Þjóðólfur


Þjóðólfur - 25.09.1878, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 25.09.1878, Qupperneq 2
106 Vitalampivm i Enjyey. Er leyfilegt að spyrja: hver á vitalampa þann, sem stundum er kveykt á í Engey, þegar von er á póstskipinu? Kostar póstskipið hann? kostar bærinn hann? kostar landið hann? Hver sem á að kosta lampa þennan, þá er stór þörf á að hann logi optar on hann gjörir. Nýlega viltist skip í slæmu veðri um nótt frá sundi því, sem fara á inn með Engey inn á liöfnina, og lág við sjálft að það færi í strand, og hefði það hlotizt af því, að ekki logaði á lampa þessum, sem vér sjáum ekki betur en sé bráð-nauðsynlegur hér við innsiglinguna þegar myrkur er. Hver sem lampa þennan á, ætti ekki, úr því honum er nú einu sinni klúngrað upp, að spara nokkra steinolíupotta og hætta á að stór tjón af því hljótizt, heldur ætti lampi þessi að loga á hverju hausti meðan skipa er von, t. a. m. frá 1. september. J. Sælnliúsið á KolTi((ar]ióIi, sem að mestu var fullgjört í fyrra haust, hefir nú fengið þá aðgjörð, sem þurfa þótti, heíir það verið notað í sumar og fólk haft þar bygð. Húsið er 10—11 álnir á breidd og lengd með sam- svarandi hæð, úr límdum steini byggt og allsterkt, í því er og skorsteinn og herbergi til íbúðar, en meiri hluti hússins er ætlaður ferðamönnum. Vér munum síðar birta stutt yfirlit yfir kostnað hússins. Hið eldra sæluhús er notað fyrir hesthús; enda þyrfti nauðsynlega að því húsi yrði haldið við, þar er hið nýja hús mun ella reynast of lítið. Hvort nokkur nýtur maður muni fyrst um sinn fást til að búa þar í húsinu án töluverðs styrks af opinberu fé, ætlum vér efamái, því bygð er þar erfið mjög sökum illviðra, skorts á vatnsbóli, eldiviði og slægjum. En óðum mun þar vaxa umferð og aðsókn gesta, er vegir taka að batna, einkum ef þar jafnframt býr lipur og þokkasæll húsráðandi. En hvernig sem það fer, þá er það víst, að hin mesta héraðsbót er að húsinu, og þeim peningum, er góðir menn hafa lagt til þess, gat aldrei orðið betur varið. Jlíýi veífiirinn yfir Svínalirarm er þegar orðinn all-mikið mannvirki. Eptir fyrirlagi amtmannsins skyldi liann vera fullgjörður 1. okt. í haust, en þó skyldi ekki þurfa að taka hann út til fulls fyr en á lestum 1879. Fyrir nokkr- um dögum síðan var lokið úttekt á því af vegi þessum, sem fullbúið var í fyrra, svo og því, sem endurbætt var í ár, var allt það stykki rúmir 1600 faðmar, en allt hraunið er rúmlega 3000 faðina breitt, þar sem vegurinn er lagður yfir, en það er þriggja meðal-bæjarleiða vegur. Svínahraun liggur, eins og kunnugt er, á almannaleíðinni úr Reykjavík austur yfir Hellisskarð til Ölfus, milli Vífilsfells að vestan og Hengils að austan, eða milli svo nefndra Vatna að neðan og Bolavalla upp við Kolviðarhól, þar sem við nýja sæluhús stendur rétt undir Hellisskarði eða háheiðinni. Yfir hraun þetta var áður einhver hinn versti vegur, harður og holóttur í þurkum, en blautur mjög í votviðrum og einatt ófær í leysingum og varð þá að krækja fyrir hraunið og fara svo nefndar Flatir. Svo er sagt, að hraunið hafi áður sjaldan verið riðið á skemmri tíma en hálfum öðrum klukkutíma, en í sumar var það riðið á 25 mínútum. Veganefndarmenn Keykjavíkur, þeir Einar J>órðarson prentari og Jón Stefánsson verzlunarstjóri, er sendir voru af amtinu til úttektar, skoðuðu nákvæmlega hinn nýja veg, og með þeim ritstjóri blaðs þessa, og virtist þeim allur vegurinn vel og óaðfinnanlega gjörður; að vísu verður ekki ofaníburði lokið í allan veginn fyr en að sumri, enda fer svo bezt, að slíkir vegir traðkist og sígi missiri fullt cða jafnvel lengur áður en lokið er ofaníburðinum. Vegurinn skyldi vera 10 feta breiður og allur upphlaðinn, aðdroginn og framræsaður þar sem þyrfti. J>ar sem vér mældum var vegurinn allstaðar 11 fet á breidd og vel hlaðinn úr því grjóti, sem þar var kostur á, en það er engan veginn gott til hleðslu að öðru leyti en hörkunni, því hraunið er hart og fornt, en þó mætti vel mylja það í möl til ofaníburðar, ef sérstök verkfæri fengj- ust til. Ræsi höfðu hvergi verið gjörð, því að þeim verður þar ekki við komið, enda gátum vér ekki séð, að vatn gæti fest nokkurstaðar í veginum. J>að scm einkum hefir þótt at- hugavert við vegagjörð þessa síðan í fyrra, er