Þjóðólfur - 22.06.1878, Page 2

Þjóðólfur - 22.06.1878, Page 2
78 aðdrætti. En þá spyr maður eins og ðsjálfrátt: er hér eklri jafnmikið kapp lagt í sölurnar til að afla auðs og eyða? Til hvers eru hin mestu stórvirki, séu þau jafnóðum aptur niður- brotin? Hvar lendir að lokum allur manndómur, ef upplýsing vantar fyrir hjarta og sál? í eyðslu eða aurasýki, og í hryggri og ónýtri elli. En á Vestfjörðum er hægra að græða fé og eyða því, en að ná í hin andlegu gæðin, og fjölda allra foreldra þar er ýmist lítt kleyft eða ómögulegt að afla börnum sínum meiri þekkingar en þeim var sjálfum veitt; auðmenn eru alstaðar fáir, og þeir geta að vísu sent börn hvert á land þeir vilja til náms, en hollast er heima hvað, og lagast þetta sorglega misvægi aldrei fyrri en almennar fastar smá- skólastofnanir komast á fót fyrir unglinga, prentsmiðja fæst á ísafirði, búnaðarskóli, bókasöfn, o. sv. frv. Mikið — ótrú- lega mikið — geta og einstaka menn unnið til mentunar- framfara héruðum og sveitum, þegar þeir hafa til slíks innri köllun og ytri hæfilegleika (vit og sterkan vilja til að vinna öðrum ómetanlegt gagn). Við komum við á öllum smákaup- stöðunum Bíldudal, Arnarfirði, J>íngeyri, Dýrafirði og Flateyri í Önundarirði (en ekki á Vatnseýri í Patrixfirði, syðsta firð- inum). Á öllum þessum fjörðum (nema á Arnarfirði) standa kaupstaðirnir á mjóum sandeyrum, sem myndazt hafa í miðjum fjörðunum af gagnátta vindum og straumum; allt eins og tánginn á ísafirði; eru því húsastæðin hin snotrustu og skipa- lagin hin beztu á fjörðunum. þ>ar var fjörlegt að koma inn; allt var fullt af fiskiskipum, flestum frönskum, en Vestfirðing- ar eiga og að tiltölu við fólkstal ekki lítinn þilskipaflota. Flest skip voru á Önundarfirði; þar er bæði kátleg og stór- köstleg innsigling: fjörðurinn eins og löng tröllaukin kista með reglubundnum skörðum djúpt ofan í hverja hlíð, eða líkt og tveir risavaxnir húsagarðar með sundum milli hinna af- skornu gafla; og þar ofan af dundu hvassir bylvindar, eins og landvættirnir léku á orgön uppi á gnýpunum; stóðu smáskipin á firðinum ýmist kyrr, eins og þau væri að hlusta, eða þau fuku fram og aptur eins og fiðrildi, þegar fjall-lúðurinn buldi aptur og blés þeim úr stað. Um kvöldið sigldum við í stór- viðri og hafíshrími fyrir Súgandafjörð, fjallið Gölt og inn á Isafjarðardjúp; var það ænð harðneskjuieg innsigliug, og bezt er að þeir menn, sem þar stríða við Ægi á vetrum, hafi ósjúkt hjarta. Djúpið er afar-harðindalegt að sjá utanvert; að sunnanverðu hin háa, brimótta og surtarbrandsríka Stigahlíð; þar er eyðiströnd og ófær umferð til sjós sem lands; hinu- megin gína við Jökulfirðir, gaddaðir sumar sem vetur, og ein- hver hin ljótasta bygð til að líta, og Snæfjallaströndin þar innar af, lítlu hýrari í bragði. En er innar dregur, fríðkar Djúpið mjög og koma þá sældarsveitir beggjavegna. J>ó er arður Djúpsins lángmestur utast, og í Bolungarvík, innanvert við Stigahlíð og 2 mílur út frá Skutulsfirði, aflast feykimikið af þorski (á lóðir) á hverjum vetri (allan vetur í gegn stund- um), og er það að tiltölu arðmest og farsælust veiðistöð á landi hér. jpegar inn kom á Skutulsfjörð var logn og blíða; það er mjór þverfjörður, tóptmyndaður, er skagar vestur í fjöllin úr Djúpinu. Gengur Tánginn, sem bærinn stendur á, eins og z eða s þvert út í fjörðinn svo vart er rúm fyrir stórskip, að ná innfyrir og komast á pollinn, en svo heitir höfnin fyrir innar Tánga-buginn, og liggja þar skip, sem í hafnkví. ísafjarðarkaupstaður er nú bær út af fyrir sig eins og Rvík og Akureyri og búa þar rúm 400 manna; þar eru fjórar verzlanir, og mun vara sú er þaðan er útflutt í hverju meðalári töluvert yfirstíga V2 milljón og eru þó 2 verzlunar- staðir aðrir í sömu sýslu; bendir það á mikinn arð og afla- aðdrætti á verzlunarsvæði, sem vart telur yfir 3000 íbúa. Við ísafjarðardjúp, og ekki sízt á Tánganum, býr dugnaðar- og atorkufólk og hervíkingar til sjósóknar; færa þilskip þeirra opt mikinn auð að landi; er sagt um marga ísfirðinga að þeir séu jafnir dugnaðarmenn til að afla og eyða; þó á það alls eigi heima hjá sumum, og það mun með sanni mega segja, að slark og óregla haíi töluvert mínkað á ísafirði hin seinni ár. Á Tánganum eru tvö veitingahús, er standa sig að sögn álíka