Þjóðólfur - 05.06.1878, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 05.06.1878, Blaðsíða 3
71 samfara, en af ómensku og þrengingum miðaldanna hafa þær Undir lok liðið, og þá einnig við spor og umtroðning stór- gripa á túnunum hefir þýfi aukizt í þeim að því skapi, því þegar lilaðið var í kringum þau í fornöld hafa þau vafalaust verið að rnestu slett, on við langvarandi umtroðninga um þau og vatnsgang í sporum, sem bráðum urðu að gryfjum, hafa myndað hinar hvuraleiðu þúfur, en ekkert við gjört öld eptir öld. Á unglingsárum mínum var í stöku stað lítið eitt farið að myndast við túnasléttun, en þá var almenningur fjariægur þessu striti, og töldu sumir það skaða, því skjólalaust yrði á sléttunum, en þúfnatetrin hefðu skjól á vöngum sér af öllum áttum, svo það virtist, að aumingja-mennirnir væru orðnir elskir að ólukku þúfunum. En hamingjunni sé lof, nú er komið annað hljóð, menn hata sannarlega þúfurnar og sakna gömlu girðinganna, og gátan gamla: ><það var fyrir fiski1 að þessi garður var ull»2, minnir menn á dáðleysi mið- aldanna. En nú er svo ástatt, að fyrir rúmum 30 árum hafa túnin verið landnámsbygð Skallagríms, mikið miður á sig komin, lieldur enn um það leyti, sem héraðið var albygt. En á síðastliðnum 20—30 árum hafa margir héraðsbúar gjört töluvert að túnasléttun þó sumt af þeim verkum séu miður af hendi leyst en óskandi væri, ýmist af þekkingarskorti eða óvandvirkni, þar sem svo mjög ríður ’á, að þúfurnar sé* hreyfð- ar jafndjúpt lautunum, svo þúfunum skjóti eklri upp aptur í ýmsum myndum, og alt smátt og smátt sæki í sama farið; til þess að hreifa þúfurnar jafndjúpt lautunum, er (eins og margir hafa í ritum áður frá skýrt) plógurinn hið fljótlegasta og áreiðanlegasta verkfæri3 en liann hefir því rniður hingað til verið oflítið notaður. En girðingar í héraði þessu eru allt of- óvíða; þó eru þær einnig árlega að aukast. Vatnsveitingar eru einnig byrjaðar á stöku stað. peir, sem einna líflegast hafa gengið fram í þessum nauð- synlegu, fyrirtækjum sjá sjálfir bezt, að þeir eru að eins byrjað- ir, þeir sjá glöggvar en hinir sem lítið gjöra í þeim efnura, hvað gjöra þarf og gjört verður héraðinu til prýðis og innbú- um þess til sóma, gagns og gleði. þess ber og að gæta, að hér geta allir, sem við bú eru og jörð hafa í andsvari, eitthvað gjört, lítið má ef gott vill þó fátækir séu. Fáir eru svo fá- tækir, að þeir geti ekki komið sér upp dálitlum maturtagarði, í viðbót við þá sem eru, eða byrjað það ef engir eru áður. Eða að þeir geti ekki búið til safnforir við bæ eða fjós á heimilum sínum, sem gæti þó orðið til mikilla búnaðarbóta; líka gætu þeir með iðni og ástundun sléttað dálítinn blett í túninu árlega, og í tilliti til girðinganna dregið á vetrartíma steina heim í traðarvegg eða túngarðsspotta, eitthvað af þessu ættu allir að geta gjört árlega. það er auðvitað, að fyrir fá- tækum einyrkjum verður margur smalakrókurinn, en ef nokkur áhugi er hafður á því að sýna einhver merki þess, að hann vilji láta eitthvað þarft eptir sig liggja, þá verður sannarlega sigursæll góður vilji. Hinir efnaðri ætti hér í öllu falli að ganga á undan ekki einungis að vinna sjálfir að því sem til framfara lýtur, heldur vekja aðra til þess sama, og það væri mjög þarft að hafa vor- tímann nú yfirstandandi til þess — þegar færi byðist að ræða um þetta áminnsta þúsund ára hátíðahald, og gæti það orðið til þess, að menn væru betur undirbúnir á afmælisfundinum að ræða um ýmislegt, er nauðsyn virtist að fyrir væri tekið. En þó að nú yrði naumur tími til þess á afmælishátíðinni að ræða ýtarlega um margt það, er mönnum bjrggi í brjósti; mætti strax á fundinum kjósa nefnd manna fyrir félagsstjóra, og ættu allir að hafa það hugfast, að velja ötula og byggna Jélags- stjóra eða stjórnarnefud, því þess ber vel að gæta, að undir stjórn bvers félags er að mjög miklu leyti komin farsæld fé- lagsins. Til þessarar stjórnarnefndar, sem eg hefi hugsað að yrði kosin fyrir allt héraðið, gætu menn sem fyrst á eptir há- tíðarhaldinu sent tillögur sínar um það, er félagið þækti varða. Þessi stjórnarnefnd, hofi eg einnig hugsað, að gengist fyrir því, 1) fiskur langa. 2) ull lagður. 