það, að undir- burðurinn í veginn þótti of meyr og moldarkendur, svo hestar sukku drjúgum í hann í fyrra haust. Nú er þessi galli bættur, og er nú vegurinn allur jafnharður og jafn slétt- ur, og hafa þó gengið hin mestu votviðri. Alla möl eða sand í veginn verður að aka að langa vegi og fyrir því notuðu menn undir í vcginn það sem nær fékkst, og virðist það og vel hafanda ef það treðst fyrst, og sandofaníburðinum er smámsaman haldið við unz allt er orðið jafn fast og kúpt. Yfirsmiður að því sem út er tekið af veginum er Eiríhur As- munchson bóndi hér í bænum; og er mikið ráðist f fáng af félitlum fjölskyldumanni, að taka að sér svo dýrt og ábyrgð- mikið verk. Annar yfirsmiðurinn er l.uðvig Alcxíusson (lög- reglumanns). Ilafa þeir báðir takið að sér verk þetta við uppboð (með undirboði), og skyldu þeir hafa nálægt hálfri fimmtu krónu fyrir faðm hvern, þegar út væri tekinn. Mun það álit manna, að þeir verði ekki ofhaldnir á þeirri borgun að lyktum, því verki þeirra hefir fylgt ærinn kostnaður og armæða; hafa þar að jöfnuði unnið 30 — 40 verkamenn bœði þessi sumur og legið við tjald, en allar nauðsynar hefir orðið að flytja að neðan úr Roykjavík. þ>egar slík verk sem þctta eru vel og samvizkulamlega af hendi leyst, þá ber þau vissu- lega vel að launa, og er mikið spursmál hvort rétt sé, að selja slíka vinnu við undirboð. Réttara mundi eflaust að nefnd væri kosin til að meta verkið, en síðan réðu yfirvöldin (amtið), hverir vinnunni stýrðu. Fátt er fegurra og framfara- legra að sjá en nýjar vegagjörðir yfir torfærur og fyrnindi, og ekkert sannar betur vaxandi menningu þjóðarinnar, enda á ekki þjóðin eða landsstjórnin allan heiðurinn fyrir slíkar fram- kvæmdir, heldur og þeir, sem sveizt hafa yfir sjálfu verkinu, því verki, sem vorður að gagni og gleði öldum og óbornum. — í sumar hefir verið byrjað á vegagjörðum á Holtavörðuhoiði, á Kaldadal og á Grímstunguheiði norðanverðri. Leyfar fornra kristinna frœða islenzkra: Codex Arna-Magnæanus 677.4to auk annara enna elztu brota af íslenzkum guðfrœðisritum. Prenta Ijet J>orvaldur Bjarnar- son. Með fimm fotolitograferuðum sýnisblöðum. Kaupmanna- höfn. Hjá H. Hagerup bóksala. Prentað í prentsmiðju Thieles 1878 XX og 207 bls. 8. Hefði útgefandinn viljað vinna sér verk sitt hægt, þá hefði hann getað látiö prenta bók þessa í Reykjavík með venjulegu óbreyttu letri, án þess að greina með leturbreytingu böndin frá því, er ritað er fullum stöfum í skinnbókunum; en þá hefði bókin ekki haft svo mikla vísindalega þýðing, sem hún hefir nú. Til þess að frœðimenn gœti haft full not af bókinni og að allr frágangr hennar samsvaraði þeim kröfum, er kunnátta í íslenzkri tungu og vísingin yfir höfuð nú gjöra til vandaðrar útgáfu af vorum elztu og ágætustu skinnbókum, tók hann sér fyrir hendr kostnaðarsama ferð til Kaupmanna- hafnar og dvaldist þar í fimm mánuði, meðan hann var að gefa bókina út. fær þúsund krónur, sem hann fókkaflands- sjóði til útgáfu bókarinnar, liafa tæplega hrokkið til ferðar hans fram og aftr og veru hans í Kaupmannahöfn. J>að segir sig sjálft, að slík bók sem þessi, selzt eigi svo fljótt að hún launi prentunarkostnað fyrr enn eftir mjög langan tíma, og hefði því útgefandinn þurft að fá töluvert meiri styrk, enn hann hefir fengið, ef hann ætti að verða skaðlaus. J>að er til útgáfunnar sjálfrar kemur, þá er hún í alla staði vönduð, og er auðsætt að útgefandinn hefir hvorki sparað fyrirhöfn né kostnað, til þess að hún gæti orðið það. Prófarkirnar heíir liann lesið eftir skinnbókunum sjálfum og eru þær prenlaðar stafrétt moð hinni mestu nákvæmni; bók- stafamyndírnar eru svo líkar bókstöfum skinnbókanna, sem orðið getur í prentaðri bók. |>að sem táknað er með bönd- um í skinnbókinni, er prentað með skáletri (cursiv). Að eins þá er svo er að farið, geta menn fullöruggir byggt málfrœði- lega rannsókn á útgáfum fornra handrita, því að ef böndin eru prentuð með sama letri og hitt, getr ávalt leikið efi á, hvort útgefandinn hafi leyst þau rétt upp. Hér við bœtist það, er gjörir þessa bók svo dýrmæt, að flestar þær skinnbæk- ur, er hún cr gefin út eftir, eru einhverjar hinar elztu aí íslenzkum skinnbókum, og kcmur hin íslenzka tunga fram í

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.