Þjóðólfur


Þjóðólfur - 05.06.1878, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 05.06.1878, Qupperneq 2
70 verzlanir svo egviti, en fæst nú keyptur í apótekinu í Eeykja- vík. Hinn svo nefndi smjörlitur, er margir munu þekkja af afspurn, og sem nú er alment brúkaður erlendis til að lita með smjör, svo það verði á litinn sem rautt kúasmjör, fæst á sama stað til kaups. Af þessum lit brúkar maður um 2 teskeiðar í rjómann úr 100 pottum mjólkur, og er það hrært saman við rjómann áður en farið er að strokka. Til að lita með osta, svo þeir verði ásjálegri útlits, fæst þar einnig sjer- stakur litur, sem látinn er í mjólkina áður en hleypt er. Ein flaska af hleypi, sem tokur 1 pela, kostar um 75 aura, og sú flaska er næg til að hleypa með 1400 til 1600 potta af mjólk. Ein flaska af smjörlit, er tekur 1 pela, kostar um 1 kr. 35 a., og er næg til að lita með rjóma úr 2500—3000 pott- Um af kúamjólk. í sauðamjólk þarf meiri lit en í kúamjólk. Ein flaska af ostalit kostar um 1 kr. 20 a. og er nóg til að lita með 2500 potta mjólkur. þ>ar eð jeg hefi heyrt marga tala um, að þeir vildu gjarna fá þennan hleypi og lit, ef það fengist til sölu hér á landi, þá hefir herra apótekari Kriiger, eptir tilmælum mínum, látið flytja nokkuð af þessu hingað, og fæst það nú þess vegna til sölu á apótekinu í Eeykjavík héðan af í sumar fyrir það fyrsta. Nákvæm fyrirsögn um brúkunina stendur á prentuðum miða á flöskunum. Eeykjavík, 7. maí 1878. Sveinn Sveinsson (búfræðingur). Eptir «ísafold» með leyfi höfundar. Þnsnml ára afrnæli §kallagríms byjfðar. (Eptir gamlan bónda af Mýrum). (Níðurlag). J>að er nú auðvitað, að í bráðina hefir þess konar bygging töluverðan kostnað í för með sér, og þess vegna að svo komnu ekki ætlanda, að þeir sem búa á annara land- eign, ráðist í þvílíkt án samninga við landeigendur og íviln- unar frá þeirri hlið, eða jafnvel að viss von væri á heiðurs- Verðlaunum fyrir slík störf frá sjóðum landsins, væri þau vel af hendi leyst. En eg vildi leyfa mér að bera fram þá tillögu, að efnaðir sjálfseignarbændur í héraði Skallagríms tækju sig saman um það á tilvonandi afmælishátíð hans, að stíga á stokk og strengja þess heit, að láta sjást á heimilum þeirra uppkomin steinhús líkt og áður var á vikið, ef ekki fyrir 3. j<51, þá fyrir fimtu, eður ekki siðar en fyrir 10. jól, svo framt líf og efni leyfðu. J>etta mundi enginn kalla annað en sómasamlegt og gagnlegt fyrirtæki, og verðugt minningarhátíð hins starfsama Skalla- gríms. Hið annað atriði, sem eg vildi minnast á, er það, að í Egilssögu 29. kap. sést, að Skallagrímur sáði akra á einu búi sínu, og kallaði á Ökrum. Með þessu dæmi hefir hann greini- lega minnt eptirmenn sína á það, að stunda akuryrkju, eður sáning til maturta til að viðhalda lífi og efnum. En hvornig líður þessu nú eptir þúsund ár? |>ar er fljótt yfir að fara, að akuryrkja, í því ásigkomulagi sem Skallagrímur hefir notað, er nú ekki til, í því héraði heldur en annarstaðar, og læt ósagt, bvórt þess háttar verður hér við komið tii nokkurrar hlítar. J>ó verð eg við þetta tækifæri að láta þess getið, að bóndi einn í Borgarhreppi, sem var að líkamaburðum mjög lítill þroskamaður, en staklega hneigður fyrir garðyrkju og lag- virkur maður, reyndi fyrir nál. 48 árum síðan að sá til korns, hamps og börs. Kornið, sem var rúgur, spratt nokkuð, en náði ekki fullum þroska (enda var fremur hart í ári um það leyti), og varð honum því að litlum notum; hampur og hör spratt hjá honum fram yfir allar vonir, og sá eg hjá honum snæri, sem hann sýndi foreldrum mínum úr báðum þessum efnum; hann var alveg ólærður í þessari iðn og kominn á fall- anda fót, þegar hann reyndi þetta, sem var tilraunin í mjög smáum stíl. En fyrir garðyrkju, sem hann stundaði mjög kapp- samlega — næstum einn á þeim tíma þar í grennd, — og þessar nefndu akuryrkjutilraunir, fékk hann þó — fyrir milli- göngu sýslumanns E. Svorrisens — silfurbikar frá konungii sem heiðursgjöf. J>essa litlu sögu liefi eg ritað hér þoim til eptirtektar, ef það vildu hugleiða, og til að sýna, að ekki mundi ómögulegti að ýmsir akuryrkjuávextir gætu hér þrifizt, ef ástundun, sarn' liliða góðri kunnáttu, væri við höfð. En hvað sem nú þessu líður, þá er maturtarækt hér á landi, og það í héraði Skalla- gríms, svo alþekt, að vert væri að hlynna að henni betur en gjörter. J>að er sem sé kál- og jarðeplarækt.sem reyndar er * talsverðri notkun í héraði þessu, en þó ekki nærri því í þeim viðgangi sem gæti verið, ef nákvæm alúð væri við höfð, en það er þó mjög aðgætanda, að holt er heima hvað, og brýn nauðsyn er til að auka þessa bjargræðisgrein, eins og hverja aðra. Með jarðeplaræktinni mætti mikið spara hin dýru og kostnaðarsömu fiskikaup, sem nú um undanfarin ár hafa mjög svo orðið erfið og ónóg, og þó aflabrögðin batni, þá er nú svo að segja allur fiskur seldur út úr landinu, og þá ætti þó skort- urinn á hagfeldum fiskikaupum að geta kennt mönnum að brúka þau meðul, sem næst eru hendi og undir eins kostnað- arminni og fullt eins þægileg til manneldis. Eg veit að marg- ur muni svara því, að garðræktin verði ekki aukin vegna vant- andi áburðar í garðana; en á meðan áburðurinn er ekki not- aður eða drýgður meir en almennt gengur, enn sem komið er, þá er varla ástæða til að hreifa þessari mótbáru. Nauðsynin á því að fá áburð í kál- og jarðeplagarða ætti að herða á þeirri þörfu reglu, að nota betur áburðiun, en gjört er alment, þó ekki væri annað en byggja forir við bæ og Qós, svo það bezta af áburði, sem tilfellur á hverju heimili, fari ekki gjör- samlega til ónýtis, né flækist í kringum nefnda staði til mesta viðbjóðs á heimilunum. Um meðferð áburðar er óþarft að ræða hér fleira, þvi um það efni hefir opt verið áður ritað, og nú síðast í Andvara eptir herra Svein búfræðing, og væri óskanda, að þeim nauðsynlegu ráðum væri sem fljótast ræki- lega fylgt, og mundi þá mega fá talsverðan skerf áburðarins til garðræktarinnar, og þó mikið batna hagur túnanna í tilliti til áburðarins, sem varla er heldur vanþörf á. En þar sem eg hefi nú lítið eitt minnzt á akurrækt Skallagríms, og hvað af henni mætti læra eptirbreytnisvert, þá vil eg nú í þriðja lagi minnast á það, að varla mun gras- rækt Skallagríms hafa orðið útundan í búnaðarverkahring hans, þar sem hann hafði bér kvikfénað sem ærið fór íjölg' andi, eptir því sem hann dvaldi hér lengur, þá má eiga það víst að hann hefir haft fyrirhyggju fyrir þeim tegundum fénaðar hans er helzt þurftu fóðurs við á vetrum, af heyafla- J>að getur reyndar enginn sagt með vissu að Skallagrímur eða aðrir landnámsmenn hafi bygt þær túngirðingar sem víðsvegar um land enn í dag, sjást glögg merki til, og ber Borg, bú' staður Skallagríms, og flestar jarðir í hans héraði, glögg merkJ þeirra, þó er það mjög líklegt, að girðingar á Borg hafi verið hlaðnar á dögum Skallagríms. pegar Björn Höldur kom af Norvegi að Borg til Skallagríms, bygði hann búðir vesta11 lækinn á Borg og er það svæði nefnt Bjarnartöður, sem sýiúr að það hafi þá verið töðuvöllur, og þar vottar fyrir girðing11 við veginn ef vel er að gætt, og þar sem túnið er kennt við Björn þennan, þá er líka líklegt að það hafi verið girt uin þá tíð, sem Björn var þar eða bráðum eptir það hann fer aptur til Noregs, og víst er um það, að þetta er einhver su ellilegasta girðing, sem eg hof séð eptir því sem mér virtisk og túnpartur þessi, sem er sérskilinn, því Borgarlækur er ú milli túnsins og þess bletts, er fyrir sjálfsagt mörg hundru árum kominn í grámóa, og lítur því út fyrir að miður ha verið hirt um aukatúnið, þegar bygðin hvarf af nefndum blett1, En hvað sem nú þessu líður, þá er það víst að á 10. öld var túnrækt orðin þekkt hér. á landi, á þeim tímum óku verka menn Njáls skarni á hóla, og förukerlingarnar fræddu HallgeI Langbrók um það, en þó hún hæddist að þessu sem annarl nýlundu, gat sú iðn hafa verið mörgum árum áður algeng Hallgerður fundið sér þetta til, af sinni vanalegu glettni W fólk á Bergþórshvoli. En túnræktinni hafa girðingarnar or 1

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.