Þjóðólfur - 10.10.1878, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.10.1878, Blaðsíða 1
30. ár. 27. blað. Heykjavik, Hinn fjölfróöi nýji ritstjóri ísafoldar hefir þegar sent lesendum sínum allmargar meira eða minna nýjar hugvekjur; þykir oss engin læging að benda hér með fáeinum orðum á nokkrar þeirra , því ekki er víst, hvort vér finnum oss færa til, eða fáum rúm í voru blaði, til að ræða þau mál ítar- legar. í 19. t.bl. færir «ísafold» þá tillögu, að aftaka lesta- gjald af skipum, sem nú tíðkast, en leggja í þess stað toll á kaffi og sykur, sem nemi jafnri upphæð eins og lestagjaldið nú nemur. Til hvers? Til þess með þeim hætti að ná í gjald það handa landssjóði, sem nú geldst af póstskipinu, en sem samkvæmt stöðulögunum rennur í ríkissjóð. Eins og höfundur þessarar tillögu sjálfur játar, er tillaga þessi varhuga- vert mál. Mun ekki hin danska stjórn finna hér krók á móti bragði? Eða mun sá krókur liggja ijær? Vér nefnum hann ekki í þetta sinn, enda látum nægja, að ráða þeim, sem þessa tillögu ræða, að gæta alls varhuga. Að skipa- gjaldið muni ár frá ári fara vaxandi, er ekkert efamál, en hitt er rneira efamál, hvort upphæð tollgjalds af kaffi og sykri muni vaxa að sama skapi. í sama t.bl. er góð, en alls eigi ný, hug- vekja um að vanda kyn húsdýra, einkum með því, að gæta betur en gjört er að vali karldýra þeirra, sem ala skal undan. Um þetta þyifti skörp ádrepa að standa í hverju tölublaði, sem útkemur á landi voru, unz almenningur opnar eyrun og hættir því siðleysi, sem of víða á sér stað, að hirða ekkert um kynstofu skepna sinna. í sömu grein er og mælt með gripasýningum þeim, sem bústjórnarfélagið hefir ásett að reyna til að stofna, uppástunga, sem vér ætlum bráðlega að mæla með sérstaklega. — í 20. t.bl. stendur nýstárleg grein um fréttaþræði (telegrafa), og óskar höfundurinn að allsherjar samtök í útlöndum (bæði stjórnir og einkum veðrafræðisfélög vildu leggjast á eitt og stofna fyrir oss fréttaþráð. pótt margt gjörist ólíklegra nú á dögum en þetta, mun þó meira þurfa til að gjöra áður slíkt verði gjört, en að semja smágrein um það í íslenzku blaði. En orð liggja í fyrstu til alls, og er vonandi, að bæði þing vort og stjórn láti sér þessa tillögu ekki óviðkomandi, heldur reyni til að koma sem fyrst alvarlegri hreiíingu á málið. í 22. t.bl. er mjög þörf og skarpleg grein, um tregðu þá sem gengur á því, að ná bótum hér á landi, þegar erlendir fiskiraenn gjöra mönnum skaða með rán- um og yfirgangi, eða þegar í öðrum máluin er leitað réttar gegnurn utanríkis-ráðherrann í Danmörku. Höfundurinn, sem sjálfur liefir gengt embætti undir þesskonar ráðherra, er fær- asíur að rita um slíka hluti, enda er vonandi, að viðkomend- ur láti sér eigi orð hans og röksemdir sem vind um eyrun þjóta. Hvað óreglu og ágáng erlendra fiskimanna hér við Faxaflóa snertir, þá hefir fjóðólfur gjört slíkt aptur og aptur að umtalsefni, en — blöð hafa ekki framkvæmdarvald. í 23. tbl. hreifir ritstjórinn brunabótarmáli líeykvíkinga, og kveður það bæði vera óráð og ólag, að senda s/s af brunabótargjaldi bæj- arins út úr landinu (eins og nú er gjört), án þess gjaldendur hafi nokknr not af leigum þess fjár, né heldur nokkurn at- kvæðisrétt við stjórn þess félags, sem féð er goldið til. Vér erum alveg á sömu skoðun og ritstjórinn, að bærinn sétti sem fyrst að hætta þessu ráðlagi og stofna ábyrgðarsjóð, er einn fengi allt ábyrgðargjald bæjarins. J>að er auðvitað, að slíkt er ekki gjörlegt nema með fjörugum samtökum og eindregnu samþykki bæjarmanna, en kleyft virðist oss fyrirtækið svo framarlega sem allt árgjaldið gæti numið heilu meðalhúsverði eins og hús vor nú eru virt. En þurfa mundi fyrst að líta betur eptir slökkvitólum bæjarins og slökkviliði, sem enn mun vera í sínum fyrsta barndómi. pað