Þjóðólfur


Þjóðólfur - 02.09.1878, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 02.09.1878, Qupperneq 3
103 inn vav tóbaksdósir ur gulli og settar demöntum i Emaille og grafin á sömu orð og á úrið. Dósirnar þykja listaverk mikið. Nefnd hafði verið kosin í fyrra til að útvega gripina. Séra Björn prófastur í Laufási afhenti gripina og mælti um leið fram stökur þessar: Tvo gripi sendir Grána hér og gróf á nafn þitt Tryggvi og gull er í þeim eins og þér vor erindsrekinn dyggvi. Jjú reyndist G r á n u gull í raun og gullin skaltu þiggja laun og sæmd og þökk um öll þau ár, sem uppi stendur fiokkur grár. Úr bréfi vestan af Patreksfirði. Hið enska skip, er strandaði hér í sumar, er eptir mjög litla aðgjörð hið bezta, fegursta og vandað skip. það keyptu 5 bændur og 3 kaupmenn hér í sameiningu, og kostaði það með öllu tilheyrandi rúmar 1000 kr: eða með aðgjörðinni um 1300 kr. Nú á að senda þaðerlondis; er þegar fenginn skip- stjóri, og Markús kaupmaður á Geirseyri, verður að sögn, stýrimaður; á að selja skipið ytra, líklega eigi fyrir minna, en 20,000 kr. Á verzlunarstaðnum Geirseyri við Patreksfjörð hefir Mark- ús kaupmaður Snæbjarnarson verið að láta roisa íbúðarhús úr íslenzku grjóti og kalki í fyrra sumar og í sumar, 12 álnir að lengd, og IIV2 álnir að breidd, álíka hátt og hús Jakobs Sveinssonar í Eeykjavík. Sig’urður Hansson úr Rvík er yfir- smiður. Húsið gizkar M. á að muni kosta um 8000 kr. Júlímánuð, síðara hlutann, voru hér stöðugar rigningar, svo töður hröktust mjög víða. Nú þennan mánuð hafa aptur mátt heita sífeldir þurkar og blíðviðri, nokkurt frost í fyrrinótt. SaltisfeBmMiia. í 20. tbl. «ísafoldam þ. á. stendur enn ein hugvekja um verkun á saltfiski, með tilliti til þeirra vand- ræða, sem svo mjög hefir verið rætt og ritað um hér á suð- urlandi í sumar. pykir oss vænt um, að pjóðólfur er ekki lengur einn um það mál. í hinni nefndu skorinorðu grein, er nú aðalákærunni í þessu máli, sem sé hinni misjöfnu verkun á saltfiskinum, snúið á hendur kaupmönnum sjálfum; er skýrt tekið fram það, sem ekki verður móti borið, að kaupmenn ekki «sortori» fisk þann, er þeir taka, heldur borgi lang-venjuleg- ast allan fisk holt og bolt með fylsta verði. Höf. fer enda lengra, og ber kaupmönnum á brýn, að þcir gofi á stundum meira fyrir slæman fisk en góðan; vantar oss þó að geta skilið, hvers vegna kaupmenn muni slíkt gjöra (ef þeir gjöra það), hvort það muni vera vanþekking þeirra að kenna, eða af annari ástæöu ; en þá ályktun dregur höf. af þessari að- ferð kaupmanna, að pað se of miJúl krafa til manna yfír höfuð, að þeir verki fiskinn sem bezt, meðan peim 8?, hagur að verka hann sem verst. Loksins gefur höf. þau tvö heil- ræði, 1. að kaupmenn afli sér þoirrar þekkingar á saltfiski, sem nauðsynleg sé til þess, að þeir og þjónar þeirra dæmi rétt um fisldnn, og gjöri svo hœfílegan mtm á verði hans eptir verkun, og 2. að útvegsmenn afli sér þeirrar þekkingar, sem þeir þurfa til þess að verka fisk sinn sem bezt. Síðan nefnir höf. fljótlega hinar helztu fiskverkunarroglur: að skera fiskinn strax, að skera af hausinn en sUta ekki, að leggja fiskinn táhreinan í salt, að þvo hann vel úr salti, að stakka hann slétt og fergja hæfilega, að þurka hann nóg uns hann er hvítur, og hnakkinn lætur hvergi undan íingri, að láta aldrei rigna í hann og hafa cetíð borðvið yfir stökkum. Loks ræður höf. til, að útvegsmenn hafi betra eptirlit með verkun á sjómannaflski en opt á sér stað, og ætlar að bezt væri, að Sunnlendingar tækju upp sama sið og Vestfirðingar ljafa, að verka afla af hverju skipi í sameiningu. Alt þetta getur nú mælt og skal nú mæla með sér sjálft. En hvað snertir ákæruna á hendurkaupmönnum, þá játum vér, að það var nauðsynlegt málsins vogna, að einnig sú liliðin væri vel og skorinort tekin fram, því eigi að greiða úr vanda þessum, verða kaupmenn sem annar málspartur, að leggjast h'ka á eitt, og gjöra alt, sem í þeirra valdi stendur uns til- gangi þeirra í þossu efni og þar með gagni allra er náð. En af því vér óskum, að hér fari fram kapp með forsjá og fullrí sanngirni — skulum vér geta þess, að oss þykir <5- sanngjarnt, að kenna kaupmönnum einum um þá sök, sem um er að ræða. Að vísu er það að mesíu leyti satt, að þeir «sortera" ekki saltfiskinn, og mynda með því óbeinlínis eina aðalorsök þess, að margur vandar svo misjafnt vöru þessa, en þess ber að gæta, að eins og er varið verzlunarhögum og verzlunaraðferð hjá oss, er það fjarskalega torvelt fyrir kaup- menn, að «sortera» eða meta fisk til verðs eptir gæðum áður en þeir taka hann, já, það mun reynast als ekki of mikið sagt, að kaupmenn geta aldrei komið því fram, nema með samíökum, samþykki og tilstj'rk almennings, sem verzlar við þá. Skulum vér þessu til skýringar skýrskota til ræðu þeirr- ar, sem kaupstjóri Gránufélagsins, herra Tr. Gunnarsson, hélt í sumar á fundi félagsmanna, sbr. «Norðlings» 1.—4. tbi. þ. á. Kaupstjórinn bendir fyrst skorinort á, að verzlunaraðferðin liér á landi sé öfug í því, að íslenzkar vörur séu optast nær of hátt borgaðar, svo að afleiðingin verði bæði sú, að peningar hætti að flytjast inn í verzlanirnar, og sú, að útlendu vörurnar og einkum kramið sé sett svo hátt sem unt sé, og er þetta einmitt hið sama sem Jpjóðólfur hefir áður tekið fram. í annan stað kvartar kaupstjórinn yíir lánunum — hinum rentulausu, eilífu útistandandi skuldum, sem kaup- mönnum jafnt sem bændum hefir verið, er 0g verður til hins mesta tjóns. Hann ætlar því, að öllum væri hinn mesti hag- ur: ef rentur væri goldnar bæði af inni- og útistandandi verzlunarskuldum, og að bændur jafnframt semdu svo við kaupmenn, að láta sína vöru fala við betra verði ef þær borg- ast með peningum, Hvað loks «sorteringuna» snertir, kvaðst hann sjálfur hafa gjört sér það að hinu mesta áhugamáli að koma henni á, og reynt ár eplir ár, að fá aðra kaupmenn til að setja verð eptir gæðum. En á þessu séu mikil tormerki, einkum það, að menn séu vanir að hlaupa bálreiðir með vöru þá, sem kaupmonn fyndu að, frá einum til annars, svo opt sé þoim og þeim kaupmanni nauðugur einn kostur, að tak.: af skuldunautumsínum viðþeirrivöru,sem honum býðst, eða fá enga vöru ella. Af þessu leiðir það, að þótt kaupmenn gjöri til- raunir til samtaka í þessu efni (líkt og gjört hefir verið hér í Evík) þá falla þeir óðara frá á tímum freistinganna — alt svo lengi sem bændur 0g kaupmenn í sameiningu gjöra eigi þessi samtök. — Um þetta má margt rita, þótt nú sé ekki rúm fyrir meira í þessu blaði; ver álítum — hvað sem vor hciðraða meðsystir «ísafold» segir — mikilsvert alt skynsam- legt spjall og rit um svo mikilsvert málefni, scm því miður er mjög skamt á veg komið enn. (Framh. síðar). Mannalát. í hinum síðast komnu norðanblöðum stóð andlátsfregn tveggja merkra manna, sem oss þykir vert að geta. 3. júní andaðist aðGrafarósi sira Jón Blöndal fyrrum prest- ur að Hofi á Skagaströnd en síðan verzlunarstjóri og þing- maður Skagafj.sýslu, nálægt fimtugur að aldri. Hann var at- gjörvis maður som margir frændur hans og prúðmenni. Sein- ustu árin var hann þjáður mjög af brjóstveiki. 27. s. m. andaðist að Oddeyri við Eyjafjörð verzlunar- maður J.Ch.Jensson, á fertugsaldri; hann var tengdason hins góðkunna kaupm. Havsteins á Akureyri, maður einkarvcl látinn og vel að sér gjör. Hér í bænum er nýsálaður silfursmiður J ó n I>orbjörnsson, hagleiksmaðurmikill, á scxtugsaldri. 25.f. m. sálaðist að Hraungorði húsfrúBjörg Guttormsdóttir(fyr. prosts að Hofi í Vopnafirði) á áttræðisaldri. Hún var gipt sira Stefáni Pálsyni aðstoðarpresti föður hennar, en misti hann úng eptir stutta samvoru. Húsfrú Björg var jafnan kölluð eitt hið stakasta kvennval. Hún varð bráðkvödd þar sem hún sat á Stóli og talaði við aðra konu, og hneig örend eptir lítið eða ekkert dauðastríð. Hún hafði nokkurn tíma áður kont við og við krampasjúkleiks. Hún var vel fjáð kona, og hafði arfleitt fátæka að sumu fé sínu en gefið sumt frændum og fóstur- börnum sínum. — Hinn 8. ágúst andaðist að írafelli í Kjós eptir lángar þjáningar konan G u ð í’ i n n a J ó n s d ó 11 i r, 54 ára að aldri. Bún var fædd 8. júní 1824, á Cnnarholti ( Ilrunamannabrepp,

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.