og líkir skálar í Reykjavík, og sama má segja um kirkjuna þar, og hafa þó Tángamenn gefið stórum til bygg' ingar henni, en nú er hún fátæk og alltjörulítil að utam Hún er af timbri gjör og stórt hús; hefir bærinn cignazt hana stórskulduga og prestsetrið í álag, og Eyrarprestur síðaö hús- og jarðnæðislaus að kalla, og brauðið því miklum mun verra en það áður var. Lítið — allt oflítiðer af mentun að segja á ísafirði, hvorki er þar bókasafn né lestrarfélag, sem teljandi se, því síður prentverk né skólar — nema hinn nýi barna*k6H, hann er laglegur og myndarlega byrjaður,, og á gott hús; hafa ísfirð' ingar þar ekkert til sparað og fengið góða kennara'1' til hans; læra þar 40—50 börn með líkri tilskipan og við barnaskólann í Rvík. Sigurður kand. Gunnarsson kondi þar í vetur er leið, og þótti bæjarmönnum skaði, að jafnnýtur maður skuli þegar flytja þaðan aptur. jpeir, sem ferðast kringum vestfirði ad gamni sínu, ættu að gjöra lystiför inn um Djúpið; þar ligg111’ hin fagra ey Vigur og hin dúnríka Æðey, þar sem rausnar- bóndinn Rósinkar býr; fæst af þeirri ey einni liátt á 4. hundr- að pund dúns á ári. Fleiri góða og fagra bústaði má nefna þar inn frá, t. d. Ögur og Vatnsfjörð að vestanverðu, Mel' graseyri utast og Laugaból innst á Langadalsströnd liinu meg' in. Á ísafirði lágu inni ýms skip, er ekki þótti fært norður fyrir Horn sökum ísa. Skyldi nú Díana ríða á vaðið og freista hins ítrasta, því stór munur er að mæta lausum ísuin á gufU' skipum, með því þau mega hreifa sig jafnt aptur á bak sem áfram, ef á liggur. Héldum við nú á áliðnum degi norður um Horn, og er það, er líkt stendur á, sem halda eigi til Jöt' unheima og heimsækja Dumb konung. Gekk skipið mikið fyrir Jökulfirði, Rit, Aðalvík og Fljót og alla þá tröllabotna, þö sjór var sléttur, en þó rokhviður stæði af hverri hyrnu á flatt sldp, og bar ossskjótt fyrir Horn,svoað við sáum innáStrand' ir. Er þetta allt hin mesta heljar-bygð til að líta, einkum 1 illviðrum, hretum og hafísstíð; í hvern fjörð, vík og glufa er steindrepið snjósköflum niður í sjó, en svartar snagliyrnur í millí víkanna, sem gnæfa þvert í lopt upp úr hinu kakla ís' hafi; er þar hver landsýn af annari grípandi málverksmynd, sem gleymist aldrei, ef eitt sinn er séð. í stöku vík sást einn og einn bær, sem virtist frá sjó að sjá eins og hann hefð> hniprað. sig af hræðslu innst upp í hrútshorn. Má uin þa menn segja, sem ala aldur sinn í óbygðum þessum, að mikíð gjörir vaninn, enda er þar alls eigi arðlaust, eða illt að búá á sinn hátt. Merkilegasta bjargið er Hornið sjálft, er það ein konungleg fjallbust eða fordyri, eflaust 2000 feta liátt, og íd' veg slétt og þverhnýpt; það er yzti vörður lands móti norðr' inu, og segir við Dumb konúng: hingað og ekki lengra. Ur° nóttina höldum við yfir Húnaflóa og stefndum á Skaga, hélz*i stórviðrið, og var eigi landbjart nema stundum, er frá Strönd' um dró. J>á mœtti oss hafísinn, og hafði eg margt af lionu111 heyrt, en aldrei séð piltinn, og var mér forvitni á að sjá hann- Sú forvitni varð þó Hjótt fullsödd, enda var þessi ís lág-ís líkur lagnaðarís í sjón, nema hvað hann sumstaðar var s#' grænn í sárið, og rniklu þykkri. Sagði Hallur Ásgrímsson verzlunarmaður, sem lengi hefir búið á Grænlandi, oss að hafís væri venjulega sexfaldur að þykt niðri í sjó við það sem uJ'P úr stondur; fyrir því sáum við ekki allháa jaka á Skagafi1^1 standa botn á mjög margra faðma djúpi. Á Húnaflóa val mjög mikill hroði og spengursumt; liélt kapteinninn röskle^ áfram, og tókst okkur klaklaust yfirförin, og er við nálgnd umst Skagann, var auður sjór. Komum við til hafnar vl Sauðárkrók um morguninn, og var oss þar sagt, að Skaga fjörður hefði kvöldið fyrir komu okkar verið fullur af ísuö1' Eru hreifingar hafíssins næsta einkcnnilcgar og ráða ferðuú1 hans mestmegnis straumar þeir, er þúngi ísanna sjálfra valda’ og sem ýmist fylgja þeim ísi, sem inn rekur, eða koma n°l an úr höfum. Aðalför þess íss, sem ber hér að landi, er aus ur fyrir (en ekki vestur), og þar suður í haf. Liggi ísspðÐ^ til norðurs frá landi og sjáist ekki út yfir, er gamalla SJ^ manna mál, að ekki stoði að sigla norður fyrir hann, og þá allar bjargir bannaðar til að komast áfram, enda h’gí

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.