Þjóðólfur - 05.06.1878, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 05.06.1878, Blaðsíða 1
30- ár. 17. blað. Kejkjavik, 5. júní. 1878. Leiðrétting. í fáeinum örkum síðasta (16.) blaðs liöfðu orðið þessar misprentanir: 15. þ. m. fyrir síð. daga p. ni.; í kvæðinu: «Hölga Jónsdóttir: 3. versi: höfðu hending- arnar: pinni — sinni verið settar öfugt; ábls. 68: Pón f. Jón. SKIPAFEEGN. 18. f. m. «Nancy», 116 t., Svendsen frá Kmh. með ýms- ar vörur til Fischers verzlunar her og í Hafnartjörð. S. d. «Marie» 59 tons, Petersen, frá Kmh. til Thomsens verzlunar. — Strandferðaskipið Díana kom hingað kl. 6 að morgni hins 23. f. m. frá Seyðisfirði, og með lienni þessir farþegjar, er ætluðu vestur og norður um land: Sigurður Jónsson sýslu- maður Snæfellinga; Tryggvi Gunnarsson, kaupm. og forstöðu- maður «Gránufélagsins», B. Steincke fulltrúi Guðmanns verzl- unar fyrir norðan, Holgeir Clausen kaupm., Hjálmar Jónsson kaupm. til pingeyrar. Frú Stepháns Björnssonar, sýslumanns Ísfirðinga, er verið hafði í Kaupm.höfn næstliðinn vetur, ekkju- frú Sigríður Asgeirsen frá Isafirði, og 4 Englendingar. Díana fór héðan kl. 6 e. m. sama dag vestur og norður um land, tóku sér héðan far með henni auk þeirra er komu með henni: Ó. Finsen, póstmeistari, M. Jochumsson, ritstjóri pjóðólfs, Guðm. Pálsson, málsfærslumaður, Sv. Sveinsson, búfræðingur auk annara, alls héðan um 40 farþegja. — Sama dag «Marie Kristine», 91 tons, Olsen, frá Kmh. til Smiths verzlunar. S. d. «Geníus» 77 tons, Danielsen, lausakaupm. frá Mandal með timbur. 25. «Anne Catrine» 47 tons, Nielsen frá Kmh. með vörur til Havsteens verzlunar, s. d. «Arnette Mathilde, 102 tons, Rasmussen frá Kmh. til Knudtzons verzlunar hér og í Hafnarfirði. — ÚTLENDAR FRÉTTIR. Með Díönu er kom hér 23. þ. m. fengum vér fregnir, er náðu til 12. þ. m. Af blöðunum verður ekki séð, hvort misklíðin milli ltússa og Englendinga muni snúast upp í stríð •— og þá blóðugt og stórkostlegt stríð, •— eður í málamiðlun og samkomulag. Englendingar draga að geysimikið lið frá Austur-Indlandi af þeim 40milión- um múbamedanskra þegna, er lúta «keisara-innunni indversku», Viktoríu drottningu; mun Englendingum seint verða liðfátt mót Rússum, er þeir auk síns meginhers hafa af svo miklum mannafla að taka, en auður dþrjótandi til að herbúa og ala þetta múhamedanska lið. Ef til striðs kemur, hafa Englend- ingar Tyrki og Grikki sem samherja mót Rússum. Hin önn- ur Evrópuveldi þykjast enn í orði kveðnu munu verða hlut- laus. Uppreisn mikil á Bolgaralandi af Múhamedstrúarmönn- um mót hinum kristnu, og berjast Rússar með hinum síðar- nefndu; hafa þcir boðið talsvert manntjón í vopnaviðskiptum og enn meir af fjarskalogri drepsótt (Typhus), er geysar í her þeirra; voru þeir cptir síðustu fréttum búnir að missa svo sem svaraði tveimur herdeildum (Armeecorps) eða hör um bil 60,000 manna. — Af þeirri orsök ætla margir, að Rússar muni tilleiðanlegri að slaka til við Englendinga, þegar líka þar við bætist, að fjárhagur þeirra mun naumast gjöra þeim mögu- legt að halda til streitu við þá þjóð, sem auðugust er allra í beimi. Hins vegar draga aðrir þá ályktun afhinum geysilega herbúnaði Englendinga, að þeir að minnsta kosti búist ekki við þeirri tilslökun af Rússa liálfu, sem fullnægjandi sé þörf- um og kröfum hins enska ríkis. 