni ekki sé gaum- llr gofandi? Eg veit pó, að hver, sem virðir fyrir sér algróin tún og e«8i, og hinar fögru hlíðar og dali vorrar kæru fósturjarðar, og veitir cPtirtckt hinum ótcljandi, og margbreytta, grasa- og jurtafjölda, og *ekur cptir peirra fógru litum og lögun, hann getur ekki — eða varla — aíið á, rnis við, að finna til innilegrar gleði og undrunar yfir drottins a öiaetti, sem að sönnu lýsir sér í öllu, cn ekki hvað síst i fegurð grasarikisins; en pessi glcði og undrun okkar svcitabúanna, hlýtur að blandast sárri óánægju og angri yfir fáfræði okkar í pessu efni, sem að eins getum undrast og dáðst að fegurð blómanna og jurtanna, en pekkjum ekki nytscmi peirra, sem pó hlýtur að vera mikil — auk fóð- urs handa fénaðinum —, og pað er hryggilegt, að peir menn, sem til pessa eru færir eða færastir, ekki skuli auka pessa fögru og nauðsyn- legu pekkingu, — en pví er miður, hirðuleysið er gamalt og rótgróið hjá allt of mörgum! Menn ættu nú sem fyrst, að ráða bót á pessu, pví það hlýtur að vera bæði svívirðing og skaði fyrir íslendinga, að pekkja ekki nöfnin, og pví síður nytsemi grasa og jurta, sem peir frá barnæsku hafa séð blómgast og fölna fyrir fótum sér og varla gefa peim gaum, sem geta pó verið til mikils gagns fyrir fjölda-mörg heim- ili og menn, ef nokkurn veginn rétt væri með farið. En hvernig eig- um við sveitafólldð, að ná pessari pekkingu? það er ekki svo mikið, að menn hafi almennt lítilfjörlegt grasakver — pví síður meira. — það er víst langt síðan pess háttar bækur hafa verið gefnar út, enda eru pær ófáanlegar, par sem eg pekki til, menn fá hér ekki einu sinni hið litla kver eptir Alexander Bjarnason, — um að búa til eða setja saman tegras af íslenzkum grösum — pað sést rétt að eins á stöku stöðum. það sér pó hver maður, sem hofur ættjörðu sína kæra, að pað er ómaksins vert, að leiðbeina almenningi í pví, sem getur orðið landí og lýð til gagns og sóma; margir mundu og verða til að kaupa svoddan bækur, par sem lestrarfýsnin hjá almenningi er svo mikil, að margir verða til að kaupa hina svo nefndu bók: „Freyju“ jafnvel pó höfundur hennar, er hann kveður um ísland, líki pví við gamla „frillu“. En fegurðin og föðurlands-ástin! Skyldi nokkur heiðvirð kona á ís- landi geta gjört sig ánægða par með, eða „góður sonur um göfga móð- ur“. Eða hver hefur nokkum tíma kveðið með pvílíkri---------------hugmynd um slíkt efni? þess væri óskandi, að pau rit, sem hér eru gefin út, væru pess efnis, sem fegrar og lífgar andann, en ekki pess efnis, sem lýtir hann og deyðir; bæklingur um grasafræði gjörði pað ekki. Eg vona, að góðir menn misskilji ekki pessar línur, pó pær séu einfaldlega fram settar, heldur leggi fram kunnáttu og krapta sína, til að bæta úr pörfinni og vöntuninni, sem er á grasakverum og grasabók- um hér. Með virðingu. Stúlka í sveit. Til íslands. fað húmar og gustar á haustkaldri slóð, Um lilyni spinnst frosthélan kalda; Ó kross, bók og messur og múnkaljóð! Nú megum á brottu vér halda. Vor heimhagi daprast við dauðalegt kvöld, Og dræmt vorar blótlindir vella; fú, grænskógur! umsvifinn árgoða-Qöld, Nú öxin er reidd, þig að fella. Yér hljótt burtu stefnum sem stríðlaminn her, Vor stjörnu-ljós slökktust í kafi. Ó, ísafold! lilakaði klettur í ver, Hef koll þinn úr fjarlægðar hafi. Hef koll þinn og taktu mót kempum órög, Nú koma með trjónuðum stöfnum: feir fornhclgu guðir, þau fornhelgu lög, Og þeir fornu Norðmenn að höfnum. Úr loganda fjallgíg þar bálösku ber, A brimströndum holskeflur ganga, J»ú heims-endinn rammur og þrár! út á þér, Vér þreyjum nú vetrarnótt langa. * * * Ofanprontað kvæði, sem svo fagurlega snertir ísland og pess fornu endurminningu, er eptir eitt af beztu skáldum vorra tíma, Dr. Josef Viktor von S c h e f f e 1 í Carlsruhe, og stendur pað í einu af hans fræg- ustu skáldvorkum: Ekkehard, Roman aus dem 10 Jahrhundert, og er par kallað: „ein altes Normannerlied“. Scheffel er fæddur í Carls- ruhe 16. febr. 1826. Framan af las hann lögfrœði og stundaði sér- staklega fornpýzk lög, varð Dr. juris og ætlaði í fyrstu að verða há- skólakennari í lögum, en af pví hann jafnframt hneigðist að skáld- mentinni og hún hafði yfirborðið, pá varð pað skáldsins lífsskeið, sem hann valdi, og í pví efni hafði dvöl hans í Italíu um noklcur af æsku- árunum mikil áhrif á hann. Áður hann fór til Italíu hafði hann og komið til hinna skandínafisku landa (1848), og var pá sekretéri Welck- ers ríkisfulltrúa. Um árin 1856—57 var hann í Munchen og lifði í náinni umgengni við Maximilian 2. Bayerns konung og skáldvina-flokk hans (Bodenstedt, P. Heyse, E. Geibel o. fl.). Á fimtugasta fæðingardegi hans 1876 var hann hafinn í aðalstétt af landsdrottni sínum, stórhertoganum af Baden, og dvelur hann nú með vaxandi áliti og hylli pjóðar sinnar ýmist í Carlsruhe eða sumarbústað sínum við Boden-sjó. Einna tíð- nefndust og pjóðkunnust af ritum hans eru hin fyrnefndi róman Ekk- hard og: Der Trompeter vor Sáckingeu, sem mjög opt liafa verið útgef-

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.