Þjóðólfur - 23.04.1878, Page 4

Þjóðólfur - 23.04.1878, Page 4
56 in, hið síðara í 50 útgáfum. Rit hans eru almennt lofuS, jafnt fyrir fjor og lífefyllingu eins og fyrir dýpt og alvöru. S t g r. T h. Danskir blaðamenn og1 blöð. í>a5 eru ekki roörg ár liðin síðan að ekki þótti «þjóðlegt» að tala mjög vin» samlega um danska blaðamenn, enda voru þeir þá ekki ætíð stimamjúkir við oss íslendinga, að taka greinir af pss, eða veita málum vorum varnarþing í blöðum sínum. Á seinni eða síðustu árum hefur þetta mjög svo lagast, og skuldum vér að taka það fram, að síðan núverandi ritstjöri tók við þ’jóðólíi, höfum vér ekki séð eina einustu grein eða jafnvel ummæli oss til hnjóðs eða rýrðar í dönskum blöðura, hvorki af hálfu hægri manna né vinstri. Helstu og menntuðustu Khafnarblöðin, «Dagblaðið» og «Föðurlandið» hafa stöðuga fréttaritara, sem með hverri póstferð segja alls konar fréttir héðan, og eru þeir báðir oss hollir og réttsýnir. ■ í Föðurlandið ritar vinur vor dr. Carl Rósenberg um Island, og þarf ekki að taka fram, hve vel það muni vera af hendi leyst og vinsamlega oss til handa, því Eós. elskar þetta land eins og föðurland sitt. Cnrl Ploag, hið alkunna skáld og skörungur, er og sjálfur, og hefur jafnan verið undir niðri, íslands vinur, þótt hann hér á árunum elti stundum grátt silfur við vorn ágæta Jón Sigurðs- son. Föðurlandið þykir annars all-harðlynt blað í pólitík, en hefur jafnan ágætar greinir meðferðis, einkum neðanmálssögur og ritdóma. Hið bezta blað Dana, sem vér þekkjum, er höf- ttðblað Khafnar «Dagblaðið» undir ritstjórn Vilhjálms Top- söe's. Hann er íslendingur að kyni í aðra ætt, maður hreinn og beinn og ágætlega vel að sér, og stýrir blaðinu snildarlega vel. Sjálfur skrifar hann lítið um vor mál, en það litla sj'nir, að hann er meiri vinur vor, en formaður hans hinn nafnkunni Bille þótti vera. Vinstri blöðin hafa og engu síður fyrir sitt leyti veitt málum vorum fúslegt fylgi, og hafa í frá upphafi verið fljót til að fylgja oss hvað öruggast þar, sem vér áttum í andþófi við stjórn vora, eins og skiljanlegt er. Að vísu hefur þjóðólfur alls ekki aðhyllst ráðlag þeirra íiokksmanna, en það viljum vér þakklátlega viðurkenna, að vér eigum líka í þeim flokki ýmsa velvildarmenn, svo sem t. d. hinn gamla heiðursmann fóíkþingsins, vorn forna formælismann, Balthasar Christensen. Af tímaritum í Khöfn, skulum vér sérstaklega nefna: *Nœr og Fjem«; annað samkyns tímarit kemur út í Svíþjóð sem heitir: «Framtiðen«, útgef. Carl von Bergen, og í Noregi heitir helsta tímaritið: «Norsk tídskrift«,útgef. J. E. Sars og J. Lieblein. Árgangur slíkra tímarita kostar 12—16 kr. og má panta þau hjá öllum aðalbóksölum. Öll þessi nefndu rit hafa frjálsa en hófsamlega stefnu, eru almennt menntandi, og leggja stund á að gefa sein bezt og ljósast yfirlit yfir anda tímans og lians helztu tákn. Vér nefnum þessi ágætu blöð þeim til leiðbeiningar, sem vilja vita nöfn beztu norrænna tímarita. Híýprentað í ísafoldar prentsm. Prédikun á 4. sunnud. e. Trinit., eptir Mag. Jón Pork. Vídalín. Útg. Jón Bjarnason Straumfjörð. Kostar 25 a. — Kæða þessi er hér prentuð í fyrsta sinni, og gjörir hún að voru áliti hvorugt, hvorki að bæta við frægð höf. né rýra hana. En ræðan hef- ur sögulegt einkenni. Eins og útgefandi færir fullar líkur til í formála sínum, má álíta víst, að hún sé haldin 1718 fyrir landshöfðingjum og þingheimi í fingvallakirkju á alþingi. Kæðan hljóðar um lögin (de jure) og er refsingarræða í full- um anda þess tíma, og kemur mjög heim við ástandið, sem þá var, allt það stapp og stríð, allan þann aga, ofsa og heipt- ir, sem hinn bráðgáfaði, lærði, stórlyndi og svæsni biskup átt í að standa við hinn meir en hálf-barbariska Odd lögmann Sigurðsson og marga Heiri stórbokka þeirra daga. Aðsent úr bréll, Akurnesingar fá nú fisk, og færa hann soðinn upp á disk; nu skiptir Guð en Grímur ekki, og Guð eg veit að