Þjóðólfur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1878næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Þjóðólfur - 12.06.1878, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 12.06.1878, Blaðsíða 2
74 Kaffa-þjóð, er enga yfirdrottnara þola og hafa gjört árásir á þegna og bandamenn Englendinga. Deyfð í verxlun og atvinnu fer enn yfir löndin og veldur raunum og tjóni bœði auðgum og snauðum. A Englandi gjörðist oskrúfa» mikil (verka-upp- sögn) á dögunum; afsögðu baðmullar-verkamenn að vinna, ef laun þeirra yrðu lækkuð, sem eigendur verksmiðjanna höfðu áformað. Urðu úr því illdeilur og áflog, svo herlið varð til að kalla. Sættust verkmenn að lokum á það, að missa 5 af bundraði (í stað 10, sem ætlað var) af launum sínum. í Vesturheimi er þó atvinnutruflið einna ísjárverðast; ætla menn að þar muni brjótast út verkmanna-samsæri líkt og í fyrra, og verði það, eins og spáð er fyrir, miklu svæsnara, má kalla það innanlands styrjöld fulla. í Ameriku er margt frábreytt því, sem lenzka er í Evrópu: þar t. a. m. deila menn ekki einungis um auð, metorð og mannfrelsi, heldur deila þar flestir kynflokkar mannkynsins; þar er nýr og risavaxinn vígvöllur, háður hvítum mönnum og svertingjum, rauðum mönnum og gulum Mongólasæg, er streymir inn í álfuna yfir kyrra liaflð. — ÚrDanmörku var allt tíðindalítið, tíð góð, en dauf' verzlun og atvinna. Deila vinstri manna fer þar æ vaxandi, og virðist Holsteinsflokkurinn bera sigur úr býtum á hverjum fundi. — Díana kom aptur 5. þ. m., og varð að snúa aptur norður við Melrakkasléttu sökum ísa, og komst við illan leik aptur vestur fyrir Horn, skyldi forðafólk það, er ætlaði til Seyðisfjarðar, eptir á ísafirði, og bíður það til þess skipið fer hcðan aptur þann 15., er Díana reynir til að fara sama veg aptur. — Innlendar fréttir. Veðrátta hin fegursta og stilltasta nú fullar 3 vikur, en aldrei úrkoma, og spilltist því mjög úr þessu jörð og grasvöxtur, ef ekki skiptir um. Er þetta hrein og bein hafísveðrátta, þótt furðulítið beri á frosti og kulda. Sama veðrátta gekk nyrðra fyrir hátíðina, nema þokur tíðari þar og kuldi meiri. Um uppstigningardag var þar víða sárlítill gróður kominn og vor orðið hart ogkalt; hef- ur og töluvert fallið af hrossum einkum í Skagafirði. Af sigl- ingu til norðurlandsins var og ekki gleðilegt að frétta, er Dí- ana fór þar um: í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum hafði að eins ein jagt komizt inn (á Skagaströnd); aptur voru nokkur skip komin á Akureyri, en tvö voru löskuð af ís. Tvö skip þeirra Gudmanns og Steinckes, saltskip, og timburskip höfðu strandað í ísnum, og engu orðið borgið af, en menn héldu lífi með nauð og hrakningum, utan stýrimaðurinn af öðru. priðja skipsins sömu verzlunar var og saknað, hjns gamla, farsæla skips «Herthu». Yms skip, sem ætluðu norður um Horn, hafa legið á ísafirði, en önnur verið á hrakningi í ísnum, og er það hið mesta neyðarlíf. Enn er eitt skip, sem farizt hefur í ísnum: Abelone tll Skagastrandar. fað fórst 28. apríl útifyrir Héraðsflóa, og björguðust skipverjar til lands 10 mílur sjávar á báti frá skipinu. AflabrögS. Á Eyjaflrði hefur í vor verið annálaverður landburður af fiski; en óvíða annarstaðar kringum iandið mikil aflabrögð; hér syðra aflaðist pó allvel vikuna fyrir Hvítasunnu. — Settir einbættismenn. 3. þ. m. setti lands- höfðingi Jón ritara bæjarfógeta í Keykjavík, og 6. þ. m. Guð- mund Pálsson yfirréttarmálsfærslumann sýslumann í Kjósar- og Gullbringusýslu. Prófastar settir af biskupinum yfir íslandi 6. þ. m. í Barðastrandarsýslu: séra Steingr. Jónsson í Garpsdal, í Suður- pingeyjarsýslu séra Bened. Kristjánsson á Grenjaðarstöðum. Oveitt embactti. Bæjarfógetaembættið í Keykja- vík, laun 3000 kr. og 1000 kr. í skrifstofukostnað. Sýslu- mannsembættið í Gullbr.