3) Ritgjörð eptir alpingismann berra Guðmund Ólafsson á Fitjum, í Andvara fyrsta ári bls. 139—lf>4. að í hverjum lireppi væri kosin eins konar framfaranefnd; þegar kosningum framfaranefndanna væri lokið, ætti stjórnar- nefndin með ráði framfaranefndanna að semja reglur fyrir fé- lagið eptir því sem þá væri komið málinu og við þækti eiga. Framfaranefndirnar ættu að hafa það ætlunarvork, að hvetja til framfara í hreppum sínum á ýmsan hátt, og taka á móti loforðum héraðsbúa í tilliti til þess, hvað þeir vildulofaaðfram- kvæma fyrir þann eða þann tíma, og í hverju það væri inni- falið. Einnig hefði eptirlit á, að loforðin væru dyggilega af hendi leyst. Eptirrit af þessum loforðum ættu framfaranefnd- irnar að senda stjórnarnefndinni o. s. frv. En allir sjá það, að ekkert félag, sem félag getur heitið, nær neinum framför- um eða þroska, nema með nokkrum fjársamskotum, og ættu menn að muna eptir því á afmælishátíð Skallagríms, að til þess að heiðruð verði minning hans í raun og veru, eða með öðru en orðum einum, þá þyrfti almenningur að leggja sig fram í þessu tilliti. |>ó nú efnahagur ýmsra sé rýr, þá er þó margur maðurinn, sem skuldugur er gamla forföður sínum Skallagrími ura þessa þénustu á nefndu afmæli hans, sem ekki kemur fyrir nokkurn mann, nema einu sinni á æfi, en þó aðlítið láti hver, einkum af þeim efnaminni, ef flestir gjöra það, þá safnast, þó, þegar saman kemur. En þeir sem hafa efni til að sýna rögg af sér í þessu tilliti ættu við þetta tækifæri að láta í ljósi þá stórmennsku, að samtíðamenn þeirra gætu mcð sanni um þá sagt: þessir eru vissulega afkomendur Skallagríms og hinna annara voldugu Mýramanna, og þá fyrst væri tilhlýði- legt og verðugt að kalla áminnst félag Skallagrímsfélag, og stjórnarnefndina Skallagrímsnefnd, og nefndirnar í hreppunum framfaranefnd eða eitthvað því um líkt. það er nú reyndar margt fleira, sem þurft hefði að hreifa við til undirbúnings undir þetta hátíðahald, en bæði naumur tími og vantandi hæfilegleikar banna mér að fara frekar út í þetta málefni, líka vona eg, að einhver mér færari hreifi þessu máli opinberlega áður en að afmælishátíðinni kemur t. a. m. um sjálft hátíðarhaldið o. fl. En úr því eg minntist á sjálft hátíðarhaldið, þá vil eg leyfa mér að geta þess, að það mundi umfram allt eiga vel við í byrjun þessa hátíðarhalds, að hér- aðsbúar lyftu huga sínum til gjafarans alls hins góða með inni- legu opinberu þakklæti fyrir vernd og viðhald og föðurlega um- önnun hans á héraðsbúum í þúsund ár, á þeim reíti vors kæra föðurlands, sem í raun og veru hefir reynt að vera frá byrjun landsins byggingar einna minnstum annmörkum bundinn, og einna minnstum átökum undirorpin af völdum náttúrunnar, og mun, þegar á allt er litið, með réttu mega heita hjarta landsins, eins og það hefir almennt verið kallað um liðnar aldir; um þetta fer eg ekki fleiri orðum, en vænti þess ein- ungis, að hinir velæruverðugu umsjónarmenn safnaðanna í héraði þessu sjái ráð til framkvæmda í þessu efni áþann hátt, er þeim virðist bezt við eiga. Að lyktum vona eg, að landuámsbúar Skallagríms taki ekki illa upp fyrir mér þessar fáu línur, er eg ritað hefi um framangreint efni, og sjái að eg héfi ekkigjört það af því, að eg álíti þeir séu eptirbátar annara landsbúa í framfaratilraunum. Nei, það er þvert á móti, og því vonast eg til að þessar línur komi sér vel, því þar sem kviknaður er vilji til fagurra framfara ag byrjað á framkvæmdum í þeim efnum, þar koma sér vel allar þær ræður og rit, er lúta að einliverjum framförum, þó í veik- leika séu samdar. Ritað í marzm. 1878. H. B. FYIURSPURN. Vér Strandamenn og Húnvetningar höfum leitað oss þreytta að Andvara, fjðrða ári, sem vér vildum fá í fyrra, og ekki fundið hann, hvorki innan sýslu né i næstu kringumliggj- andi sveitum, og því biðjum við þig, Þjóðólfur. mínn, að spyrja forstöðunefnd þjóðvinafélagsins : hvar hér næst oss er að fá Andvara 4. ár keyptan? og hvar verður framvegis að fá rit þessi? Vér vonum eptir svari sem úriausn hið fyrsta skeð getur. 12. Tvennir eru tímarnir. Árið 1836 voru hér 56 stúdentar, sem svöruðu guðfræðisl. spurningum. Nú eru þeir 3. — 1835 sóttu 5 um Ása prestakall f Skaptárt. og meðal þeirra 2 prestvígðir menn. Nú heör enginn sótt um það, þótt það se bætt upp með 400 krónum.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.