var annars skaði, að hinn 10- okf. 1878. fróði meðbróðir vor benti ekki betur á, hvernig hann ímynd- aði sér að hægast og hentast sé fyrír Reykvíkinga, að koma nýjum fótum undir sig í þessu máli. Enda skorum vér «þén- ustusamlega» á vort heiðraða bæjarráð, að taka það sem fyrst til íhugunar. Hvað er sjálfsagðara en að hvert félag, eins og hver einstakur maður, annist og ábyrgist sitt ef hann getur? Og á meðan ekki greiðist betur úr peningaeklunni, er víst ekki vert að senda þá peninga til Danmerkur, sem unt er að eiga og ávaxta hér heima. í sama tölublaði er þess getið, að ráðgjafinn hafi leyft að verja megi að 30,000 krónum úr við- lagasjóði til útlána innanlands með venjulegum skilmálum þegar lánað er landsfé, en með því aukaskilyrði, að í hvert skipti skuli veiting lánsins sendast ráðherranum til staðfest- ingar. J>etta skilyrði ráðherrans finst ritstjóranum, eins og von er, undarlegt og óviðfeldið, eins og landshöfðinganum væri ekki trúandi til að lána þetta fé og ábyrgjast það, eins og annað fé, sem honum er fyrirtrúað. En mun ekki bæði þessi og mörg önnur undarleg tilhögun vera sprottin af þeirri til- högun, að svo mikið af landsins fé er látið berast til Dan- merkur og ávaxtast þar? Eða hvað stoðar að tala um pen- ingaeklu eða verzlunarannmarka meðan þingið ekki leitast við að ganga á undan með einhver góð úrræði til að efla atvinnu og verulegan fjárhag landsins. Eða hvað stoðar að ámæla kaupmönnum nú? Er hin íslenzka kaupmannastétt nú á dög- um svo rík, að hún sé öfundsverð, eða svo voldug, að skorð- ur þurfi að reisa við henni, eða svo einráð og of-frjáls, að hún þurfi engan guð yfir sér að eiga? Vér ætlum því fjærri fara. Hörkramaraöldin hans Skúla landfógeta er fyrir löngu gengin til grafar, sem betur fer, og að þeirri kaupmannastétt, sem nú verzlar á íslandi, þyrfti miklu fremur að hlynna en þröngva. í landi, þar sem öll atvinna hvílir á óunni vöru, þar sem hvorki er til bánki né markaður annar en lánsverzlunarskipti, þar er í sjálfu sér eðlilegt, að kaupmönnuin farist svipað á sinn liátt, og gömlu mönnunum, sem geymdu skildinga sína helzt á kistubotninum, af því þeim þótti leignaviðskiptin bæði stirð og óviss. Vér höfum áður þókzt reyna að benda á, hversvegna það er eðlilegt, að kaupmenn ekki flytji peninga inn í landið. Til þess að laða þá til að gjöra það, stoðar vissulega ekki að gánga hart að þeim, eða þröngva kosti þeirra, heldur hitt, ef þing, stjórn og þjóð vildi leggjast á eitt til þess, að efla atvinnu og samgöngur og reyndi að stofna bánka aða bánkagildi; með því móti ynnist skjótlega stór hag- ur bæði fyrir alþýðu og kaupmenn, og þá fyrst kæmi fullkomin ástæða til að ámæla kaupmönnum þeim, sem heldur kjósa að fara með gróðafé sitt til annara landa heldur en hafa það hér í landi, þar sem nær engi peningamarkaður er. J>ar sem því í 24. t.bl. ritstjórinn og þingmaðurinn er að verja lög um réttindi hérlendra kaupmanna, sem konungur liefir ekki stað- fest, þá fin8t vorri einfeldni, sem ástæður ráðherrans gegn lögum þessum, einkum 4. grein þeirra, (sem og nokkrir hinna mentuðustu þingmanna stóðu röggsamlega á móti á þinginu) séu nægilega sannfærandi. Frá voru sjónarmiði sjáum vér enga verulega ástæðu til að gjöra greinarmun á fastakaup- mönnum og «hérlendum» kaupmönnum, en að vísu nokkurn á hér búsettum kaupmönnum og þeim, sem ekki hafa hér dúk og disk, heldur eyða arði af verzlun hér, í öðru landi. En þennan mismun bæta, að minsta kosti að nokkru leyti, hin nýju skattalög. Reglan á að vera sú, að allir þeir, sem fasta atvinnu hafa á landi hér, njóti sömu og jafnra réttinda; hitt að sumir þeirra, sem eignir eða atvinnu hafa hér á landi (erlendir eða hérlendir að kyni), búi sjálfir erlendis, verður

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.