sína þekkir, en livort þeir þakka nú honum betur, en hreppsnefndinni sinni í vetur, ja það veit hann, sem hjörtun hefur í hendi sér og fiskinn gefur, en líklegt er þeir lifi úr þessu samt, þó lítinn hafi sumir fengið skamt. Borgfirðingur. Þakkarávarp. — Uér með vil eg opioberlega senda mfna hjartanlegustu þakklæliskveðjn stúlkunni Margrétu Jóhannesdóttur á Oilsslöð- um í Vatnsdal, svo að hun sjái á prenti þess vott, að eg ^ ekki a'veg hugsunarlaust árlega þegið hennar veglyndu gJa,r nú í 13 ár — 2 siðustu árin fullar 42 kr. — allt gefið af tækri hönd, en af einhverju hinu auðugasla og bezla hjart3, Gjafir þessar verð eg aldrei nógu rik að launa, en það gjörlf sá vissulega, sem allan anð og alla blessan gefnr. Lambhusum við Reykjavík. Sigurbjörg Jóhannesdóttif' AIGLÝSINGAR. — Samkvæmt opnu bréfi dags. 4. jan. 1861, 1. gr., er h®r með skorað á alla þá, er skuídir eiga að heimta ( dánarbú' bæjargjaldkera, kaupmanns 0. P. Möllers, er andaðist hér í bænum 19. jan. þ. á., til þess, áður 12 mánuðir séu liðnir fr^ síðasta birtingardegi þessarar auglýsingar, að lysa skuldakröf' um sínum á hendur nefndu dánarbúi og sanna þær fýr‘r skiptaráðanda í Reykjavíkurkaupstað. Kröfum þeim, er seinna er lýst en nú var getið, veröur eigi gaumur gefinn. Skrifstofu bæjarfógeta f Reykjavik 21. marz 1878. L. E. Sveinbjörnsson. / verztunarbúð 0. P. Möllers sál. verða fyrst urr> sinti seldar ýmsar vörur móti peningum með niðursettU verði. Iieyltjavik 12. marz 1878. Fyrir hönd búsins. Georg Tho rdal. Skonnortan «Neptun», 19 tonna stór, sterkt og vel smiðað skip úr Borgnndarhólmi, negld galvanísernðu járni, áð nokkru leyti koparklædd að ofan, siglir vel, og góð ( sjógangú og í góðu standi, II ára gömul, mjön vel löguð til fiskiveiðu á íslaudi, er til sölu hjá eigandanum fyrir 5,600 kr. Virðingarfyllst Ö. Ölsted í Rönne i Borgundarhólmi. Eg undirskrifaður leyfi mér hér með að kunngjöra fyrir almenningi, að eg hefi tekið mér aðsetur hér í bænum seO1 sá, er verzlar ineð allt það er til karlmanna búnings heyrir, af hverri helzt tegund sem er, og vona eg að menn taki tillit til þessa, þar sem eg af mætti vil reyna að hafa vandaða og góða vöru eins og líka svo ódýra, að góðum mun sé við það, sefli menn hér hingað til hafa mátt sæta. Reykjavík 22. marz 1878. virðingarfyllst F. A. Löve. — Solckar saumaðir f böggul hafa fundist og má eigandi lýsa þeim á skrifst. Lðfs. — Óskilalömb við uppboðið í Hvalfjarðarstrandarhreppi haustið 1877. 1. Svart geldingslamb mark tvístýft aptan hægta, stýfðuf helmingur aptan biti framan vinstra. 2. Hvítt gimbrarlamb, mark sýlt hægra, hvatt vinstra. 3. Hvítt geldingslamb, mark sneitt framan biti aptan hægra. blaðstýft framan vinstra. 4. Hvítt gimbrarlamb, mark blaðstýft framan hægra, stýfðuf helmingur aptan biti framan vinstra. Réttir eigendur geta fengið andvirði ofanskrifaðra lambá þriggja hjá óðalsbónda Jóni Sveinbjarnarsyni á Draghálsi o§ svarta geldingsins hjá undirskrifuðum, ef þeir vitja þess fyrir næstu fardaga, að frádregnum kostnaði, borgun fyrir þessá auglýsingu með meiru þar að lútandi. Hrafnabjörgum í marzmánuSi 1878. M. Einarsson. IIer með bið e// hinn heiðraða ritstjóra þjúðólfs að taka þá athugasemd í bl.að sitt viðvíkjandi kvœð1 því, er ey let prenta i prentsmiðju ísafoldar, að breð1 tileinkun lagsins við það, o/j allir þeir titlar, se/n & titilblaðinu o/j við tileinkunina standa, eru ekki miiö heldur prentarans verk. Benidikt Ás /j r í m s s o «• — 22. þ. mán. kom hér Beaumanoir minna herskip'® franska og JVlarie Christine til Smiths’ með vörur. í dagnorskt timburskip til lausakaupa og Lucinde til Knudtzons’-verzlaua- 0^=' Alþingistíðindin eru öll komin út í tólf heptum. Afgreiðslustofa pjóðólfs: í Gunnlögsens liúsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Jodiumsson- Prentaður í prentsmiðju Einars pórðarsonar.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.