Þjóðólfur - 16.10.1878, Blaðsíða 1
30. ár.
28. blaði
Reykjavik, 16- okt. 1878.
— Póstskipið «Phönix» kom 10. þ. m., með því komu:
Jón A. Sveinsson, kennari, Indriði Einarsson, kandidat í
stjórnfræði, þorgrímur Guðmundsson, barnakennari (hann fór
skemtiferð til Parísar og London), fröken Steffania Melsteð frá
Klausturhólum, og tveir íslendingar, alkomnir úr Ameriku.
— Veðráttan mestallan september var hin harðasta og ó-
heppilegasta fyrir sláttulok og fjárheimtur, enda er hvort-
tveggja mjög víða misjafnt orðið eptir því sem bref og fregnir
með póstum segja frá. I>ó er ekki getið, að nokkurstaðar hafi
miklir fjár- eða heyskaðar orðið, nema hvað slæmar heimt-
ur bæði i Dalasýslu og víða nyrðra benda til að fé hafi fent
í hretinu, er gjörði kringum hinn 20. f. m. Til norðurlands-
ins voru nokkur haustskip komin.(á Sigluíjörð, Sauðárkrók og
Blönduós), en engin til vesturlandskaupstaðanna fyrst í þ. m.
Aptur strandaði skip frá ísafirði á framsiglingu snemma
í fyrra mánuði, og gat nauðulega bjargast að landi vestanvert
við Arnarfjörð, og varð allt strandgóss, skip og vörur, og selt
við uppboð fyrir 8—9000 kr. Skipið og farminn, sem var salt-
fiskur og lýsi, áttu þeir félagar I. M. Falck og Magnús Joch-
umsson á ísafirði, sem eiga þar saman nýja og tápmikla verzl-
un og heppinn þilskipaútveg. Um vöruleysi gekk mikil kvört-
un vestra; veldur fall innlendu félaganna þar miklum erfið-
leikum. Gram kaupmaður liefir nú sett verzlun í Stykkis-
liólmi, og er nú aðalvon hinnar föstu verzlunar þar sem
hann er, því hin gamla Clausens verzlun, sem meðan Páll sál.
Hjaltalín stýrði henni, stóð jafnan með blóma, þykir verakom-
in í mestu apturför. Má nú segja, að enginn verzlunarkrapt-
ur se nú á vesturlandi til nema á ísafirði; þar er mikil og
að mörgu hagfeld verzlun, ef menn kunna rétt til að gæta,
en þangað er rojög erfitt til að sækja úr öðrum sveitum en
sýslunnar; ríður því mjög á að fleiri kaupstöðum landsfjórð-
ungsins megi treysta með vörubirgðir, þótt langmest sé undir
Stykkishólmi komið, því þangað má sjóleiðis sækja neyðarlaust
úr þremur sýsluin.
Af fiskiafla er fátt að segja, enda hefir óvíða orðið róið
sökum illviðra. Síðustu mánaðamót varð vel vart við fisk hér
víða við fióann og á suðurnesjum. Af þilskipaútveg landsins
má yfir höfuð segja, að hann lieíir heppnast vel, og ekkert
þilskip týnzt eða brotnað, að því er vér höfum tilspurt. Afia-
upphæðir vitum vér ekki gjörla, en fiest þau skip, sem vér
höfum haft fregnir af, hafa í sumar fengið frá 15000 og allt
að 30000 af þorski og ísu, — einstaka skip minna. Sýnir
það, hvernig sem skoðað er, stórefiis ábata, enda ætlum vér
þorskaflann að öllu samanlögðu vissari útveg en bákarlaveiðina.
Finst oss sem ekki ætti að halda þilskipum úti nema þrjá mið-
sumarmánuðina; þá borgar sig útgjörðin nær ætíð bezt, og þá
er hættan varla teljandi, ef útgjörð er áreiðanleg. Hákarla-
aflinn í ár hefir heppnast lakar en í fyrra og mun hafísinn
helzt hafa ollað því. Af fjárverzlun fréttist betur með næsta
pósti; verður hún miklu minni í ár en í fyrra, en þó mundi
féð fást fullt eins margt eða fremur, en kaupmenn munu orðnir
ragari að hætta skipum sínum sökum ófaranna í fyrra. Héð-
an úr Reykjavík verður lítið slátur út flutt, þótt feykimörgu
fé sé slátrað. Á vetrum búa hér nú í bænum hátt á 3. þúsund
manna, og þarf ekki allfáa sauði í slíkt bú að leggja. Verð á
fé er hér svipað og síðastliðið haust, eða við lægra; í búðum
gefa kaupmenn 16 til 20 aura fyrir kjötpundið, fyrir mörpd.
30 og 33 a., fyrir pund hvert í sauðargærum 30 og 35 a.
Hinn mesti sauðarekstur, er hingað hefir verið rekinn í haust
í einu lagi til sláturs, voru sauðir Árna sýslumanns Gísla-
sonar úr Skaptafellssýslu, nálægt 300 að tölu og allir full-
orðnir (í Skaptafellsýslu eru allar skepnur smáar, sökum kyn-
blöndunarskorts og útigangs).
Ur brell að vestan. «í sumar vísiteraði vor gamli,
æruverði prófastur séra Olafur Johnsen, í síðasta skipti þetta
prófastsdæmi, er hann var að skila því í hendur tengdasyni
sínum, séra Steingrími. Hann hefir nú gegnt því embætti í
full 18 ár með miklum dugnaði og skörungskap, hefir það opt
verið afar-erfitt og óþakklátt starf sökum prestaskipta og presta-
leysis, sem ávallt hefir hér átt sér stað þessi ár, og síðastliðin 10
—20 ár hefir hann orðið annað veifið að aðstoða þjónustu á
2 og stundum þremur nábúabrauðum við hans prestakall, og
vita þeir sem til þekkja, hve næðissamt það hefir verið fyrir
mann, sem nú er kominn á 8. tug aldurs síns — auk ótal
annara sýslana og vandræða, sem undir hans afskipti og úr-
slit hafa borið, enda verður rögg hans og samvizkusemi lengi
viðbrugðið hér vestra, því hann hefir verið sannkallað mikil-
menni fyrir margra hluta sakir, og hans alvara og áhugi sem
lcennimanns, cr eflaust nokkuð fágætt á vorum trúarlitlu dögum».
Urá litiöndum heyrum vér fá sérleg nýmæli. 22.
f. mán. andaðist á Frakldandi Kristín Spánardrottning á átt-
ræðisaldri, móðir ísabellu drottningar og ekkja Ferdínands
konungs sjöunda. Eins og kunnugt er af gðmlum «Skírnir-
um», var hún fyrir mörgum árum rekin frá ríki og lifði land-
flótta síðan. Hún er fræg fyrir þrennt: fríðleik, ástir og
drottnunargirni.
Konungur vor kom heim úr utanför sinni 19. f. m., og
tók þegar við stjórninni aptur, og hafði látið hið bezta yfir
ferð sinni; er hann hinn duglegasti ferðamaður og unir sér
vel í ferðalögum, enda á slíkur maður góða gistingarstaði vísa.
Ríkisþingið átti að byrja 7.*þ. m., og er útlit fyrir, að það
að minnsta kosti byrji stórhryðjulítið, þótt svo sé að sjá, sem
hvorugur flokkurinn hinna vinstri sé búinn til verulegs und-
anláts, heldur mun beggja vilji vera að bola Estrup og ráða-
neyti hans úr sæti, og rétta aptur við veg og völd fólksþings-
ins. Tyrkjann og hans vandræði skulum vér geyma til næstu
póstskipskomu. Gamanblöðin segja, að nú séu guðir þessa
heims sem óðast að klippa hans «skarðamána» (merki hans) í
stjörnur, svo hann sé óðara horfinn af söguhimni Evrópu,
enda hefir hann verið sannkallaður urðarmáni og ólukku-
stjarna frá alda öðli. Á Englandi varð annað voðaslysið
rúmri viku eptir að lystiskipið sökk áTemsánni: í einni helztu
kolanámunni í Wales kviknaði skyndilega (á loptefni), og fór-
ust þar á hryggilegan hátt um 300 manna.
Vér gátum um i síðasta blaði, að Englendingar liefðu
sent sendiherra til konungsins í Afghanistan í Persíu, en svo
fór um þá ferð, að konungur neitaði honurn um viðtöku, og
varð hann að hverfa aptur svo búinn. Höfðu Rússar orðið
skjótari að ná vinfengi höfðingja þessa, en þó rná vera, að
þetta dragi til mikilla tíðinda. Englendingar eiga 40milljónir
þegna á Indlandi, sem eru Múhamedstrúar, og því segir Bea-
consfield, að þeir eigi í rauninni stærsta Múhamedstrúarríkið
íheiminum,og hið enska blað «Globe» segir, að svo fremi sem
Tyrkjum takist að stofna ríkjasamband milli sinna trúarbræðra,
þá sé einsætt fyrir Englendinga að gjörast oddvitar þess.
Kæmi með því móti — segir blaðið — það veldi á stofn,sem
miklu betur mundi geta trygt allsherjarfrið í álfu vorri en
stórveldasamningar þeir, sem nú eiga sér stað, en sem aldrei
standa lengur en þangað til einhver félaganua þorir að rjúfa
griðin. — Gladstone, hinn garuli stjórnarskörungur, sem Bea-
consfield steypti úr whiggastjórninni fvrir 4 árum, hefir ávalt