Þjóðólfur - 24.07.1878, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 24.07.1878, Blaðsíða 4
92 indómsins; vér höfum reynt að stafa rúnaletrið. Nú er tími til að vér snúum oss til hins mesta bautasteins, jökuleyjarinn- ar úti í hafi, þótt eigi standi á honum rúnir». Bók Rósen- bergs byrjar eiginlega hér; maður fmnur að hann á hér eigiu- lega heima, og hinir fáu hér á landi, sem unna fornum kveð- skap og finna til hins ótæmanlega fegurðardjúps fornaldarinn- ar, mundu eigi lítið gleðjast af að sjá hvernig höfundurinn skoðar fornskáldin og goðalífið. Hann byrjar fyrst á Sæmund- ar-Eddu; segir að það sé tómt gjörræði (vilkaarligt), að kenna Eddu við Sæmund; en vér getum alt eins sagt að það sé tómt gjörræði að kenna hana eltki við Sæmund. Sæmundar-Edda hefir verið kölluð svo frá því er menn fyrst vita til hennar; þar sem þormóður Torfason sagði Árna Magnússyni, að hann hefði heyrt föður sinn úngur nefna «Sæmundar-Eddu», það er: að Brynjólfur biskup ekki hafi fundið upp þetta nafn: þá vill Búgge ryðja kviðinn með því að lýsa þorinóð ómerkan fyrir sakir ellióra! svo mikið far gera menn sér um þetta. Að Sæmundur ekki er nefndur í annálum sem við riðinn Eddu, sannar ekkert; og yfir höfuð stendur þetta á litlu. En að e*nhver hafi safnað kvæðunum, sést á þvt að þau eru ritin á eina bók. t*að er eins kynlegt að efast um að Snorra Edda sé eptir Snorra, og fleygja alveg á burtu yfirskript Uppsala- Eddu — það hjálpar þá ekki að segja þessum mönnum neitt, þeir trúa engu nema því sem þeir sjálfir vilja. En þessi orð gilda ekki beinlínis um dr. Rósenberg; hann tilfærir einungis það sem aðrir hafa sagt og þókzt finna; um Sæmund og Sæ- mundar-Eddu held eg mér enn til þess sem eg hefi ritað í Gefn, og sem dr. R, hefir annaðhvort ekki" þekt, eða ekki hirt um. í tímariti Dr. Hjaltalíns («Sæmundur fróöi») stendur æfisaga Sæmundar, en hún er alveg dregin út úr hinni lat- ínsku æfisögu hans eptir Árna Magnússon framan við stóru Kvartútgáfuna, og hinn íslenzki höfundur hefir ekki gert nein- ar vísindalegar rannsóknir sjálfur um þetta efni. Á bis. 190 stendur þýðing á «Sif á hó heima» þannig: «Sif har en Hor- karl hjemme»; en þetta er rángt, þótt allir hafi skilið það þannig; «hó» er acc. (þolfall) af hór = ketill, eða ketilhadda (sbr. ísl. þjóðsögur II. 549: Ef maður hristir hóbandið með ketilkrókunum); meiningin er að Sif hafi átt ketil heima, og að jþór muni hafa bug þangað o: til eldhússverka, sem ekki þóttu sæmileg í fornöld; og eins stendur á í Lokasennu (Rasks útg.) v. 33: ««fái hóss eðr hvars» o: hóss er eignarfall af hór == ketill, og hvars = hvers = ketill (sama hugmynd er hér tví- tekin, eins og opt verður); en í Lokas. 54 getur hór verið = adulter, og er það ekkert að marka, þar sem Loki er að skammast. — Útskýring höfundarins á Eddukvæðunum er ann- ars gerð af mikilli snild; lýsing Brynhildar (bls. 301) er ágæt, eins og ómögulegt er að taka alt fram sem ágætt er í bókinni, því það er á hverri blaðsíðu. Fremstur í röð hinna íslenzku skálda er Egill Skallagríms- son, og er eigi ófyrirsynju að R. líkir honum við Starkað: »ó- eirinn og gjarn á ferðir, stoltur, hergjarn, drápgjarn, hefndar- gjarn, stundum riddaralegur, og svo skáldlegur að hann yrkir sér til lífs, huggar sig með kvæðum, og alt sem hreifir sér í sál hans, kemur fram í Ijóðum. fýðingar höf. á kvæðum Egils eru ágætar, þótt vér getum trauðlega ímyndað oss að Danir skilji þær. fað er eigi unnt að segja, á hverju honum hafi tekist bezt: Höfuðlausn og Sonartorrek eru svo vel lögð út að furðu gegnir, því þetta eru torskilin og óaðgengileg kvæði, enda fyrir sjálfa oss. Yér höfum yfir höfuð engan útlendau mann þekt né les- ið, sem er jafn vel inni í norrænum skáldskap sem Dr. Rós- enberg. jþetta fyrsta bindi verks hans um Norðurlönd er fög- ur skrautbygging, sem mun veita mörgum gleði og gagn, því vegna þess að R. er sjálfur skáld, þá hefir haun sjálfrátt eða ósjálfrátt dreift fegurðarinnar Ijóma yfir alla framsetninguna, að því ógleymdu, að hún hefði verið ómöguleg, eins og hún er bjá honum, án fjarska mikils lesturs og lærdóms. B. G. Hýdáið merkist'ólli:: íngibjörg Póru dóttir Iíristj- áns J. Matthiesens óðalsbónda á Hiiði á Álptanesi, efnileg ýngisstúlka, sálaðist úr brjóstveiki. Anna