Þjóðólfur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1878næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Þjóðólfur - 12.06.1878, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 12.06.1878, Blaðsíða 1
18. biað 30. ár. Reykjavik, 12- júní. 1878. — Póstskipið P k ö n i x kom aptur að kvöldi hins 5. J>. m. Farþegar ineð J)ví: Smith konsúll, stórkaupm. Fischer mcð frii og syni, Lefolii og Popp; verzlunarm. Teitur Ólafsson frá Sviðnum á Breiðafirði, Krieger agent, Coghill hestakaupmaður, 3 íslendingar (2 karlmenn og 1 kona) frá Canada, alfari hcim aptur; 2 enskir ferðamenn. Enn frcrnur kom Uú aptur sera þorvaldur Bjarnason frá Melstað, og hefur liann lokið útgáfu sinni á safni forníslenzkra predikana (homilia). Af hinu inikla ófriðarmáli frettum vér það síðast af enskum hlöðum, dags. 1. þ. m., að friður þótli liklegri en styrjöld; var að því komið, að bæði Rússar og Englendingar samþykktu sáttaráð Bismarks og kæmu saman á fund (kongress), er halda skyldi í Berlín (liöfuðborg hins J>ýzka keisaradæmis), og þótti afráðið, að það allsherjarþing skyldi byrja um miðjan þennan mánuð. £>ó var 1. þ. m. ekki búið að ákveða neitt opinber- lega um fund þenna, og er því tilgangslaust að herma get- gátur hinna útlendu blaða þar að lútandi. En víst er það, að miklu friölegar láta menn nú en fyrir mánuði síðan, hafa og ýms aðdrög til þess leitt. Bismark og keisari hans virð- ast að binda því fastara vináttubönd sín við Rússa sem leng- ur gengur samnings-þóf þetta. Nýlega sendi Vilhjálmur keisari t. a. m. Alexander keisara stórmerki ættmanna sinna, orðu Friðriks hins mikla (sem engir bera nema þeir feðgar í Berlín) og þau orð mcð, að hinn þýzki her mundi telja sér mikla sæmd að sjá merki Friðriks mikla á brjósti Rússa- keisara. Samfara þessum vinmælum Ieita þeir Bismark á allar lundir að svegja Rússa til samninga — undir ægiskildi sínum. ]pað annað, er sefað hefur Rússa, er drepsótt sú hin mikla, er geysaði í vor í horbúðum þeirra við San Stefanó; þar vann dauðinn Gúrkó hershöfðingja, hinn frægasta mann; heitir sá Todleben, er æztu völd hefur yfir Rússaher þar suð- ur frá. Um fjárliagsþröng Rússa-stjórnar er og margt talað, enda hefur þessi hinn nýi herbúnaður þeirra verið hinn ægi- legasti og eytt milljónum dagsdaglega. En það, sem Rúss- um mun þó mest rísa liugur við, er fjandmaður sá, er í móti stendur, hið mikla, ósigrandi ríki Breta. Útbúnaður þeirra hefur farið fram með svo mikilli stórmennsku, snar- ræði og krapti, að öll veröldin horfir á forviða. Stórfundir, æsingar og umbrot hafa síðan útboðið hófst lirist og skekið bina miklu þjóð; vilja sumir ófrið fyrir hvern mun, en aðrir fyrir engan mun. Hinn svo nefndi framfara-flokkur (afkom- endur hinna þjóðkunnu Whigga) með Gladstone og John Hright í broddi fylkingar, bera daglega þungar sakir á stjórn- ina sökum ófriðarráðanna, og einkum bannsyngja þeir Bea- consfield lávarð (Disraeli), er nú ræður langmestu á Englandi, ng ávallt hefur verið kallaður hinn mesti kapps- og stórræða öiaður, en af mörgum "grunaður um græsku». í framfara- borginni miklu, er Manchester heitir, hélt Bright tölu mikla fyrir skömmu, og mælti þeim hrakyrðum til Disraeli, að bann væri landi og lýð hinn versti Loki, sem eigi væri að úndra, þar sem engi enskur blóðdropi rinni í hans æðum. ■ðítla mcnn að flokkur Beaconsfields muni slcamma stund balda völdum, enda hvernig sem fer um austræna málið. Úinn víðfrægi, gamli stjórnarskörungur Englands, John Russel ínrl andaðist 28. f. m. 86 ára gamall, og hafði hann yfir 60 ár unnið að stjórnar- og framfaramálum þjóðar sinnar, sem einn hennar ódauðlegu ágætismanna. Jón jarl var kominn af einni hinni ágætustu ætt á Englandi, er sérstaklega er bseg fyrir frjálslyndi og mannúð. Flestar ef eigi allar um- bætur í lagasetningu Englands viðvíkjandi jafnrétti og öðru ^annfrelsi síðan 1815 þykja meira og minna honum að bakka. En fjærri fór því, að hann slyppi hjá lasti og ámæli; eiökum þótti utanríkisstjórn hans frá 1859 til 1866 (þegar bann hætti opinbcrum