- og Kjósarsýslu, laun 3000 kr. Em- bætti þessi eru auglýst 30. f. m., en 11. ágúst verða bónar- bréf um þau að verða að vera komin til ráðherrans. — Graí'arós. Gránufélagið hefur nú keypt 6. verzlun- arstaðinn, Grafarós, og rekur því verzlun í öllum sýslum fyrir norðan og austan land, utan í Húnavatnssýslu, og má nú kall- ast mesta verzlun á íslandi. Hefur hinn duglegi og vinsæli kaupstjóri félagsins 10 eða fleiri vöruskip í förum í sumar milli landa og hafna. Má nærri geta að slíkt félag þurfi val- inn erindsreka og vandaða og duglega verzlunarstjóra, enda vantar það hvorugt til þessa. — Gnf'iiskipsferðir Mr. Slimons. «Cumbrae» heitir skip þessa ötula verzlunarhúss, 621 tons, með 130 hesta afli, og hið bezta skip; á það að ganga átta sinnum milli Skot- lands og íslands í sumar; tvær fyrstu ferðirnar flytur þa® einungis vesturfara og ferðamenn, og kemur fyrst til Borð- eyrar 27. júní, og fer þaðan norður á Akureyri, Húsavík, svo á Seyðisfjörð og þá heim. 2. ferð til Kvíkur 10. júlí og það' an til Austfjarða, Beru- Seyðis- og Vopnafjarðar, og sigli1' þaðan 16. júlí. Hinar ferðirnar skulu síðar auglýstar. blen/.kir búfræðinsfar. Kú um nokkurra ára tíma hafa ekki svo fáir íslendingar notið náms við hinn dug' lega búnaðarskóla á Steini við Björgvin í Noregi. Á ísa- firði var á dögunum nýkominn efnilegur búfræðingur þaðan, ó r ð u r, sonur hins nafnkunna stórbónda og dugnaðarmanns Jóns Halldórssonar á Laugabóli. Hafði hann verið við nefnd- an skóla 3—4 ár, og fengið mjög ágætan vitnisburð, og þann bezta, sem þar hefur gefinn verið. Gat hann og þess, að kennarar sínir — er hann lofaði mjög — hefðu sagt, að þeir teldu íslenzka pilta meðal sinna beztu lærlinga. Meiri hluti þeirra, sem héðan af landi læra þar og hafa lært, eru af aust- urlandinu. Annars þurfum vér að útvega oss betri skýrslur um skóla þennan, ef ske mætti, að það vekti almennari hvöt til að senda fleiri unga menn þangað til náms. Ferð með Diönn. Að ferðast á ekki saman nema nafnið, því hinn mestí munur er á, hvar og hvernig menn ferðast. Eg hef áður stígið fœti á 6 lönd, önnur en vora ísafold, og þótt eg bafi lítið séð af þeim og sjaldan ferðast sem ferðamaður, þori eg að fullyrða, að flestum sönnum ferðamönnum, þ. e. mönnuffl með sál og tilfinningu, þyki eins mikið í varið að ferðast hér um land eins og um nábúalönd vor, einkum cf farið er með gufuskipi. «ísland er land — segir Mr. Bryce nokkur — án vega og vagna, án borga, hótella og (stein)húsa, án akra og skóga, og þó er ómaksins vert að ferðast þar». J>að er víst að eg þekki engan sem iðrað hefur, að hafa séð og kannað hólraa vorn. En úr því land vort vantar sve gjörsamlega auð og hægindi annara landa, hvað dregur þá hingað ferðameno og fullnægir kröfum þeirra og eptirvæntingu? Hvað annað en hið nýstárlega og margbreytta, sem land og loptslag fram' býður? í fæstum löndum er fjölbreyttara landslag, hreinna himinlopt og fínni litabrigði og ununarfegri en hér á landi, og það eru einmitt þessar einkunnir, sem sannir ferðamenn meta mest. En það er mesti munur livar og hvernig menn ferðast. svo og hve nær á ári, og hvað ferðalög (til skemmtunar) her á landi snertir, þurfa menn fyrst og fremst að kunna að ferð' ast, en til þess heyrir ekki einungis að kunna að vera reið' maður á landi og sjómaður á sjó, heldur einkum að kunna að njóta og meta það sem fyrir augun ber. Hið fyrnefnd3 kunna miklu lleiri en hið síðarnefnda. En kunni menn hvoú tveggja í nokkru lagi, þarf síður ráð að kenna, hvar og hvernig ferðast skuli, hver ferðast þá eptir sínum högum og munuiHt eins og kostur er á. En viðvæningar ættu ekki að byrja sío ferðalög á langferðum, heldur koma sér fyrst reglulega í stöf' unina með smáferðum og taka epti reynslu eldri manna' Hvað tímann snertir gjörir enginn að gamni sínu að ferðast hér um land nema um sumartímann. Eg bendi á þetta mcð tilliti til þess sannleika, að það að ferðast, eða að kunna ferðast, er list sem læra þarf og sem of fáir landar vor11 kunna, enda þótt þeir þoli þrautir og vosbúð á ferðum manúa bezt. Eg vildi og einkum benda á það ferðalag, sem í d ' löndum er þegar orðið gamalt, en hér er nýnæmi, og það eíU ferðalög með gufuskipum. Að þau ferðalög eru jafn hæg selJ1 skemtileg þegar vel gengur vita allir, en þó er ýmislegt atbng' andi við þær fyrir landa vora þegar þeir reyna það í fyrS^ sinni; og skal eg enn lengja inngang ferðasögunnar og tn£ fram fáeinar bendingar handa slíkum. Menn verða fyrst a muna optir því, að menn forðast moð útlendum mönnum eptir settum og siðuðum reglum, cr í engu má út af hclU’ menn verða að vera komnir um borð í tæka tíð (en ekki y með farbréf og farangur. Á skipinu verða menn að hirða v

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað: 18. tölublað (12.06.1878)
https://timarit.is/issue/136254

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

18. tölublað (12.06.1878)

Aðgerðir: