Þjóðólfur - 10.10.1878, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 10.10.1878, Blaðsíða 2
110 aldrei bannað né má banna, því slíkt væri yfirgángur og of- ríki gegn almennu frelsi. Með frjálslyndum mannúðlegum lögum ber oss að rétta við land vort eða falla að öðrum kosti, Annars er sýnt, að vér höfum minnst að óttast af kúgun danskra kaupmanna í framtíðinni, því verzlun þeirra, sem ekki eru því fastari hér sem fastakaupmenn, mun vafalaust smámsaman hverfa, annaðhvort í hendur innborinna kaupmanna (verzlunarfélaga ?), eða til þeirra útlendinga, sem nær oss búa, ríkari markaði hafa, og sem þegar hafa fest fót á ströndum vorum. Að öðru leyti og samt sem áður, er mjög svo eðlilegt, þótt þingmenn vorir leyti alls lags að efla verzlunarviðleitni sjálfra landsmanna, því sú þjóð sem ekki kann sjálf að verja fé sínu og verzla því, verður aldrei sjálfbjarga; en því miður má sama segja um þjóð, sem hvorki hefur iðnað svo teljandi sé, vegi, bánka eða aðra undirstöðu almennrar þjóðmegunar. En — allt þetta lagast með tíð og tíma, séu meDn vakandi og gæti réttrar stefnu. LJtlenclai* íi*éttii*. Með skipi Fischers «Nancy», bárust oss blöð frá útlöndum til 20. f. m. Hinna helztu pólitísku tíðinda munum vér geta í næsta blaði. 2. sept. varð ógurlegt slys á Temsfljótinu fyrir neðan Lundúnaborg. Gufuskip með 800 manns á sökk þar skyndilega til botns og varð að eins fáeinum bjargað. Skipið var eitt hinna mörgu lystiskipa, er svífa daglega um fljótið. Orsök .tjónsins var, að gufuskip hlaðið kolum og afar-stórt, kom snögglega út úr vík við fljótið og rakst við einhverja vangá á mitt lystiskipið og hljóp gegnum það, svo allt sökk þegar í stað. 590 líka voru dregin og slædd upp úr fljótinu, og þeim raðað í raðir, en borgarlýðurinn streymdi að til að skoða hinn sorglega val og reyndi hver til þess að þekkja sína; 70 lík voru jörðuð í einu á sama stað og þekktust engi þeirra; en þar sem gull eða gripir fundust á líkunum (því margt var þar fyrirfólk og fjöldi kvenna og barna) þá var allt þesskonar látið í hirzlur með glerloki yfir, til þess frændur og vinir mættu heldur þekkja á því sína. Hinni mestu sorg sló yfir borgina og viðhöfnin við greptrun hinna druknuðu var hin mesta og minnisstæðasta. Stjórnin setti og nefnd manna til að rannsaka atburðinn, og aðra til að semja tryggingarregl- ur til að afstýra slíkum voðaslysum síðar meir. Ýms fleiri minni slys urðu á Englandi hina sömu daga, bæði á gufuskip- um og gufuvögnum. I Höfn andaðist 9. sept. N. L. Westergaard professor við K.hafnar háskóla í austurlandamálum og frægur um alla norðurálfu heims fyrir lærdóm og skarpleik. Hann var fædd- ur 1815 (jafn gamall Gísla sál. Magnússyni), þroskaðist snemma og ferðaðist úngur til útlendra háskóla, og nokkru síðar austur um Indland og Persíu — sjóveg austur en kom heim iandveg vestur yfir Kússland 1844. Eptir það varð hann kennari við háskólann. Hann er einkum frægur fyrir rit sín um Sans- krit, Zendavesta, indverska fornsögu og um fleygletur austurlanda. Próf. Westergaard var vinur margra landa vorra og jafnan talinn hinn skörulegasti maður. Nýsálaður var og annar ýngri danskur fræðimaður, dr. phil. Godfred Rode, 48 ára gamall, einn af helztu bændaháskólamönnum Dana; hélt hann á sjálfs síns kostnað skóla á búgarði sínum Skovgaard og var vinsæll maður og framfaravinur. Dr. Nobiling, sá er veitti Vilhjálmi keisara síðara bana- tilræðið, andaðist snemma í sept. af sári því, er hann veitti sér, þegar hann var handtekinn, og höfðust aldrei af honum neinar sagnir. Hinn illvirkinn, Hödel, var hálshöggvinn nokkru áður og þótti sýna all-fá iðrunarmerki fyrir líflát sitt; heimti vín, tóbak og kryddmetiáður og naut þess ósleitulega ; boðin var honum prestþjónusta, en hann kvað það í ótíma boðið, því til slíks undirbúnings mundi ^ér ekki veita af heilu ári. Af höggpallinum þótti hann líta með fyrirlitningarsvip til áhorfandanna; var hann þá bundinn og höggvinn síðan sem mesti ódæðismaður. 9. f. m. var settur hinn þýzki ríkisdagur, og sósíalista- málið þegar lagt fyrir sem aðalmál. Stolberg greifi, vara- kanselerinn, setti þingið, og þykir af ræðu hans auðsætt, að stjórnin muni segja því slitið, ef það tckur ekki í það mál eptir honnar vilja. — Lögvitringafundur var haldinn í Krist- ianíu um fyrri mánaðamót; og annar svipaður fundur í Stokk- hólmi nokkuru fyrri; mættu á hinum fyrri ýmsir helztu lög- fræðingar á norðurlöndum, og er þetta hinn þriðji svo nefndi júristafundur. Á hinum mættu stjórnvitringar af ymsum lönd- um. Stefna slíkra funda er sú, að koma sér saman um vitr- ari og mildari skoðanir viðvíkjandi lögum, rétti, hegningu, fángelsum og þesskonar. — Hershöfðingi Tyrkja Mehemed Ali var í fyrra mánuði myrtur, þar sem þann skyldi skera úr hinum nýju landaskiptum á vesturtakmörkum ríkisins. Er allt enn þá í aga og ófriði í þessu arga óaldarríki. Midhat pasja, sá er farið hefir landflótta síðan í fyrra, er nú til náðar tekinn og kvaddur heim. Tyrkir neita harðlega að láta Grikki fá hina minstu landauka og ganga um það miklar deilur, en Rússar og Austurríkismenn hafa hvorir um sig átt til þessa sem mest að vinna, að ná undir yfirráð sín þeim löndum, sem kongressinn í Berlin ánafnaði þeim. Miklar viðsjár og órói er og milli Englendinga og Rússa (þótt enn fari lágt) út af Afganistan í Persíu, sem Rússar vilja leita á, en Englend- ingar vilja verja, og hafa sent þangað til ráðaneytis og styrktar við konúng (emir) þann, sem þar drottnar, Chamber- lain hershöfðingja þeirra, hinn mesta hermann. í Paris héldu sósíalistar þing mikið, en er minst varði hleypti stjórnin því upp og lét setja nokkra af þing- mönnum í varðhald. Meistari Eiríkur Magnússon hefir ferðast um Svíþjóð ög Finnland í sumar, sem rúnameistari, og haft ferðastyrk mik- inn frá háskólanum. Hann hefir þýtt mörg kvæði Rúnebergs Finnaskálds á enska túngu, og fékk beztu viðtökur hjá Svíum. í Uppsölum var honum veizla haldin og kvæði flutt, sem ort hafði Nyblom prófessor og skáld. Uppskeran hefir orðið góð í flestum löndum, einna lökust á Frakklandi. Verzlun enn fremur dauf í flestum löndum. í borginni Wasliington ætla Ameríknmenn að reisa frels- ishetjunni Washington minnisvarða, sem á að vera hinn mcsti, sem sagan þekkir: einn strýtusteinn (obelisk) 512 feta hár, hærri en Keops-pyramidinn, sem er 480 feta. Díana kom loksins úr sinni 3. og síðustu ferð 28. f. m. (í staðinn f. 19.), og hafði fengið slæma ferð og lánga. Hún kom ekki við á Skagaströnd, og barði skipstjóri við illviðri og kolaskorti. Beið fjöldi fólks — einkum kaupafólk margt hér að sunnan — ókleyfan baga og vandræði af þeim, þar sem mikil hrúga af færum og farangri beið þar komu skipsins og liggur þar enn, og er svo að heyra, sem menn verði að þola þann skaða bótalaust. Undarlegast er, að stjórnin skyldi þora að setja slíka höfn sem Skagaströnd er, sjálfsagðan viðkomu- stað í áætluninni, því slíkt hefir nú sézt að var hið mesta ó- ráð. Annars hafa ferðir í Díönu sumar — hin 1. og 3. — gepgið mjög óheppilega, enda gefið þingi voru og stjórn dýr- keypta lærdóma viðvíkjandi tilhögun þessara ferða framvegis. Hvað skipið sjálft snertir, er það og í ýmsu tilliti allt öðru- vísi útgjört og lagað, en landsins högum og munum sam- svarar. Með skipinu kom Qöldi ferðamanna, og höfðu fengið dýra ferð. Með skipinu sigldu kaupm. Falck og Snorrason frá ísafirði, H. Jónsson frá Flateyri, Gram af pingeyri og V. Clausen úr Stykkishólmi, en úr Reykjavík konsúll Smith og systkynin Mr. & Miss Tompson, frá Englandi. iShattanefnclir- 31. ágúst skipaði landshöfðingi þessa menn í yfirskattanefnd fyrir Akureyrarbæ: E. E. Möller verzlunarstjóra, Jón Kr. Stefánsson timburmeistara og L. H. Jenson gestgjafa, og til vara jporgrím lækni Johnsen. En 30. sept. skipaði landsh. í yfirskattanefnd fvrir Reykjavík: M. Stephensen yfirdómara, H. Kr. Friðriksson yfirkennara og L. E. Sveinbjörnsson yfirdómara, og til vara Geir dbrm. Zoéga. Heiðursgjafir fyrir þetta ár úr styrktarsjóöi Krist- ians konúngs níunda voru veittar: fórði forsteinssyni bónda á Leirá í Borgarfjarðarsýslu 160 kr., og jþorvaldi Bjarnasyni bónda á Núpakoti í Rangárvallasýslu 160 kr., báðum fyrir staklegar jarða- og húsabætur, sbr. St.tíð. B 19, bls. 128.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.