Þjóðólfur - 31.07.1878, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 31.07.1878, Blaðsíða 1
30. ár. Reykjavik, 31 júlí. 1878. Kfrkjulegt tímarit Hér á landi liefir Mrkjulégt tímarit ekki verið útgefið að staðaldri. Hver sem vill vita um kirkjuleg mál, verður að suúa sér með það til dagblaðanna, og er það opt eigi við- kunnanlegt, og hefir það án efa gjört sitt til þess, að svo lítð hefir verið hugsað og ritað um kirkjuleg málefni, Eins og eðli- legt er, er ekki einungis allur þorri leikmanna, heldur og flestir prestar ókunnugir flestu, sem fram fer í kirkjunni erlendis og jafnvel sem við ber liér á landi. Oss er brugðið um, að kirkjulífið hjá oss sé dauft, og er það eigi að orsakalausu, en það getur naumast lifnað alment, nema það fái málfæri í kirkjulcgu tímariti. Nauðsynin til að gefa út slíkt rit, fer þó einkum vaxandi nú, þegar svo margt það, er snertir kirkjuna, or í hreifingu. Vér prestar í Kjalarnesþingi höfum fyrir mörgum árum fundið, hve nauðsynlegt það væri, að hafa eitt kirkjulegt tíma- rit hér á landi, og hefir það jafnvel komið til tals, að vér héldum því úti, þó það af ýmsum orsökum hafi farist fyrir til þessa. Á síðast haldinni synodus var minnst á nauðsyn þessa, og var okkur undirskrifuðum falið á hendur að leitast við að koma kirkjulegu tímariti á gang. Af því við höfðum áður hugsað um þetta mál, og finnum, hve mikið nauðsynjamál það er, viljum við verða við þessari áskorun synodusar með því að taka að okkur að halda úti kirkjulegu tímariti. Gjörum við það í því trausti, að góðir menn, bæði prestar og loikmenn, styrki ritið bæði með því að senda okkur ritgjörðir, og með því að útbreiða það, og leyfum við okkur hér með að óska þess. í>að er ætlan okkar, að tímaritið verði um 12 arkir á ári, kosti um 1V* krónu og komi út í smáheptum, venjulega um 3 arkir í einu á hverjum ársfjórðuugi, en minna í einu og tíðara, ef okkur við einstök tækifæri þætti það betur fara. Viljum vér í því geta hinna kirkjulegu hreifinga bæði her á landi og erlendis, leitast flð að flytja skýrandi og leiðbeinandi greinir um kirkjuleg mál, sem eru í hreifingu hér á landi, skýra frá hinu helzta sem við ber, og minnast á það sem áfátt er og miður fer í kirkjunni hjá oss, og að því leyti sem vér fá- um því við komið, skýra nokkra lærdóma, snertandi trú og siðfræði og fleiri greinir guðfræðinnar. Biðjum við því góða menn að senda okkur ritgjörðir þessa efnis. Æfiágrip og eptir- mæli merkra konnimanna og þeirra leikmanna, sem hlynt hafa öðrum fremur að kirkjulegum málum, tökum vér og fúslega. Fyrsta heptinu vildum við koma út einhvern tíma fyrir haustið, ef unt væri. Loks biðjum við þá, sem vildu taka að sér útsölu ritsins að láta okkur vita það. Görðum og Reykjavík, 27. júli 1878. Pórarinn Böðvarsson. HaUgrímur Sveinsson. Um hverahelln sem byg’gíngargrjót. Eptir jústitsráö, dr. J. Iljaitalín. í fyrra sumar sendi herra hreppstjóri Sigurður í Hauka- dal mjer hverasteina nokkra, og voru þar á meðal tveir af sömu tegund, sem finna má bæði við Reyki í Ölvesi og í Reykholtsdalnum, einkum í Reykholti; úr þessum steini er Snorralaug byggð, og hefir hún staðið, eins og kunnugt er, í toörg hundruð ár. Menn kalla alment hér á landi alt það grjót, sem finnst við hveri, hveragrjót, án þess að gá að því, að hveragrjótið getur verið margskonar, og mjög ólíkt í nátt- úru sinni; eg leitaði lengi að því, hvaða sérstakt nafu menn Qiundu hafa hér á íslandi yfir þetta grjót, som hér um ræðir, °g loksins fann eg það hjá Eggert Ölafssyni og Bjarna Páls- 23. blað. syni, að þeir liafa kallað það hverahellu, og það nafn virðist mér mjög vel til fallið fyrir það grjót, er hér um ræðir, og sem er einkennilegt við það, að það er auðsjáanlega myndað af efnum þeim, sem í hverunum eru, nefnilega bæði tinnu- sýru og leirjörð með litlu einu af kalkefni og magnesíu. Sum- ir hverir, sem innihalda mikla tinnusýru, mynda annarskonar hverahellu af nærfelt eintómri tinnusýru, sú hverahella er vanalega hörð og í þunnum lögum, og eigi nærri eins hæfileg til byggínga, eins og liin, er eg hér bendi á; þessi fyr talda er mjúk í sér og seig, bleik eða lítið eitt rauðbleik að lit, og ágætlega vel fallin til allra byggínga, hún er og öll með smá- holum eða millibilum milli smáagnanna, svo að hún tekur á- gæta vol rnóti öllu veggjalími, sem hún aldrei sleppir, ef veggjalímið er gott; hún mundi þyí mynda hinar varanleg- ustu byggíngar, er menn gætu þenkt sér, enda líkist hvera- hellan most gagnbrendum múrsteini, og mundi vera fult eins góð sem hann til allra steinbyggínga, hún hefir og þann mikla kost við sig, að hún er létt í sér, Iíkt og vikur, svo að hún í jafn stórum stykkjum og þétt tré, er lítið þýngri en það, hana má því flytja um styttri og lengri leiðir með tals- vert minni kostnaði en tígulsteina, enda stenzt hún verkanir loptsins og vatnsin3 lángtum betur en nokkur tígulsteinn; á sléttlendi eptir ís á vetrum mætti flytja hana á sleðum um styttri og lengri leiðir án sérlegs kostnaðar, þar sem eigi væri um því lengri veg að ræða. Með vel stiltum smíðatól- um mætti saga hana og höggva til í hverjar myndir, er mcnn helzt vildu, og þar eð gjótið or svo seigt, væri hún sjálfsagt hið mesta gersemi til brúargjörða, ef réttilega væri að farið. Sökum seigju þeirrar, er í þessu grjóti er, þyrftu menn heldur eigi að óttast fyrir hinni svo kölluðu múrátu, (Mauernfrass), er opt eyðileggur hin almennu múrhús, sem þýzkir byggínga- meistarar óttast svö mjög, og sem stundum eyðileggur hinar glæsilegustu múrbyggíngar á tæpum mannsaldri. Eg er nokk- urn veginn viss um, að þetta ágæta byggingargrjót muni mega finna víðast hvar, þar sem gamlir hverar hafa staðið, en af þeim stöðum, livar eg hefi séð það, vil eg að eins nefna hverina við Geisir við Haukadal, samt hverina í Reykholts- dalnum og í Hveragerði í Ölvesi. Hverahellan líkist í mörgu tillit hraungrjóti því, er finnst í Kapelluhrauni, sem einnig í seinni tíð hefir reynst mjög gott til byggíngar, en þó er það eigi nærri eins seigt í sér eða mjúkt að vinna sem hverahollan; það var fyrst 1852, að Steinsen sálugi söðlasmiður fór eptir áeggjan minni að viðhafa Kapelluhraunsgrjótið, en síðan hefir það eigi orðið óalmennt hér í bænum; þetta grjót stendur samt til þessara nota lángt að baki hverahellunnar, þar sem það er heldur stökkt í sér og vill sprínga undir hamrinum, þegar það skal tilhöggva; eigi að síður er það til fyllíngar lángtum betra en múrsteinn, þar sem hvorki þarf að óttast, að það skemmdist af múrátu eða sleppi kalkinu, eins og illa brenndir múrsteinar vanalega gjöra. Með brendu kalki myndar þetta síðasttalda grjót sterka og varanlega veggi, og ekki þekki eg betri ofaníburð á vegi, en ef því muldu væri stráð á vegina. í>egar maður fer hér um land haust og vor, þá sjá menn ljósast hversu þessi moldarverk stela tíma frá mönnum og gjöra mönnum í raun og veru ómögulegt að gefa sig við túna- sléttun og vatnsveitíngum, eins og menn annars gætu gjört, ef að þessi eilífu moldarverk eigi stælu tímanum frá þeim; auk þessa eru þessi moldarverk hin mesta þrælkun bæði fyrir menu og skepnur, að eg nú eigi tali um fataslit og fúa þann er þau af sér leiða. þ>að cr almenn meiníng allra lærðra 93

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.