Þjóðólfur - 31.07.1878, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 31.07.1878, Blaðsíða 3
95 tvær íslenkar sögur: Gullþóris saga, prentuð eptir gömlu handriti og h e i 1 (í fyrri útgáfunni vantar niðurlagið), og D r o p- laugarsona saga, einnigeptir handriti, báðar búnar undir prentun af J>orleifi Jónssyni. Sögur þessar virðast oss vel og vandlega útgefnar, og er það mjög æskilegt að þær eins og aðrar fornsögur vorar verði keyptar og lesnar af almenningi. Stntt æfiminning Sigurðar Breiðfjarðar shálds, samið hefir Jón Borgfirðingur. Rvk 1878, 1—60 bls., i 8 bb., prentað hjá E. Pórðarsyni, lcostar 50 aura. Jón Borgíirðingur á bæði viðurkenningu og verulegar þakkir skilið fyrir sín bókmentalegu störf, því að þótt, þau væri miklu óverulegri en þau eru, er það ætíð mikilsvert, að vinna af alúð og hreinni hvöt, og án allrar opinberrar um- bunar eða jafnvel þakka, til eflingar hinu ágætasta, sem þjóðir eiga, sem er mannvit og mentun. Félítill fjölskyldumaður, bund- inn allt öðrum skyldustörfum en bókfræði, og sem enginn hefir uppfrætt eða mentað nema hann sjálfur, — hefir eðlilega jafn- takmarkað starfsvið sem sjóndeildarhring, svo hvorki má frá hans hendi vænta neinna mikilla bóklegra verka né fullkom- inna, þegar dæma skal hið veruléga eða vísindalega gildi. Flestir óskólagengnir fræðimenn lands vors hafa og optast fundið sjálfir bezt þann vanda og þá ábirgð, sem fylgir þjón- ustu hinnar eiginlegu mentagyðju, og hafa því flestir látið sér nægja, að skrásetja og semja það eitt, sem ekki heimtar stranglega meiri mentun eða kunnáttu en fróðleik, lipran rit- hátt, nákvæmni og elju, svo sem til að semja aðra eins bók og prentverkssögu J. B. sjálfs. Aptur er meiri vandi að semja eiginleg vísindarit í sagnafræði sem öðru. En — eru æfisög- ur slíkar sem þessi, sem hér skal benda á, vísindaleg rit? Menn geta játað því eða noitað, eptir því sem menn skilja það, eða ætlast til að slík rit séu samin. Hitt er víst, að til þess að semja vel æfisögu merkra manna, þarf meira og fleira, en fróðleikann einn: menn geta fylgt öðrum manni eptir fet fyrir fet, og séð allt sem hann aðhefst, og þó misskilið hvatir hans, eðli, hugsunarhátt og allan karaktér meira eða minna. Eins og það er sitt hvað í konstinni, að mála mann eins og hann sýnist eða eins og hann er, þ. e. láta hans innri og dýpri mann þekkjast, eins er sitt hvað að segja lauslega frá æfi manna, og segja þannig sögu þeirra, að hið dýpra eðli og einkenni þekkist og skiljist. pað er mælt, að miklir menn myndi sína tíma, en eins eða öllu heldur má segja hitt, að tímarnir myndi mennina. Eldri æfisagna semjendur virðast mjög að hafa bygt á hinni fyrri setningunni, en hinir nýjustu sagnafræðimenn leggja meiri áherzlu á hina síðari. Mann- þekkingarfræðin er enn harðla úng og ófullkomin vísindagrein. í>ví miður eigum vér fáar æfisögur viðunanlega samdar, sem kemur af hinu mikla heimspekismentunarleysi voru, svo og því, að saga landsins er óskrifuð og óskoðuð, svo að allar vorar mörgu og mildu sagnir liggja eins og sundurlausir molar,jafn- vel fyrir vorum fróðustu mönnum, og aldir og aldafar, tíma- mót og menn, — alt vantar fastan sögulegan svip, einkunnir, svip og afmarkanir. En án dýpri skilnings á þeirri öld, sem maðurinn lifir á, er eigi unt að segja rétt hans sögu. Vér ætlum oss nú ekki að dæma hart þá æfisögu, sem hér ræðir um, en nofna verðum til varúðar hennar aðalgalla. Höfundurinn rekur alt of nákvæmlega hin ytri æfispor Sigurð- ar, en alt of lauslega hin dýpri. Hann segir að vísu satt og rétt frá því, sem hann veit um manninn, eins gott sem mis- jafnt, en hvernig svip fær Sigurður í augum lesandans, þegar bókin er búin? Mun hann virðast mörgum, sem annars ekki þekkja hann, svo siðferðislega búinn, að menn hiki sér eigi við að leiða hann til sætis með merkismönnum og þjóðskáld- um? eða munu margir án meðaumkunar — að vér ekki segj- um: án sorgar og viðbjóðs — geta svo horft á tötra þá, sem bann er uppmálaður í og þrætt hans óreglublandna armæðu- feril gegnum bækling þennan, að persóna hans missi eigi meira og minna virðingu og hluttekningu? «En svona var hann» — kunna menn að svara, og máske bæta brosandi við: «en honum fyrirgefst mikið karltetrinu, af því hann kvað svo vel». Flest eða alt, sem höf. segir um Sigurð, ætlum vér satt vera, en samt er fjærri oss að segja: svona var hann. Hann sýnd- ist «svona», hann varð «svona» í augum fjöldans, en var ekki svo. Sigurður Breiðfjörð var eins og aðrir barn þeirrar aldar, sem ól hann og uppfræddi, og fá börn mun hún hafa fóstrað örari í lund og námgjarnari en hann. Og þó fór hann ein- förum og lifði á hrakningi alla sína daga. Og það kom af því, að hann var ekki aldarinnar barn eingöngu í almennum skilningi, hann var líka maður fyrir sig, hann var andans barn síns tíma, hann var skáld. Hann var einn hinna kynlegu manna, sem samtíðin ekki áttar sig á, fyrir þá sök að hún þekkir ekki þær mótsagnir, sem fylgja fari þeirra, enda ferst og þeim eins á hinn bóginn, að þeir kjósa heldur fátækt með frelsi, en að fram falla fyrir aldarinnar goðum. Hið ytra háttalag Sigurðar er að vísu lágborið og lítilfjörlegt, en öldinni sýnist það sæma, því hefði hann verið að eins lítið eitt settari í ráði, lítið eitt varkárari í brösum sínum, og lítið eitt eigin- gjarnari og glöggari að sjá fyrir sínu ráði hefði víst hegðun hans þótt sómasamleg í alla staði. öldin krafðist ekki meira. þ>ó virðist almenningi jafnan að hafa fundizt meira um kveðskap hans en persónu, og er það eðlilegt, því af per- sónunni sá hún lítið annað en ránghverfuna. Rétthverfuna sáu fáir né skildu, en hún var djúpt, fagurt og fjörugt sálar- líf, sem svo var máttugt, að það hélt við og varðveitti hans betri mann gegnum einhvern hinn lægsta og lélegasta lífsins soll, gegnum blekkingar og basl kaldrar og hverflyndrar auðnu, og gegnum föll og freistingarstríð bráðrar og breiskrar lundar. ________________ (Framh.) Almenn tiðindi. Allan umliðinn mánuð hefir geingið hin mesta vætutíð yfir land allfc, svo að nálega öll taða liggur hvervetna á túnum og undir meiri og minni skemdum. Grasvöxtur er aptur góður í flestöllum héruðum, og annað tíðarfar, svo sem heilsufar, aflabrögð á þilskipum, o. fl. í betra lagi; einkum afla flest þilskip héðan úr Faxaflóa mætavel þorsk. «Sigþrúður» hið nýa skip Jóns verzlunarstjóra Stephensens fór vestur fyrir land og kom aptur með 15,000 þorsks og ísu, og «Reykjavík» skip þeirra G. Zoega, er nú á leið austan af Seyðisfirði, hlaðin af fiski eptir þrjár vikur. «Esja» þeirra Egilssons svo og «Geysir» úr Hafnarfirði hafa og aflað ágætlega. Á austfjörðum mokfiski af þorski og síld, ef menn kynnu að veiða hana. Erlendis frá berast eingin ný tíðindi með síðustu skipum: veðrátta hafði geingið hin bezta hvervetna til miðs f. m., og leit út fyrir ágæta uppskeru, svo útlit var fyrir að árgæzka og friður, mundi fylgjast að, eins og optlega er sagt í fornsögum vorum. Jón forseti Sigurðsson í Khöfn, sem síðan í fyrra hefir, eins og kunnugt, er verið mjög tæpur til heilsu, er nú talinn heill orðinn. Hkip. 29. þ. m. kom Cumbrae, skip Mr. Slimons, og liafði farið að Seyðisfirði fyrst og svo norðvestur um og kom frá Borðeyri. Með því komu 11 enskir ferðamenn, Krieger agent, Pétur kpm. Eggerz; það fór héðan heimleiðis með rúmt 30 vesturfara og á þriðja hundrað hesta. í>að á að koma aptur híngað 15. n. m. til að sækja hesta, og er þá enn von á fjölda ferðafólks, sem í ár streymir híngað með lángflesta móti. Með Cumbrae sigldi Sigfús Eymundarson, sem túlkur vestur- faranna, sem er samreitíngs fólk héðan af suðurlandinu, flest, að vér hyggjum, fremur efnalítið og margt af því börn og kvennfólk. 30. þ. m. kom Díana, kapt. Wandel, (á til settum degi), og segir fátt tíðinda. Með henni kom allmargt fólk, og meðal þeirra kand. theol. Sigurður Jensson frá Khöfn, Einar alþíng- ismaður Ásmundsson frá Nesi (til brauðamatsnefndarinnar); frá Stykkishólmi V. Clausen kaupm. með frú, Hjörtur læknir Jónsson, herra Skúli Sivertsen með frú frá Hrappsey, fröken Kristín Sveinbjarnardóttir úr Reykjavík o. s. frv.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.