störfum) stundum nokkuð flókin og ó- og fyrir engan mun vildi hann raska friðinura. þ>ví er 1) Hinn svo nefndi „Eeform Act“ frá 1832 þykir Laus mesta verk. það, að John Russel var mest kennt um og er enn, að Dan- ir voru ofurliði bornir af þjóðverjum 1860; lézt hann styðja Dani af alefli, en dróg alla liðshjálp og þóttist bíða eptir Svíum og Norðmönnum, og fyrir þá sök datt Danmörk í tvo hluti. — Á jáýzkalandi varð það til tíðinda 11. f. m. að skotið var á hinn áttræða keisara Vilhjálm, þar sem hann ók í vagni með dóttur sinni stórhertogainnunni af Baden eptir strætinu Unter den Linden í Berlín. Keisara sakaði ekki, en hið mesta uppþot varð í borginni, og var keisara vottuð hin mesta hluttekuing; bar hann sig vel og kvað þetta hafa vcr- ið hið 3. sinn, er á sig heföi verið hleypt úr byssu. J>ykir Vilhjálmur hafa konungsgæfu afa síns Friðriks mikla. 111- virkinn náðist þegar. Hann heitir Hödel, ungur flysjúngur úr flokki sósíalista. — í Tyrkjaveldi gengur sífeldur agi og ófriður. Uppreist- in í Bulgariu var livergi nærri sefuð, og liafa Rússar liáð þar marga bardaga og látið enn fjölda vaskra rnanna. Við Miklagarð þokuðu hvorirtveggja, Itússar og Englendingar, lít- ið eitt herstöðvunum frá nágrenni borgarinnar. Ætluðu menn lengi, að Rússar mundu þá og þá ráðast á borgina, enda höfðu Tyrkir mikið lið vígbúið til varnar. J>ar innan borgar hafa og orðið ýmsar róstur. Einn dag braust vopnað lið inn í höll þá, þar sem Murad hinn fyrri soldán situr í gæzlu, og vildi ná honum og koma til valda; slógst þar í bardaga, en uppþot það varð þó sefað; um sama leyti brann einn hluti hinnar miklu hallar soldána, er Serail heitir, og lá við sjálft hún brynni öll. Ráðherraskipti urðu þar og á dögunum, mest fyrir ógnanir og undirróður Rússa: ráðherraforsetanum Sadyk vikið frá, en sá, er Ruehdi heitir kjörinn í hans stað, og kallaður stór-vesir, en það embættisnafn lögðu Tyrkir nið- ur í vetur. Á litlu Asíu og í hinum grísku héruðum Tyrkja- veldis er og allt fullt af óróa, róstum og lagaleysi; en að öðru leyti þroka þjóðirnar og bíða hinna miklu úrslita á deilu liinna tveggja aðalmálsaðila, Rússa og Englendinga. Sjúva- loff, sendiherra líússa í London, er helzt allra Rússa viðgetið ráðagjörðanna, svo og hins áttræða ramm-rússneska greifa Gortsjakoffs, sem stýrir utanríkismálum Rússa; en nú er í ráði, að hann fari frá, og keisarinn kjósi þann mann í hans stað, er honum og hans flokki þykir viðráðanlegri, og ætla menn, að þar sé enn eitt atriði, er styðja muni að mála- miðlan og ró í Evrópu. Yflr Frakkland gengur nú dýrðarár mikið, því nú stend- ur sem hæzt veraldarsýning sú, er skrautlegust liefur enn verið haldin. Sýningarhöllin stendur á marzvellinum í Parísarborg, og þekur 72 dagsláttur eða stórt túnsvæði eða 2 míll. 345 þús. ferhyrn.fet. (Fíladelfíu-byggingin þekurtæpl. I* 1/* mill. fet, en Vínarborgarhöllin rúm 12 hndr. þús. fet.). Önnur stórhöll er og reist handa sýningunni, á svo nefndum Trokaderohólum, og er þaðan víðsýni yfir bæði marzvöllinn og mikinn hluta hinnar miklu borgar. Af því vér vonum að geta fært lesend- um vorum seinnameir fregnir frá sjálfum staðnum, látum vér bíða að sinni að fjölyrða um sýninguna. í Parísarborg eru nú staddir að eins tveir íslenzkir menn, annar er tílafur Gun- lögson, blaðamaður kvongaður og búsettur þar, lærður maður og gáfaður; hinn er Björn Magnússon, frá þ>ingeyrum, sá er dvaldi í Rómaborg í vetur, og fengið hefur af nýju ferðastyrk til að vera við sýninguna. Krónprins Danaveldis og kona hans dvelja nú í París; þar er og prinsinn af Wales, formaður hínnar ensku sýning- ardeildar, svo og margt annað konungborið fólk og stórmenni sem allt fær þar hinar dýrlegustu viðtökur. Af öðrum tíðindum úr heiminum má geta hins skæða ó- friðar Englendinga í Suður-Afríku við hina herskáu og hraustu 73

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað: 18. tölublað (12.06.1878)
https://timarit.is/issue/136254

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

18. tölublað (12.06.1878)

Aðgerðir: