Þjóðólfur - 25.09.1878, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 25.09.1878, Blaðsíða 1
30- ár. 26. blað. heykjavik, 25. sept. 1878. Tíðarfarið o. íl. Nú við sláttarlok muna menn trauðlega meiri óþurkatíð en þá, sem gengið hefir yfir suður- landið síðau fyrri hluta júlímánaðar; aptur hefir veðráttan eystra og nyrðra verið all-hagstæð allt fram undir Höfuðdag. Af Vestfjörðum hefir oss verið skrifað, að júlímáuuður hafi þar verið votur en ágúst þur. Heyskaparlokinn fara nú eptir þessu. Víðast um suðurland mun heyafli manna ekki ná með- allagi og bæði töður og úthey hafa all-víða hrakist meir eða minna; grasvöxtur var og að jöfnuði minni syðra en nyrðra. Og þótt engin neyð viröist standa af tíð þessari, er það víst, að margir bændur munu mjög svo þurfa að draga úr heyá- setning í haust. Verð á sauðfé og kúm verður þvi að lík- indum með betra inóti, enda ætlum vér að peningur í land- inu hafi víðast hvar mjög fjölgað hin síðastliðnu ár. Síðan 12. þ. m. heíir gengið eitt af hinum lakari hausthretum yfir landið, j'mist norðan frosthríðir með fannfergju á fjöllum, eða vestan íhleypur; urðu menn nyrða að taka kýr og ásauði á hús og hey; standa nú yflr fjalleitir og óttast menn misjafn- ar heimtur. Verkun á fiski og eldiviði hefir einnig gengið afar erfiðlega í sumar hér syðra, enda hefir það ábættst, að kaupmenn hafa orðið að þurka nálega alla fiskivöru sína upp aptur; hefir slíkt kostað þá ærna fyrirhöfn og töluvert fé. Aflabrögð hér við Faxaflóa hafa nálega engin verið síðan sláttur hófst, en aíli á þeim 15 eða 16 þilskipum, sem Eeykja- vík og Gullbringusýsla eiga og gjöra út, hefir gengið vcl og gefið mikinn arð að öllu samanlögðu. Lærði skólinn var settur í miðjum þessum mánuði; var þá kominn allur þorri skólasvcina nema Vestfirðingar; þeir bíða «Díönu», sem koma átti hingað þann 19. þ. m., en var ekki komin á Skagaströnd hinn 18.; hefir hún hreppt gæftir hinar verstu. Gjöra þessar tálmanir kaupa- og ferðafólki mikla erfiðleika. Kosnir alþmg-isincnii. 19. þ. m. kusu Skag- firðingar sér tvo nýja þingmenn, annan í stað sira Jóns Blön- dals sál., en hinn í stað herra E. B. Guðmundssonar á Hraun- um, er afsalaði sér þingmennsku. Á fundinum mættu 42 kjósendur, og urðu þessir kosnir : Jón ritari Jónsson úr ltvík með 27 atkv. og Friðrik Stcfánsson bóndi á Vallholti með 29 atkv. íjórir eða fimna aðrir höfðu fongið atkvæði á kjörfundi þessum. 2. okt. næstkom. verður nýr þingmaður kosinn fyrir Strandasýslu í stað Torfa sál. Einarssonar. Einna líklegastur til þeirrar kosningar er talinn sira Eiríkur Briem prófastur á Steinnesi. Frá Vestmannaeyjum er oss nýlcga skrifað: «Tveir menn liafa farizt hér í fjöllum í sumar, annar við lundaveiði 31. júlí, únglingsmaður, Einar Jónsson að nafni; hann hrapaði úr svo nefndum «Flugum». Hinn hét Jón Pétursson, bóndi á Elinarhúsi, ungur og efnilegur maður, dó frá konu og barni; hann hrapaði 26. ágúst úr svokölluðu «Klifi»>, þannig að steinn kom úr bjarginu í höfuð honum þar sem hann stóð og hélt í festi (við fílúngarveiði); rotaðist hann þegar og hrapaði nið- ur nálægt 70 faðma flug. Slíkar slysfarir eru því miður mjög tíðar hér á eyjunum meðan fluglaveiðar yfirstanda». (Aðsent). Hvernig mun því varið, að bingað til Vest- mannaeyja eru enn hvorki komnar bækur frá þjóðvina- né bókmentafélaginu? ætli það eigi að fara í ár eins og fyrir nokkrum árum, þegar bókmentafélagsbækurnar komu fyrst hingað árið eptir að þær komu út? eg er hræddur um að þá muni eigi fjölga meðlimir félaga þessara, miklu fremur eru líkindi til, að nokkrir þeirra muni týna tölunni; hingað hafa verið í sumar svo tíðar skipaferðir, bæði af póstskip- inu og scglsldpum, að það er bersýnilegu hirðuloysi fé- lagsstjórnanna að kenna, að hingað skuli enn eigi vera komið 8V0 mikið sem þjóðvinafélagsalmanak né Skírnir. Menn eru hér óánægðir með, hversu dræmt veraldarsag- an kemur út, þar sem nú er hætt að gefa út hepti af henni optar en þriðja hvert ár, og kenna menn það eigi hinum góð- kunna höfundi heldur félagsstjórninni, er muni ætla að láta útkomu þessarar nvtsömu og ágætu bókar vara heilan manns- aldur. Félagið ætti að styrkja svo að útgáfu bókarinnar, að hún gæti komið út á hverju ári, unz henni væri lokið um sinn, því enginn veit hversu lengi hins ágæta höfundar nýtur víð. Vestmannaeyjum 8. (lag septbr. 1878. Felagsmaður. Flsklsamf»yktir. 1 þrem fjórðungum landsins er nú verið að reyna til að koma á samþyktum í lagaformi til betri reglu við fiskiveiðar, nefnilega við ísafjarðardjúp, á Seyð- isfirði og hér við Faxaflóa. Er þessi viðleitni enn einn votturþess, hversu félagsskapur og framfara-áhugi er óðum að eflast hjá þjóð vorri — þótt mörgum þyki smátt miða. Hér við flóann eru lóðalagnirnar ekki svo mjög aðalefni málsins, sem í hin- um höfuðveiðistöðum landsins, heldur netalagnirnar, sem ein- ungis tíðkast við Faxaflóa — fyrst teknar upp um miðja 18. öld, og brúkun þeirra farið æ vaxandi til þessa dags. Um þessa merkilegu veiðiaðferð hefir í frá upphafi verið hinn mesti vandi að dæma, sem af engu skilst Ijósara en því, hve sund- urleitir dómar og skoðanir sjómanna sjálfra er um hana. pó má taka það fram, að bæði reynslan sjálf, og ekki síður rök- gemdir ýmsra hinna glöggvustu manna, virðast hér um bil nægilega hafa sannað, að mikil netabrúkun breyti venjulegum fiskigöngum, einkum á grunnmiðum, og fœri fisk frá landi, sbr. rit þeirra fróðu feðga Ólafs stiptamtmanns og Magnúsar Ste- phensens, sem nýlega er vitnað til í «ísafold». Á hinn bóg- inn sýnir reynslan fullkomlega, að með netum má afla miklu meiri fisk á sama tíma en með nokkrum öðrum veiðarfærum, — já, svo mikinn fisk, að allinn gjöri iniklu meira en borga hinn meiri tilkostnað, sem hin dýru net og hin miklu stærri skip hafa í för með sér. J>arf og enginn neta-óvinur að hugsa til, að fá samtök manna sem stendur eða fyrst um sinn til að leggja niður þorskanet, enda liggja nú stóreignir almenn- ings við Faxaflóa í þeim útveg, og í annan stað er nú einu sinni svo komið, að fiskur er hættur að una á grunnmiðum nema endrum og eins, en að veiða á djúpmiðum á haldfæri eða með lóðum þykir ógjörlegt á opnum skipum eins og hér hagar til. Næst því að fjölga þilbátum og samfara því virðist því næst liggja við, það sem nú er verið að reyna, að tak- marka netsviðin og netafjöldann. Eins Og áður hefir verið umgetið setti amtmaðurinn í suðurumdæminu nefnd velvalinna útvegsbænda í vor til að semja reglur um fiskiveiðar fyrir Gullbringusýslu og Eeykjavík, samkæmt lögum um fiskiveiða- reglur frá 14. desember 1877. Nefnd þessi lauk nú starfa sínum í sumar, og var álit hennar síðan lagt fyrir sýslunefnd- ina 26. júlí, og svo hennar álit aptur (samkvæmt nefndum lögum) fyrir almennan fund, sem haldinn var í Hafnarfirði 10. þ. m. En sökum formgalla, er varð á sýslufundinum, verður málið aptur lagt fyrir sýslunefndina. Málið kemst því ekki í kring fyr en einhvern tíma seint í haust; munum vér þá birta samþykktina í heild sinni. Kcjkjancssvltinn. Bygging þessi gengur trekt og afar-erfiðlega bæði sökum hinna torveldu aðflutninga og þó einkurn vegna hinnar staklega óheppilegu veðráttu; í votviðr- um er nálega ómögulegt að vinna að kalkhleðslu. IJó er sagt að vitanum muni verða lokið í haust. Umsjón við vitann hefir landshöfðingi þegar veitt úngum manni úr Rángáryalla- sýslu, sem heitir Ásbjörn Ólafsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.