1. f. m. var opnuð hin stórkostlega gripasýning í París- arborg af ríkisforsetanum Mac Mahon í viðurvist ógrynnis toannfjölda og stórmennis frá nálega öllum löndum. — INNLENDAR FRÉTTIR. Nýlega hefir frétzt, að skip sé komið á Grafarós, og hafísinn sé að mestu farinn, nema laus hroði liggi inn á Húnaflóa. Herra ritstjóri! í síðasta tblaöi «J>jóðólfs» hafið þér — eflaust í bezta tilgangi — varað sunnlenzka fiskimenn við ó- vandaðri verkun á saltfiski, um leið og þér skýrðuð frá mis- jöfnum afdrifum fiskjar héðan í fyrra. Vér, sem búum hér á Seltjarnarnesi og í Reykjavík, finnum nú fulla ástœðu til að lýsa yfir því opinberlega, að vér tökum alls eigi til vor téða umkvörtun, því að, eins og kunnugt má vera, þykjumst vér einmitt vera þeir, sem framar öðrum liöfum í seinni tíð lagt alla stund á, að koma hér inn frá á vandaðri fiskiverkun — jafnvandaðri og samskonar verkunaraðferð, sem höfð er á Vestfjörðum. Og hvað snertir fisk þann, sem vér seldum kaupmönnum í fyrra, vitum vér ekki betur en að hann hafi verið jafnvel verkaður — þveginn, fergður og þurkaður — þá og næstu ár þar á undan. Hvað snertir annan fisk hér af suðurlandi, þá kemur oss síður við að forsvara hann, en þeg- ar litið er til allra kringumstæða, t. a. m. þess, að veðrátta mátti fremur heita liagfeld, en lítið af fiski til að verka og síðan selja, þá þykir oss ótrúlegt, að þessi umtalaða óvöndun á fiski í fyrra fremur venju, geti verið á rökum bygð — þótt vér alls eigi neitum því, að misjöfn vöndun og misjafn fiskur hafi eigi átt sér stað í fyrra hér á suðurlandi, en — varla fremur þá en endrarnær. þessi umkvörtun væri því í vorum augum næsta kynleg, væri ekki fyrir hendi eitt eptirtekta- vert atriði henni til skýringar, og þetta atriði er það, að há- vaðinn af fiski héðan í fyrra var seldur til Noregs og paðan til Spánar. pangað til hið gagnstæða verður sannað, er því ætlan vor, að það sé norsltur fisltur, eða blöndun hans saman við vorn fisk, sem.valdið hefir nefndri umkvörtun. Bœndur á Seltjarnarnesi og í Ileylejavík. Um mjólknrhleypi til skyrs- eða osta- gerðar, ogf um smjörlit. Mörgum mun kunnugt, að smjör- og ostagerð er hjá erlendum þjóðum langtum betri og fullkomnari en hjá oss hér á íslandi. prátt fyrir það, þótt kúamjók vor só að öllum jafnaði kostbetri en mjólkin er erlendis, og þrátt fyrir það, þótt sauðamjólk vor sé langtum betri til ostagerðar en nokkur önnur mjólk, þá förum vér þó svo með mjólk vora, eptir að hún er komin í vorar hendur, að vér getum ekki búið til úr henni nokkra boðlega verzlun- arvöru nema fyrir sjálfa oss hér iunanlands. Eitt af því, sem mikið ríður á, til að geta búið til góðan mat úr mjólkinni, þcgar búið er að losa liana við sýru og ó- hreinindi, er að hafa góðan hleypi, og er þetfa orðið svo al- ment viðurkent erlendis, að menn nú alment eru hættir við að búa sjálfir til hleypi sinn, on fá hann þar á móti til- búinn frá verksmiðjum, er leggja sérstaklega stund á að búa þess konar til. Slíkur hleypir er langtum betri og krapt- meiri en menn geta alment búið til heima hjá sér úr kálfs- mögum og þess konar. í Danmörk er þannig ein sérstök verksmiðja (Chr. tlansem technisk-chemiske Laboraiorium), er hefir einkaleyfi til að tilbúa þess konar hleypi, ásamt með osta- og smjörlit, og er það til búið á þessari verksmiðju betra en nokkurstaðar annarstaðar. Hleypirinn er á litinn sem brennivín og hefir þægilega lykt. Til að hleypa 50 potta af mjólk þarf um 2—3 vanalegar teskeiðar. Til að hleypa skyr verður að hafa dálítið meira; líka þarf maður þéttans, eins og vant er. pess konar hleypir hefir aldrei verið iluttur hingað í 69

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.