Páhdóttir (frá Ar* kvörn) kona Magnúsar óðalsbönda í Vatnsdal í Itángárvallas-, kvennval mikið,- dó á bezta aldri frá 6 úngum börnum. Jór- vnn Mcignúsdóttir frá þúfu, systir Gísla kennara og Sigurðar á Skúmstöðum; orðlögð yfirsetukona og skörúugur í mörgu. Hún mun hafa verið nær áttræðisaldri. Jón Petursson frá Engey, mikill skipasmiður og atorkumaður; hann var á sjötugsaldri. JTSorðfréttirear eystra, í síðasta nr., sem vér tókum eptir skýrslum úr Skaptafellssýslu, reynast, sem betur fer, ó- sannar. Mennirnir voru alklæddir í bátnum, er þeir fundust, og hinn franski læknir á «'Beaumanoir» skoðaði þá og áleitað þeir hefðu drukknað. A U G L Ý S 1 N G A K. — Vöru^’erð á Ssafirði : SaltOskur (stór) 50 kr., Pyrsklingur 32 kr., söltuð Isa 20 kr. — Með því að enn eru óseldir nokkrir lotterí-sedlar fyrir kvennaskólann, biðjum vér þá, er vilja styrkja fyrirtæklð meO því að kaupa seðla þessa, að snúa sér til einhverrar af okkur undirskrifuðum. Annan ágúst kl. 12 verður dregið um grip- ina. Reykjavlk, 16. júlf 1878. Olufa Finsen. íngileif Melsteð. María Fitisen, Pórhitdur Tómásdóltir. Pórunn Jónassen. — Forstöðuiiefní! J>jóðvinafélugsins til- kynnir hér með fulltrúum félagsins og öðrum hlutaðeigöndum, að með því að brugðist hefir að Andvara yrði komlð út þelta ár, verða þeir, sem skrifað liafa sig fyrir árbókum fé- lagsins, samkvæmt boðshréfi forstöðunefudarinnar 1. sept. f. á. með 2 kr. árstillagi, látnir fá í hans stað fyrra helming hins nýja ágrips af mannkynssögunni eptir Pál Melsteð. Enn frem- ur fá þeir Almanak pjódvinafélagsins um árið 1879, og ensk landabréf (um allan heiminn) með íslenzkum skýringum. Bæk- ur þessar munu verða sendar fulltrúunum jafnóðúm og þær verða til búnar, með póstum eða öðrum áreiðanlegnm ferðum. — j>eir, sem því vildu sinna, umbiðjast að gefa mér skrif- leg boð um, fyrir hve mikið verð þeir vilji flytja hvert skpd. af brennisteini, frá norðurenda Kleifarvatns til Hafnarfjarðar. f»eir sem viídu taka að sér flntning þennan, verða sjálfir að leggja til menn, hesta og öll flutniugsáhöld; brennisteinninn verður þeim afhentur ( pokum, sem eg undirskrifaður legg til. Hin gjörðu tilboð stílist hvort heldur er til mín undirskrifaðs, eða til herra j». Egilssonar í Hafnarfirði. |>yki mér hin gjörðu boð óaðgengileg, skuldbindur þessi auglýsing m(n mig ekki til að gánga að neinu þeirra. Hafnarfirði 15. júní 1878. W. G. Spence Paterson. — J>ann 11. júlí týndist neðst úr Seljadalnum og uppí mýr- ina fyrir ofan Grlmmannsfell: skjóða með þessum munum I: 2 tveggja-potta-tunnur fullar með brennivín, nýir kvennsokkar, 4 dragstöppu-skeifur sexboraðar, nokkrar dragstöppufjaðrir og nokkrir hesthófsnaglar. Hvern, sem finnur þessa muni, bið eg að skila til mín, eða gjöra mér viðvart að Tjörn ( Biskups- túngum. Bjarni Hallgrimsson. — Fundist hefir í sölubúð H. Th. A. Thomsens i júlímán. 1878 3 ál. rósað lérept (Sirts), 7 kv. steittur pipar, 2 ál. gulur silkiborði. Viðkomendur geta fengið þetta á skrifstofu tdlfs mót borgun fyrir auglýsinguna. Rvík 17. júlí 1878. E. Jafetsson. — 28. júní týndist hér á strætunum grár trefill með bláum bekk í miðju og dökkri rönd utan með. Trefli þessum er beð- ið að skila á skrifstofu þjóðólfs. — Þann sem tók upp svipu sem datt hjá mér á Öskjuhlíð- arveginum, merkt Jón Svb. — bið eg vinsamlegast að skila henni sem fyrst á skrifstofu þjóðólfs. — Fornt tjald týndist 23. júní frá Rvík til Hafnarfj- Er beðið að skila því á skrifstofu þjóðólfs eða til Brynjólfs Guðnasonar á Kaldbak í Ytrihrepp. — |>ann 5. þ. m. fann eg á Vogastapa nálægt Grímshól stór- an látúnsbúiDn tannbauk, og má hver sá, sem getur sannað hann að vera sína eign, vitjað hans til mín með því að borga þessa auglýsingu og uóg fundarlaun. Háfshól 11. júlí 1878. Magnús Eiríksson. — 12. þ. m. fannst á miðveginum ( Seljadalnum, forsigK^ skjóða með utanáskript til Ástriðar Guðmundsdóttir, A. *.'■? hver sá sem týnt hefir téðum hlut, getur vitjað hans til uod- irskrifaðs, með þvi að borga fundarlaun og þessa auglýs>u8u að f’ormóðsdai. Halldór Jónsson. Afgreiðslnstofa Jjóðólfs: í GunnlOgsens liúsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Joclium ssoii. PrentaDur í xirentsmiðju Einara þórDarsonar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.