Þjóðólfur


Þjóðólfur - 22.06.1878, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 22.06.1878, Qupperneq 3
79 það opt til, að ísinn lónar frá sjálfum ströndunum. Lengst liángir hann í straummótum þeim, sem myndast við nes og útskaga, og fengum við einnig á því að kenna, sem enn mun sagt verða. Innsiglingin á Skagafjörð er bæði fríð og vegleg og héraðið inn eptir að sjá hið höfðinglegasta; sigla menn fyrst hjá hinum þjóðkunna Grettis-kastala, Drangey, sem er einkennilegust ey við land þetta, af þeim sem eg hefi séð. Þórðarhöfði og Málmey hafa og sviplík flugberg, og standa sem jötnaleg forvirki eða herkastalar; svo er og Tindastóll mikið fjall, og eins eru að austan víða hár fjallgarður, en fyrir botni hér- aðsins blasir Mælífellshnjúkur, 3500 feta hár. Má af Land- námu ráða, hve mönnum hafa þegar frá fyrstu tið leikið land- munir til Skagafjarðar, sem til annara fegurstu sveita á land- inu, svo að sumir vildu heldur berjast til landa en burtu hverfa. Hér bygðu þrír hinir helztu landnámsmanna, Höfða-fórður, Sæmundr hinn suðreyski og Eiríkr í Goðdölum, og æ síðan hefur hér búið töluvert af mannvali landsins — að ógleymdri hinni gömlu Hóladýrð, sem nú er «saga tóm», en sem ávallt var hinn mesti og bezti mentunarstyrkur Norðlendinga, með- an þar var þúngamiðja og aðalból þjóðlyndis og frama, — liversu sem skólinn þar var ófullkominn og ófrjósamur alþýðu- mentun, eins og allur latínulærdómur fyrst sem síðast. Af ólærðum fræðimönnum, sem fram úr hafa skarað, hefur Skaga- fjörður alið tvo, annan á 17. öld í skjóli biskupanna, Björn frá Skarðsá, en hinn á þessari öld: Gísla Konráðsson. En mestur allra fræðimanna, sem hér hafa búið, er þó efalaust Jón sýs-lumaður Espólín. Ætti enginn að sjá svo SkagaQörð, að hann minntist ekki hans jafnt hinum frægustu Hólamönn- um eða öðrum þjóðmæringum, sem hér hafa fæðst eða lifað, og hefur svo að segja annarhver bær í firði þessum eitthvað sögulegt fram að bjóða fróðum gesti; skulum vér að eins nefna Hóla, Eeynistað, Flugumýri, Akra, Miklabæ, Glaumbæ, Víði- velli og Frostastaði, o. m. fl. Sauðárkrókur er, eins og menn vita, spánýr kaupstaður, og stendur hann undir háu sandbarði vestanmegin í bug þeim, er gengur inn milli Hegraness og Reykjastrandar, niður frá Sjávarborg. f>ar eiga tveir kaup- menn þegar fastar verzlanir, þeir Popp og Jakobsen. Engi skip voru þar þá komin og hvergi fyr en á’" Akureyri, nema jagt ein á Skagaströnd. Hafði þar gengið kólgutíð mikil, enda þótti oss bert og kalt um að litast á Sauðárkróki. Stóðu þar jakar hér og hvar botn fyrir framan, og voru sannefndir strandaglópar. Hittum við þar fátt héraðsmanna, stóðum og stutta stund við, og héldum þá beint til Akureyrar. Sigldum við sem leið liggur norður fyrir Fljót; á sumrum er það ef- laust fögur sveit og allgóð til búnaðar og eins aíiafánga, búa þar og margir röskvir sjómenn, en sorglegar slysfarir hafa þar fyrir fáum árum orðið úr hákarlalegum; hafa Fljótamenn þó góð skip, en þeir sækja jafnan djúpt í opið haf. |>ar norður af kemur Sigluljörður, og eru þar umhverfis einhverjir hæztu fjallgarðar, og mjög harðindaleg fjöll að sjá. J>á mættum við aptur hafísnum, og komumst um hríð hvergi fram. Um kvöldið fundum við þó rifu í spöng þá, er girti fyrir Eyjafjörð; komumst við þar gegn með naumindum, með því að renna skipinu því nær gánglausu í króka milli jakanna. Eru þeir þúngir og harðir sem fastir klettar, og sprengja hvert skip með ótrúlega hægu móti, ef gángur er á því sjálfu eða þeim. Verður fyrir þá sök afar-varlega að fara og ekki snerta óvætt- inn nema í ítrustu nauðsyn. Við urðum það menn fegnastir, er við sluppum inn á hinn fagra og lygna Eyjafjörð, og var sem við kæmum í nýja heima: Yzt út úr Eyjafirði er Ólafs- fjörðurogþá HéðinsQörður, næst Siglufirði. J>ar eru Gjögurfjöll þá oghrikaleg, og framan í múlanum milli Héðins- ogÓlafsfj. %gur bærinn Hvanndalir, og er þangað illfært á annan veg (*nn til Héðinsfj.,) ófært á hinn, ófært upp frá bænum og ó- fcert frá sjó að komast til bæjarins, nema menn séu dregnir UPP í kaðli, og er þar tröllalegt líkt og við Strandir. Beggja úiegin Eyjafjarðar liggja víða há fjöll og vestanmegin jafnvel Jöklar (Unadals- Myrkár- og Vindheimajökull); hæst fjöll að vestan eru: Heljarfjall og Eimar (4000 f.), og Súlur fyrir ofan Akureyrí; en að norðan er Kaldbakur hæstur, móti Rimum, 3500 f. Eyjafjörður sjálfur er 6 mílur á lengd, en er firðinum sleppur, tekur við litlu skemmri dalbygð, sem ber hið sama héraðsnafn. Ekki er héraðið að sama hlulfalli breitt og langt, og er fjörðurinn víst hvergi mílaábreidd fyr en kemur út fyrir Árskógsströnd; þá breiðkar hann úr því að helmingi, og ligg- ur þar í miðjum firðinum hin snotra ey Hrísey. far úti í firðinum er fiskisældin mest, en fegurð og landkostir meiri þegar innar kemur. (Framh. síðar). — <>Díana» lagði af stað norður um aptur 15. þ. m. og með lienni fjöldi ferðafólks til ýmsra viðkomustaða; þar á meðal skólasveinar að vestan og austan, en piltar úr norður- landi þorðu ekki sakir íssins með henni að fara. Hafði skip- stjóri í ráði að snúa við og sigla til Seyðisfjarðar suður um, ef ísinn hindraði aptur norðurleiðina. Annars eru líkur til að ísinn hafi lónað frá, því síðan þann 12. þ. m. hafa gengið sunnan-Iandsunnan rosar; en kalt mjög hefur þó verið í veðri. — Póstskipið «Phönix» fór héðan hinn 17. með því tóku far héðan: L. E. Sveinbjörnson yfirdómari, Frú Thorgrímsen af Eyrarbakka og Árni Jónsson læknisefni úr Reykjavík. — Með «Díönu» komu erlendis frá og ferðuðust hér við land til þess 5. þ. m. enskur ofursti (Lieutenant-Colonel) W. Tompson og Miss Tompson, systir hans, og dvelja þau nú hér í bænum. •— Prestavígsla. J>. 17. þ. m. vígði biskupinn kand. theol. Sigurð Gunnarsson til prests til Ása í Fellum í N. Múlasýslu. — Læknispróf. Á Læknaskólanum tóku embættispróf fyrri hluta þ. m. stúdentarnir Árni Jónsson (úr Skagafirði) og Helgi Guðmundsson (úr Reykjavík), og fengu báðir 1. aðal- einkuun. — Próf í heimspeki á Prestaskólanum 14. þ. m. tóku: Einar Jónsson, í>órður Thoroddsen, Jóhann J>orsteins- son, Morten Hansen, J>orsteinn Haldórsson og Jón S. K. Iv. Jóhnsen. Tveir fyrst nefndu fengu ágœtlega, þrír hinir næstu dável og einn vel. — Nýsveinar reyndir til inntöku í lærðaskólann 7. þ. m. í 1. bekk: 1. Björn Jónsson bónda Magnússonar, á Broddanesi í Strandasýslu. 2. Moritz Wilhelm Finsen, póst- meistara í Rvík, 3. Ólafur Magnússon, snikkara Árnasonar í Rvík, 4. Skúli Skúlason prests á Breiðabólstað. Og þ.20. Sigurður Jónasson frá Eyólfsstöðum í Vatnsdal. í 2. bekk: Árni Jónsson, bónda Magnússonar á Skútustöð- um við Mývatn, f. 7. júlí 1849, hann kom í haust frá Ameriku eptir 2 ára dvöl þar. 14. þ. m. var lærðaskólanum sagt upp, og sömuleiðis presta- og læknaskólanum. Útlcndar fréttir. Með síðustu skipum höfum vér séð ensk blöð til 6. þ. m. Kongressin skyldi mæta i Berlín 13. þ. m., samkvæmt þingboðsskrá Rússakeisara; skulu þar samankoma til friðgerðar fulltrúar þeirra ríkja allra, er hlut áttu að friðgerðunum 1856 og 1871 (eptir Krímstríðið og hið franska stríð.) Kveðst Rússakeisari í bréfi sínu vænta þess, að þing þetta láti sig mestu skipta aðalatriði hins mikla máls en forðist deilur um minniháttar atriði, er ella kunni að æsa metnað og þjóðríg ríkja í millum. Gortsjakoff — sem aptur er orðinn týhraust- ur — skal mæta á fundinum fyrir Rússa hönd, og með honurn Sjúvaloff og enn hinn 3. maður, en af hendi Englendinga eru tilnefndir Beaconsfield lávarður sjálfur, Salisbury og Odo Russel. Ógurlegt skiptjón. 30. f. m. sökk þýskur bryn- dreki, Grosser Kurfiirst að nafni, fyrir sunnan England, og drukkuðu þar 300 manna. Bar það til á þann hátt, að bryn- dreki þessivará ferð með tveim stór-drekum að heiman,og skyldu þeir fara til Gíbraltar á Spáni. Mesta skipið af þeim þremur het König Wilhelm, 9425 tonna skip og að því skapi styrkt

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.